Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 17
MORGU’N'BLAÐTÐ, MIÐVTKUDAGUtR 2. FEBRÚAR 1972 17 „Eg hef heldur tekið nálina..." Rætt við Kristínu Jacobsen, einn af nýkjörnum heiðursfélögum Reykvíkingafélagsins Kristín Jacobsen á lieimili sinu að Laug-avegi 67, þar sem allt er prýtt ísaumi eða útsaumi, eins og: sjá má á myndinni. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben). Húsið Laugavegur 67 er lág- reist og Iætur ekki mikið yfir sér, þegar gengið er framhjá því enda er þar engin verzhm með skrautlegar vörur í gluggum og ljósadýrð. En innan dyra gefiur að lita hluta af starfi gamallar kQtiti á ævikvöldinu: Útsaumað- ar veggmyndir og veggteppi, isaumaðar stólsetur og stólbök, helduð gluggatjöld, útsaumaða púða og teppi, ísaumaða klukku strengi, borðdúka, stólrenninga og margt fleira. Þarna ræður húsum Kristin Jacobsen, ekkja Victors Jacobsens, sem Iengi rak lifrarbræðslu hér i borg. Krist- ín var sl. fimmtudagskvöld í hópi sextán félaga Reykvíkinga- félagsins, sem gerðir voru að heiðursfélögum þess á skemmti- fundi á Hótel Borg, sem sagt hefur verið frá i blaðinu. Við Morgunblaðsmenn heim- sóttum Kristinu fyrir nokkr- um dögum tU að eiga við hana viðtal, en ekki vorum við einu gestirnir þann daginn, því ftð þegar okkur bar að garði var þar staddur Meyvant Sig- urðsson, sem lengi hefur átt sæti t stjórn Reykvíkingafélags Ins, en er nú i nefnd þeirri, sem hefur það verkefni með höndum nð tUnefna fólk úr röðum fé- lagsmanna til að gera að heið- ursfélögum. Meyvant er maður fróður um Reykjavík og Reykvíkinga allt frá aldamótum og reyndar lengra aftur í tímann, og þau Kristín ræddu saman um menn og málefni frá bernsku sinni og var sérlega gaman að hlusta á þau. En Meyvant kvaðst ekki vilja tefja okkur Morgunblaðs- menn um of og dró sig þvi í hlé, en Kristín sagði okkur ýmis legt um ævi sína. „Faðir minn var Jóiiannes Benediktsson frá Oddakoti á Álftanesi, en móðir mín Málfríð ur Ólafsdóttir, fædd og uppal- in í Miðhúsum í Reykjavík. Sjálf fæddist ég í Miðhúsum þann 7. marz 1892 og bjó þar með foreldrum mínum fram til ársins 1900. Þá fluttust foreldr- ar mínir til Englands og þar bjuggum við í tæp fimm ár.“ — Hvers vegna fluttust þau til Englands? „Faðir minn hafði verið sjó- maður og útgerðarmaður hér heima, var m.a. á vegum Guð- mundar Einarssonar frá Nesi. En svo varð hér alger fiski- brestur og þá fluttist fjölskyld- an til Englands. Við bjuggum í Hull og þar kenndi faðir minn fiskverkun og stundaði þaðan sjómennsku. Heim komum við svo aftur árið 1905 og þá hóf faðir minn störf í fiskvinnu og á Eyrinni, en komst síðan á sjó inn aftur.“ — Þú hefur væntanlega haft einhver not af enskukunnáttu þinni eftir að þið komuð heim aftur. „Já, á árunum 1907—9 var ég á sumrin enskur túlkur fyrir ferðamenn og vann þá á vegum Ditlev Thomsens, en hann ann- aðist móttöku ferðamanna hér á þeim tíma, var sjálfur þýzkur konsúll. Það var nokkuð mikið um ferðamenn hér á þessum tíma og oft komu hér fragtskip með varning, mest kol. Ég var þá túlkur skipsmanna á ferðum þeirra um bæinn og nágrennið, m.a. austur fyrir Fjall. Ég hafði engar aðrar tekjur af þessu en þær, sem ferðamennirnir létu í lófa minn, en það voru þó yfir- leitt sæmilegar tekjur. Ég tal- aði enskuna reiprennandi, hafði verið í 4 ár í skóla í Eng- landi og verið þar á þeim tima, þegar málið festist hvað bezt í manni, fór þangað 8 ára og kom aftur á f jórtánda árinu." — Finnst þér bæjarbragurinn ekki hafa breytzt mikið frá þessum tima? „Jú, því er ekki hægt að neita, en hins vegar er ég ekki rétta manneskjan til að dæma um það, því að ég missti bernskuárin úr, þegar ég fór til Englands, og ég giftist snemma, aðeins 17 ára og þá hófst lífs- baráttan fyrir alvöru. Það var árið 1909, sem ég giftist Sveini Jónssyni, en við slitum síðar samvistir. Við eignuðumst tvö börn, stúlku, sem er dáin fyrir mörgum árum, og son, Guðna Sveinsson, sem nú er búsettur í Keflavík. Eftir að við slitum samvistir fluttist ég til Vest- mannaeyja, en þangað höfðu for eldrar minir flutzt árið 1913. 1 Vestmannaeyjum kynntist ég Victor Jaoobsen og við giftum okkur árið 1919. Victor var sænskur Finni. Hann kom hing- að til lands árið 1905, en þá var mikil mannekla á skútunum hér og hann hóf að stunda sjó- mennsku og fiskvinnu. Við bjuggum í Vestmannaeyjum i 12 ár og Victor rak þar útgerð." — Átti Reykjavik ekki sterk ítök í þér, þegar þú bjóst í Vest- mannaeyjum? „Jú, það get ég sagt, þvl að mér fannst „heima“ alltaf vera í Reykjavik. Við fiuttumst síðan til Reykjavikur árið 1929 og Victor fór að kaupa lifur og bræða. Hann rak lifrarbræðslu frá árinu 1929 til dauðadags ár ið 1956. Við eignuðumst þrjá syni, Victor, Leander og Jóel. Leander er lézt sl. sumar. Ég hafði því nóg að starfa við heimilishald- ið, en einnig hafði ég lengi mat- sölu með heimilinu. Við keypt- um þetta hús, Laugaveg 67, ár- ið 1941 og hér rak ég matsölu. Yfirleitt voru 10—15 manns í mat hjá mér, ágætir piltar allir saman.“ — Og þú kannt vel við þig á Laugaveginum, þrátt fyrir allar breytingarnar? „Það hafa vissulega orðið breytingar á Laugaveginum, en ég varð ekki svo mjög vör við þær, fyrr en þeir byggðu stór- hýsið hérna hinum megin við götuna, P & Ó-verzlunarhúsið. En Laugavegurinn hélzt lengi vel óbreyttur að mestu leyti frá því að ég fluttist fyrst þangað. Poreldrar mínir bjuggu á Laugavegi 56 eftir heimkom- una frá Englandi, og þegar við Victor komum frá Vestmanna- eyjum, bjuggum við fyrst á Laugavegi 101, síðan eitt sumar á Laugavegi 161, og þaðan flutt umst við síðan hingað á Lauga- veg 67. Ég hef því færzt upp og niður Laugaveginn um mína ævi og hef alltaf kunnað vel við hann.“ — Hvers saknarðu helzt úr Reykjavík bernsku þinnar? „Það hefur orðið mikil breyt- ing á borginni frá aldamótum og hún er næstum óþekkjan- leg sem sami staður. Það hverf- ur mikið af gömlum húsum, ekki það að ég sjái eftir þeim, því að nýju húsin eru miklu betri, en þó sakna ég eins gamals húss: Gamla Miðhúsabæjarins, sem var á milli Lindargötu og Skúlagötu. Þar á sama stað byggði pabbi reyndar nýja hús- ið áður en hann fór til Eng- lands og það stendur enn og er álitið prýði Lindargötunnar. Tengslin við gamla bæinn voru sterk, því að amma mín kom þangað sex vikna gömul, mamma mín fæddist þar, og sjálf fæddist ég þarna líka og nú sakna ég þessa gamla bæj ar. En við snerum aldrei aftur að Miðhúsum, eftir að við kómum frá Englandi, því að pabbi var búinn að tapa hús- inu. Það var hjá hönum eins og ölium tómthúsmönnum á þeim tíma: Ef þeir reyndu að korrtii sér eitthvað áfram, fór illa fyr ir þeim og allt sökk í skuldafen ið og lenti síðan til Thomsens." — En svo að við snúum okk- ur að öðru, þú hefur stundað handavinnu mikið um ævina. „Já, ég gerði mikið af þvi. Ég saumaði mikið fyrir aðra, sér- staklega eftir að Victor dó, því að drengirnir voru þá farnir að búa sjálfir og ég ein eftir i heim ilinu. Ég sökkti mér því niður í þetta til að hafa eitthvað." — Hafðirðu lært einhverja handavinnu í skóla? „Nei, ég hef ekkert lært í handavinnu, er algerlega ólærð. En ég hef alltaf haft gaman af þessu og það, sem þú sérð hérna á heimilinu, saumað eða prjónað, er eftir mig. Ég hef gert 7—8 veggteppi, 24 stól- renninga, 6—7 klukkustrengi og margt, margt fleira. Handavinna sem þessi var mjög algeng heim ilisprýði fyrr á árum, en svo vildi fólk ekki svona nokkuð lengur og henti þvi öllu í rusla- tunnuna. Nú er þetta aftur kom ið í tízku og ég gæti haft nóg að gera, yfirdrifið nóg að gera, ef ég vildi.“ — Þetta hefur verið gífurleg vinna, sem þú lagðir í þessa handavinnu. „Já, þau eru orðin mörg nál- arsporin. En ég hef aldrei haft götulífið til afþreyingar, held- ur tekið nálina, þegar timi gaufst til frá öðrum störfum.“ — Og niú hefur þú verið gerð að að heiðursfélaga í Reykvíkinga- félaginu. „Já, en ég skil ekkert í þeirrsi að velja mig í það. Það eru svo margir aðrir, sem hafa lagt miklu meira af mörkum til fé- lagsins. Ég var reyndar með fyrstu stofnendum félagsins, enda hef ég lengst af átt heima í Reykjavík og alltaf tal- ið mig Reykviking. Mér er þvi. efst i huga þakklæti til félags- ins og ég óska þvi alls góðs og glæstrar framtíðar.“ Þegar við höfðum þegið kaffí veitingar hjá Kristínu, ók Mey vant okkur niður í Aðalstræti. Á leiðinni sagði hann, að sér hefði þótt gaman að því að við skyldum ræða við Kristínu, því að hún væri ein af þeim, sem venjulega kæmust ekki í blöð- in, enda þótt þeir hefðu alla ævi staðið sig eins og hetjur í lífsbaráttunni og lagt sitt af mörkum til að koma íslenzku þjóðfélagi á það stig, sem það er nú á. — sh.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.