Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 15
 MORGUINBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1©72 15 *★ góð, ★★★ mjög góð, ★★★★ Frábær, ■ iiiMfiiw rm . l|J í KVIKMYNDA HÚSUNUM ★ sæmileg, léleg, Sig. Sverrir Björn Vlgnir Sæbjörn Pálsson Sigurpálsson Valdimarsson Nýja bíó: APAPLÁNETAN JarSarbúar b ;;f a náð þeirri tækni, að þeir geta sent geimfar út I geiminn. sem feröast með hraða Ijóssins. í geimfarinu eru fjórir vísindamenn — þrir karl- ar og ein kona. GeimfariO spreng ir öll lögmál tímans, þar sem það hefur lagt aö baki rúml. 1000 jarðarár, er það lend- ir á hrjóstugri plánetu. Karl- mennirnir komast klakklaust frá lendingu, en konan verður tim- anum að bráð. Við könnun reynast apar vera vitsmunaver- urnar á þessari plánetu, en mennirnir skynlausar skepnur. Jarðarbúar lenda brátt i kasti við apana, sem ekki vilja við- urkenna að menn geti tjáð sig í máli og hreyfingum. óhugnanleg lífsreynsla biður jarðarbú- ánna . *★★ Þessi mynd byggir á mjög einfaldri hugmynd, og þó að apamir láti ekkert djúp 3tætt upp úr sér, leynist í fasi þeirra og masi oft bitur ádeila á takmarkainir mannskepn- unnar. Apagervin eru frá- bærlega unnin og kvikmynda taka Shamroys oft mjög sterk. ★★ Dágóð deilumynd. Aug- ljóstf að smásiagnaformið hef- ur verið hatft til hliðsjónar við gerð myndarinnar, og iop imin því teygður óþarflega um miðbik myndairinnar. Loka- atriðið er sérlega frumlegt og kemur sem köld gusa í andlit áhorfenda. kirk Hugmyndin að baki myndarinnar er líklega ekki jafn fráleit og ýmsa grunar. Allavega er boðskapur henn- ar ærið hittinn á köflum. En fyrst og fremst skemmti- mynd — og mjög góð sem slík. Förðun, búningar, leik- svið, taka og leikstjórn fram- úrskaramdi. Laugarásbíó: „KYNSLÓÐABILIГ Larry Tyne og frú eru amerísk ir millistéttarborgarar og eiga sér eina döttur, 15 ára. Er hún hverfur af heimilinu einn góöan veOurdag, án þess aö nokkur viti um hana, veröa foreldrarnir áhyggjufullir og Larry fer ásamt kunningja sinum aO leita aö henni. Þegar þeir koma heim aft- ur, vel kenndir, hefur dóttirin komiö heim S millitSðinni. En þeg- ar hún sér föOur sinn S þessu ástandi, hverfur hún strax aftur. Foreldrarnir halda áfram aO leita, þau komast i kynni viO „Félagsskap foreldra stroku- barna", prófa marihjúana og tapa spjörunum utan af sér heima i stofu í fatapóker. Dóttirin kem- ur hins vegar aftur heim af sjálfsdáðum. Hún hafði dvaliO innan um hóp unglinga, sem eins og hún höfðu hlaupið að heiman S bili. ★★★★ Milos Forman er vax- andi leikstjóri og Taking Off &r bezta mynd hans til þessa. Hann hefur kvikmyndamálið fullkomlega á valdi sínu og ber frábært skyn á „rythma“ og klippingar. Tónlist er not- uð á mjög skemmtilegan og áhrifaríkan hátt. ★★★★ Þetta er tvímælaiaust bezta skemmtimynd ársins. Hún er meira en skemmti- mynd einvörðungu, því hún kafar undir yfirborðið og sting ur broddum sínum í banda- riskt þjóðlífskýli, sem er Bandaríkjamönnum sjáifum talsvert feimnismál. Sérlega vönduð mynd að aliri ytri gerð. ★ ★★★ Alvarleg og bráð- skemmtileg í senn, full áleit- inna spurninga. Frábærlega gerð að öllu leyti, Forman er vafalaust einn snjallasti leik- stjóri okkar tíma. ■ Hafnarbíó: SOLDIER BLLJE Myndin hyggir á sannsöguieg um atburOi, er 500—600 indián- um var slátraO vægOarlaust, þrátt fyrir friðarsamninga vlO bandarísk yfirvöld. — Raunar spannar það atriði aðeins yfir 10 síðustu mínútur myndarinnar, en forleikurinn og megin hluti myndarinnar, greinir frá brösu- legu ferðalagi hvitrar stúlku, sem er nýsloppin úr haldi indíána, og bandarisks hermanns til hyggða eftir að indiánar höfðu gjöreytt herflokki, sem þau áttu sam- fylgd með. ★★ Raunsæ slátrunaTatriði fara nú að veirða hversdags- leg og lýsing á vondu hvitu mönnunum og góðu indíánun- um er ekki ný bóla. En stærsti kafli myndarinmar sem ekki er um dráp, er settur saman af stolnum og stældum stíl- brigðum, án þess að það örli fyn-ir saimhangandi listrænni sköpun, sem þó virðist vera markmiðið. ★★ Ágætlega gerð mynd og prýðileg skemmtimynd lengst af eða þar til að fjöida morðunum kemur. Hins vegar er hún gjörsneydd frumleika og stfælmgar augljósar, þax sem atriði úr Elviru Madigam og Wild Bunch gamga aftur hvað eftir aannað. Stjörnubíó: „OLIVER“ „Oiiver" er byggð á samnefnd- um söngleik sem sýndur var viö mikla aOsókn fyrir nokkrum ár- um. Var hann létt útfærsla á hinni frægu bók Dickens. 1 stuttu máli fjallar hún um munaðar- Sausan dreng, sem strýkur af hæii og heidur til London. Lend- ir hann þar I þjófaflokki, sem stjórnað er af forhertum Gyð- ing, Fagin. Fljótlega er hann gripinn af lögreglunni og þá er farið að grennslast fyrir um að- standendur hans. Þá fyrst fer að rofa til I Jifi hins hrjáða drengs. kirk Oliver er einkar faglega og smekklega unnin mynd, að mestu laus við þá væmni, sem annars einkennir þessa tegund mynda. Sviðsetning oft lífleg og stfórbrotin. Ann- ars er það dálítið broslegt, að það sem Dickens skrifar upp- haflega sem raunsæja ádedlu, skuli nú vera snúið upp í sak- lausan söngleik. •kirk Dickens mundi senni lega seint gangast við þessari útgáfu á Oiiver Twist. Sið- ferðiisleg tiilfinningavæmni 19. aidarinnar hefur verið máð burtu að mestu, og jafnvel ó- hræsið hann Fagin verður við kunnanlegur karl í frábærri túlkun Ron Moody. Vönduð skemmtimynd, sem óhætt er að mæla með. k-kirk „Fagin“, væri réttiá't- iri nafngift á þessari mynd, >ar sem að frábær leikur Ron Moody yfirgnæfir allt annað, ;nda hlutverkið bitastæðast. 3amt sem áður er „Oliver" stórkostlegasta söngvamynd, sem mig rekur mimmi til að aafa séð. Frábær mynd fyrir alla fjölskyldumeðlimina. Gamla bíó: GLEÐIIIÚS í LONDON Brezk gamanmynd um tilraun tr enskra hefOarmanna tU að koma upp viröulegum gleðihúsum I Lundúnum samkvæmt pariskri fyrirmynd á 19. öld. Auðvitað komast slikar fyrirætlanir ekki I framkvæmd án andófs en allt fer þó vel að lokum, eins og vænta má, og báðir aðilar geta andað léttar. 1 aðalhlutverkum David Hemmings, Johanna Pettet og Ge orge Sanders. Leikstjóri Philip Saviíle. ★ Eftir þeim myndum að dæma, brezkum, sem ég hef séð undainfarið, virðist mér að vinium vorum, Tjöllum, sé að fara mikið aftur, sér í lagi í gerð gamanmynda. Þessi lit ríka framleiðsla, sem greini lega hefur verið borið mikið í, er gervönuð fyndni, út- koman aðeims afkáralegur miðalda skrípaleikur. ★ Dapurleg tilraun til gaon anmyndar, þar sem kímnin fer ýmist fyrir ofam garð eða neðasn. Ruglingsilegt handrit, flaustursleg leikstjórn, og hrapalleg misnotkun á úrvals leikurum. Brezk fyndni við frostmark. Austurbæjarbíó: Sægarpurinn Chubasco er vandræOaungling ur, sem stööugt er aO lenda S kiandrl viO lögregluna. Hann á sér unnustu, Bunny, en faOir hennar hatar C. eins og pestina og bannar þeim að hittast. C. er send ur í eins konar betrunarvinnu á túrrfiskbát, og stendur sig vel. Fær hann aO fara yfir 1 annan túnfiskbát, sem siglir til Puerto de Peseado og þangaö kemur Bunny fijúgandi til að giftast Chubaseo. Hann er sem stendur atvinnulaus og fyrir glettni ór- " nna ra'öur hann sig á bát i hasti, sem er aS sigla úr höfn. Daginn eftir kemst hann aO því, aO skipstjórinn er enginn annar en faðir Bunny, og milli þeirra verOur loftiO lævi blandið. Ég hefði kannski átt vom á, að sjá mynd þessa fyrir 10 árum. Þetta er algjör forngrip ur, hálfgert nátttröll, sem hef ur dagað uppi á annarri öld. Sú mynd, siem hérna er dreg in af uppreísnargjarnri æsku, er vægast hlægileg, enda held ur betur komin til ára sinna. Biblíudagurinn Blaflinu hefur horizt frá Biskupsstofu eftirfarandi bréf frá biskupi til presta í tilefni Bibliudagsins n. k. sunnudag: ,iBið yður, kæri hr. sóknar- prestur, að minnast Biblíudags- ins, 2. sd. í nií'uviiknaföstu, sesn nú íber upp á 6, íebrúar. Eáns og endranæi' bið ég yður að nota tilefnið tii þess að minna á gpunninn,. sem kárfkjan rts á, GuðSiorð í Heilagri R-itningu, og benda jafnfrarnt á það ómetan- le®a hkutverk, setn Bibliuiféiögin 8nna ,aí hondi, uan víða veröld. Hið íslenzka Biblínfélag vinn- ur undirstöðuvei-k í þágu kristn - inna r á IsHandi. Auik þess hetfur það á undánfömuim árum orðið virkur aði'li að alþjóðiegu sam- starfi um útbreiðsiu Biblíunnar meðal þjóða, sem hafa eikki átt þess kost að kynnast henni hing- að til. Félagið hefur eflzt veru- lega. Er nú svo komið, að það á að geta risið fjárhagslega undir nýjum og kostnaðarsömúm út- gáfum Biblíunnar, ef vakandi, ábyrgir aðiiar, einstaklingar og söfnuðir, veita. því að málum með sams konar vaxandi skiln- ingi og gætt hefur undanfarið. Ég þateka þeim presitu'm og söfn- uðum, sem hafa tekið drengi- ^ega undir hðsbónir félagsins. — Séristök óstæða er til að benda ð og þatelka þau rMBegu iraimlög, sem komið hafa firá söfnuðum, er standa utan þjóðkirtejunnar. í>að fordæmi er hvatning og gleði þeim söfnuðum þjóðkirtejunnar, sem vel hafa gert, og áminning hinum, sem erm hafa litt eða ekki sinnt kailinu. Það þarf ekki að taka fram, að verði guðsþjónustu eteki við kom ið sateir veðurs eða færðar á Biblíudaginn sjálfan, ér eðlilegt og réttmætt að gera þetta mál að umtaisefni i annan tíma, þeg- ar færi gefst. Og þar sem marg- ar eru kirtejur í prestakaili, eins og víða er, mælist ég til þess, að vakin sé athygli á Biblíufélaginu í þeim sóknum, sem messu fá næsta helgan dag eða næstu. Ég bið Drottinn að gera dag- inn hlessunarrikan fyrir yður og söfnuði yðar og gefa því ávöxt, sem unnið er í hans nafni." Veiðifélag NÝLEGA var stofnað veiðifélag um Varmá og Þorleifslæte í ÖW- usi, eh tfélagið muh ráðstafa veiði á félagssvæðinu og vinna að fiskrækt. Fu'lltrúi veiðimálastjóra sat fundinn og flutti erindi um veiði- mál. — Á stofnfundinum kom íram, að félagsmenn gerðu sér ljósa grein þess, hve mikil hætta fiskstofninum á félagssvæðinu er búin vegna nærveru og tengsla vatnasvæðisins við þétta byggð í Hveragerði og varma- orkuframkvæmda á þeim slóð- um. Var stjóm félagsins falið að hafa vakandi auga á þessum mál- um og’ gæta í hvivetna hagsmuna félagsins. Jafnframt var stjórn falið að ræða við viðkomandi að- Ba um að þeir gerðu ráðstatfanir, í Ölfusi sem tryggðu að hvorki rnengun né varmi spillti fiski á svæð- inu, og aukins hreinleetis yrðí gætt í nágrenní vatnasvæðisins, en á því hefur verið misbrestur i sambandi við losun á sorpi frá Hveragerði. í stjóm veiðifélags Varmár og Þorlejfslækjar eru: Ixjrlákur Kol beinsson, Þurá, formaður, Karl Þorláksson, Hrauni, Ögmundur Jónssön, Vorsabæ, en varamenn Grétar Unnsteinsson, skólastjóri, Reykjum og Guðmundur Hjaita- son, forst.m. fiskeldisstöðvar að Öxnalæk. — Ráðgert er að taka ákvörðun um veiðifyrirkomulag og ræktun svæðisins á aóalfundi félagsins, sem verður væntanlega haldinn í marzmánuði n. k.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.