Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 20
MOhtíUNBLAÐIÍ), MIÐVIKUPAGUR 2. FF.BRÚAR 1972 Kranabíll Til sölu er 12 tíl 15 tonna bilkrani, þarfnast viðgerðar. Gott tækifæri fyrir þá er hafa viðgerðaraðstöðu. Upplýsingar í síma 34033, aðallega á kvöldin. T ékkneskir karlmannaskór með gúmmísólum, nýkomnir, svartir og brúnir. — Mjög hagstætt verð. Póstscndum. Skóverzlun PÉTURS ANDRÉSSONAR, Laugavegi 17 og Framnesvegi 2. Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki, eign þrotabús Oks h/f., steypustöðvar, Hafnar- firði. 1. 2 steypubifreiðar R-19411 og R-19412, Volvo NB-88, árgerð 1966 með Mulder steyputunnum og öðrum tilheyrandi bún- aði. Bifreiðarnar eru taldar vera í góðu lagi. 2. Mercedes Benz vörubifreið G-4651, árgerð 1961. Bifreiðin er talin vera í allgóðu lagi. 3. Henschel-dráttarbifreið, ekki 1 ökufæru ástandi. 4. Ljósavél, I.G.M., 25 kw., ásamt tengiboxi og skúr. Vélin er talin vera í góðu lagi. Tilboð í framangreinda muni skulu send undirrituðum fyrir 21. febrúar n.k. Skiptaráðandinn 1 Hafnarfirði, 29. jan., 1972. Einar Ingimundarson. nú, svo þér viljid sýna mér nýja ritvél? nei! en mig langar til ad gefa ydur nýja hugmynd um vélritun. hvad meinid þér med því? einfaldlega ad vélritarinn aetti ad vélrita medan vélin sér um venjulegu verkin. ætlid þér ad segja mér ad vélin, sem þér hafid þarna ceri betta? geri þetta? já, einmitt. þetta er FACIT 1820. hvernig gerir hún þad? . —____________________ / IVIeð nýjum tökkum, sem einfalda vélritun, en aðallega vegna þess að hún hefur stórkostlegt minni. Hún man yðar föstu form. En nóg um það. Sjón er sögu ríkari, og gefur yður betri hug- mynd um hvað FACIT 1820 getur gert. Hvemig hún getur sparað meiri tíma og peninga. &isli c1 rScRnsan l/ VISTUICÖTO 45 SÍMAR: 12747 -16647 Páll Pálsson bif- reiðastjóri 70 ára Að fortíð skal hyggja ef frajtntíð skal byggja án fræðslu þess iiðna sést ei hvað er nýtt. — E. B, ÞESSAR Ijóðlinur E. B. urðu mér eíst í huga er við Páll höfð um rabbað saman litla kvöld- stund og hann sagt mér sitt aí bverju af lamgri og viðburða- ríkii ævi. Æviferill Páls hefur ekki verið blómum stráður þó því sé ekki að leyna að hamingj am hefur einnig orðið á vegi hams. Við harðrétti sleit hann barnsskónum og það féll í hans biiut að alast upp á sveit til þess aldurs er hann varð fær um að sjá um sig sjálfur. Ungur var hanm fátæktar og þrældómsins marki bremndur em hann var strax bráðþroska og hraustbyggð uir og stóð þannig betur af sér erfiðleika uppvaxtaráranna. — Sextán ára fékk hann spönsku- veikina og hefur þá bilazt fyrir brjósti því níu sinnum er hann búinn að liggja i lungnabólgu. En verst hefur gigtin farið með hann. Ungur tók hann þenman aigemga sjúkdóm sem er afleið- img mikillar vinnu og erfiðra daga, og nú er hann með mjög mikla kölkun í baki og gengur aldrei heill til skógar. En þrátt fyrir þessa erfiðleika hefur Páll háð lífsbaráttuna með þann ákveðna ásetning að láta ekki baslið drepa úr sér dug. Hefja uppreisn gegn andstreyminu, em þakklátur öllum góðum öflum sem hafa rutt honum braut. Páll er fæddur á Gaddstöðum á Rangárvöllum 2. fehrúar 1902. Foreldrar hans voru Páll Jóns- son og Salvör Jensdóttir. Þau hjón eignuðust 13 börn og Páll ellefti í röðinni. Öll náðu þessi systkini fullorðins aldrei, nema ein stúlka, sem dó 13 ára, en Páll segir að hún hafi dáið úr leiðindum, en hún var ein úr þessum stóra hópi, sem alin var upp á sveit. Tveggja ára var Páll fiuttur að Odda á Rangárvöllum til séra Skúla Skúlasonar og frú Sigríð ar Helgadóttur. Þar dvaldist hann til fimm ára aldurs. Páli þótti sr. Skúli harður hús bóndi en Páll segist strax hafa verið ódæll og orðhvatur en séð strax bam að aldri að ef hann sýndi ekki hörku og harðfengi yrði hann aldrei sjálfbjarga mað ur. Frú Sigríður var góð við þennan unga svein og minmist Páll hennar með hlýju. Fimm ára fluttist svo Páll að Fróðholtshjá leigu og var þar til 16 ára ald- urs. Húsbændur hans þar voru þau Einar Sigurðssom og Guðrún Hildibrandsdóttir. Þarna var lög ferja ýfir Þverá og var á bak við það mikið starf og oft mikil vos búð. Þarnna kom sér vel karl- mennska Páls því krafta og harð fengi þurfti oft í þessu staxfi. PáU segir svo um veru sína i Fróðhoitshjáieigu að Einar hafi haldið fólki fast að vinnu og þar hafi hann unnið vægðariaust. En sú var bót í máli að á þessu heim iii var nóg að borða og Guðrún góð húsmnóðir. Hún var mím móð ir segir Páll og breytir ailur um svip. Frá 16 til 29 ára aidurs vinn ur Páll öll algeng störf og er á vertiðum í Vestmannaeyjum í mörg ár og stundar þá sjóróðra á árabátum. Páll er með stærstu mön.num og þrekinn vel enda var hann talinm tveggja manna maki og vel það þegar hann var upp á sitt bezta. Á þessum árum segist Páll hafa verið frekar laus í rás- inni en hugsað um að skulda emg um neitt og standa klár að sínu, um veraldaiauð sinnti hann ekki og Bakkus var oft ágemgur á það sem afgamgs var. Páll er í eðli sinu friðsatnur, en umgur að árum mun hann hafa haft gaman af áflogum og tuski en ekki veitzt að öðrum að fyrra bragði en ýtt óþyrmilega frá sér ef að honum var ráðizt. 1929 verða þáttaskil í störfum Páls. Þá fer hann að stunda bif reiðaakstux og hefur það orðið hams ævistarf siðasn, þótt fledru hafi hann brugðið fyrir sig öðru hvoru. Vöirubílaakstur stundar hann svo í sinu heimahéraði fram til 1940. Þó var hann ráðsmaður á Lágafelli hjá Thor Jensen mestan hluta ársins 1939. Þar líkaði hon um vel að vera og á þaiðan góðar mimningar. Eftir það fluttist Páll himgað til Reykjavikur og hefur átt hér heima síðan. Um alllangt skeið ók Páll áætlunarbílum bæði fyrir B.S.R. og Halldór Jóns son. Sl. 20 ár hefur Páll verið sjálfseignarbilstjóri á B.S.R. og á þessum árum höfum við Páll átt samleið. Fyrir austan átti hann aldrei sjálfstætt heimili en hugðist endurreisa eyðibýlið Mó eiðarhvolshjáleigu með tilstyrk Nýbýlasjóðs. Á þessum árum kynntist hamm Þorbjörgu Sigurð ardóttur og lagði hann hug til hennar og hafði löngun til að stofna með henni heimili. Úr þvi varð þó ekki en með henmi átti hamn tvo syni, mestu dugnaðar- og myndarmenm. Reynir er garð yrkjumaður í Hveraigerði og Ein aæ bifreiðastjóri á Bæjarleiðum. Árið 1950 hefst nýr þáttur í ævi Páls, þá kvænist hann vest- ur-þýzkri konu, Hildi Maríu að nafni, og hefur samleið þeirra verið farsæl og konan reynzt honum traustur og góður lífs- förunautur. Þau hafa eignazt 4 böm, elzt er dóttir, Guðriður að nafni, heitbundin Kristbirni Þorkelssyni, sem nýlega hefur lokið námi í húsgagnasmíði og eiga þau eimn son. Haildór Árni, 19 ára, hefur verið síðustu árin á Kirkjubæ á Rangárvöllum. Hjörleifur, 16 ára og Páll 14 ára eru enn í foreldrahúsum. Páll er sérstaklega barngóður og hjálpsamur og vill hvers manns vanda leysa. Það er gam an að sjá hvað þessar hrjúfu og vinnulúnu hendur búa yfir mik illi hlýju og mýkt þegar börn eru anmars vegar, en engin finn ur betur en bömin sjálf hvað að þeim snýr, það er mikill auð ur að eignast vináttu þeirra. Pál'l er góður bridgespilari og hefur gaman af að spila. Hann er harður í vörm og sókn og fund vtís á veilur andstæðingamma. Djarfur er hann í sögnum og stundum er ákafinn meiri en geta spilanna leyfir. Páll kann vel að tapa og sízt sakar hamn mótspilaranm þótt illa gangi »'m það get ég dæmt af eigin reynsiu. Þegar vel gengur færist fjör yfir kappsfullan spilagarpinn, þá lyftir hanm brúnum og hiær hressilega. Páll er með afbrigðum gestris imn og höfum við starfsbræður hans notið þess i rikum mæli á merkisdögum í lifi hans. Hann hefur ekki búið í háreistum höil um við allsnægtir af veraidar- auði, en það finnur enginm sem heimsækir Pál, gestrisnin er hom um svo eiginleg að gesturinn finnur það strax að hér er hanm velkominm og gott er með góðum að dvelja. Ég tel mér það til ávinnings að hafa eignazt vináttu Páis, og vona ég að svo megi verða á meðan leiðir okkar liggja saman og því má aldrei gleyma að upp- skeran af striti þeirra eldri, er kjölfestam í þeirri veimegun, siem við búum við í dag. Við hjónin óskum þér og þim um til hamingju með sjötugsaf mæiið og þökkum ailt sem iiðið er. Ég hefi kynnzt þér þannig að þú ert vinur vina þiinna og bregzt ekki því trausti, sem þér er sýnt. Þess skal getið að Páll tekur á móti gesitum i dag í Áttbagasal Hótel Sögu kl. 3—6. Ég þakka vináttu þína og það traust sem þú hefur sýnt mér á liðnum árum. Megi sá sem öllu ræður gefa þér bjart og fagurt ævikvöld. Jakob Þorsteinsson. ÓDÝRT HÚS Á SPÁNl Get útvegað 58 ferm. nýtt raðhús, ásamt 103 ferm. eignarlóð í Guadacorte, milli San Roque og Algeciras, með útsýn til Gíbraltar. Verð 398.000 pesetar, rúmlega 500.000 tsi. kr. samkv. gamla genginu. Góðir greiðsluskilmálar. Upplýsingar gefur Jakob Kvaran, Villa Islandia, Solymar, Benalmadena, Costa (Malaga) Espana. ÚTSALA - ÚTSALA ÚTSALA er hafin á barnaskóm og kvenskóm. SKÓGLUGGINN, Hverfisgötu 82. BÍLAR I BlLAHÚSINU Sigtúni 3 sími 85840 og 85841. 1971 Toyota Crown 6 manna 1971 Toyota Corolla coupé 1971 Volkswagen fastbaek 1971 Ford Mustaing coupé 1970 Ford Mustamg 1970 Austin Mini 1967 Volvo 144 1968 Bronco 8 strokka sport BÍLAHÚSIÐ Sigtúni 3, sími 85840 og 85841. Bezta auglvsingablaðið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.