Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 03.02.1972, Blaðsíða 31
MORGUiNtBLAÐK), FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1972 31 * Margir kallaðir - f áir útvaidir Hörð barátta verður um verðlaunin í Sapporo Olympiulelkarnip verSa settir i Sapporo i Japan i dag:, og þangað eru nú kontn ir unt 1800 keppendur og leið togar víðs vegar að úr heint- inunt. 1 þessum hópi er allt bezta vetraríþróttafólk heints ins, og hefur það æft og kynnt sér aðstæður á Olynt- píusvæðinu að undanförnu. Kru nokkuð skiptar skoðanir nteðal þess unt aðstöðuna, en flestir láta þó hið bezta af henni, og hyggja gott tii glóðarinnar. Óhöppin eru líka farin að segja til sin í Sapporo, og t. d. meiddust tveir bandarisk- ir bobsleðamenn alvarlega á æfingu og franska skíðakon- an Francois Maechi, sem álit ið var að yrði famarlega í svigkeppninni meiddist á ökla á æfingu, og getur ekki tekið þátt i leikunum. Eins og alltaf er mikill spenningur og miklar umræð ur um væntanlega Olympíu- sigurvegara. Er talið óvenju lega óljóst hverjir séu vænt- anlegir verðlaunahafar á leik littum, og spárnar nærri þvi jafnmargar og mennirnir sem láta þær frá sér. Flestir voru þó sammála um að Austurrikismaðurinn Karl Schranz myndi vinna til gullverðlauna í stórsvigi og sennilega bruni einnig. Brott vísun hans frá keppninni, leiðir það hins vegar af sér, að 'úrslit í þessum greinum eru jafn óviss og í flestum öðrum. Hér á eftir fer einn spá- dómurinn um hverjir muni berjast um gullverðlaunin i Sapporo, og er hann dreg- inn saman úr áliti nokkurra „sérfræðinga“ í vetrariþrótt- unum. Norræn tvíkeppni (ganga og stökk) Búizt er við að Larsson, Sviþjóð og Skobow, Rúss- landi, berjist um gullverð- launin. 15 km ganga: Flestir spá ungum og lítt þekktum finnskum , skiða- manni, Mieto að nafni, sigri í þessari grein. 30 km ganga: Gerhard Grimmer frá Aust ur-Þýzkalandi er álitinn lík- legasti sigui-vegarinn. 50 kni ganga: Tyldum, Noregi er álitinn sigurstranglegastur, en Grim mer frá Austur-Þýzkalandi og Wedenin frá Finnlandi munu örugglega blanda sér í baráttuna um efstu sætin. 4x10 km boðganga: Norðmenn álitnir beztir, eins og er, en Rússar og Aust ur-Þjóðverjar hafa einnig mjög góðum göngumönnum á að skipa. 5 km ganga kvenna: Baráttan er talin standa milli Seballina frá Rússlandi, Kasjosmaa frá Finnlandi og Kulakowa frá Rússlandi, og er sú fyrstnefnda álitin lík- legasti sigurvegarinn. 10 km ganga: Kulakowa frá Rússlandi hefur verið ósigrandi í þess- ari grein að undanförnu, og er sennilegur sigurvegari. Þær Kajosmaa frá Finnlandi og Seballina frá Rússlandi veita henni þó örugglega harða keppni. 3x5 km ganga kvenna: Rússneska sveitin sigur stranglegust, en baráttan um annað sætið stendur senni- iega milli Finnlands og A- Þýzkalands. Skiðastökk — lægri pallur: Flestir spá Ingolf Mörk frá Noregi sigri og þeim Kasaya og Aochi frá Japan öðru og þriðja sæti. Skiðastökk —hærri pallur: Kasaya frá -Japan talinn líklegastur sem sigurvegari, en margir tilnefna Mörk og Kaykhö frá Finnlandi. Usthlaup á skautum: í karlaflokki er Nepala frá Tékkóslóvakíu sennilegur sig urvegari, en baráttan stend- ur sennilega milli hans og Tschetwuchin frá Rússlandi. I kvennaflokki er baráttan talin standa milli Lynn og Holmes frá Bandaríkjunum og Magnússen frá Kanada, ekki sizt eftir að austurriska stúlkan Schuba er farin heim. 1 parakeppni er þvi spáð, að baráttan standi fyrst og fremst milli rússnesku par- anna: Rodnia, Uianowa og Smirnowa, Suraikin. SKAUTAHLAUP Karlagreinar: 500 metra hlaup: Það liggur fyrir að keppn- in í þessari grein verður mjög tvisýn — sennilega sú tvísýn asta á Olympiuleikunum. Heimsmetið í greininni hefur tvivegis verið slegið nú fyrir skömmu af þeim Erhard Kell er, V-Þýzkalandi og Linko- vesi frá FinnlandL Ard Sc- henk frá Hollandi, mun þó örugglega ekki láta hlut sinn baráttulaust í þessari grein. 1500 metra hlaup: Flestir spá Ard Schenk frá Hollandi sigri, en baráttan um annað sætið stendur milli Verkeerk, Hollandi, Fornæss, Noregi og Claesson, Sviþjóð. 5000 metra hlaup: Eins og í 1500 metra hlaup inu er Schenk álitinn líkleg- ur sigurvegari, en aðalkeppi nautar hans verða sennilega Bo-ls, Hollandi, Verkeerk, Hol landi og Fornæss, Noregi. Finnski skiðagöngumaðiirinn Rauno ásamt japanska skiðamanninum Seiji Aochi, er að báðir verði í fremstu röð í skíðagöng unni í Sapporo. l'V'V'O nietra hlaup: Ekki er ósennilegt að So- hen'; kræki sér i þriðju gull- verðlaunin í þessu hlaupi og aðalkeppinautar hans í þess- ari grein verða hinir sömu og í 5000 metra hlaupinu, að viö bættum Höglin frá Sviþjóð. Konur: 500 metra hiaup: Flestir spá heimsmethafan um Henning frá Bandaríkjun um sigri, á undan Titowa og Krasnowa frá Rússlandi. 1000 metra hlaup: Þetta er mjög tvísýn grein, en baráttan um gullið stend- ur sennilegast milli Keulen Deelstra frá Hollandi og Tit- owa frá Rússlandi. 1500 metra hlaup: Keulen Deelstra frá Hol- landi álitin likleg sem sigur- vegari, en rússnesku stúlk- urnar Seregina, Sawralina og Titowa koma til með að berj ast við hana um guliið. 3000 metra hlaup: Kaiser frá Hollandi er sennilega bezt í þessari grein, en landa hennar Keulen Deel stra, er einnig álitin koma til greina sem sigurvegari, svo og Sawralina frá Rússlandi. Sleðakeppnín Kins-manns sleði (karlar) Margir keppendur eru álitnir eiga nokkuð jafna möguleika í þessari grein, en helzt eru þeir Scheidl Bohn- sack, A-Þýzkalandi og Fendt, V-Þýzkalandi tilnefndir, eftir að Austurríkismaðurinn Sch- mid hvarf heim. Tveggja-manna sleði (karlar) Baráttan stendur sennileg- ast milli Vestur-Þjóðverja og Austur-Þjóðverja. Austurrik- ismenn voru annars álitnir beztir I þessari grein. Eins-manns sleði (konur) Keppnin stendur sennileg- ast milli Demleiter, V-Þýzka landi og Rúhrold frá A-Þýzka landi. Bobsleði — tveggja manna: Sennilega verður aðal- keppnin milli Vestur-Þjóð- verja, Svisslendinga og Itala. Bobsleði — Fjögurra manna: Keppendur frá sömu þjóð- um og i 2jamanna sleðanum álitnir sigurstranglegastir. í sknattleikur: Rússar eru taldir svo til ör uggir með sigur, en baráttan um silfrið stendur sennilega á milli Tékka og Svía. Sapporo; 16 ára piltur tendrar Olympíueldinn Suzuki sver VIÐ setningarathöfn Olympíu- leikanna i Sapporo i dag mun skautahlaupurinn Keiiehi Suzuki syerja Olympíueiðinn. Suzuki, sem er 29 ára, átti um tíma heimsmetið í 500 m skautahlaupi og niun hann keppa i þeirri grein i Sapporo. Verður það i þriðja skiptið sem hann tekur þátt i Olympíuleikimi, og er hann nú sem áður ein helzta von Japana í skaiitahlaupuniun. DAGURINN í dag verður senni- lega minnisstæður hinum sextán ára skóladreng, Hideki Takada, en hann hlýtur þann heiður að hlaupa síðasta spölinn með Ol- ympiukyndilinn og tendra eldinn sem loga ntun á leikvanginum í Sapporo nieðan á leikuntini stend ii r. Við austurhorn leikvangsins mun sextán ára stúíka, Izumi Tsujimura taka við kyndlinum og hlaupa með hann á skautum nokkra vegalengd, eða þar til Tak ada tekur við honum. Pilturinn hleypur siðan upp tröppumar 103 og tendrar etJdimi. Olympiueldurihn kom til Sapp- oro sl. laurgardag, en 16000 dreng- ir og stúl'kur höfðu hlaupið með hann eftir Japan. Þegar eldur- inn kom til Tökíó, var kveikt þar á þremur kyndlum og hlaupið með eftir mismiunandi leiðum, til þess að sem flestir fengju tæki- færi til að sjá hann. V íkingar Aðalfundur knattspyrnudeild ar Víkings verður haldinn í Neðrrbæ, n.k. laugardag og Héfst kl. 14.00. Stadion tapaði Nokkrir leikir fóru fram i 1. deild handknattleiksimótsins i Danmörku um sl. helgi, og gerðist það helzt markvert að Stadion tapaði sínum fyrsta leik í vetur. Lið Bjarna Jónssonar, Aarhus K FUM tapaði einnig. Úrslit leikj- anna urðu þessi: Tárup-Párup — Ajax 22:13 Stadion — Fr.cia KFUM 11:15 HG — Helsingör 19:12 Stjernen — Aarhus KFUM 19:15 Efsta liðið I deildinni er Stad- ion með 22 stig eftir 12 leiki, Efterslægten er með 16 stig eftir 10 leiki, Aarhus KFUM með 16 stig eftir 12 leiki og HG með 13 * stig eftir 12 leiki. Heimsmet Austur-þýzka stúlkan Rita Schmid jafnaði sJ. sunnudag heimsmet Ilona Gusenbauer, Austurríki, i hástökki kvenna innanhúss. Stökk hún 1,88 metra. Gusenbauer hefur stokkið 1,92 metra utanhúss. Tvö met Á brezka meistaramótinu l frjálsum íþróttum in’nanhúss setti Ian Stewart frá Skotlandi nýtt brezkt met í 3000 metra hlaupi, hljóp á 7:50,0 mín. Ann- ar í hlaupinu varð Davis Bed- ford á 7:53,4 min. Á móti í Oosford setti svo Syt via Scherrk frá V-Þýzkalan-cti nýtt Evrópumet I 1500 metra hlaupi kvenna innanhúss, hljóp| á 4:50,0 mán.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.