Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 6
6 MORGIJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1972 r SKATTFRAMTÖL Sigfinnur S:gur5sson, hagfr., Barmahlið 32, sími 21826, eftir kf. 18. SKATTAFRAMTÖL og reikningsuppgjör. Fyrir- greiðsluskrifstofan Austur- stræti 14, 4. hæð, simi 16223. Þorieifur Guðmundsson, — heima 12469. SKATTFRAMTÖL — BÓKHALD Þorvarður Elíasson Hagverk sf. Bankastræti 11, símar 26011, 38291. (BÚD ÓSKAST Tveggja herbergja íbúð ósk- ast, heizt í Vesturbaenum, einnig ei-tt herbergi. Upplýs- ingar í sima 82172. LÆRIÐ AÐ VEFA Kvöldnámskeið byrjar 7. febr. Kennt verður þrjú kvöld í vvku. Agnes Davíðsson Akur- gerði 38, sími 33499. RCGLUSÖM KONA með 8 ára dreng óskar eftir trtilfi ibúð. Uppl. í síma 22705 eftir kl. 6 á kvöidin. SKATTFRAMTÖL Aðstoðum einstaklinga. Rekstraruppgjör. Opið daglega frá 18.00-20.30. HÚS og EIGNIR Bankastræti 6, sími 16637. BÁTAR TIL SÖLU 5, 6, 8, 9, 12, 14, 21, 26, 37, 44, 50, 62, 66, 75, stál, 100, stál, 200, 250, 300 torm. Fasteignamiðstöðin, s. 14120. m sölu Foco krani, 2Vi tonn. Uppl. í síma 92-2491. TIL SÖLU eldhúsinnrétting með tvöföld- um stálvask og blöndunar- tækjum. Sími 40389. (BÚÐ ÓSKAST 1 herbergi og eldhús í Kefla- vík. Upplýsmgar í sima 17164. VÉLBUNDIN TAÐA til söki að Vatnsenda ViH- íngaiholtshreppi. Sími um ViHingaholt. NOTUÐ KOMMÓÐA Óska eftir að kaupa notaða kommóðu. Uppfýsingar í sima 82453. ATVINNA Ungur maður, sem hefur j góða reynslu, óskar eftir öruggri atvinnu. Uppl. ( síma 35112. HJÓLSÖG — BANDSÖG Vii kaupa hjólsög í borði. Til söliu bandsög (Walker Turner 19") á sama stað. Upplýsingar í síma 42192. Happdrætti Sjálfsbjargar Nýleg-a var afltentur vinningur nr. 1 í happdrætti Sjálfsbjargar 1971. Vinninginn, sem var bifreið af gerðinni Jeep Wagoneer, Custom árgerð 1972, hiaut Anna S Egilsdóttir, Hveragerði. — Myndin er tekin þegar framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar afhenti Önnu vinninginn. Viðstaddir afhendinguna voru einnig sonur Önnu, sem seidi mömmu sinni vinningsmiðann, og formaður Sjálfs- bjargar í Arnessýslu, en miðinn var seldnr á sölusvæði félagsins. SA NÆST BEZTI Háttsettur embættismaður var látinn. Margir umsækjendur um embætti hans óskuðu áheyrnar hjá landstjóranum og áður en jarðarförin hafði farið fram, heppnaðist einum að ná tali af hon- um og spurði hann, hvort hann gæti ekki komið í stað hins látna embættismanns. „Mér þætti mjög vænt um það,“ svaraði landstjórinn. „Viljið þér ekki nefna það við líkkistusmiðinn." ÁRNAI) H-IOILLA S.l. sunnudag opinberuðu trú lofun sína ungfrú Margrét Ól- afsdóttir, Teygingalæk Vestur- Skaftafellssýslu og Smári Ragn arsson iðnnemi Hjaitabakka 4, Reykjavik. ÁHKIT 0G GJAFIR Áheit á Guðmiind góða JÞ 1000, Ingibjörg 200, ÓN 200. Áheit á Strandarkirkju SMJ 200, Guðrún Sig. 300, Aldis 775, KR 500, IE 1000, NN 100, MÍ 100, MS 1000, EM 150, Kar- lotta 100, NN 1000, DP 1000, J Melax 500, GB 100, BS 500, GH 1000, ÁS 200, GS 100, ÁÁ 200, Ónefndur 100, Ónefndur 100, SK + FJ 200, KBS 1000, SS + ísa- firði 500, G 50, SF 500, GG 300, GG 100, Frá konu að norðan 50, Frá Siggu 200, Guðný Magnús- dóttir 1000, SBG Djúpavogi 200, Sigurjón 300, GÁ 500, GG 50, SJ 2000, Helga 500, NN 500, GG 1000, KJ 200, LS 500, SGV 200, Helga A. 300, NN 410, NN 200, Norðlendingur 5000, Norð- lendingur 3000, JÁ 5000. DAGBÓK I dag er miðvikudagur 2. febrúar og er það 33. dagur ársins 1972. Eftir lifa 333 dagar. Kyndilmessa. Blasiusmessa. Vetrarver- tíð hefst. Árdegisháflæði kl. 8.17. (Úr íslandsalmanakinu). Aimennar -.ípplýsingar um iækna bjónustu í Reykjavík eru gefnar í símsvara 18888. LækningSLstofur eru lokaðar á laugardögum, nema á Klappar- stíg 27 frá 9—12, simar 31360 og 11680. Vestmannaeyjar. Neyðarvaktir lœkna: Símsvar' 2525. Munið frimerkjasöfnun Geðvemdarfélagsins. Pósthólf 1308, Reykjavík. Næturiæknir í Keflavík 2.2. Arnbjörn Ólafsson 3.2. Guðjón Klemenzson. 4., 5. og 6.2. Jón K. Jólhannsson. 7.2. Kjartan Ólafsson. Asgrinissafn, Bergstaðastræti 74 w opið simnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Náttúrugripasafnið Hverfisgrötu 110. OpiO þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Ráðgrjafarþjðnusta Ocðverndarfélars- ins er opin þriOJudaga kl. 4.30—6.30 siödegis aO Veltusundi 3, slmi 12139. Þjónusta er ókeypls og öllum heimil. Smóvarningur Ef maður reynir að græða, þá er hann kallaður aurasál. Ef hann safnar gróða, þá er hann kallaður kapitalisti. Ef hann eyð ir öllu jafnharðan, þá er hann kallaður óráðsiumaður. Ef hann reynir ekki að græða, er hann kallaður raafill. Ef hann græðir án þess að vinna er hann kall- aður sníkjudýr. Og ef hann læt ur eftir sig peninga, sem hann hefir safnað með súrum sveita á langri ævi, þá segir fólk að hann hafi verið asni að reyna aldrei að njóta lifsins. Sagt var að skriðdrekar ítala væru búnir átta gírum til að komast afturábak, en einum gir áfram. — Til hvers er þessi gír? spurði maður nokkur, sem heyrði skrítluna. — Það er gert til vonar og vara, ef ráðizt yrði að þeim aft an frá. í styttingi Kalli skífulagningamaður datt ofan af þriggja hæða húsi, og lá á götunni. Fjöldi fólks kom þegar á vettvang. Lögreglu- mann bar þar að og spurði hvað um væri að vera. í því stóð Kalli upp og sagði um leið og hann burstaði rykið af fötum sínum: „Það veit ég svei mér ekki, ég er nýkominn hingað". Munið eftir smáfuglunum! FRÉTTIR Kvenfélagið Seltjörn Aðalfundur félagsins verður haldinn í Félagsheimilinu mið- vikudaginn 2. febrúar kl. 8.30. Spilað verður Bingó. Kvenfélagið Hrönn heldur aðalfund i kvöld ki. 8.30 að Bárugötu 11. Að loknum aðalfundarstörfum verða sýndar myndir frá ferðalaginu í sumar. Jón Laxdal, (sá sem leikur Othelló), i ýmsum stellingum. Myndimar tók ljósm. Mbl. Valdís. Hátíð á hverjum degi að vera kominn heim og fá að tala málið“ „Mér finnst raunar vera há tíð á hverjum degi, að vera kominn heim, og fá að tala is- lenzku aftur,“ sagði Jón Lax- dal, þegar við spjölluðum lít illega saman niður á blaði í tilefni af því, að hann leikur í vor Othello hjá Þjóðleik- húsinu. „Og nú verðurðu sjálfsagt málaður svartur?" „Já, víst er um það, ég leik þennan Mára frá Feneyjum, en mér er síður en svo ókunn ugt um þetta hlutverk, oft hef ég horft á það, og raun- ar hef ég í Vínarborg leikið það. Þá var ég að læra að leika, og við tveir bekkjar- félagarnir, skiptum með okk- ur Othelló og Jagó, þannig, að við gátum gengið hvor inn í annars hlutverk. Gunn- ar Eyjólfsson leikur núna Jagó. Já, þú ert að spyrja um þetta nám mitt þarna úti i Vínarborg. Ég lærði við Max Reinhardsskóiann, sem er mjög vel þekktur. Meðan á náminu stóð, lék ég t.d. í Kiss me Kate, sem er nýbygg- ing Cole Porter á leikriti Shakespeare, Tamningu trunt unnar, á ensku The taming of the Shrew." „Úr því við minnumst á gamla Shakespeare, langar mig til að fá þitt álit á því, hvort rétt sé að færa upp leikrit hans í nýjum bún- ingi?“ „Jú, sj'áðu til, ef gamli Villi er færður upp af kúnst, ég meina, að það sé ekkert fúsk á ferðinni, þá held ég að gamli Villi standi fyrir sínu gegnum allar aldir, en guð hjálpi þeim, sem ætla að klæmast á honum. Raunar hafa þessir gömlu höfundar alltaf laðað mig að sér. Ég hef t.d. leikið Clavigó eftir Göthe. Úr þvi þú spyrð, þá byrjaði ég í Rostock í Aust- ur-Þýzkalandi, var þar í 2 ár, og síðan fór ég þvers og kruss um Vestur-Þýzkaland, og byrjaði að leika þar í Ulm, þar sem einna hæstur kirkju- tum er í Evrópu. Síðan fer ég til Wilhelmshaíen og leik þar í 2 ár. 1 Ulm lék ég m.a. í Réttarhöldunum yfir Jó- hönnu af örk árið 1431, langt nafn, en samt nauðsynlegt til skýringar, enda meistarinn Brecht, sem um fjallar. Leik- ritið byggist á skjölum, sem þá voru gerð, þegar þeim tókst að brenna Hönnu þar syðra. í þessu leikriti lék ég ungan prest, La Fontaine, sem er að reyna að bjarga Hönnu. Frá þessu fer ég til Hildesheim, norðan við Hann over, þarna rétt hjá Celle, sem mér heyrist þú þeklcja, og þá byrjuðu fyrstu kvik- mynda- og sjónvarpstilboðin, og ég held ég hafi leikið í einum 8—10 kvikmyndum. Fyrsta kvikmyndin fjallaði um 5. herdeildarmann, og þeim fannst ég tala ensku með bandarískum hreim en siðan fannst þeim ég tala með rússneskum og frönskum hreim, svo að þessi hreimur réð eiginlega úrslitum, einn- ig það, að ég var kraftalega vaxinn, og þeim þótti ein- hvern veginn, að svona ætti hermaður að líía út.“ OKKAR Á MILLI SAGT „Hvernig tóku nú Þjóðverj ar þér?“ „Jú, þeir tóku mér sér- staklega vel, og, samvinna min við þá hefur bæði verið giftudrjúg fyrir mig, og ein- staklega ánægjuleg fyrir báða aðila.“ „Nú verðurðu sennilega málaður svartur í hlutverki Márans frá Feneyjum. Hef- urðu áður leikið svona litað hlutverk?" „Ja, ég veit ekki, hverju á að svara, ég íék í gamla dagá Eskimóa i Landinu gleymda eftir hann Davið, en hitt máttu bóka, að ég er mjög sáttur við Othelló, ætli við verðum ekki vinir fyrir rest." Og með það felidum við Jón Laxdal talið að sinni. — Fr.S.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.