Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 5
MORGHNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1972 5 Hughes-málið FramJiald af bls. 1. ávísanir þessar verið leystar út í banka í Sviss. Fyrir hálf- um mánuði viðurkenndi Irving að það hefði verið kona hans, Edith, sem hefði lagt inn og tekið út peningana. Frá þeim tima hafa þau hjón verlð í New York, þar sem umfangsmikii rannsókn hefur farið fram á málinu, en frá því að sú rannsókn hófst hef- ur stöðugt hallað undan fæti fyrir Irvinghjónunum. f frétt Los Angeles Times segir að Irving og Richard Suskind, sem Irving segir að hafi verið aðstoðarmað- ur sinn og m.a. hitt Hughes, hafi neitað að skýra yfirvöld- um frá því hvernig þeir unnu bókina, nema gegn því að kona Ii'vings verði laus allra mála. HAFA EKKI SAMFYKKT Danska söngkonan Nina kom til New York í gær til að bera vitni í rannsókn stór- kviðdómsins og á hún að koma fyrir hann á mánudag, ef þörf krefur. Þá haifa bandarísk yfirvöld komið með til New York frá Miami, unga stúiku, sem Irving hafði sagt að gæti staðíest að hann hefði hitt Hughes. AUt bendir nú til að hér sé um stórbrotið svikamál að ræða og að Irving hafi falsað allt handritið að ævisögunni, sem er 230 þúsund orð á lengd, upp úr heimildum sem hann hefur aflað sér á ein- hvern hátt Bókin er skrifuð í samtalsformi og höfðu marg ir sérfræðingar lýst því yfir að óhugsandi væri að Irvdng hefði getað skrifað slíka bók einn og án þess að hafa sam- band við Hughes sjálfan. T' Elísabeth drottning í Thailandi Bangkok, 10. febrúar. — AP Thailand skartaði sínu feg- ursta og tók á móti Elísa- betu Bretlandsdrottningu með litríkri liðhöfn, er drottn ingin kom þangað sem fyrsti brezki þjóðhöfðinginn, sem fer i opinbera heimsókn tö Thailands. Fallegar ungmeyjar klædd- ar silkibúningum köstuðu blómum fyrir fætur drottn- ingar, er hennar hátign steig á land i Bangkok. Orrustuþot ur úr flugher Thailands flugu yfir og skotið var 21 skoti til heiðurs drottningu og fylgdarliði hennar. 1 fylgd með hennar hátign eru hertoginn af Edinborg og Anna prinsessa. Mndur til skrilstofu- og framleiðslusturlu óskust RAMMI HF., gluggaverksmiðja, Njarðvík, sími 92-1601. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðir er verða sýndar að Grensásvegi 9 miðvikudaginn 16. febrúar kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd varnarliðseigna. Skv. heimildum L. A. Tirnes hafa bandarísk yfirvöld ekki enn gengið að þessum skil- yrðum Irvings. Blaðið sagði að Irving hefði lagt fram til- boð sitt á lokuðum fundi með alríkissaksóknara i New York í dag. Er Irving kom úr réttar- salnum í dag spurðu frétta- menn hann hvort eitthvað væri hæft i frétt L. A. Times, en hann neitaði að svara spurningunni. Irving sagðist ekkert skilja í hve mikið hefði verið gert úr þessu máli í blöðum og hjá öðrum fjölmiðlum. Atvinna Bifreiðasmiðir eða járnsmiðir vanir fínni smíði óskast. Einnig kemur til greina að ráða bifvélavirkja eða menn vana bifreiðaviðgerð- um. Uppl. í verkstæðum vorum á Grímsstaðaholti eða í símum 13792 — 20720. ÍSARN HF., LANDLEIÐIR HF. KYNNING r I dug og ú morgun sýnum við BRÚÐARVENDI meðal annars með ORKIDEUM (Brönugrösum) sem eru blóm ástarinnar. Jafnframt gefst fólki tæki- færi til þess að njóta vorsins í Alaska mmm gróðrarstöðin v/Miklatorg. Símar 19775 — 22822. Akranes: Huseignir ú Akrunesi til sölu Húseignin nr. 20 við Krókatún, tvær íbúðir. Einbýlishúsið nr. 4 við Melteig. Einbýlishúsið nr. 47 við Vesturgötu. Einbylishúsið nr. 5 við Laugarbraut. Einbýlishúsið nr. 40 við Suðurgötu. 3ja herbergja ibúðarhæð við Jaðarsbraut. 3ja herbergja ibúðarhæð við Krókatún. 3ja herbergja íbúðarhæð við Vesturgötu. 3ja herbergja íbúðarhæð við Skólabraut. 5 herbergja íbúðarhæð við Háteig. Húsgrunnur við Vogabraut. Byggingarlóð við Stekkjarholt. Lögmannsskrifstofa Stefáns Sigurðssonar, Vesturgötu 23, simi 93-1622. BILLINN PEUGEOT FYRIR ISLENZKA STAÐHÆTTI PEUGEOT STERKUR SPARNEYTINN OG PEUGEOT BILLINN GENGUR SEM LENGUR UMBOÐ A AKUREYRI VÍKINGUR S.F. FURUVÖLLUM 11 SÍMI 21670. HAFRAFELL H.F. GRETTISGÖTU 21 SlMI 23511.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.