Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 6
6 SKATTFRAMTÖL Si-gfinnur S'gurðsson, hagfr., Barmahlíð 32, slmi 21826, eftir kl. 18. SKATTAFRAMTÖL og reikningsuppgjör. Fyrir- greiðsluskrifstofan Austur- stræti 14, 4. hæð, simi 16223. Þorleifur Guðmundsson, — heima 12469. SKATTFRAMTÖL — BÓKHALD Þorvarður Elíasson Hagverk sf. Bankastræti 11, símar 26011, 38291. SKATTFRAMTÖL Aðstoðum einstaklinga. Rekstraruppgjör. Opið daglega frá 18.00-20.30. HÚS og EIGNiR Bankastræti 6, sími 16637. SKATTFRAMTÖL — BÓKHALD Herbert Marinósson Bergþórugötu 1 sími 26286 og 20032 á kvöld- in og um helgar. AFSKORIN BLÓM og pottaplöntur. VERZLUNIN BLÓMIÐ Hafnarstræti 16, sími 24338. ATVHMNUREKENDUR Ung stúl’ka óskar eftri at- vinno nú þegar. Góð vélrit- unar- og enskukunnáttu fyrir hendi. Uppl. í síma 10948. ÓSKAÐ ER EFTIR Trader vörubíl með föstum palli, 2ja—3ja tonna, nýleg- um, hetet cfísi4. Sáni 36046. RAÐSKONU vantar rvú þegar á sveitaheimili. Raf- magn frá samveitu. Upplýs- ingar gefur Ráðningarstofa landbúnaðerins. Sími 19200. TVlTUG stúlka óskar eftir virrnu hálfan dag- inn í Kópavogi. Uppl. í síma 40072. Ttt. SÖLU Chevrolet Impafa Station V. sjátfsk., vökvastýri, vökva- bremsur, 8 strokka. Ýmis skipti koma til greina. Uppl. í síma 36112 eftir kl. 7. ÍBÚÐ ÓSKAST Tveggja herbergja íbúð ósk- ast til leigu, helzt í Vesturbæ. Reglusemi beitið. Upplýsingar í sírrva 2-11-29. ATVINNA ÓSKAST í 19 ára stúlka óskar eftir at- r vinnu á heimill við barna- í, gæzlu og heimihsstörf. Uppl. í síma 25899 mitti 1—3 á daginn. BURÐARRUM og barnavagn til að hafa á svölum óskast til kaups. Sími 8 14 23. HUSGAGNAVIÐGERÐIR Geri við alft tréverk, nýtt sem gamalt, lita, lakka, pótera, spónfegg, Kmi og fleira. Kem heim, eif óskað er. S. 33829. Sigurður Blomsterberg. MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FBBRÚAR 1972 DAGB0K Takið orð með yður og hverfið aftur til Drottins. Segið við hann: Fyrirgef með öllu misgjörð vora og ver góðiur, og vér skuliun greiða þér ávöxt vara vorra. (Hósea. 14.3). í dag er fimmtudagur 3. febrúar og er það 34. dagur árslns 1972. Kftir Ufa 332 dagar. Ardegisháflæði ld. 8.49. (Úr Islands- almanaldnu). Almennar '.ípplýsingar um lækna þjónustu í Reykjavlk eru gefnar I símsvara 18888. Lækningastofur eru lokaðar ft laugardögitm, nema á Klappar- stíg 27 frá 9—12, símar 11360 og 11680. Vestmannaeyjar. NeyðarvakUr lækna: Simsvari 2525. Munið frímerkjasöfnun Geðvemdarfélagsins. Pósthólf 1308, Reykjavík. Næturlæknir í Keflavík 2.2. Arnbjörn Ólafsson 3.2. Guðjón Klemonzson. 4., 5. og 6.2. Jón K. Jóihannsson. 7.2. Kjartan Ólafsson. Asgrímssafn, Bergstaðastrætl 74 w opið suimiudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Náttúrusrripasafnið Hverfisgötu 118^ OpiÖ þriöjud., fimmtud., iaugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Báðgjafarþjónusta Geðvcrndarfélags- Dis er opin þriöjudaga kl. 4.30—6.30 siödegis aö Veltusundi 3, simi 12139. ÞJónusta er ókeypis og öllum heimiL SÁ NÆST BEZTI Kona úr mæðrastyrttsnefndinni var i heimsóíkn. —■ Þér segið að maðurinn yðar hafi diáið fyrir 6 árum, og hér sé ég 5 böm á aldrinum frá 1 tkl 6 ára. — Jú, alveg rétt. Maðurimn minn dó, en ég ekM. ÁRNAD HKILLA Blías Valgeirssooi', rafveitu- stjóri, Ólafsvik, er sextugur í dag. Þann 28.8. voru gefin saman í hjónaband í Langholtskirkju af séra Jónasi Gislaisyni urtgfrú Kristin Jónsdóttir og Ögmund- ur Guðmundsson. Heimili þeirra er að FeHsmúla 4. Studio Guðmundar Garðastr. 2. GAMALT OG GOTT Sæi-autið við Barðaströnd Endur fyrir löngu bjó bóndi sá á Amórsstöðum á Barðaströnd, er Jón hét. Hann var talinn fjölkumnug- ur. Það var eitt vetraricvöSd, er norðanbylur var nýskoll- inn á, að Jón fór að gefa í fjósið. Tðk hann þá eftir þvi, að ein kýrin, sem hann vildi fyrir hvem mun ekki láta imissa fangs í það sinm, beidd- ist. Jón hafði ekki annað naut en geldnaut, og þarfanaut, sem honum likaði, var ekki nær en að Brjánslæk, prests- setrinu, en á milli bæjanna er stundargangur. Nú snarar bóndi ábreiðu yfir kúna og leggur al stað með hana út í hriðina, þvert ofan í vilja heimilis'fólksins. Þegar Jón er nýfarinm, harðnar veðrið svo, að heita mátti aftakaveður af snjókomnu og stormi. Fór heim ilisfólk bómda nú að verða hrætt um hann. En þegar því skiiaði, að Jón hefði átt að vera kominn langleiðina að Brjámslæk, er baðstofuhuið inni á Arnórsstöðum hrundið upp; er bóndi kominn þar bráðiifandi, kveðst vera bú- inn að halda kúnni á Brjáns- læk, en hafa tekið nautið þar traustataki, af þwí að fjósið hefði þá í bili verið mann- laust. Sötoum veðrahamsins kvaðst hann eklki hafa igefið sér tima til að gera vart við sig á bænum og bj'óða presti bolatöllinn. Hann var kom- inn aftur með kúna og búinm að hlekkja hana á básinn sinn, og var hún lítið eftir siig eftir hrakminginn. Fólikinu þótti þetta allt gegna furðu og vera vel af sér vikið af bónda. Nú kemur þar, að kýr þessi ber. Á hún þá gúlhfal- Jega kvigu, gul- og rauð- mjög frábrugðinn öfirum kúa- lit þar á Ströndinni. Fór nú Arnórsstaðafólkið að inma bröndótta, og var sá litur Jón eftir hinu sanna um upp runa kálfsins. Duldi Jón þá ekfki lengur þess, að hann hefði haldið kiúnni með sæ- nauti í fjörunni, skammt frá þeim stað, sem Dys er nefnd. En Dysin er við það miðs veg ar milli Brjánslsekjar og Arn órsstaða. Kvíga þessi var sett á. Kom út af henni forláta kýrnar venjulega átján marka kýr, og var kyn þetta lengi tíl á Arnórsstöðum og Vaðli í sömu sveit. (Eftir sögnum á Barða- strönd). Ur bók Einars Guð mundssonar. VÍSUK0RN Æðir f júk um ýmis búfk ekki er sjúkra veður, klæðir hnjú'ka hrið ómjúk hvítum dúki meður. Látra-Björg. LÚÐRASVEIT HJÁLPRÆÐISHERSINS 60 ÁRA „Já, það þótti nauðsynlegt, að tii væri einhver músík til tindirleiks á samkomum, og því var stofnuð lúðrasveit innan Hersins. Og það er orð inn langur tími, heil 60 ár um þessar mundir, því að lúðra- sveit Hersins var vígð 19. janúar 1912. Þá voru auðvit- að mjög fáir í henni, 7 tals- ins,“ sagði Bjarni Þórodds- son, póstmaður, þegar við hittum hann á förnum vegi á dögunum, en hann hefun lengst af leikið með þessari Iúðrasveit og raunar verið hljómsveitarstjóri frá árinu 1953. „Og eikki þarf ég, Bjarni, að spyrja að ánægjunni af að starfa með þessu fólki?“ „Nei, samstarfið hefur allt- af verið ánægjulegt, máski fyrst og fremst vegna þess, að við áttum alltaf annað eitt sameiginlegt áihugamál, sem raunar öl'lu máli skipti, og það er trúin." „Mig langar til að segja þér, Bjarni, frá fyrstu kynn- um mínum sjálfs af þessari lúðrasveit, en það var þegar hún spilaði fyrir kl. 8 á lóð- inni ofan við húsið okkar í Slkólavörðuholtinu. Sú músí'k hljómar nærri því ennþá í eyrum mín-um, og það var gott að vakna þannig, því að svo lá leiðin til messu niður í Dómkirkju hjá séra Bjarna." „Já, margir hafa minnzt þessara hljómleika okkar á páskadagsmorgun. Annars var það nú fyrst og fremst það að spila á samtoomum. Við lékum undir söng, og ég verð að segja einn hlut, að mikil samheldni hefur verið með hópnum, og oft höfum við farið í ferðalög sarnan." „Og þá er elckert annað eft ir en óska Lúðrasveitinni tii hamingju með þökkurn fyrir ómældar ánægjustundir, og vertu svo blessaður, Bjarni." „Já, og sömuleiðis og allt það, og allir eru velkomnir að hlusta á okkur í kvöld.“ — Ir.S. Bjarni Þóroddsson núver- andi hljómsveitarstjóri. Hann hefir stjórnað lúðra- sveitinni siðan árið 1953. * A FÖRNUM VEGI i -,r' Lúðrasveit Hjálpræðishersins í Reykjavlk, vlgð 19. jan( 1912: Talið frá vinstri: Níels Edelbo 1. comet, Agnethe ’ Larsen 2. comet, Laufey Þóroddsdóttir althora, Margrét , Ólafsdóttír tenór, Berta Nielsen básúna, Ámi M. Jóhannes- son bassi og Emilía Hansen tromma. .... '.; ..." ,:.,Á.:;e Lúðrasveit Hjáipræðishersins í Reykjavík árið 1969. Talið frá liægri: Bjarni Þóroddsson stjórnandi, Jón Lindkvist 1. cornet, Gunnar Lindkvist 1. comet, Lísa Aðalsteinsdóttir 1. althorn, Betzy Jónsdóttir 2. althom, Erna Djurhtius hariton, Hákon Óskarsson sóló euphonium, Inger Lindkvist básúna, Káre Morken bassi og Aðalsteinn Jónsson tromma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.