Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 18
1 á í .l 1 t.f i.i 'l i. JJlJL 18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1972 Breyting ú opnunartíma Við biðjum viðskiptavini vora að athuga að frá og með 1. febrúar 1972 eru skrifstofur vorar lokaðar á laugardögum. Þess í stað er skrifstofutími á mánudögum kl. 08,30—12.00 og 13.00—17,30 og þriðjudögum—föstudög- um kl. 08,30—12.00 og 13.00—17.00. BRÆÐURNIR ORMSSON, Lágmúla 9. Gfípio gacsina a meoan hún gef sf I Kanpið SKODA strax því næsta sending hækkar í verði. Aðeins örfáir bíiar til afgreiðslu nú þegar. SKODA COUPE 110R KR. 273.000.00 Til öryrkia KR.d93.000.CO SKODA 1101 KR. 232.000.00 - SK0DA 100L KR. 227.000.00 Til öryrkja ea. KR. 155.000.00 Tíl öryrkja ca. KR. 152Æ00.00 SK0ÐA 100 KR. 211.000.00 KR. 213.000.00 Til öryrkja ca. KR. 141.000.00 Til öryrkja ca. KR. 143.000.00 TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDi H.F. AUÐBREKKU 44 - 46. SÍMI 42600. KÓPAVOGJ Þórarinn Helgason: Jarðvegseyðing Ég kýs grein þessari ofanrit- að heiti, enda þótt fjallað verði um fleiri atriði en jarðvegseyð- ingu í þrengstu merkingu þess orðs. Sú plága hefur gengið yfir landið um margar aldir, en þó verður að segja sem er, að al- mennur skilningur á varnarráð- stöfunum hefur verið af skorn- um skammti til þessa. Sandgræðsla rikisins hefur unnið stórvirki til uppgræðslu á foksvasðum, þar sem sandur hef ur orðið laus og gengið á gróð- urlendi. Hinu hefur ekki verið gefinn gaumur sem skyldi, að valllendi (moldarjarðvegur) er að blása upp í stórum stíl. Að- gerðir gegn þeirri hættu eru naumast teljandi. Mikill land- verndaráhugí er nú vakinn með þjóðinni og er það ekki vonum fyrr. í>etta málefni fékk ónógan Skilning, þegar Hákon Bjarna- son, s'kógræktarstjóri, hreyfði því fyrst fyrir 20—30 árum. Ár- ið 1950 kom út bókin Heimur á heljarþrom eftir ameriskan hof. und í þýðingu HáJkonar. Eftir- máJa við bókina ritar þýðandinn, er sýnir, að hann hefur þá séft að hverju fara vildi um gróður- og jarðvegseyðingu á iandi hér. Föstudaginn 15. okt. 1971 birl ir Morgunblaðið viðtal við Pál Sveinsson, landgræðslustjóra. Páll er vel þekktur að dugnaði og áhuga. Varð honum sem fyrir rennurum hans mikið úr því litla fé, sem sandgræðslan fékk iengstum til starfseminnar frá ríkinu. Sízt skyldi vanmeta það, sem gert hefur verið með góðum árangri, og er ekki verið að deila á það, þó að því sé gaum- ur gefinn, sem á vantar, að upp blástur í byggðum landsíns sé heftur. Allir menn ættu að geta veríð sammála um, að það verk- efni sé nærtækara og nauðsyn- legra en græða upp óbyggðir, en sú virðist nú stefna land- græðslustjöra (samb. viðtalið). Þetta sjónarmið hans hlýtur að miðast við þá meiningu, að heima fyrir sé búið að gera í þessum efnum allt nauðsynlegt. 1 þessu sambandi hlýt ég að minna landgræðslustjóra á skýrsiu gróðurverndarnefndar Vestur-SkaftafeUssýslu frá ár- inu 1969. Þessi skýrsla var send Landgræðslunni og þar segir: „Að lokinni athugun er nefndinni ljóst, að eyðing jarð- vegs er orðin geysimikil í hér- aðinu og heldur áfram í stórum stíl, ef ekki verður hafizt handa til varnar. Þannig horfir i Skaft ártungu sums staðar til hrað- fara eyðingar, sem óhugsandí er, að bændur fái rönd við reisf, án mikils stuðnings. Dráttur á að gerðum felur í sér áhættu um stóraukna landeyðingu, og þar sem enn er litið að lagfæra, get- ur orðið erfitt viðfangs síðar.“ En hvorki í Skaftártungu né annars staðar í héraðinu hefur verið aðhafzt hið minnsta til. úr bóta á land- og gróðureyðingu, sem nefndin upplýsti í skýrslu sinni. Þetta er ef til viil skiljan- legt, ef svo er sem virðist, að landgrasðslustjóri láti svo á, að heimalönd séu það vel á sig kom in, að þar þurfi ekki um að bæta. Gróðurverndarnefndin er ekki á sama máli. Húh fór um aha hreppa sýslunnar og þó hvergi nærri til hlítar, og alls staðar voru hættur yfirvofandi. Ég læt skýrsluna enn tala: „Sandur gengur mjög á Bruna sand frá víðáttumiklu foksvæði við Hvalsíki. Hefur sandurinn þegar valdið stórko.stlegri eyði- leggingu á engjum og hagbeit í landi Orústustaða og vofir yfir eyðing á löndum fleiri jarða. Annað föksvæði hefur mynd- azt á Brunasandi nálægt bagn- um Sléttabóli og veldur áfoki á tún og útengi." 1 niðuriagsorðum nefndarinn- ar má sjá að foksvæði þessi eru í hennar auguim háskaleg. Þar segir: . . . „Þess vegna minnir hún sérstaklega á nauðsyn þess, að strax á næsta vori verði hafizt handa um heftingu sandfoks á Brunasandi." Áfok af Brunasandi berst auð veldlega út í Landbrot, þegar vötn eru undir isi. Eru ekki mörg ár síðan margar jarðir í Suður-Landbroti fengu á því að kenna og á einum bæ þar mynd aðist í túni há sanddyngja. Aug- ljóst er, að langvarandi þráviðri í austnorðaustanátt gæti vaidið hér óbætanlegu tjóni. í skýrslu gróðurvemdar- nefndar segir um Hvammshrepp: „Uppblástur í hreppnum er geigvænlegur á mestallri vall- lendisjörð. í Hafursey og Hjörieifshöfða er mikill uppblástur og kjarr mjög að eyðast í Hafursey. Sel- fjall er að miklum hiuta blásið upp. Mjög mikiil uppblástur er í Háisum og Glámshvömmum í Höfðabrekkulandi og stóru svæði meðfram Illagili að aust- an. Á Víkur- og Arnarstakks- heiði er mjög blásið upp. ínnan við heimagirðingu Heiðarjarða eru óhemjustór uppblásturs- svæði. Á Felli er geysileg jarð- vegseyðing. Önnur verstu upp- blásturssvæðin eru, að áldti nefndarinnar, í iandi Daia, Ness, Skammadals, Gilja og Hvammsjarða." Ég, sem þessar linur skrifa, er málum þessum kunnugastur í Vestur-Skaftafellssýslu, en þó veit ég að víða er pottur brot- inn. Grafningurinn talar sínu máli. Þar gefur á að líta ömur- lega sjón; birkið þar á stórum svæðum orðið að fauskaskógi, sem æpir á mann eins og grá- hvlt beinagrind tærð öllu holdi, og jörðin nauðbitin, sem færíst ört í aukana til eyðinigar. Haga víkin innan girðingar ber annan og tignari svip en umhverfið. Því líkur skyldi Grafningurinn verða og gæti orðið. Hvernig væri að taka hann undir sumarbústaði? Það mættu þorpsbúar í Ámessýslu hug- ledða. Og vel á minnzt er ekki ástæða til að lita þetta fólk sem annars staðar í þéttbýli vinsam- lega? Ég veit ekki betur en sam tökin Landvemd treysti á sjálf- boðavinnu fólksins í þéttbýlinu til landgræðslu- og gróðurvernd árstarfsins. Þetta er, ef til vill meginkjami þessa málefnis. Eígi landvernd og uppgræðsla að haldast í hendur svo að um muni, þarf mikinn fjölda af fólki. Milljón og aftur milljón króna þyrfti til að borga þvi kaup. Sjálfboðavinnunni á að taka opnum örmum og það verð- ur bezt gert með því að styrkja Landvernd með myndarlegu fraxnlagi frá ríkinu, en vel að merkja: í því trausti að ekki sé rokið með fræ og áburð ínn í óbyggðir, þar sem því kann að verða á glæ kastað. Landvemd er nauðsyin á að eiga bál til flutnings á fólki og öðrum nauð synjum í sambandi við ferðir út á land. Oft heyrir maður foændum hali mælt fyrir skilningsleysi á gróð urvemdarmálefnum. Ekki skai ég um það dæma yfirleitt, en bera vil ég sakir af vestur- skaftfellskum bændum - hvað þetta snertir. Sem einn gróður- nefndarmanna í sýslunni þakka ég þeim alla fyrírgreiðslu og mikinn vilja til að leiða nefnd- ina í ailan sannleika. Sumir höfðu frá því að segja, að heil- ar valilendistorfur hefðu ger- eyðzt í þeirra tíð og hörmuðu að hafa séð á eftir moldinni á haf út. Og hvenær kemur röðin að þessari torfunni eða hinnd að fara sömu leið? Þjóðviljinn hefur birt viðtal við Benedikt frá Hofteigi um gróðurfar á íslandi o.m.fl. Bene- dikt er vitur maður, en misvitur talsvert, sem kemur í ljós í við- ta)inu. Vil ég leyifa mér að atfgreiða sumt af því, sam hann segir, í iikinigu við hans orðalag og láta það heita fónatal. Beneddkt er á köflum allvisindalegur, talai um koisýru og hárpípukraít. Geri ég ekkert með þetta, hvorki til né frá, en hef reynslu mina að vegvisi. Benedikt telur að allt land sé jafngott til sauðí járræktar. Skiptir þá engu máli á hvaða grösum kindin nærist? Sauðkind in er matvönd og þarf að geta valið sér grös til að nærast á. Hann segir: Sauðfé leitar í sneggjuna og lætur Beneddkt mel gresið hjá Björgvin í Garði í Mývatnssveit bera því vitni. Nú hefur sneggja fleiri merkingar en eina og í engri á hún við um melgresi. Þegar ég fór um Grafninginn í júlimánuði si. sumar, sá ég ekki merki þess að sauðfé leit- aðí í sneggjuna, heldur frá henni. Svo nauðbitinn var út- haginn, að graslaust mátti heita um hásumarið. Kindin ræktar fóðrið sitt, segir Benedikt. Aldrei hef ég séð merki þess, að kindaspörðin frjóvguðu úthag- ana, þar sem þau lenda á víð og dreif. Hins vegar kemur greíni- lega í ljós, að land, sem er frið- að fyrir allri beit, grær betur og safnar meira grasi. Þetta gæti ég sýnt Benedikt austur í Land- broti, þar sem annars vegar girð ingar er friðað land en hins veg- ar ekki. Enginn mun ætlast til þess að land sé girt og friðað um aldur og ævi, þó að sbkt þyrfti að vera meðan gróður er að ná rótíestu. Ég vil heldur ekki fullyrða, að undir öllum krinigumstæðum þurfi að friða iand, sem tekið er til upp- græðslu. Margt kemur manni spánskt fyrir sjónir og ókunnuglega í við talinu við Benedikt, einnig það, að þeir í Hvalfirðinum skuii brenna sinuna af túnunum og upp um öll fj'öli. Sauðkindin virðist að hans dórní vera bezta vörnin gegn uppblæstri og gróðureyðingu. Hér stangast á skoðanir okkar og reynsla verulega. Ég vil á- líta að báðir hefðum við Bene- dikt jafnmiklar mætur á sauðfé og skilningur okkar á gildi þess að sama skapi. En ég heid að óskhyiggja hans ráði stundum of mikið ferðinni. Veit ég þó, að land er misþolið gagnvart beit og sama regla á ekki alls staðar við. Fyrir allmörgum árum hófst uppblástur í svonefnda Hæðar- tagli í Tunguiandi í Landbroti. Fljótlega mynduðust rof á um 100 m löngu svæði neðst I þess- ari hæð. Sauðfé hélt sig mikið við rofin og uppbiásturinn færð ist í aukana ár frá ári. Hæðar- taglið var slægjuland og bónd- inn, sem átti það, vildi koma í veg fyrir ágengni fénaðar, sem sótti þar að. Girti hann því land ið fjárheldri girðingu. Brá þá svo við, að rofin lokuðust og allt greri upp svo að nú sjást engin merki þess, að þar hafi nokkru sinní verið uppblástur. Undarlegur má hann vera þessi hárpípukraftur hans Bene- dikts, að hann skyldi verða þessu landi ómáttugur svo að það fór að blása upp, en vitja þess svo aftur á sama stað af fullum krafti. Og að þetta skyidi bera upp á sama tímann, þegar sauðfé hætti að nugga sér i rofunum. Fráleitt er að kenna sauðfé um allan uppblástur og jafnfráleitt, að það valdi þar engu um. Benedikt hvetur bændur til mótþróa gegn takmörkum á sauð fjárhaidi. En gæta skyldu bænd ur þess að vinna þó ekki gegn eigin hagsmunum. Fyrir nokkr- um árum foeyrði ég Hjalta Gests son ráðunaut greina frá því, hvaða áforif fjárskiptin höfðu á fallþunga dilka í Ámes- og Rangárvallasýslum. Eftir hiðúr- skurðinn var f járlaust eitt ár og fénu fjölgaði síðan hægfara, en jafnt og þétt. Fyrst í stað var fallþunginm meiri en nokkur vissi áður daanii til, en hrakaði eftir því sem árin liðu og fénu fjölgaði. Að óbreyttum aSstæð- úm er bændum sunnanJands hag kvaemt að íeekka sauðfé og bjamargreiði að teija þeim trú um annað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.