Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐ EÐ, FIMMTUDAGUR 3. FHRRÚAR 1972 Oítigofandl ht Ánrákur, nrayToJavfk Piíamlcvaemdastjóri HaraWur Svefnsson. Rimsítjáj'ar Matíhías Johannessen, , Eýjóltfur Konráð Jórisson. Aðstoðarrítstjórf Stywnlr Gunnarsson. R'ftstjómanfdtoó! Þtorbjðnn Guðmundsson. Fréttastjórl Bjöín Jólhannsson. AuglýsingáatjOrf Árrri Gtaröar Krlstinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraatl 6, sími 1Ö-100. Auglýsingaj Aðalstr'æti 6, sími 22-4-80. Asicriftargjatd 220,00 kr é mámiði innainlandis I fausasöTu 16,00 ikr eintakið STAÐA SJÁLFSTÆÐISFLOKKS- INS f STJÓRNARANDSTÖÐU UST WLENDIS Líf með Ernest FYRIR nokkru kom út í Englandi heimildabók um Ernest Heming- way eftir Carlos Baker. Cyril Connolly, hinn þekkti brezki rit- höfundur skrifaði þessa grein í til- efni bókarinnar. Cyril Connolly er einn þekktasti höfundur brezkr ar samtíffar og vel heima í skálda kynnum aldarinnar beggja vegna Atlantshafsins. SJÖ HUNDRUÐ blaðsiður af ósviknum Hemingway, um 100 kíló á þyngd, blóð- þrýstmgur eftir atvikum, óteljandi sótt- ir og Slys, fjórair eiginkonur, þrír skiln- aðir, barizt í þrem styrjöldum, hús und- ir pálmum og furutrjám, linnulaus elt- ingaleikur við dýr og fugla, fiska og óvættir á sjó og landi (aðeins hvaiur- inn Slapp); um tuttugu bækur, ótelj- andi greinar, mairgar illdeilur, tíð áflog, bardagiar, árásir, mjög áhjrifarík nær- vera, gamansögur á hraðbergi um allt og alla í hálfa öld og hvernig væri að fá sér amnan? Þrír „Skotar“ fyrir miait, tequila við stýrið, daiquiris í Háurn, hrímuðum glös- um, 6 bjórar, gott rauðvín í morgun- verð (komið með 6 bjóra í viðbót), anis piseo, kínvienskt vín og blóðmaríur á jóladagsmorgnum. „Segiði ekkert, mannsknaittar?" Fleiri orð en Flaubert, betri sala en „Gone with the Wind“, skotið á hákarlana, boxhanzkar fyrir krítíkera. „Árieiðanlega hugrakkasti maður, sem ég hiefi nokkurn tíma kynnzt, bæði í stríði og friði,“ sagði Lanfoaim yfirhiershöfðingi. Hann lýsti veiðum sfnum f Karabfska hafinu ogr gortaði af því að hafa sofið hjá öll um þeim konum, sem hann langraði f og nokkrum sem hann gaf skít f. Hann sagði að hatrið, sem hann bar til móður sinnar hefði staðið utan fræða Freuds gamla; að sö ffamla hefði verið algjört hræ. Fyrsfca mikia áfallið í lífi hans var, þegrar hann komst að þvf að faðir hans var ragrgreit.»,Sér- hver maður, sem leyfir sjálfum sér að þjást vegrna kvenna,*4 sagrði Ernest, „grengrur með sjúkdóm, sem er eins ólæknandi og krabba- mein ... . .“ „maður ætti að skjóta þá konu, sem hann ætlaði að fara frá, jafnvel þótt það sendi hann sjálfan í sniiruna. Áhrifaminni lausn væri etv. að forða sér þangrað sem engrinn næði til, en um það leyti er maður venjulegra dauður.** Skáldsögrur hans voru betri en flestir hafa skrifað til þessa.......„er að reyna að koma herra Shakespeare fyrir kattarnef ....** Ekki býst ég við að neinn ljúki þesa- uui sjö hundruð síðum bókairinnar án vaxandi ógieðs á Hemingway sem manni. Hver atburðurinn rekur annian á fjörutíu ára þroskaferli og jafnvel þótt sumar sögurnar séu hversdagsleg- ar og aðrar rangfærðar, þá hlýtur nið- urstaðan að verða: Hann var ekki góð- ur drengur. En það er bara ekki svona einfalt: í augum fjölmargina og um lanig- air tíðir var hann tilbeðinn sem hálfguð. Hann var fædduir leiðtogi, skjótráður í vanda, persónutöfrar drógu fólk að honum, hann var sannfærandi og gædd- ur ómótstæðilegum sjairma, sem aflaði honium fylgispektar hjá þeim, sem her- foringi myndi kalla menn sína, en þar sem hann var ekki herforingi, átti þetta við konur hans, byssumenn, burðar- karla, fylgdarmenn, ökuþóra, allar teg- undir þjóna, önglasmiði, byssusmiði, Hemingway í giervi striffsfréttaritarans aff fara um borff í orrustuflugvél 1944. flugmenn, dýrastoppaira, ræðara hans og svo ' fraimvegis, en með nokkrum undantekningum, svo sem útgiefendur hans, ritstjóra, klæðskera, rithöfunda, eiginkonur, syni og jafmvel vini hans. Vinátta hang hélzt fnekast með þeim, sem stóðu honum framar á tilteknu sviði og hainn dáði. Þegar samkeppnin var einu sinni komin til sögunnar, eyðilagði hún ævin- lega vináttuna, sérstaklega þegar í hlut áttu sportmenn og aðrir rithöfundar (Fitzgerald, Dos Paasos, Sherwood And- erson, MacLeish), en hann gait verið art- arlegur langitímum saman við yngri og auðsveipnairi aðdáendur eins og t.d. Hotchner. Nær væri að segja: Ekki góður drengur og allra sízt á efri árum, en þegar hann vildi sjálfur: Alveg ómót- stæðifegur. Hann gieislaði af heilbrigði og fyndni eins og Don Giovanmi. Sem barn vi’ldi hann verða kónguir og vissu- lega varð hann kóngur, sveipaður þeim dulairhjúp, sem fylgir konungum í út- legð, gtaðráðinn í að skara fram úr í Framhald á bls. 23 F*rá því að lýðveldi var l1 stofnað á íslandi 1944 hefur Sjálfstæðisflokkurinn átt aðild að stjórn landsins nær samfleytt, að undanskild um tveimur og hálfu ári á tíma vinstri stjórnarinnar 1956—1958 og frá miðju ári 1971, er hin nýja vinstri stjórn var mynduð. Á þessu aldarfjórðungs tímabili hef- ur Sjálfstæðisflokkurinn fyrst og fremst haft forystu um tvennt. í fyrsta lagi átti flokkurinn og forystumenn hans meginþátt í að móta og berjast fyrir þeirri stefnu í utanríkis- og öryggismálum, sem fylgt hefur verið nær allt þetta tímaskeið. í öðru lagi hefur Sjálfstæðisflokk- urinn haft meginforystu á hendi um uppbyggingu at- vinnulífsins og þess efna- hagskerfis, sem leitt hefur til mikillar hagsældar fyrir meg in þorra landsmanna. Nú er Sjálfstæðisflokkur- inn í stjórnarandstöðu og skal engu um það spáð, hvort sú verður staða hans um lengri eða skemmri tíma. Tíminn á eftir að leiða það í Ijós. Hitt er ljóst, að stjórn- arandstaðan gefur Sjálfstæð- ísflokknum tækifæri til að takast á við margvísleg verk- efni, sem óhjákvæmilega hafa orðið að víkja fyrir öðrum á undanförnum árum, þegar ábyrgð á stjórn landsins hlaut að sitja í fyrirrúmi. Viðgangur Sjálfstæðisflokks- ins á komandi árum mun að verulegu leyti byggjast á því, hversu til tekst að standa að þessum viðfangsefnum. En hver eru þau? Grundvallarstefnan hefur jafnan verið ljós, og hún er eins mikils virði í dag og hún var fyrir rúmlega fjór- um áratugum, þegar Sjálf- stæðisflokkurinn var stofn- aður. Hún er sú, að varð- veita og tryggja sjálfstæði og frelsi íslands og standa vörð um tungu, bókmenntir og annan menningararf ís- lendinga, að treysta lýðræði og þingræði, vinna að víð- sýnni og þjóðlegri umbóta- stefnu á grundvelli einstakl- Ingsfrelsis og athafnafrelsis, með hagsmuni allra stétta fyrir augum, að beita nú- tíma þekkingu og tækni, svo að auðlindir landsins verði hagnýttar í þágu þjóðarinn- ar og skapa öllum lands- mönnum félagslegt öryggi. En á þessum trausta grund- velli er vissulega ástæða til að skoða á ný margt í stefnu Sjálfstæðisflokksins, eins og hún hefur verið framkvæmd og túlkuð í dægurbaráttu stjórnmálanna. Á 12 ára valdaferli við- reisnarstjórnarinnar skip- uðust málin svo í samstarfi Sjálfstæðisflokks og Alþýðu- flokks, að Sjálfstæðisflokk- urinn bar meginábyrgð á stjórn fjármála, efnahags- mála og atvinnumála. Af þessum sökum hefur ekki verið fjallað jafn mikið og ella um málaflokka, sem hafa vaxandi þýðingu í þjóðfélagi nútíðar og framtíðar og snerta meira og minna hvert einasta mannsbarn á landinu, í starfi og stefnumótun Sjálfstæðisflokksins. Hér er átt við menntamál, trygg- ingamál, heilbrigðismál, fé- lagsmál hvers konar þ. á m. málefni aldraðra og æsku- fólks. Sú staðreynd, að Al- þýðuflokkurinn fór með yfir- stjóm flestra þessara mála- flokka á viðreisnarárunum hafði óhjákvæmilega þær afleiðingar, að þeim var ekki sinnt nægilega á vettvangi Sjálfstæðisflokksins. Þó er skylt að geta þess, að í borg- armálum Reykjavíkur, þar sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið og er í meiri- hluta, hafa meiri umbætur orðið í flestum þessum mála- flokkum á sl. áratug en í nokkru öðru bæjarfélagi eða á landsmálasviðinu. Sýnir það glöggt umbótavilja Sjálf- stæðismanna á þessum mál- efnasviðum, þegar þeir beina kröftum sínum að þeim. Aðild stjórnmálaflokks að ríkisstjórn leiðir óumflýjan- lega til þess, að ríkiskerfið tekur verulegan þátt í stefnu- mótun flokksins, og jafnframt er hætta á, að stefnumótandi starf innan flokksins sjálfs fari úr skorðum og verði rýr- ara en efni standa til. Nauð- synlegt er fyrir Sjálfstæðis- flokkinn að horfast í augu við þá staðreynd, að þessi hefur einmitt orðið afleiðingin af langvarandi stjórnarsetu hans. Miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins hefur gert sér grein fyrir þessum vanda og nauð- syn þess að byggja upp nýtt kerfi innan flokksins, sem orðið geti vettvangur nýrrar stefnumótunar og endurskoð- unar á afstöðu flokksins til fjölmargra mála. Fyrir nokkru hafa margar málefna- nefndír verið settar á stofn, sem háfa eiga þetta verkefni með höndum. Hér er um viða mikið starf að ræða og þess er ekki að vænta, að það beri skjótan ávöxt. Meiru skiptir, að traustur grunnur verði lagður að þessu stefnumót- andi starfi og þá er þess að vænta, að árangurinn sjáist í nýjum og ferskum málatil- búnaði á næsta löggjafar- þingi, sem saman kemur haustið 1972. Eitt stærsta viðfangsefnið, sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur frammi fyrir í dag, er afstaðan til æskunnar og þeirra pólitísku hreyfinga, sem verið hafa í röðum ungs fólks á síðari árum. Það er staðreynd, sem horfast verð- ur í augu við, að ungt fólk hefur á síðari árum hneigzt til fylgis við vinstri sinnaða stjórnmálaflokka í vaxandi mæli, enda þótt þær pólitísku hugmyndir, sem mestum hljómgrunni eiga að fagna meðal æskunnar, standi í nánari skyldleika við grund- vallarviðhorf Sjálfstæðis- stefnunnar en sjónarmið vinstri flokkanna. Sú starf- semi Sjálfstæðisflokksins, sem beinist að ungu fólki, hefur ekki megnað að vekja áhuga þess á þeim boðskap, sem Sjálfstæðisflokkurinn vill koma á framfæri, og raunar er það mikið efamál á breyttum tímum, að hefð- bundin félagsstarfsemi ungs fólks innan Sjálfstæðisflokks- ins geti orðið vettvangur fyr- ir þá þjóðfélagsumræðu, sem nú fer fram meðal upp- vaxandi kynslóðar. Hér er verk að vinna, sem taka verður föstum tökum. Morgunblaðið hefur jafnan stutt og verið málsvari þeirra meginhugsjóna, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur barizt fyrir. Morgunblaðið telur nauðsynlegt, að jafnframt öflugu innra starfi að þeim viðfangsefnum, sem hér hef- ur verið drepið á, fari fram opnar umræður um stöðu Sjálfstæðisflokksins í stjórn- arandstöðu og endumýjun á afstöðu flokksins og við- horfum til þeirra málefna, sem mestu munu skipta á næstu árum. Morgunblaðið er reiðubúið til þess að tryggja vettvang fyrir slíkar umræður, svo að þau tæki- færi, sem stjórnarandstaðan skapar Sjálfstæðisflokknum, verði hagnýtt til fulis og að hann megi áfram verða sú kjölfesta og það forystuafl í þjóðmálum íslendinga, sem flokkurinn hefur verið um áratuga skeið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.