Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGÖNRLAÐŒ), LAUGARDAGUR 12. FE3RRÚAR 1972 ttögeíandi hff, Án/akuc R&y'hiavfk FVam'kvæmda&tjóri Harafdur Sveinsaon, •Ri'tiatjórar Mattihías Johannessen/ Eýjótfui' Konráð Jórisson. Aðstoðarritstjóri Sitýrmlr Gunnarsson. Rits’tjómarfultoúi Þtorbjjönn Guðmundsson Fréttastjórl Björn Jólhannsson. Augliýsingastjöri Arni Garðar Kristlnsson, Ritstjórn og afgreiðsla Aða'lstraeti 6, sími 10400. Augíýsingar Aðal'Str'æti S, sfmr 22-4-80. Áskriftargjatd 225,00 kr á imánuðl innanfands I iaíusasöTu 15,00 Ikr eintakið HÚSBYGGJENDUM GERT ERFIÐARA FYRIR l^rá og með 1. apríl n.k. taka * gildi nýjar reglur, sem settar hafa verið um tak- markanir á þeim erlenda greiðslufresti, sem verið hef- ur á innfluttum vörum. Til- gangurinn með þessum ráð- stöfunum er sá, að draga úr framkvæmdum og viðskipt- um í landinú. Þegar stjórn- völd grípa til slíkra úrræða, vaknar að sjálfsögðu sú spurning, hvaða afleiðingar þær hafa, — á hvaða starf- semi í landinu þær muni bitna. Meðal þeirra vara, sem óheimilt verður að flytja inn gegn erlendum greiðslufresti samkvæmt nýju reglunum, eru ýmsar byggingavörur. Með því er tvímælalaust stefnt að því að draga úr byggingaframkvæmdum í landinu, annars vegar með því að torvelda húsbyggj- endum að fá lánafyrir- greiðslu hjá verktökum eða byggingavöruverzlunum, en hins vegar með því að hinar nýju reglur munu tvímæla- laust valda hækkunum á byggingakostnaðinum. Þann- ig sagði Leifur ísleifsson, formaður Félags íslenzkra byggingaefnakaupmanna, í viðtali við Morgunblaðið hinn 4. febrúar sl., að regl- urnar stuðluðu að því að minna magn væri keypt í einu erlendis frá og stuðlaði það að hækkuðu vöruverði og hækkuðum byggingakostn aði. Reglurnar gerðu og hin- um efnaminni húsbyggjend- um erfiðara fyrir, þyrftu •kaupmenn að grípa til stað- greiðslukerfis. Aðeins þeir, sem hafi handbæra peninga, geti haldið áfram með hús sín, en hinir þurfi að bíða eftir lánum og geti þar af leiðandi orðið fyrir töfum svo mánuðum skiptir. í sama streng tóku Gunn- ar Björnsson, formaður Meistarasambands bygginga- manna og Ólafur Jónsson, formaður Málarameistarafé- lagsins, í Morgunblaðinu hinn 6. febrúar sl. Og hinn 5. febrú ar sl. mótmælti fundur Meist- arasambands byggingamanna „harðlega ákvörðun um nið- urfellingu gjaldfrests á er- lendum byggingavörum". Eins og ljóst er af framan- sögðu, orkar ekki tvímælis, að hinar nýju reglur koma mjög illa við þá, sem nú eru að byggja. Og myndin verður ennþá dekkri, þegar þess er gætt, að samtímis stefnir ríkisstjómin að um- byltingu skattkerfisins til þess að standa undir helm- ingsaukningu útgjalda frá fjárlögum sl. árs. Þyngst munu skattabreytingamar bitna á þeim, sem svo stend- ur á hjá, að eiginkonan vinn- ur úti en það er ekki hvað sízt haldreipi ungra hjóna, sem eru að berjast við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Morgunblaðið er ekki á móti því, að dregið sé úr þenslunni. Afgreiðsla fjár- laganna, en tekjuhlið þeirra markast af gegndarlausum innflutningi á þessu ári, gef- ur vissulega ástæðu til svart- sýni, ekki sízt, þegar þess er gætt, að vöruskiptajöfnuður- inn var óhagstæður um 5,3 milljarða króna á sl. ári á móti 0,9 milljörðum 1970. En það er ekki sama, hvernig við er brugðizt. Og vissulega er ástæða til þess að benda á það í þessu sambandi, að fátt má telja hinu íslenzka þjóðfélagi eins til gildis og það, hversu margir eiga hér híbýli sín. Það er í senn varasjóður til elliáranna og gefur öryggis- og ánægju- kennd þeim, sem þess njóta. Þess vegna ber fremur að styrkja þessa viðleitni þegn- anna en grípa til þeirra ráð- stafana fyrst, að torvelda fólki að koma sér upp þaki yfir höfuðið. Framsókn komin í hnappelduna Á þeim fundum, sem Fram- sóknarflokkurinn hefur á undanförnum vikum boðað til víðs vegar um landið, hef- ur komið fram mikil gagn- rýni á flokksforystuna fyrir undanlátsemi hennar við kommúnista. Er það raunar ekki annað en við mátti bú- ast, svo skarðan hlut sem Framsóknarflokkurinn hef- ur borið frá borði, ef hlið- sjón er höfð af þingfylgi og ráðherratölu. Verkaskiptingunni í ríkis- stjóm Ólafs Jóhannessonar er svo háttað, að viðskipta- og bankamál eru í höndum kommúnista, svo og öll at- vinnumálin, ef undan er skil- inn landbúnaður. Svo heitir, að utanríkismálin séu í hönd- um framsóknarmanns, en þó sáu samstarfsflokkarnir á- stæðu til að setja tvo fyrr- Óðum styttist í að Richard Nixon, Bandaríkjaforseti, leggi upp í 'hina umtöluðu ferð sína til Kína, þar sem hann mun væntanlega hitta alla helztu málsmetandi menn. Erlendir blaðamenn hafa undanfarið ver ið á þönum um Kína og kannað viðhorf kínverskra borgara til heimsóknar Bandaríkjaforseta. í tveimur greinum verður nú fjall að um þetta efni og eru grein- arnar byggðar á samantekt úr ýmsu’m skandinaviskum og ensk- um blöðum. um á diplómatisku plani í Var- sj'á við Bandaríkjamenn í sextán ár. Nú færast þessar viðræður á annað stig. — Kinverjar og Bandaríkja- menn eiga að ræða um mál, sem snerta þessar tvær þjóðir. Við styðjum þjóðir Indókína, en spumingunni um sitríð eða frið í þessum heimshluta verða Banda rikjamenn og Indókínaþjóðir að svara. Hvað segir hinn almenni borgari í Kína? Gerum okkur engar gyllivonir Áhrifaminni embættismenn létu hafa eftir sér í haust: — Við bindum ekki sérlega miklar vonir við heimsókn Bandarikjaflorseta og erum und ir al'lt búnir. Greinilegt er, að Nixon á í vök að verjast heima fyrir. Það skiptir ókikur engu, þótt við stuðl-um að endurkjöri hans, með því að leyfa honum að koma. Demókratar oig repúblik- anar — allt er þetta sama tóbak ið. Báðir flokkarnir þjóna hags miunum heimsvaldastefnunnar. Ljósmyndari einn, 25 ára gam all, búsettur í Slhangfhaj sagði: — Við eiigum eftir að sjá, hversu miikil alvara er að baki heimsókninni. Ghen, 28 ára gamall túlkur við sjómannastofu í Shanghaj, sagði í septemlber 1971: — Nixon kemur til Kína til að bjarga sínu eigin skinni. Yi Ohung, 73 ára gamal'l, ftokksibundton, búsettbur í Pek- ing sagði i óktóber 1971: — Hvers vegna kemur heims- valdasinni á borð við Nixon til Kína? Vegna þess að hann hef- ur verið ofurliði borinn af þjóð- um heims. En för hans hingað er sigur fyrir utanríkisstefnu Mao formanns. Þessi heimsókn þýðir ekki að. heimsvaldastefna Banda ríkjamanna hafi breytzt i neinu. Þegar við heyrðum að hann ætl aði að koma, ræddum við það fram og aftur. Við komumst að Framhaid á bls. 28. Nixon bað um að mega koma — Það var Riöhard Nixon, sem bað um að fá að koma. Þann ig tökur hinn almenni kínverski borgari til orða, þegar Peking- heimsókn Nixons berst í tal. Flestir hafa eittihvað til málanna að leggja og blaðamönnium ber saman um., að fréttin um heim- sókn Nixions til Kína hafi vak- ið mjög mikla athygl'i þar i landi og verið óspart rædd manna á meðal sem í blöðum. Trúlegt er að margir Kínverj ar hafi verið búnir að sjá að ti) þessara tiðinda myndi draga, áður en fréttin var send út opin berlega. Vitað er til dæmis, að viðtal blaðamannsins Edgar Snows við Mao Tse-tung, för- mann kínverska kommúnista- flokfcsins, sem var birt s.l. vor, hafði verið umtalsefni í Kína, þó að greinin kærni ekki í þeim blöðum, sem útlendingar hafa að gang að. Mörgum leikur forvitni á að vita, hvernig þessari frétt hafi verið tekið utan Kfaa og þá auð vitað alveg sérstaklega í Banda rikjunum. 1 viðtali við blaðamenn sögðu háttsettir, ónafngreindir embætt ismenn í október 1971: — Nixon hefur margoft látið í ljós óskir um að koma tii Kína. Svo að við gátum ekki sagt nei. Við höfum haldið uppi viðræð- mm; Unnið af kappi í þágu Maós olmgsjónanna — en þó gefa menn sér tíma til að fagna komu Nixons. verandi ritstjóra Þjóðviljans til höfuðs honum og hittast þeir reglulega á vikulegum fundum, eftir því sem þriðji Þjóðviljaritstjórinn hefur upplýst. Formaður fjárveit- inganefndar er úr röðum kommúnista, og formaður Framkvæmdastofnunarinnar, en hún hefur m. a. það hlut- verk að móta stefnuna í byggðamálum. En með þessu er þó ekki öll sagan sögð. Þannig nota ráðherrar kommúnista í rík- isstjórninni hvert tækifæri til þess að auðmýkja samráð- herra sína úr röðum Fram- sóknarflokksins, eins og skemmst er að minnast frá borgarafundinum í Háskóla- bíói, þar sem Lúðvík Jóseps- son þóttist ekkert hafa um það vitað, þegar forystu- mönnum BSRB var neitað um viðræður. Þegar höfð er hliðsjón af- framansögðu þarf engan að undra, þótt vaxandi kurrs gæti nú í röðum framsóknar- manna. Þeir eiga erfitt með að una því, að kommúnist- um skuli hafa tekizt að koma hnappeldunni á for- ystumenn Framsóknarflokks- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.