Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.02.1972, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUiR 2. FEBRÚAR 1972 Allt við suðumark 1 Sapporo Karl Schranz dæmdur frá keppni vegna atvinnumennsku Austurríkismenn fóru heim MEÐ sanni má segja, að nú hrikti og braki í máttarstólp- um vetrarolympiuleikanna i Sapporo, eftir að ein þjóð, sem hefur á að skipa frábæru skíðafólki, sem álitið var að yrði í fremstu röð í mörgum greinum, ákvað að Hætta við keppni í leikunum. Voru þetta Austurríkismenn, og í gær tók keppendaflokkur þeirra saman föggur sínar og hélt frá Sapporo. Ástæðan til þessarar ákvörðunar var sú að Oiympíunefndin ákvað á fundi sínum á mánudaginn að banna einum fremsta skíðamanni heims, Karl Schranz, þátttöku í Olym- píuleikunum, á þeirri for- sendu að hann væri atvinnu- maður. Varð Karl Schranz einn keppandanna að lúta þessum örlögum, en fjölmarg ir aðrir höfðu einnig verið ákærðir fyriir atvinnu- mennsku í iþróttum. í vetur hafa verið starf- andi rannsókin'anefndir á vogum hins 84 ára gamla for- manns Alþjóða olympií'unefnd- arinnar, Brundage, og hafa þær unnið að því að kanna hvaða skíðamenn og konur tækju laun fyrir þátttöku sína í íþróttunum. Niðurstöð ur nefndarmamnia voru svo lagðar fram á fundinium í Sapporo á mánudaginn, og urðu þar harðar umræður og deilur. Niðurstaðan varð svo sú, að Karl Schranz var eini keppandin-n sem dæmdur var úr leik, og greiddu 28 af 42 miefrdarmönnurn atkvæöi mieð brottvísun hans. Þóttu þeissi málalok mikill sigur fyrir Brundage O'g baráttu hans. Eins og gefur að skilja mót mæltu Ausiturríkismenn þeg- ar niðurstöðu nefndariininar, og lýstu yfir því að þeir myndu sennilega draga allt lið sitt út úr Olympiukeppn- inni. Komu leiðtogiar Austur- ríkismanimainna saman til fundar í gærmorgun og eftir hann birtu þeir yfirlýsingu, þess efnis að allir keppendur landsins myndu halda heim, þegar í stað. LÉKU KNATTSPYRNU Meðarn beðið var eftir úr- skurði leiðtogafundarins, léku austurrísku skíðamennimir sér i knattspymu í Olympíu- bænum, og kepptu við norsku Olympíufaranna. Keppendur annarra þjóða voru hins veg- ar á æfingum uppi í Eniwa- fjalli. Hafði Karl Schranz það á orði, að hann myndi hætta skíðaiðkunum og snúa sér að knattspyrnunni í staöinn. — Ég ætti að eiga jafnmikla möguleika og Bjöm Wirkola, sagði hann, en sem kunnugt er tók hinn þekkti norski skíðastökkvari, Björn Wirk- ola þátt i knattspyrnu í sum- ar, með mjög góðum árangri. LEIÐINLEGT AÐ HINIR ÞURFA AÐ FARA HEIM Karl Schranz saigði, að það sem sér þætti leiðinlegast við útilokunina frá keppn- inni, væri það að það bitn- aði á löndum sinum. — Allt þetta fólk hefur laigt geysi- lega vinnu í æfingar sínar, og stefnt að þessu eina marki, og ég skil varla að það unnið fyrir fyrirtæki mitt í sl. 17 ár, saigði framleiðand- iinn, Franz Rnieissi. — Hann byrjaði hjá mér 16 ára gam- all og hafði þá 280 shillinga á mánuði, en þar sem hann hef ur unnið mjög vel, hefur hann smátt og smátt hækkað bæði í tign og launum hjá fyrirtækinu, og ég sé ekki að það þurfi að hegna honum á þenniain hátt fyrir að vera duglfigur og samvizkusamur starfsmaður. VANN ALDREI GULL Karl Schranz, siem nú er 33 ára að aldri, hefur oft verið kallaður „Ljónið frá St. Ant- on“ og hefur verið í fremstu röð skíðamanna í alpagreinr um í fjölmörg ár, en aldrei hefur honum tekizt að vinna til gullverðlauma á Olympíu- leikum. Hann tók í fyrsta Kari Schranz veifar tSI aðdáenda sinna svigskeppni í Frakklandi fyrir skömmu. hugsi hlýtt til min núna. Félagar Schranz frá Austur- ríki voru hins vegar á einu máli um, að sjálfsagt væri að snúa heim og mótmæla á þann hátt framkomu Olym- píunefndarinniar við Schranz, og tóku með fögnuði boðskap austurríska menntamálaráð- herrans, Fred Sinowatz, að austurríska stjómin mælti með því að keppendumir drægju sig út úr keppni Olym píuleikanna. ER KARL SCHRANZ SEKUR? Það sem mestan úifaþyt veldur um sakfellingu Schranz, er að það er ósannað mál, að hann hafi þegið pen- inga fyrir þátttöku sína í íþróttunum. Álitið var að framleiðandi skiðanna sfim hann notar hefði borgað hon- um undir borðið fyrir að mæla með skiðategundinni, en hann neitar algjörlega að svo hafi verið. — Karl Schranz hefur hins vegar sinn þátt í leikunum 1960, og bundu þá Austurríkismeinn miklar vonir við hann og kölluðu hann „hinn nýja Toni Sailer.“ En Sehranz var ekki I essinu sína á þessum leikum. Hann varð aðeins sjötti í bruni og stórsvigi, og var settur út úr austurrísku sviigsveitinni. 1964 voru Olym piuleikamdr haldnir i heima- landi hans, og fyrir þá æfði Schranz mjög vel. Skömmu fyrir leikanina veiktist hann og gat ekki tekið þátt í brun- inu, en hlaut silfurverðlaun í stórsviginu. Á leikunum 1968 var hann svo dæmdur úr lieik í stórsviginu, eftir að hafa náð betri tíma en Jean Claude Killy, siem var dæmdur sigurvegari keppn- innar. Árin 1969 og 1970 sigraði svo Karl Sehranz í keppninni um heimsbi'karinn, og nú ætlaði hann að gera lokatil- raun til þess að krækja sér í Olympíugull, einda í sérstak- lega góðri æfingu. eftir sigur í stór- Inflúensa 270 „ÍBÚAR“ í Olympíubænum í Sapporo í Japan hafa veikzt — en meðal sjúkiinganna er ekki ein einasta kona. Inríúensa hefur herjað á íbúa bæjarins allt frá því að þeir fóru að koma þangað, en í bæn- um munu um 1800 manns búa á meðan á leikunum stendur. Yfirmaður heilbri gðisþj ón ustu leikanna, dr. Takeshi Sato, skýrði frá því, að 150 íþrótta- menn hefðu tekið veikina og uffl 120 fararstjórar. Kann svo að íara að almargir þessara kepp- enda geti ekki tekið þátt í íþrótta keppninni. — En það hefur ekki ein ein- asta kona veikzt ennþá, sagði dr. Sato, — enda virðist svo að mik- 111 meirihluti þeirra hafi verið bólusettur, en slikt er ekki hægt að segja um karlmennina. Þees má geta að flestir þeirra, sem veikzt hafa, eru Evrópubúar. íslandsmótið 2. deild Jón Ástvaldsson, Ármanni, reynir markskot. Ármann — Breiða- blik 23 - 15 EINN leikur fór fram í II. deild Islandsmótsins í handknattleik á sunnudagskvöldið. Lékn þá Ár- mann og Breiðablik, og má segja, að leikurinn hafi verið mjög svipaður þeim leikjum sem Ár- menningar liafa leikið í vetur — mótstaðan hefur verið það lítil, að erfitt er að átta sig á getu þeirra. Hafa þeir þegar unnið sinn riðil, þótt þeir eigi einn leik eftir. Ennþá einu sinni endurtóik dómarasaigan sig í þessum leik. Leikinin áttu þeir Sæmundur Pálsson og Helgii Þó'rvaldsson að dæma, og mætti sá siiðarneifndi stundvíslega, en Sæmundur lét bíða eftir'sér í 15 múnútur, og kom það niður á leikjum kvölds- ins í 1. deildinni, sem hefjast áttu strax að 2. deúldar leiknum loknum. Er alveg nauðsynlegt að reyna að koma í veg fyrir óstund visi dómaranna, þvi það er sann- ast sagna orðið hvimileitt að þurfa alltaf að biða eftir þe'm, svo og svo iengi. Ármann tök þegar forystuna i leiknum og hélt hennii til ieiks- loka. í hál'fleik. var staðan 12:7 þeim í vil, og strax i byrjun siðari hálifleiiks breyttu þeir henni i 16:7. Þar með var Ár- mannssigurinn orðinn öruggur, enda virtist svo að Ármenningar hefðu ekki mikinn áhuga á lei'kn- um á lokamínútunum. Úrslitin urðu 23:15 fyrir Ármanin. Leikmenn Breiðabliks eru flesí ir ungir að árum og iofa góðu. Beztur þeirra í þessum leik var Páll Eyvindsson. Aðfinnstuvert er það hjá Breiðablik, hversu bún ingar liðsins eru herfi'lieiga ósam- stæðir. Virðast engir tveir vera eins. Þetta er atriði sem forysta félagsins á að kippa í lag. Ármannsliðið hef'ur ekki enn þá fengið að sýna sitt rétta and- lit — til þess hefur riðillinn ver- ið of auðveldur fyrir þá. Beztur Ármenninga í þessum ieik var Vilberg Sigtryggsson. Mörk Breiðabliks: Hörður 5, Páll 5, Hörður K. 2, Heigi 1, Kristján 1, Jón 1. Mörk Ármanns: Viilbeng 8, Hörður 4, Björn 3, Kjartan 3, Ragnar 2, Þorsteinn 2, Þorsteinn 1.1. — Mól. Alda skorar fyrir Ilreiðablik. 1. deild kvenna: Breiðablik sigraði Víking 9-5 EINN leikur fór fram í 1. deild kvenna um síðustu helgi. Var hann leiMnn í Hafnarfirði og mættust þar Breiðaiblik og Vík- ingur. Var leikurinn mjög jafn í fyrri hálfleik, en Breiðablik var þó greinilega betri aðilinn í leiknum. 1 leikhléi höfðu Breiða- bláksstúlkumar édtt mark yfir, 4:3, en í síðari hálifleik náðu þær svo enn betri tökum á ledknum og skoruðu þá 5 mörk gegn 2 og unnu því 9:5. Bezt í Breiðabliksliðinu var Alda Plelgadóttir, fyrruim Is- iandsmetihaifi i spjótkasti kvenna, og skoraði hún 6 mörk. Er Alda nú markahæsta stúlkan í 1. deiid — hefur skorað 16 mörk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.