Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUN1BL.AÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3 FEBRÚAR 19F2 Einn ætti að vera einum of mikið Morgunblaðið birti fyrir slktimmu grein eftir Kristján Pét ursfson, deildarstjóra, þar sem liann graffnrýndi stjórnvöld fyr- tr „vítavert ábyrgðarleysi i ávana- ogr fíknilyfjamálum." 1 þessarl grrein sagrði Kristján m.a.: „áframhaldandi aðgrerðar- leysi stjórnvalda stefnir þessum málum í algrjöran voða, þvi út- breiðsla þessara efna vex með sMkum hraða." Hér fer á eftir viðtal, sem Mbl. hefur átt við Kristján Pétursson i framhaldi af grrein hans. I þessu viðtali skýrir Kristján ástandið í þess- iwn efnum hér á landi; bæðl þann vanda, sem að okkur steðjar utan frá, ogr þann vanda, seim skapazt hefur heima fyrir í samhandi við Iyf jaávísanir á ávana- ogr fíknilyf. — Hversu stórt vandamál er ávana- og fíkniefnaneyzla orð- in hér á landi, Kristján? — Þessari spurningu getur enginn svarað með vissu. Þvi valda alltof litlar rannsóknir og aðgerðir til að leita sannleikans í þessu máli. Hins vegar vitum við með vissu, að þetta vanda- mál er nú til staðar og það vex óðfluga; eiginlega með hverjum degirium sem líður. Þær tölur, sem ég hef hér um, eru engan veginn tæmandi, en þær benda þó ótvírætt í rétta átt. Ég tel mig því geta sagt, að rannsóknir leiddu í ljós, að milli 6—800 ungmenni nota ávana- og fíkniefni að staðalri. Þessar rannsöknir náðu aðeins H1 suðvesturhorns landsins og voru þó engan veginn tæmandi fyrir það svæði. Þessar tölur — 6—800 ungmenni — er því al- gjört lágmark. Þótt vandinn væri nú ekki stærri en þetta, mætti telja hann ærinn og til þess fallinn að ráðast hart gegn honum, Og við skulum ekki gleyma, að í hvert sinn, sem nokkur giömm af kamabis, töflur af LSD eða öðrum efnum, koma inn í landið má reikna með nokkrum hópi nýrra neytenda og einhver hluti hans heldur áfram og gerist varanlegir neyt endur. Það er m.a. vegna þessa, sem við megum ekki lengur draga að snúast gegn vandan- um af fullum krafti. — Á hvaða aldri eru ung- mennin, sem þú nefndir áðan? — Rannsóknirnar beindust að allega að ungmennum á aldri- um 16—21 árs. Hvort neyzla ávana- og fíkniefna er almennt komin niður í yngri aldurs- flokka, vitum við takmarkað um. En þær upplýsingar, sem fyrir Uggja, benda eindregið til þess, að svo sé. NEYZLAN KOMIN ÚT Á LANDSBYGGHINA — Er þetta vandamál bundið við suðvesturhorn landsins ein- göngu? — Ég hef enga trú á því. Ég þykist vita, að ávana- og fíkni- efnaneyzla sé komin eitthvað út á landsbyggðina, að minnsta kosti til fjölmennari staða. Hún er þó kannski í minni mæli þar en hér. Reynsla annarra þjóða er sú, að það líði allt að 4—5 ár, þar til greinilegar og áberandi af- leiðingar af fíikniefnaneyzlu komi fram í dagsljósið. Almennt er þessu haldið leyndu af aðstand- endum neytendanna og öðrum, þar til í algjört óefni er komið. Til þessa liggja ýmsar tilfinn- ingalegar og þjóðfélagslegar ástæður. Ég hef enga ástæðu til að ætla, að reynsla okkar í þess um efnum, verði önnur. En ein- mitt af þessari reynslu annarra þjóða ættum við að draga nokk- urn lærdóm. Eins og í pottinn er búið nú hjá okkur, tel ég algjörlega ófært að sinna þessum málum — bæði vegna skorts á tækjum og mönnum og svo skipulags- leysis — þannig að unnt sé að skila nokkrum verulegum ár- angri. —- Hvaða efni eru það aðal- lega, sem íslenzk ungmenni neyta? — Aðalefnin eru LSD og kannabis. Af öðrum ofskynjun- arefnum má nefna meskalin, en í Bandaríkjunum eru útbreidd milli 10—20 skynvilluefni önn- ur, þar á meðal STP, en áhrif þess vara í um það bil þrjá sólarhringa, PCP, DMT, 68, Morning Glory, Psilocypin og Psilocin svo nokkuð sé nefnt. — Hvernig berast þessi efni inn í landið? — Þar er um þrjár aðalleið- ir að ræða; póstinn, farþega og áhafnir flutningafara og svo varnarliðið á Keflavíkurflug- velli. Pósturinn hefúr til þessa ver- ið aðalleiðin og er þar ýmissa bragða neytt. En með auknu eft irliti á póstinum, hefur magnið meira færzt yfir á þá farþega, sem til landsins koma, svo þeir eru nú sennilega orðnir stærri aðili í smyglinu en pósturinn. Þetta er svo sem bara það, sem við gátum reiknað með: Að eftir þvi sem eftirlitið er hert á einum stað, minnkar smyglið þar í gegn og aðar leiðir koma I staðinn. Svo verða farnar skipulagðar ferðir til að ná í efnin og reyndar er það vitað, að slíkar ferðir eru þegar hafn- ar. LSD I-'RÁ BANDARÍK-IUNUM OG HASS FRÁ DANMÖRKU — Hvaðan koma ávana- og fíknilyfin hingað? — Langmestur hlutinn kemur frá Danmörku, síðan kemur Svi- þjóð, þá England og Bandarik- in. 1 einstaka tilviki kemur þetta annars staðar frá. Frá Ba ndarik j unum stafar okkur mest hætta af maríhuana og Rætt við Kristján Pétursson um ávana- og fíkniefnamál LSD og öðrum skynvilluefnum, en minni af hassi sökum þess, hve dýrt það er vestra. Megnið af hassinu kemur frá Danmörku þar sem það er tiltölulega ódýr- ast. — Er skipulögð dreifing ávana- og fíkniefna orðin stað- reynd hér á landi? — Það tel ég tvímælalaust vera; bæði á kannabis og LSD. Það eitt, hverstu stuttan aðdrag anda fíkniefnapartíin þurfa orð ið yfirleitt, sýnir, að þeir, sem vilja, eiga greiðan aðgang að að iljum, sem eru reiðubúnir til að dreifa þessum efnum. Og þessi dreifarahópur getur verið all- f jölmennur á stundum. Okkur þýðir hér ekkert að stinga höfðinu í sandinn og treysta á fámennið. Þegar mark aðurinn er kominn hér, sem ég reyndar tel þegar orðið i nokkr um mæli, fara erlendir aðilar að hugsa sér til hreyfings. Kannski taka þeir upp samvinnu við ís- lenzka aðila. Það eru til alls konar dreifikerfi, sem henta öll um aðstæðum. í Bandaríkjunum til dæmis veit ég um litla borg — hún telur milli 10 og 20 þús- und íbúa, þar sem upp komst um ítarlegt og ábatasamt dreifi- kerfi. LÍTIO VIT f LYFJAÁVlSUNUM — Nú hefur þú látið að þvi liggja, að við búum við annan vanda í þessum málum en bara þann, sem steðjar að okkur ut- an í frá. — Ég þykist vita, að þú eigir við fullyrðingar mínar um víta- verðar lyfjaávisanir ákveðinna lækna á róandi lyf, örvandi lyf og svefnlyf. Já, ég dreg enga dul á það, að ýmsar upplýsing- ar hér um benda eindregið til þess, að oft á tiðum megi telja lítið vit i þessum lyf jaávísunum. Það éru ákveðin ávana- og fikniefni, sem fremur eyða sjúk dómseinkennunum en sjúkdóm- inum sjálfum. Þetta virðast neyt endur oft ekki gera sér ljóst. Þetta á meðal annars við um þær þrjár tegundir lyfja, sem ég nefndi áðan. 1 yfirliti samstarfs nefndar á vegum dómsmálaráðu neytisins 1970, var á það bent, að athuganir, sem gerðar voru í lyfjaverzlunum, bentu til, að ákveðnir læknar væru of fúsir til að uppfylla óskir sjúklinga um ávana- og fíknilyf. Aðrar at huganir hafa bent í sömu átt. — Er hér um stóran hóp lækna að ræða? Ég vil ekkert.um það segja, hversu stór hópur af læknastétt inni þetta er prósentvís. En þetta eru það alvarleg mál, að hvort sem um er að ræða neyt- endur, að ég nú ekki tali um læknana eða smyglarana, ætti einn að vera einum of mikið. Ég vil í sambandi við lækna- stéttina benda á, að rannsóknir í Bandaríkjunum hafa meðal annars sýnt, að 25—30% af ávís uðum örvandi lyfjum fara á ólöglegan markað. Þessi hætta er einnig til staðar hér meðan hægt er að ganga milli lækna og safna sér ávana- og fíkni- lyfjum í miklum mæli. Misnotkun á róandi lyfjum, svefnlyfjum og örvandi lyfjum helzt stundum í hendur við fíkniefnaneyzlu. Um þetta eru til skjalfest dæmi. TÆKNIN NOTU® „BÁÐUM MKGIN'“ — Snúum okkur hér fyrst að smyglinu, Hvaða aðferðir eru til varnar? —■ Hasshundar hafa reynzt vel. Auk þeirra fá nafna geiger mæla, gegnumlýsingartæki, sjónpípur og fleira. Gegnumlýs- ingartæknin er nú að komast á svo hátt stig til dæmis í Banda- rikjunum, að á þessu sviði sem öðrum er tæknin að leysa mann inn af hólmi. En toligæzla get- ur aldrei veitt nema aðhald. t þessu sambandi er okkur mjög nauðsynlegt að eiga góða sam- vinnu við erlend lögreglu- og tollgæzluyfirvöld, einkum í þeim löndum, sem við vitum, að eru okkur hættuleg, eins og Danmörku til dæmis. Ég minntist áðan á tæknina. En tæknin er líka notuð „hin- um megin". Nú eru að ryðja sér til rúms svokallaðar mikró- doppur. Þær eru ekki stærri en. punkturinn, sem þú setur aftan við þessa málsgrein, en geta geymí allt að 200 mikrógrömm af LSD. TU útskýringar skal ég geta þess, að i eina inntöku af LSD þarf 40—50 mikrógrömm og LSD '}* 200 sinnum sterkara en heróín. Aö KOMA I VEG FYRIIK ÓLÖGLEGA FRAMLEIDSLU OG BIRGÐASÖFNUN EINSTAKLINGA Meginstarfíð á þessum vett- vangi hlýtur að felast í aðgerð- um, sem miða að því að tak- marka sem mest ólöglega fram leiðslu fíkniefna og lyfja. Um þetta höfum við Islendingar meðal annars flutt tillögu á vett vangi Sameinuðu þjóðanna og fengið hana samþykkta. Við hljótum þvi að leggja okkar skerf af mörkum á þessu sviði. — En heima fyrir? — Ég rakti nú í Morgunblaðs grein minni þær tillögur, sem til úrbóta mega verða hér heitna og nenni því ekki að tína það til hér. En ég get ekki á mér setið, að endurtaka hér, að ég tel, að eftir 2—3 ár — að öllu óbreyttu — verði fikniefna- neyzla orðin svo verulegt vandamál hjá okkur, að barátt an gegn henni krefjist tugmillj- óna króna. Þær 700 þúsund krónur, sem eru á fjárlögum nú, hrökkva þegar skammt. En þær segja sína sögu um skUning ráðamanna á þessum vanda. Hvað lyfjaávisanirnar snertir vU ég benda á, að þótt eftirrit- unarskyldium Lyifjum verði fjöigað leysir það ekiki allan vand- ann. Við getum þá að vísu séð, hvernig iæknar ávísa slikum lyfjum, en við getum ekki kom- ið í veg fyrir, að fólk ferðist milli lækna og safni sér lyfja-,- birgðum, Ég tel, að lyfjaútgáfa eigi að vera staðbundin, til dæmis við heimilislækni hvers og eins. Þá tel ég, að heimiiislæknum ætti að bera skylda til að gefa yfir- lit yfir notkun og meðferð lyfja, sem þeir fá til afnota vegna sjúkravitjana. Meðal þessara lyfja eru ýmis ávana- og fíkni- lyf, sem alörei koima á skrá og enginn veit, hvert fara. Og þarna er um verulegt lyfjamagn að ræða. Loks vil ég svo benda á, að engin reglugerð er til um með- ferð og útgáfu lyfja i sjúkrahús um. EINS OG SN-JÓBOLTI — Það er með ávana- og fíkni lyfjaneyzlu eins og snjóbolta, segir Kristján að lokum. Hún. hleður stöðugt utan á sig. Það getur verið, að það sé þægilegra að sitja bara og horfa á snjóboltann rúlla, en að koma í veg fyrir ferðir hans. En þá þýðir heldur ekki neitt að reka upp stór augu, þegar hann skellur yfir og færir allt í kring um sig í kaf. — fJ- „MUli 6—800 ungmenni á aldr- inum 16—21 árs neyta ávana- og fikniefna að staðaldri.“ „Reynsla annarra þjóða er fyr- ir okkur að draga lærdóm af.“ „Skipulögð dreifing ávana- og fíkniefna er orðin staðreynd hér á landi". „Ákveðnir læknar eru of fúsir til að uppfyUa óskir sjúklinga um ávana- og ftknUyf." „Ávana- og fíkniefnaneyzla eir eins og snjóbolti. Hún hleðuir stöðugt utam á sig.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.