Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 10
MOftGÚNBLAÐrÐ, MIÐVIKLTDAGUR 2. FÉBRÚAR 1972 ; 10 Stefna Brandts í meðförum þingsins WHly Brandt Naumur meiri hluti. Margar torfær- ur í vegi fyrir samþykkt ' samninganna við Pólland og Sovétríkin !■■■■■ Á vestur-þýzka Sambands- þinginu er unú hafnar upiræð- ur um þau málefni, sem kunna að skipta sköpum fyrir framtíð Evrópu. Er þar um að ræða staðfestingu Sambandsþingsins á samningum þeim, sem gerðir voru við Sovétríkin og Pól- land 1970 og Willy Brandt kanslari hefur þegar undirrit- að. Fyrir þá stefnu kanslarans sem nefnd hefur verið „Ostpoli tik“, verður þetta úrslitaþol- raun en þarna er um að ræða hina umdeildu tilraun Brandts til þess að koma á vinsamleg- um samskiptum milli Vestur- Þýzkalands og kommúnistaríkj anna í Austur-Evrópu. Fáist Sambandsþingið ekki til þess að staðfesta þessa samn inga, þýðir það í rauninni enda lok þeirrar stefnu, sem Brandt kanslari hefur fylgt gagnvart kommúnistaríkjunum. Það myndi einnig hafa í för með sér stjómmálakreppu innanlands í Vestur-Þýzkalandi, þar sem ríkisstjórn Brandts myndi nær örugglega segja af sér og nýj- ar þingkosningar látnar fara fram mun fyrr en annars ætti að vera, en þær eiga að fara fram síðari hluta árs 1973. ÁHRIFIN Á A1LWÖÐAVETTVANGI Atkvæðagreiðslan um samn- ingana hefur ennfremur áhrif langt út fyrir landamæri Vest- ur-Þýzkalands. I hinum flóknu samantengdu samningum milli austurs og vesturs um bætt samskipti er staðfesting fram- angreindra samninga mesta hindrun, sem ryðja verður úr vegi á þeirri löngu leið, sem fara verður, unz kalda stríðið er fullkomlega úr sögunni i Evrópu. Ef staðfesting samninganna næði ekki fram að ganga, væri þar með úr sögunni það sam- komulag fjórveldanna um Ber- lín, sem undirritað var í sept- ember sl. Sovétríkin hafa gert það Ijóst, að þau muni ekki undirritað endanlega samþykkt um, að Berlínarsamkomulagið taiki gildi, fyrr en samn- ingarnir við Bonnstjórnina hafa verið staðfestir fullkom- lega. Þetta myndi síðan binda enda á allar vonir um, að marg umtöluð öryggisráðstefna Evr- ópu yrði nokkru sinni kölluð saman. Bandalagsríki Vestur Þýzkalands innan NATO hafa gert það að fyrirfram skilyrði fyrir frekari áfanga í átt til þessarar öryggisráðstefnu, að Berlínarsamkomulagið nái fram að ganga. Þá væri einn- ig farin forgörðum vonin um, að unnt verði að koma á við- ræðum milli NATO og Varsjár bandalagsins um fæikkun í her- liði í Mið-Evrópu. I stuttu máli sagt eiga báðar deildir Sambandsþingsins í Bonn eftir að verða sá vett- vangur á næstu vikum, þar sem tekin verður ákvörðun um, hvað næst verði gert í viðleitn inni til bættrar sambúðar í Evrópu. En þrátt fyrir það að líkurnar virðist nú vera fyrir því, að meiri hluti fáist í at- kvæðagreiðslunni um staðfest- ingu samninganna, er sú niður staða f jarri því að vera vís. PRÓFRAUN 1 S AMB ANDSÞIN GINU Til þess að vinna sigur verð ur stjórn Brandts kanslara að koma samningunum heilu og höldnu yfir flókna röð af torfærum. Þegar hefur verið hafizt handa í þessu efni, þvi að nokkrar vikur eru liðnar, frá þvi að laganefnd efri deild ar Sambandsþingsins (Bundes- rat) tók samningana til með- ferðar. EFTIR JOHN M. GOSHKO Þau atvik eru nær óteljandi, sem kunna að koma upp í með ferð samninganna á þingi. Al- mennt er þó gert ráð fyrir því, að úrslitastundin renni upp í júní, þegar að því kemur, að ríkisstjórnin verður að ná sam- an þeim 249 atkvæðum, sem þarf til staðfestingar samning-- unum í neðri deild Sambands- þingsins (Bundestag). Það, sem ræður þessari „töfratölu", er sú staðreynd, að ríkisstjórnin, samsteypu- stjórn jafnaðarmanna og lítils borgaralegs flokks, frjálsra demókrata, sem lýtur forystu Walter Scheels utanríkisráð- herra, hefur 251 sæti í neðri deild Sambandsþingsins á móti 245 sætum stjórnarandstöðunn ar, kristilegra demókrata. Með öðrum orðum, meiri hluti stjómarinnar er ekki meiri en sex atkvæði. 1 efri deildinni, þar sem sæti eiga fulltrúar stjórna þeirra 10 fylkja, sem mynda Sambands- lýðveldið, hafa kristilegir demókratar meiri hluta, 21:20. Sá möguleiki er fyrir hendi, að kosningar þær, sem fram eiga að fara í Baden-Wúrtenberg í apríl, kunni að breyta þessu hlutfalli, en flestir stjórnmála- fréttaritarar eru þeirrar skoð- unar, að kristilegir demókrat- ar muni halda yfirráðum sín- um í fylkinu og þannig halda núverandi skipan Sambands ráðsins (efri deildarinnar) óbreyttri. BARÁTTA FYRIR STADFESTINGUNNI Með þessar tölur í huga eru líkurnar á þvi, að baráttan fyr ir staðfestingunni á samningun um verði hörð og fari fram nokkurn veginn með eftirfar- andi hætti. Samningarnir ættu að kom ast yfir ýmiss konar torfærur í nefndum í þingdeildunum báð um og standa andspænis sinni fyrstu mikilvægu prófraun, er neðri deild Sambandsþingsins greiðir atkvæði um þá í maí. 1 þeirri atkvæðagreiðslu þarf að eins einfaldan meiri hluta til þess, að samningarnir nái fram að ganga og gert er ráð fyrir, að stjórninni takist þetta án erfiðleika. En síðan verður að leggja samningana fyrir efri deildina, þar sem kristilegir demókratar fella nær örugglega með meiri hluta sinum staðfestingu samn inganna. Þá væri komin upp sú þræta, hvort efri deildin gæti hindrað neðri deildina í því að staðfesta samningana, þrátt fyrir það að þeir hefðu verið felldir í efri deildinni. Líklegasta niðurstaðan í þessu efni þykir sú, að neðri deildin hafi heimild til þess að taka ráðin af efri deild- inni. En það verður að gerast með hreinum meiri hluta þing- manna þar eða 249 atkvæðum og það er stór spurning, hvort ríkisstjórninni tekst að fá því framgengt. Af 224 þingmönnum jafnaðar manna hefur einn, Herbert Hupka, gefið í skyn, að hann hyggist greiða atkvæði gegn staðfestingu samninganna, en víst þykir, að allir hinir muni styðja Brandt. FR-IÁLSIR DEMÓKRATAR Þá eru eftir þingmenn frjálsra demókrata, sem eru 27 að tölu. Vitað er, að sum ir þeirra eru i verulegum vafa varðandi samningana. Ef að- eins einn þeirra brygðist flokksaganum, yrði það senni- lega til þess að ýta af stað Skriðu, sem hefði i för með sér endalok samninganna. Eins og er virðist ríkisstjórn in örugg um, að allir þingmenn frjálsra demókrata, hvaða efa- semdir sem þeir annars kunna að ala með sér, muni reynast Walter Scheel Treystir á flokksagann. henni hollir. 1 stjórnarbúðun- um er talið, að einungis Hupka eigi eftir að skorast unaan merkjum, þegar að lokahríð- inni kemur og að þannlg hafi stjórn Brandts 250 at- kvæði eða meira en nauðsyn- legan hreinan meiri hluta. Þetta er eina von ríkisstjórn arinnar, úr því að hún getur ekki vænzt neins einasta at- kvæðis frá stjórnarandstöð- unni, enda þótt talið sé, að nokkrir þingmenn kristilegra demókrata séu persónulega fylgjandi staðfestingu. Vandamál kristilegra demó- krata er það, að leiðtog- ar þeirra, þeirra á meðal hinn nýi formaður flokksins og kanslaraefni, Rainer Barzel, tóku í upphafi þann kostinn að snúast gegn „Ostpolitik ‘ Brandts. Að undanförnu hafa komið upp nokkrir eftirþank- ar varðandi þessa afstöðu, en almennt er tilfinningin inn an flokksins andvíg samningun um, svo að Barzel hefur í rauninni átt þann einn kost að fylgja straumnum. Afleiðing þessa er sú, að for- ystumenn kristilegra demó- krata hafa tekið þá ákvörðun, að eina leiðin til þess að við- halda trausti flokksins á með- al kjósenda sé að halda áfram algjörri andstöðu við samning- ana, þar til yfir lýkur. AFSTAÐA BARZELS 1 þvi skyni að réttlæta við- horf flokks síns hefur Barzel tekið þá afstöðu, að samning- arnir feli í sér tilraun til þess að kljúfa Vestur-Þýzkaland frá bandamönnum sínum í vestri og að samningarnir geymi í sér ógnun við þá lang- þráðu draumsýn, að Þýzka- land verði að lokum sameinað að nýju. En þrátt fyrir að enginn myndi segja það opinberlega, þá er sú skoðun útbreidd á með al stjórnmálamanna í Bonn, að Barzel þrátt fyrir einarða and- stöðu sina myndi ekki líka það svo miður, þótt hann yrði und- ir í baráttunni gegn samning- unum. Samtimis því sem Barzel vinnur af ofurkappi að því að verða kanslari, gerir hann sér grein fyrir áhættunni, sem felst í því að ná því embætti með því að kollvarpa „Ostpoli- tik“ Brandts. Ef samningarnir yrðu felldir, kæmust samskipti Bonnstjórnarinnar gagnvart kommúnistarikjunum aftur á freðið stig kalda stríðsins og Barzel yrði í augum sovézkra stjórnarvalda tákn þýzkrar hefndarhyggju. Það er þetta, sem kynt hef- ur undir þann grun, að Barzel tounni sjálfur, persón ulega að taka upp langsýnni stefnu og finna annað mál, sem not- færa .mætti til þess að koma honum í kanslarastöðuna. Samkvæmt því sem sagt var, á það að vera áætlun hans að halda áfram uppi andstöðu en vona samtímis, að Brandt tak- ist að fá nægilega mörg at- kvæði til staðfestingar samn- ingunum. Ef sú er raunin, að Barzel hugsar á þennan veg, gæti það haft í för með sér mikilvægar afleiðingar með tilliti til þess, sem kann að gerast eftir at- kvæðagreiðsluna um staðfest ingu samninganna. í fyrsta lagi væri Barzel þá kominn í þá að- stöðu að geta sagt kristilegum demókrötum, að „Ostpolitik" Brandts væri orðin staðreynd og síðan gæti hann byrjað að milda andstöðu flokks síns gagnvart sumum þáttum í við leitninni til bættrar sambúðar, sem verða munu á leiðinni lengra framundan. Þá gæti Barzel einnig átt þátt í þvi að sneiða hjá háskalegum tilraunum á siðustu stúndu til þess að kollvarpa samningun- um þrátt fyrir samþykki þings ins. HÆSTIRÉTTUR Slíkar tilraunir myndu fyrst og fremst beinast að því að sannfæra hæstarétt Sambands- lýðveldisins um, að samningarn ir næðu til málefna í tengslum við friðarsamninga eftir heims- styrjöldina síðari. Ef hæstirétt ur féUist á þetta sjónarmið, yrðu samningarnir að fá sam- þykki tveggja þriðju hluta at- kvæða bæði í neðri deild (Bundestag) og efri deild (Bundesrat) Sambandsþingsins, en það er meiri hluti, sem er langt fyrir ofan það mark, sem Rainer Barzel. ríkisstjórn Brandts ræður yfir. Öll spurningin um það, hver það er nákvæmlega, sem lagt getur þetta mál fyrir hæstarétt og undir hvaða kringumstæð- um, er vafin þykkum skýjum mismunandi lagaskoðana. Ef málið fer svo langt, þá er samt sú skoðun almennust á meðal lögfræðinga, að niðurstaða hæstaréttar verði á þann veg, að samningarnir þurfi ekki tvo þriðju hluta atkvæða. Fyrir þessu er samt engin vissa og jafnvel þó að tilraun til þess að fella samning- ana fyrir dómstólum mistækist á endanum, þá gæti slíkt engu að siður orðið til þess að tefja gildistöku samninganna um óákveðinn tíma. Margir af ákafari andstæð- ingum samninganna í hópi kristilegra demókrata hafa hót að að fara svona að, ef nauð- syn krefur. Barzel hefur hins vegar gætt þess vandlega, að láta sjálfur ekki i ljós neina skoðun á þessu máli. Margir stjórnmálafréttaritar ar telja hann eindregið andvíg an hugmyndinni um að láta málið fara fyrir hæstarétt. Ef svo er, gæti farið svo, að hann tæki að sér lykilhlutverk einn góðan veðurdag í þá átt að fá stuðningsmenn sína ofan af því að láta hæstarétt fjalla um lög mæti samninganna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.