Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLABIÐ, SUNNUDAGUR 6. FEBRUAR 1972 ftgttMfflfaftÍ Gtgefandl hff. ÁTvdfcur, Fteyfcjavík Frarnkvæmdastiórl HaraWur Svei<n&s.on. Rítetj'órar Mattlhtas Joharmessen, . Eýjóífur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstirórt Qtyrmlr Gunnarsson. Ritstjorrrarfuílitrúl fctorbjöm Guðrmmdsson. Fróttastjórl BJSrn Jólhannsson. A*u9?.ý3fngét&tjörJ Arrrf Giarðar Kristlnsspn. Ritstjórn og aígreiðsla Aoaistrætl 6, síml 10-100. Augffýsingar Aðalstfætl 6, sfmí 22-4-60. ÁsJcriítargjafd 225,00 kr 6 tnánuðl innanlands 1 íausasdTu 16,00 Ikr eintaWð. BLEKKINGARTILRAUN LÚÐVÍKS Viðskipti ríkisstjórnarinnar við BSRB hafa varpað ljósi á viðhorf stjórnarinnar til launþegasamtaka og dreg- ið fram í dagsljósið sérstæð- ar hliðar á samskiptum ráð- herranna. Þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar neitaði að taka upp viðræður við BSRB í kjölfar þeirra kjara- samninga, sem gerðir hafa verið á hinum almenna vinnu markaði, bar sú neitun auð- vitað vitni um mikinn hroka gagnvart launþegum. Starfs- menn ríkisins áttu kröfu á því, að við þá væri rætt, hitt var svo allt annað mál, hver yrði afstaða ríkisstjórnarinn- ar til kröfugerðarinnar. Á fjölmennum fundi, sem BSRB efndi til fyrir nokkr- um dögum brá hins vegar svo við, að einn ráðherra í ríkisstjórninni, Lúðvík Jós- epsson, sjávarútvegsráðherra, kannaðist ekki við, að stjórnin hefði neitað BSRB um viðræður. Hann komst svo að orði á fundinum, að það hefði „hreinlega komið yfir sig eins og vatnsgusa að ríkisstjórnin hefði neitað BSRB um viðræður" og kvaðst hann ekkert kannast við það. Þessi ummæli Lúð- víks Jósepssonar vöktu að vonum mikla athygli á fund- inum, ekki sízt vegna þess, að skömmu áður hafði Ólaf- ur Jóhannesson, forsætisráð- herra, viðurkennt í þingræðu, að ríkisstjórnin hefði ekki viljað ræða við BSRB en gaf á því svofellda skýringu: „Það er vegna þess, að ef slíkar viðræður hefðu verið teknar upp, þá hefði það ver- ið óbein viðurkenning á því, að skilyrði væru fyrir hendi til endurskoðunar á þessum samningi. En svar ríkisstjórn arinnar var skýrt, hún taldf' að skilyrði væru ekki fyrir hendi til endurskoðunar." Hvernig má það vera, að forsætisráðherra gefi slíka yfirlýsingu í þingsölum en sjávarútvegsráðherra lætur svo á almennum fundi, að honum sé ekki kunnugt um, að ríkisstjórnin hafi neitað um þessar viðræður? Er skýr ingin sú, að Lúðvík Jóseps- son hafi verið fjarstaddur, þegar þessi ákvörðun var tekin í ríkisstjórninni? Hafi hann verið fjarstaddur vakn- ar auðvitað sú spurning, hvort hann hafi engar fregn- ir haft af þessari neitun síð- an. Sannleikurinn er auðvit- að sá, að hvort sem Lúðvík Jósepsson hefur setið þann ráðherrafund, sem um mál- ið fjallaði upphaflega eða ekki, er ljóst, að honum var fullkunnugt um þessa ákvörð un ríkisstjórnarinnar. Ræða hans á fundi BSRB er ein- kennileg tilraun til blekk- inga, svo að ekki sé meira sagt. En tæplega er hægt að treysta orðum ráðherra í öðrum málefnum, sem gerir svo augljósa tilraun til þess að snúa við staðreyndum og blekkja ríkisstarfsmenn eins og Lúðvík Jósepsson hefur reynt að gera í þessu máli. Ber er hver að baki, Halldór, nema sér bróður eigi F'n Lúðvík Jósepsson gerði *¦* meira á fundi BSRB en að reyna að blekkja ríkis- starfsmenn. Hann reyndi Iíka að slá sig til riddara í augum ríkisstarfsmanna á kostnað samstarfsmanns síns í ríkis- stjórninni, Halldórs E. Sig- urðssonar. Á fundinum í Há- skólabíói sagði hann einnig: „Samningagerðin fellur ekki undir mig og ég játa að ég hef ekki fylgzt með málinu eins og ef til vill hefði verið rétt að ég gerði. í starfi eins og mínu er við ýmislegt að fást." Við þessi furðulegu ummæli bætti hann svo þeim orðum, að hann væri sannfærður um, að sam- komulagsgrundvöllur væri fyrir hendi, „ef gengið er að slíkum samnineum með full- um vilja af beggja hálfu." Og Lúðvík Jósepsson tók það fram, að með þessum orðum vildi hann ekki undanskilja ríkisstjórnina. Ekki er hægt að skilja orð sjávarútvegsráðherra öðru vísi en svo, að hann hafi ver- ið að veita fjármálaráðherra opinberar ákúrur og gefa í skyn, að Halldór E. Sigurðs- son hafi ekki haft „fullan vilja" í þessu máli. Tæpast getur slík yfirlýsing talizt drengskapur í garð samráð- herra. En sjávarútvegsráð- herrann gekk lengra. Hann kvaðst ekki hafa fylgzt nægi- lega vel með störfum fjár- málaráðherra og taldi ber- sýnilega, að málin hefðu snú- izt á annan veg, hefði hann gert það. Líklega eru yfir- Mynd þessi var tekin í Dunsgiven á Norður-írlandi fyrir nokkrum dögum, þegar farin var hóp ganga með 13 krossa til þess að mótmæla atburðunum í Londonderry sl. sunnudag, er 13 manns biðu bana. Stjórnskipan N-Irlands ÞEGAR brezka þingið tók endanlega ákvörðun um það árið 1930, að skipta Irlandi í tvö irsk ríki, lá þar að baki aldagömul saga blóðugra átaka. Sjálfstæðisbarátta fra átti hvergi harðari andstæð- inga en í Ulster — þar sem mörgum öldum fyrr var hvað harðast barizt gegn yfirráð- um Breta. Ekki sízt á 17. öld, þegar þeir gengu ötulleg- ast fram í því að flytja til landsins skozka menn og brezka, er lögðu undir sig beztu landsvæðin og ýttu írsk- um íbúum miskunnarlaust niður samfélagsstigann. Norður-írland tekur yfir verulegan hluta hins gamla Ulsters; héruðin Antriim, Ar- magh, Down, Fermanagh, Londonderry og Tyrone, auk borgarsvæðanna Londonderry og Belfast. Með lögunum um stjórn Ir- lands árið 1920 voru gerðar sérstakar ráðstafanir tii þess að Norður-írland fengi nokkra sjálfsstjórn í eigin málum, jafnframt þvi sem tryggt var, að það kæmist ekki undir meirihlutastjórn írskra kaþólikka — og þegar lýðveldið írska varð til árið 1949 hélt Norður-frland áfram nánu sambandi við Bretland. Þá samþykkti brezka þingið sérstök írlandslög, þar sem skýrt var kveðið á um, að Norður-írland væri hluti Stóra-Bretlands, lyti stjórn þess og undir engum kringum stæðum skyldi nokkur hluti þess hætta að lúta yfirráðum brezku krúnunnar, án sam- þykkis þings Norður-írlands. xxx Stjórnarfar á Norður-ír- landi hefur síðan verið með þeim hætti, að þar hefur ver- ið heimastjórn og heimaþing, sem hefur haft yfirráð í ýms- um innanríkismálum, en lotið stjórn Breta í veigamiklum atriðuim, svo sem öllum mál- um er lúta að yfirráðum og erfðum krúnunnar, öllum mál um er varða herþjónustu, stríð og frið, máhrm er varða samskipti við erlend riki, þar á meðal lönd innan brezka samveldisins, heiðurstitla, landráð og útlegð, innflytjend- ur, póstþjóniustu, umsjón siglinga- og fluguimferðar. Skattalög gilda hin sömu um Norður-lrland og Bretland og renna skattagreiðslur til brezka fjármálaráðuneytisins, sem sér síðan um dreifingu fjárins til ýmissa þátta þjóð- lífsins undir umsjón sérstakr- ar nefndar beggja aðila. fbúar Norður-Jrlands eru nú um það bil hálf önnur milljón talsins. Tveir þriðju hlutar þeirra eru mótmælend- ur, þar af flestir Presbyteri- anar, rúmlega 400.000 — og tilheyrandi írsku kirkjunni u.þ.b. 350.000. Þriðjungur íbú- anna er kaþólskur. XXX Þing Norður-lrlands, Stor- mont, er að skipan svipað brezka þinginu. í neðri mál- stofu sitja 52 þingmenn, sem kjörnir eru í einmennings- kjördæmum og 26 skipa öld- ungadeild, 24, sem kosnir eru hlutfaillskosningum, en einn ig sitja þar borgarstjórarnir í Belfast og Londonderry. — Málsmeðferð er »vipuð og í brezka þinginu, en þegar lög hafa verið samþykkt þar, eru þau lögð fyrir brezka lands- stjórann til staðfestimgar. Þar fyrir utan kjósa Norð- ur-lrar 12 þingmenn á brezka þingið. Mikil óánægja hefur rikt meðal kaþólskra manna á ír- landi með það misrétti, sem þeir hafa verið beittir við kosningar, einkum við bæjar- og sveitarstjórnakosningar, þar s©m kosninigaréttur var til skamms tíma a.m.k. háður stöðu og eignum. Einhverjar úrbætur rnunu hafa verið gerðar í þeim efnum á síðustu þingum til þess að reyna að draga úr ólgunni í landinu. En kaþólskir menn hafa einnig deilt hart á kjördæma- skipunina í landinu. Að því er brezka blaðið „The Sunday Times" segir, mun ástandið í þeim efnum hvað verst í Londonderry. Þar eru til dæmis 14.325 kaþólskir menn á kjörskrá og 9.235 mótmæl- endur, en kjördæmin eru þannig skipulögð, að mótmæl- endur geta fengið meirihluta í nægilega mörgum þeirra til þess að ráða lögum og lofum i borgsirstjórnmni. Þetta misrétti gengur svo áfram í stöðuveitinigum í borgarstjórnum. f borgarskrif stofunum í Londonderry eru alilir deildarstjórar mótmæl- endur og af 177 starfsmönn- um eru 145 mótmælendur með samtals um 124.400 sterlingspunda tekjur, en 32 kaþólskir menn með samtals um 20.400 sterlingspund. Helztu stjórnimálaflokkar á írlandi eru: Sambandsflokk- urinn, sem fylgir svipaðri stefnu og brezki íhaldsHokk- urinn. Hann fékk í síðustu kosningum 36 menn i neöri málstofuna og 14 í öldunga- deildina. — Flokkur sósíal- demókrata og verkamanna er róttækur flokkur, sem stefnir að sameiningu við írska lýð- veldið. Hann fékk í síðustu kosningum 6 menn kjörna í neðri málstofu og 1 mann í hina. — Þjóðernissinnar eru hlynntir sameiningu við írska lýðveldið. Þeir fengu 4 menn kjörna í hvora deild. Þá er hægri flokkur mótmæl- enda og: sambandssinna — flokkur Ians Paisleys. Hann fékk tvö þingsæti í neðri mál- stofuna í síðustu kosningum. Kaþólskur ráðherra hafðl aldrei átt sæti í heimastjórn Norður-írlands fyrr en si. haust, er fyrsti fulltrúi ka- þólikka var skipaður í stjórn- ina — valinn utan þings. lýsingar af þessu tagi eins- dæmi í samstarfi milli ein- stakra ráðherra og ólíkra stiórnmálaflokka í ríkis- stjórn. Og varla hefur Hall- dóri E. Sigurðssyni verið þakklæti í hug, meðan sam- ráðherra hans gerði það sem unnt var til þess að auS- mýkja hann opinberlega. Ber er hver að baki, Halldór, nema sér bróður eigi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.