Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 2. FEBRÚAR 1972 21 - MARSHALLHJÁLPIN Frumhald af bls. 11. ar munu lengi minnast Marshall aðstoðarinnar með þakklæti.“ Ég vildi óska þess að þessi orð hans reyndust einnig sannmæli. En er þetta ekki þegar gleymt öll- um fjöldanum? En sagan um velvild Banda- rikjanna til uppbyggingar ís- lenzks efnahags, er ekki öli sögð enn. Eftir að Marshall-aðstoð- inni lauk stóð svo á að erfitt var um lántökur á hinum frjálsa lánamarkaði heimsins um nokk- ur ár. En áfram þurfti að fram- kvænia hér heima. Rafmagns- skortur var að verða. Efra-Sog þurfti að virkja. Þá brugðust Bandaríkin enn vel við árið 1957 og lánuðu til þessara fram- kvæmda svo hún varð veruleiki. Hér má líka minna á, að lengi var talað um að byggja hér sem- entsverksmiðju. Sá draumur rætt ist vegna skilnings og velvilja Bandaríkjanna. í Danmörku var mótvirðissjóður frá Marshall- tímabilinu. Bandaríkin stuðiuðu að því að af þessu fé fékkst lán og Sementsverksmiðjan varð veruleiki. Þessi framkvæmd hefði ekki komist á þá, nema fyr ir þessa miklu fyrirgreiðslu. Ég tel rétt að minna hér einn- ig á að Bandaríkin hafa lagt sig fram um að beita áhrifum sin- um til batnandi efnahags og betra lífs fyrir fólkið í öðrum heimsálfum. Bandarikin voru stærsti aðilinn að stofnun upp- byggingarbanka Latnesku- Ameríku, sem á stuttum tíma hef ur áorkað miklu til bætts efr.a- hags á sínu starfssviði. Sömu sögu er að segja um þátttöku Bandaríkjanna við stofnun Asíu bankans, sem starfar að auknum framkvæmdum og bættum hag Asiuþjóða. Lika hér voru Banda ríkin stærsti þátttakandinn. Það má líka minna á að í tið Tru- mans forseta stofnuðu Bandarik in til Aiþjóðlegrar tækniaðstoð ar, og i tíð Kennedys forseta var stofnað til „Alliance of Pro- gress“ við þjöðir Latnesku- Ameriku. Hvort tveggja ætlað til hjálpar þeim þjóðum sem vildu hjálpa sér sjálfar til betri lífskjara. Þannig er saga þessar ar þjóðar og margra ríkisstjórna hennar, fjárframlög og styrkir til þeirra, sem vilja reyna að hjálpa sér sjálfir. Ég hef hér dvalið við efna- hagsmál. Hef minnt á ágæta for ustu Bandarikjanna um uppbygg ingu víða um heim. Mér þykir rétt að bera fram þá fyrirspurn til hvers og eins, sem hér er staddur, hvernig væri umhorfs á íslandi í dag ef stuðnings og skilnings Bandaríkjanna á þörf um okkar hefði ekki notið hér á landi. Hver heilvita maður hlýt ur að sjá glögglega fyrir augum sér svar við þeirri spurningu. En efnahagsmál og peninga mál er ekki allt. Það sem er dýr mætast hverjum manni og hverri þjóð er frelsið. Frelsi til að hafa sínar eigin skoðanir og frelsi til að framsetja þær, frelsi til að ferðast og kynnast lífsháttum annarra þjóða og frelsi til þess óáreittir að dýrka og tilbiðja sinn drottin sem einum og sér- hverjum hentar bezt. Þetta dýra orð frelsi er bann- fært meðal þjóða sem telja meir en eitt þúsund milljönir manna. Við á íslandi, við í Vestur- Evrópu njótum þess, og njótum þess til fulls. Ættum við ekki að staldra við og minnast þess, að það voru Bandaríkin, sem höfðu forgöngu um stofnun Atlants hafsbandalagsins og það er frá þeim sem mesti styrkurinn hef- ur komið til að viðhalda því. Er það ekki fyrir tilveru þessa varn arbandalags, að í Vestur-Evrópu ríkir það frelsi, sem þeir eru sviptir sem austar búa á megin- landi Evrópu. Er vafi i nokkurs manns huga um það, að kalda stríðið væri orðið enn kaldara hefði þetta bandalag ekki verið til. Er vafi í nokkurs manns huga um það, að sú þíða, sem talin er nú kom- in i þennan kulda, sú þíða hef- ur fengizt fyrir eindregna sam- stöðu þeirra þjóða á Vesturlönd um, sem unna frelsinu meira en nokkru öðru. Er nokkur vafi á, að ef nú heppnast að opna heil- brigðar dyr til Austur-Evrópu til betri samskipta, þá er þetta vegna þess, að haldið hefur ver- ið með einurð og í samstöðu á málum frelsisunnandi þjóða vest ursins. Minnumst þá þess hver það var, sem gekkst fyrir mál- inu og veitti því styrk og hafði þrautseigýu til að halda út þar til bati fékkst. Ég tala hér um frelsi, frelsi manna og þjóða. Það skiptir öllu að þetta dýra orð sé ekki aðeins á vörum manna heldur lika framkvæmd í verki. Banda ríkin hafa hreinni skjöld í þessu efni en ýmsar þjóðir Evrópu. Bandaríkin hafa ekki farið I styrjöld tii þess að undiroka sigraðar þjóðir, þau hafa ekki á okkar dögum lagt hönd að því, að kúga nokkra þjóð til undir- gefni við sina siði og sína stjórn arhætti. (Ekki heldur í þvi óhugnanlega og sorglega striði, sem enn geisar milli þjóða í Asiu). Þau hafa þvert á móti styrkt sigraðar þjóðir til-velmeg unar og framfara. Glöggt dæmi um þetta eru viðskipti þeirra við Japan. Þar hefur vaxið upp vel megun, atorka og framfarir, eftir síðustu heimsstyrjöld undir leið- sögn Bandaríkjanna, áður óþekkt þar i landi. Árið 1944 gaf Lýðveldisstjórn in yfirlýsingu um utanríkismál. Hún var að efni til sú, að ísland vildi kappkosta, að eiga vinsam leg, heilbrigð og góð viðskipti við aliar þjóðir. Ég held að allar rikisstjórnir okkar siðan hafi lýst yfir því sama. Þetta er heil- brigð utanrikisstefna og raunar sú eina sem til mála kemur fyrir okkur. Við skulum því kapp kosta áfram, eins og hingað til, að lifa samkvæmt þessu. En ef við komumst í þá að- stöðu, að þurfa að velja okkur stöðu með einum hópi þjóða frek ar en öðrum, þá skulum við muna reynslu liðins tíma og treysta bezt þeim, sem í verki hafa sýnt okkur og öðrum góð vild, skilning og réttlæti. Með því mun okkar litlu þjóð farnast bezt. - Bókmenntir Franilmld af bls. 18 á valdi skáldlegrar ímyndunar. Gamli-Björn segir frá sérkenni- legum persónuleika í Suður- sveit. Ritdómarinn Þórbergur Þórð- arson er kynntur í greinum um sjálfsævisögu Theódórs Frið- rikssonar 1 verum og Horn- Jstreridingabók Þorleifs Bjarna sonar. Þórbergur er óvæginn rit dómari, sem segir bæði kost og löst á bókum. En um veiku hlið- arnar verður honum þó bíð- ræddara og kröfur hans um vandvirkni og nákvæmni nálg- ast oft smásmygli. Sameiginlegt þessum tveimur ritdómum er að þeir láta mikið uppi um listræn vinnubrögð Þórbergs sjálfs, en dlömurinn um í verum verður um leið dæmisaga um hina ódrepandi þörf íslensks alþýðu- manns til að tjá reynslu sína í rituðu máli og bjarga þannig írá gleymsku merkum heimild- um um lífsbaráttu þjóðarinnar. Skrif Þórbergs urn Theódór Friðriksson gætu sjálfsagt orðið tilefni til að rifja upp þann vonda aðbúnað, sem íslenskir rithöfundar búa við enn í dag. Satt að segja hlýtur sá grunur að vakna, að íslenskum ráða- mörinum sé enn i mun að slökkva neistann í þeim kyn- legu mönnum, sem þrátt fyrir lit il sem engin laun eru að burð- ast við að setja saman bækur, oftast í stopulum tómstundum. Önnur heimild um taugastríð rit höfundar er Opið bréf til fjár- veitinganefndar, þar sem Þór- bergur ræðir m.a. um þann „gal eiðuþrældóm" að skrifa vandað ar bækur, vera góður rithöfund ur: „Uppkast eftir uppkast, breyting efti-r breytingu, hrein- skrift eftir hreinskrift, aftur uppkast, ennþá breyting, að nýju hreinskrift, einum átta, tiu tólf sinnum, þar til manni loks- ins finnst maður hafa formað setninguna rétt, fundið - hin réttu orð, sett saman hin réttu atkvæði." Það er ekki lítið, sem rithöf- undur, sem vill ná árangri, verð ur að leggja á sig. Þórbergur segir um vinnutima sinn: „Venjulegur vinnutími minn, eft ir að ég byrja að hreinskrifa fyrsta uppkastið, er frá klukk- an sjö, átta til níu á morgnana og heldur áfram til tvö og þrjú á næturnar, með tveggja til fjögra stunda hvíld að deginum og á kvöldin." Vitnisburður Þórbergs er birtur hér vegna þess að margir virðast haida að líta beri á ritstörf sem dægra- dvðl. 1 Einum kennt — öðrum bent er víða að finna leiftrandi dæmi um ritsnilld Þórbergs Þórðar- sonar. Þó eru veigalitlir hlut- ir innan um, enda val efnis I bókina sérviskulegt, Þórbergi siður en svo greiði gerður með því að vekja upp sjónarmiðin í sumum greinunum. Samsærið gegn mannkyninu nefnist ein greinin og gengur út á það að sanna að Rússar séu friðarsinn ar en Atlantshafsbandalagið ár- ásarbandalag. Þórbergur vísar öllu tali um yfirgang og ásælni Rússa á bug og kallar þá menn „ærulaus ræxni", sem ekki rísa gegn aðild Islands að Atlants- hafsbandalaginu. Við líkan tón kveður í ræðunni Nýr heimur í sköpun, en hún var flutt á fer- tugsafmæli rússnesku byltingar innar 7. nóv. 1957. Þar tekur Þórbergur sér fyrir hendur að verja Soyétskipulagið af mikl- um ákafa, meira að segja virð- ist honum ekkert athugavert við hið sovéska „frelsi". Vel að merkja: ræðan er flutt eftir uppreisnina i Ungverjalandi og uppljóstranir Krústjoffs á 20. flokksþinginu. Röksemdir Þór- bergs, sem réttara væri að kalla einsýni og pólitískan barnaskap ber Mái og menning nú á borð fyrir lesendur. Það hefur fleira gerst, sem gerir skoðanir Þórbergs enn öm urlegri: Tékkóslóvakiumálið og linnulausar ofsóknir gegn andans mönnum í Sovétríkjunum. Æltla má að Krishnamurti hafi haft rétt fyrir sér á Stjörnuþinginu í Ommen vorið 1932 þegar hann svaraði þeirri spurningu Þór- bergs afdráttarlaust neitandi hvort sósíalískt þjóðskipulag lyfti mönnum til andlegs þroska 1 nýlegu Opnu bréfi til Kristins E. Andréssonar talar Þórbergur um að þeir sitji „lamaðir úti á pólitísku dauðahafi“. Ekki er «nóg að kenna ófullkomleika mannanna um þau örlög og halda áfram að verma sig við minningar um hugsjón, sem reyndist tálsýn þegar betur var að gáð. Það hefði verið nær að taka mark á Krishnamurti. .lóhann Hjálniarsson. Góður árangur Ailmargir beztu sundmenn Svia dvelja 1 Bandaríkjunum við nám og æfingar í vetur, en einn þeirra, Gunnar Larsson er talinn eiga góða möguleika á verðlaun- um í Miinohen. Nýlega keppti hann og fleiri landar hans á sundmóti í Las Palmas og urðu þar sigursælir. Gunnar sigraði í 200 metra fjórsundi á 2:17,3 mín., en Hans Ljungberg varð annar á 2:19,2 min. í 100 metra skriðsundi sigraði Bert Bergs- man á 55,2 sek og i 100 metra bringusundi sigraði Göran Eriks son á 1:14,6 min. Gunnar Lars- son sigraöi svo í 200 metra skriðsundi á 2:01,6 mín., en And ers Bellbring varð annar á 2:05,4 min. 1 100 metra bak- sundi sigraði svo Bob Shoutsen á 1:01,7 min. Skrifstofustúlka Iðnfyrirtæki vill ráða nú þegar stúlku til símavörzlu og almennra skrifstofustarfa. Vélritunarkunnátta æskileg. Þær sem vildu sinna þessu, sendi umsóknir til afgreiðslu Morgunblaðsins, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, fyrir 8. febrúar n.k., merkt: „Símavarzla/skrifstofustörf — 962“. Taflfélag Reykjavíkur þakkar eftirtöldum fyrirtækjum þátttöku í firmakeppni félagsins 1971. Útvegsbanki islands O. Ellingsen T ryggingamiðstöðin Sveinsbakari Morgunblaðið Tíminn Bókav. isafoldar Þjóðviljinn Eimskipafélag islands Vogafell Sjóvá K.R.O.N. Heildv. Péturs Péturssonar Verzl. Pfaff Halldór Jónsson Prentsmiðja Guðjóns Ó. Sigurplast h.f. Sölusamband ísl. fiskframleiðenda Blikk & Stál Sápugerðin Mjöll Timaritið Skák Búnaðarbanki Islands Sápugerðin Frigg Steinavör Borgarfell Kristinn Guðnason Sindrastál Dún & fiðurhreinsunin Axminster Albert Guðmundsson Armur h.f. Bræðurnir Ormsson Radióverkst. Hljómur Rörsteypan Happdrætti Háskóta islands Ora Dynjandi Heildv. Lárusar Arnórssonar Sparisjóður Hafnarfjarðar Málning h.f. S.i.B.S. Asbjörn Ólafsson h.f. Hótel Loftleiðir istak h.f. Silli & Valdi Skóbúð Austurbæjar Sláturfélag Suðurlands Slippfélagið Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis Sveinn björnsson & Co Sportver h.f. Stimpiagerðin Sælgætisg. Freyja Bón og þvottastöðin Trygging h.f. Vald. Poulsen h.f. Vefnaðarvörubúð V.B.K. Verksm. Vífilfell Vöruflutningamiðstöðin O. Westlund Sögin h.f. Vélasalan h.f. fsbjörninn h.f. J. Þorláksson & Norðmann h.f. Lindu umboðið h.f. Lúkasverkstæðið S. Arnason & Co. Sendibilastöðin h.f. Steindórsprent h.f. Vesturbæjar Apótek Sólargluggatjöld h.f. Alís h.f. Björnsbakarii Bólstrun Ásgrims Lúðvíkssonar Bólstrun Harðar Péturssonar ísaga h.f. Marco h.f. Offsetmyndir h.f. S. Helgason Landleiðir h.f. isleifur Jónsson h.f. Vikan S.i.S. Dósagerðin h.f. Kápan h.f. Páll Þorgeirsson & Co. Rlkisútvarpið Guðm. Jónsson & Co. Hamborg h.f. Gufubaðst. Sauna Bókaútgáfan Fjölvís Ölg. Egill Skallagrímsson Ispan h.f. Luktin h.f. Smjörlíki h.f. Veiðimaðurinn Alþýðubrauðgerðin h.f. Arnarfell h.f. Baader þjónustan h.f. Verzl.fél. Festí **> Model Magazin Dairy Queen Hótel Saga Nesco h.f. Elmaro Sólóhúsgögn h.f. Sölumiðst. Hraðfrystihúsanna H. G. Guðjónsson Árbæjarbakari Hljóðfæraverzl. Poul Bernbourg Almenna Bókafélagið Almennar Tryggingar Bifreiðast. Bæjarleiðir J. B. Pétursson Blikksm. Glófaxi Blossi h.f. Sighvatur Einarsson & Co. Ferðaskrifstofan Landsýn Marinó Pétursson Blikksmiðjan Grettir Breiðholtskjör Efnagerðin Valur Egill Árnason Farmasía h.f. G. J. Fossberg Georg Amundason Bilaleikan Falur Ferðaskrifstofa ríkisins A. Johannsson & Smith A. Wendel h.f. Ágúst Armann h.f. Bátanaust h.f. Bernharð Petersen Agúst Fjeldsted og Benedikt Blöndal Breiðholt h.f. Fiat, Davið Sigurðsson Hagkaup Happdrætti D.A.S. Flugfélag islands Garðs Apótek Hekla h.f. Herradeild P. & Ó. Lýsi h.f. Kamabær Leiftur h.f. Radióstofa Vilbergs & Þorsteins Rammagerðin h.f. Verkfræðist. Sigurðar Thoroddsen Prjónastofan Iðunn Kr. Kristjánsson h.f. Kr. Þorvaldsson & Co. Kristján Siggeirsson h.f. Kristján Ó. Skagfjörð Iðnaðarbankinn h.f. Ofnasmiöjan h.f. Loftleiðir Röðull, veitingahús Alafoss h.f. Kassagerð Reykjavíkur Harpa h.f. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins Cudogler Sementsverksmiöja ríkisins Geysir h.f. ístorg h.f. Húsgagnahöliin Johan Rönning h.f. Sanivinnutryggingar Matstofa Austurbæjar Naust h.f. Rima Héðinn h.f. Bílahlutir Hamar h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.