Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 06.02.1972, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUiNNU'DAGUR 6. FEBRÚAR 1972 ÚTSALA Útsalan heldur áfram þessa viku. — Kven- eg barnaskór á ótrúlega hagstæðu verði. — Leðurskór frá kr. 300,00. SKÓSKEMMAN, Bankastræti, sími 22135. Sturtur Notaðar sturtur til sölu. Garwood A 70. Upplýsingar í síma 36910 og 84139. mAlmtækni sf. SÚÐAVOGI 28—30 . HEYXJAVÍK . SÍMI 3(010 Bókhald Viljum ráða sem fyrst pílt eða stúlku til bókhaldsstarfa. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi lokið prófi frá Verzlunar- skólanum, Samvinnuskólanum eða hafi hliðstæða menntun. Starfið er fólgið í að annast bókhald fyrir verzlunarfyrirtæki og er þvi nauðsyn á nokkurri starfsreynslu. Umsóknir er tilgreini m. a. aldur, menntun og fyrri störf send- ist afgreiðslu blaðsins eigi síðar en míðvikudaginn 9. febrúar nk., merkt: „Öryggi — 3424”. II—/9 VELTAKP ÁL-NOTENDUR Tökum að okkur álsmíði og viðgerðir. Vélaverkstæðið Véltak h/f. Skúlatúni 4 Sími 25105. JÁRN-NOTENDUR Tökum að okkur jámsmíði og viðgerðir. Vélaverkstæðið Véltak h/f. Skúlatúni 4 Sími 25105. Óskum eftir að komast í samband við mann sem hefur áhuga á smíðavéla- viðgerðum. Vélaverkstæðið Véltak h/f. Skúlatúni 4 Sími 25105 31247 37826. — Reyk j a víkurbr éf Franohald af bls. 17. það birt yfir þvera forsíðuna með stórri fimm dálka fyrir- sögn. Það var rödd yfirritstjór- ans, sem þarna kvaddi sér hljóðs. í upphafi ávarps síns talar formaðurinn um þáttaskil í sögu Tímans. Það er því full- komin ástœða tii að gera úttekt á þessum tímamótum og skoða, hvað á bak við býr. Það er ekki á hverjum degi, sem for- maður Framsóknarflokksins veð ur fram á ritvöllinn til að segja fyrir um efni Tímans, marka stefnu hans, gefa „línuna". Ól- afur Jóhannesson setur þannig ritstjórum blaðsins fyrir reglur um ritstjórn blaðsins og starfs- hætti, og er erfitt að sjá eftir siika stefnumótun, að biaðinu sé nauðsynlegt að hafa fimm rit stjóra til frambúðar. En nú þeg ar yfirritstjórinn hefur kvatt sér hijóðs, verður ekki hjá þvi komizt að spyrja: Hvað segir hann? Hver er boðskapur hans? Og svo auðvitað einnig að benda á þá yfirgengilegu þröng sýni og pokahátt, sem þarna rik ir í svokallaðri „frjálsri pressu" og þá fyrirlitningu sem al- mennri blaðamennsku er sýnd með þessari grimulausu flokks- þrælkun. íslenzkir blaðamenn munu þrátt fyrir þessa áminn- ingu horfa fram, en ekki aftur. Formaður Framsóknarflokks- ins, hinn mikli blaðamaður og tæknifrömuður Ólafur Jóhannes son, bendir í upphafi ávarps síns á nýja möguleika nýrrar tækni, enda er það hverju orði sannara að offsetprentun blað anna markar tímamót í sögu þeirra. Og í tilefni þáttaskil- anna hefur einn af ritstjórum Tímans gert það að tillögu sinni að offset verði nefnt afsát, enda hafi Vilmundur Jónsson, fyrr- um landiæknir, augastað á ein- hverju slíku nýyrði. Orðið af- set gæfci eimnig verið ágæt lausn. Með afsetningarávarpi for- manns Framsóknarflokksins birtist stór tveggja dálka mynd af honum sjálfum á forsíðu og segir undir henni, að hann virði fyrir sér fyrsta blaðið sem prentað er með nýju tækninni, enda horfir hann með landsföð- iurlegu brosi yfir blaðið aug- sýnilega í leit að hinum eina „sannleika". Þá segir formaður Framsóknarflokksins í afsetn- ingarávarpi sínu að nú verði Tímanum kleift „að bæta þjón- ustu við lesendur”, eins og myndin af honum sýnir; ræðir síðan um að nú sé hægt „að bjóða lesendum upp á aukna þjónustu", en í handriti hans hefur líklega staðið augnaþjón- ustu, þ.e. sú þjónusta sem Tím inn veitir opinberum starfs- mönnum um þessar mundir. Þá talar yfirritstjórinn um að nú sé unnt „að framleiða eftirsókn- arvert, uppbyggilegt og ánægju leigt efni“. Sjaldan hafa orð ver- tð eins réttilega notuð og franr leiðsia í þessu sambandi. Sem sagt: íramleiðsluaukning hjá Framsóknarflokknum. Síðan boðar Ólafur Jóhannes- son hinn nýja Tíma: 1) áreiðanlegar og vel skrifaðar innlendar og erlendar fréttir (það var gott að fá prentvél sem gæti loks tryggt það). 2) fréttaskýringar og fjöl- breyttar fróðleiksgreinar um þau svið manniífsins, sem efst eru á baugi á hverjum tíma (iþetta atrfði mundi jafngiida þvi, að ekki væri ástæða til að minnast einu orði á stefnu Fram sóknarflokksins í blaðinu). Liðir 3), 4) og 5) i afsetning- arávarpi flokksformannsins fjalla m.a. um nauðsyn þess að blaðið nái til lesenda „á öllum aldri“, „skoðanaskipti í lýðræð- isiegum anda“ og ýmsar nýj- ungar aðrar í þeim herbúð- um. Þessi „lýðræðislegu skoð- anaskipti" birtast svo með áþréifanlegum hætti á síðum blaðsins. Eins og menn muna, hvatti Ólafur Jóhannesson þjóð ina til að lesa málefnasamning ríkisstjórnarinnar kvölds og morgna og einnig þar á milli, og því líklegt að litill Tími verði aflögu. Úr þessu mun „blað- stjórnin" væntanlega bæta með bvi að prenta máleínasamning ríkisstjórnarinnar í Tíma og ó- Tima og er þá ekki fráleitt að ímynda sér, að það gæti aukið útbreiðslu blaðsins, en á það leggur formaður „blaðstjórnar- innar" mikla áherzlu. Mundi málefnasamingurinn þá fara af- ar vel við rauða iitinn í af- setningarprenti blaðsins. Hinn nýi Tími birtist svo með áþreifanlegum hætti inni i blað- inu, eins og fyrr getur. For- ystugreinin hefst á þessum orð- um: „1 stefnuyfirlýsingu ríkis- stjómarimínar segir .... “ og Menn og málefni hefjast með þessum orðum: „Hinn 24. s.l. fól fjármálaráðherra fimm manna niefnd ... “ o.s.frv. í forystuigrein iinni er sagt að framsóikinair- menn megi aldrei missa sjón- ar af þvi, sem mestu máli skipt ir — og er þetta ótvíræð fram för í stefnu flokksins. Þá er tal- að um „áhugaöldu" framsólkn- armanna, enda vertíð nýbyrjuð og Glaumbæjarhreyfingin í al- gleymingi. Og loks er tilvitnun í þingræðu eftir Eystein Jóns- son, en slíkar tilvitnanir í fram- sóknarmenn hafa verið eins- dæmi í blaðinu, eins og kunn- ugt er. Þarna er nýjabrumið sem sagt alls ráðandi, hinn „opni vett- vangur" og „fréttaskýringam- ar“, sem boðaðar eru, og svo auðvitað hinn „lýðræðislegi andi“, sem nú þykir svo eftir- sóknarverður. Og eitt er víst: að afsetningar ræða Ólafs Jóhannessonar mun þykja einstæður atburður i ís- lenzkri blaðamennsku. Hún lýs- ir átakanlega þröngsýnisbrölti flokksforingja — og er síðast, en ekki sízt víti til varnaðar. GLUGGAVAL HF Grensásvegi 12 Damask gluggatjöld Dralon gluggatjöld Stores-efni Eldhúsgardínuefni. — Fjölbreytt og fallegt úrval. — Gluggaval Grensásvegi 12. Sími 36625. — Næg bílastæði. Málarar Tilboð óskast í utanhússmálningu á sambýlishúsinu Hvassa leiti 6, 8 og 10, Reykjavík. Nánari upplýsingar i simum 37342 og 84839 á kvöldin. Verzlunarfyrirtœki Óska eftir að kaupa starfandi verzlunarfyrir- tæki í Reykjavík eða Hafnarfirði. Tilboð, merkt: „Góð útborgun — 664“. GEÐVERNDARFÉLAG [SLANDS Happdrœttið Skattfrjáls vinningur: RANGE-ROVER, eftirsótt fjölhæfnibifreið, áhgerð 1972. Vinsamlegast gerið skil! — Skrifstofutlmi almenna starfsdaga kl. 2—4 siðdegis að Veltusundi 3, uppi, — Póstgiró 3-4-5-6-7. Póstólf 5071. — Það styttist til dráttardags. Aukið likur yðar til að eignast eftirsóttan og verðmætan vinn- ing með því að greiða miðaandvirðið. RANGE-ROVER vinningsbifreiðin er við Lækjartorg. Lítið er nú orðið um lausasölumiða. Góðfuslega veröið því við þessari beiðni Geðvemdarfélagsins um skH á miðum eða andvirði þeirra. Girógreiðslum veitt móttaka í pósthúsum, bönkum og sparisjóðum landsins. Geðverndarfélagið heldur áfram byggingaframkvæmdum til að mæta brýnni þörf. GEÐVERND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.