Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 12
12 MORGtnNTBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2; FEBRÚ AR 1972 ’ ' 1 Jens R. Ingólfsson. IT1MI Fylkingarnar riðlast — viðreisn væntanleg Allt frá því að Trúbrot mynd- aðist úr Hljómum og Flowers, og Náttúra og Ævintýri urðu til hefur pop-lifið íslenzka haldizt nokkurn veginn í sömu rásinni. Og síðan Kalli hœtti í Trúbrot hefur að segja má ekkert mark- vert gerzt, annað en að hljóm- sveitunum hefur hrakað undan- farna mánuði, smátt og smátt orð ið lélegri þar til nú, að þróun in hefur hlotið þann endi, að Ævintýri er að hætt- og Nátt- úra að breytast stórlega. Trúbrot fóru í öldudal, þegar Kalli yfirgaf þá, en eru nú smátt og smátt að rétta úr kútnum og það er vist óumdeilanlegt, að þeir eru nú bezta starfandi pop- hljómsveitin, auk þess að vera næstum því sú eina. Þrálátur orðrómur hefur verið á kreiki um, að Björgvin Halldórs- son ætli að ganga þar i liðið, en hann hefur ekki fengizt staðfest ur, heidur þvert á móti. Náttúra hefur ekki starfað um nokkurn tíma eftir miklar hörm ungar hjá hljómsveitinni. Fyrst kom trommuleikarinn og fór nokkrum sinnum, og síðan ákvað Sigurður Rúnar, org- elleikari hljómsveitarinnar að hætta og fara til Svíþjóðar. Á meðan á þessu gekk lék hljóm- sveitin aðallega i Hárinu og virt . ist gæðunum hraka með hverj- um degi. Endirinn varð svo sá, að allt stóð í björtu báli (Glaum bser), og hljóðfærin skemmdust mikið af vatni. Áskeil Másson, þekktur úr Combó, hafði ætlað að taka við af Sigurði Rúnari og spila á ým- is hljóðfæri, og stóðu æfingar yfir, er hljóðfærin fóru forgörð- um. Eftir bálið varð svo ljóst, að hljómsveitin Ævintýri var að hætta, og tveir ævintýramenn, Sigufður trommuleikari og Birg- ir gítarleiikari kræktu í bæði Sigurð Rúnar, og Pétur, söngv- ara Náttúru til að stofna nýja hljómsveit. Ekki vildi Náttúra gefast upp við svo búið, og er nú búið að fylla skörðin og æfingar ný- 1 Náttúru hafa staðið í tvær vik- ur. Hljómsveitin er skipuð Sig- urði bassalei'kara, sem einn- i'g raular nokkuð, Björgvini Gíslasyni gítarieikara, sem á til að spila einnig á munnhörpu, flautu, og sítar (þekkist á eld- spýtunni í munnvikinu), Ólafi Garðarssyni á trommur, se-m leik ið hefur með Trúbrot, Tilveru og Óðmönnum sálugu, og hefur nú loksins ákveðið að vera í Náttúru; Áskeli Mássyni, sem leika mun á eonga- og bongó- trommur, víbrafón og næstum því öll önnur hljóðfæri og loks söngvaranum Jóhanni G. Jó- hannssyni, sem þekktari er sem lagasmiður ársins 1970 (þá í Óð- mönnum), málari o.fl. Það má sem sagt ætlast til mik ils af Náttúru, þegar hún byrjar að spila upp úr miðjum febrúar. Með Jóhann innanborðs gæti ef til vili rætzt úr skífuleysi Nátt- úrumanna, sem aldrei hljóð- rituðu tónlist sína fyrir hljóm- skífuunnendur meðan hljóm- sveitin var í fyrra ástandi. Pop áhugamenn munu einnig ætlast til þess að fá nú að heyra meira af frumsömdu efni frá þeim fé- lögum á dansleikjum og hljóm- leikum. Ævintýri hefur lýst þeirri ætl un sinni að hætta samleik sín- um nú um mánaðamótin. Munu þeir félagar vera fullákveðnir og ákvörðunin óafturkallanleg. Það hefur gengið á ýmsu hjá hljómsveitinni frá því hún var stofnuð úr brotunum, sem mynd uðust við áðurgreindar umbylt- ingar Hljóma og Flowers. Fyrst var það „kommörsjal- músikkin“, eins og það.heitir og Björgvin súper-pop-stjarna. Voru það miklir uppgangstímar hjá hljómsveitinni og hef- ur varla nokkrum manni verið hampað eins í fjölmiðlum fyrir popástundun og Björvini Ilali- dórssyni þeirra tíma. En svo fór, að fólki fór að finnast nóg um, ekki sízt Björgvini sjálfum. og dró mjög úr vinsældum hljóm sveitarinnar. Þá ventu Ævintýramenn sínu kvæði i kross, fóru af spila „heavy“. Björgvin reyndi að hverfa inn í heildina og tókst það nokkurn veginn með árun- um. Eftir að skipt hafði verið um trommuleikara, og villihest- urinn Sigurður Karlsson tók að strá skæðadrífu högga yfir skinnin, sveigðist vinsældalína Ævintýris rólega upp aftur. Mjög gott samstarf tókst og hægt og sigandi varð Ævi.n- týri bezta hljómsveitin að margra áliti. í sumar stóð veldi þeirra í mestum blóma og hafa ekki margar hljómsveitir ís- lenzkar orðið betri en þeir voru þá. Eftir að hafa tekið sér gott sumarfrí og farið erlendis til að sjá þarlendar hljómsveitir og heyra, tóku þeir hins vegar að þróast sinn í hverja áttina, og loks var svo komið, að smekkur þeirra á tóniistinni fór alls ekki saman og þeir sáu sig nauð- beygða til að hætta samstárfinu. Þeir félagar hafa allir látið í ljós ósk um, að það komi skýrt fram að þeir hafi ákveðið að hætta í mesta bróðerni og með vinsemd og virðingu. Hvað tekur við? Það er ekki búið að ákveða. Eins og fram kemur í umtali um Náttúru hér að framan hafa þeir Siggi og Biggi í Ævintýri ákveðið að stofna hljómsveit með Pétri úr Náttúru og Sigurði Rúnari úr sömu sveit. Nú mun Didda (títt- nefndum f#rgurði Rúnari) hins vegar hafa snúizt hugur og stefnir hann nú út fyrir land- steinana enn einu sinni. Eftir standa Sigurður og Birgir, sem var nýlega búinn að vinna sig i verulegt, álit hjá aðdáendum Æv- intýris fyrir gítarleik, Pét ur söngvari ásamt með bassa- leikaranum úr Tilveru. Þessi breyting á Tilveru mun vera 7 eða 8 breytingin á þeirri hljóm sveit á stuttum tíma. Ekki er annað vitað en að fjórmenning- arnir stundi æfingarnar af kappi, en um útgáfudag hljóm- sveitarinnar nýju er allt á huldu. Fyrirfram er hægt að bú ast við mikiu, eins og af Nátt- úru, þar sem margir góðir menn eru samankomnir. Og enn bíðum við þolinmóð. Mörgum leikur eflaust hugur á að vita hvað hinir þrír ajvin- týramennirnir ætla sér. Eitt er víst. Þeir ætla ekki að stofna hljómsveit saman. Björgvin mun vera að dunda við önnur störf en sönginn og velta fyrir sér framtíðinni. Sömu sögu er að segja af Arnari. Hann er nú að Ijúka iðnskólanámi, og ætlar að eigin sögn að gera það sem hann langar til að því loknu. Jonni er sem kunnugt er (eða ókunnugt) í erfiðu lærdóms- deildarnámi í Verzlunarskóla ís Framhald á bls. 19. Jóhann & Magnús framúrskarandi á íslenzkan mælikvarða í POPP-sjónvarpsþætti sl. mámi- dagskvöld vöktu mikla athygli tveir ungir piltar frá Keflavík, þeir Jóhann og Magnús, sem fluttu tvo frumsamin lög, fram- úrskarandi á íslenzkan mæli- kvarða, léku betur á gítara sína en flestir þekktir gítarleikarar hérlendis og sungu með mjög svo frumlegum röddum góðan ensk- an texta eftir þá sjálla. Tvímenn- ingar þessi eiga án nokkurs vafa eftir að slá í gegn heima og ef til vill erlendis. Þeir eru hvorki með þessa sykursætu framkomu, sem hefur einkennt kassagítarleikar- ana okkar eins og i þrenning- um, að þeim annars ólöstuðiim, né brandara, heldur frumkomu sviðsvanra hljóðfæraleikara, sem flytja tónlist og texta sem eru bæði frumlegir og flytja boð- skap, ekki leikaraskap. Emerson, Lake & Palmer til Islands? Mikil deyfð ríkir nú yíir ís- lenzka poppbeiminuni, þótt tals- verðar hræringar séu í lionum þessa dagaria. Þess vegna er eng in furða, þótt fólk reki upp stór augti, sé minnzt á poppliljóm- leika. Um hríð var talað um, að nokkrar hljómsveitir a-tluðu að slá saman og liakla hljómleika til stuðnings Náttúru, vegna tjóns þess, sem liljómsveitin varð fyrir, þegar Glaumbær brann, ósællar minningar það. En nú munii öll slík áform bafa riinnið út í sandinn. Eins og kunmigt er, stiið til Ævintýri hættir. að hin afar vinsæla brezka hljómsveit Jethro Tull, með liinn stórsnjalla flaiituleikara Ian Andersson í broddi fylking- ar, kæmi hingað til lands og héldi liljómleika í Laug- ardalsliöll 4. janúar s.l. Það sem iiiiiii liafa valdið því, að liijóm- sveitin gat ekki komið, var slæm aðstaða er bæði skapaðist vegna prentaraverkfallsins í des<“mber, og vegna þess að illa nmn liafa staðið á nieð flugferðir. Þeim hljómleikiim hefur því ver- ið frestað um sinn. Skemmti- kraftaskrifstofa Ingilx-rgs Þor- kelssonar, er með Jethro Tull á sínum snæriun, livað viðvikur fs landsfiir hljómsveitarinnar, en nú hefur frétzt, að Ingibergur Þorkelsson standi í því þessu dagana að fá aðalstjörnur popp heimsins í dag, Emerson, Eake & Palmer, til bljómleikabalds hér í vor. Auðvitað má ekki „of mikil“ bjartsýni ríkja um, að þremenn ingarnir sjái sér fært að heim- sækja okkur. Hins vegar er hér um möguleika að rieða, sem vert er að skýra frá. Emerson, Lake & Palmer eiga annríkt þessa dagana eins og undanfarið — en liver veit? Popphljómleikar liafa ekki verið haldnir hér siðan frá því i september s.l. — þá með Writ- ing on the Wall Badfinger og Man sem allir muna auðvitað eft ir — svo að sannarlega er þörf á því, að fá liressilega popphljóm leika í Laugardalshöll á næst- unni. Einhverjir áhugamenn innan popphljómsveitanna okkar hér á íslandi, ættu nú að safna nokkrum Iiljómsveitanna saman og hrinda einum slíkiim hljóm- leikum í framkvæmd, áður en við fáum aftnr poppliljómsveitir erlendis frá. Það yrði ábyggilega afar mörgum til mik- illar upplyftingar, þótt septem berliljómleikarnir hafi re.vndar verið anzi illa sóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.