Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBROAR 1972 19 Það skal skýrt tekið fram, hœstvirtur landbúnaðarráð- herra, að frá hendi undirritaðra var mál þetta vakið og tekið til umræðna á umræddum aðal- fundi Landssambands veiði- félaga á þeim grundvelli, að ekki hefði verið farið að lög- um og beinlínis sniðgengin þau ákvæði lax- og silungsveiðilag- anna, er 74. grein þeirra maslir fyrir um, varðandi heimild frá landbúnaðarráðuneytinu til að veiða lax í sjó framan við kiak- og fiskeldisstöðvar. Enginn hefur neitað þvi eða mælt því mót, að Látravik h.f. rekur fiskiræktar- og fiskeldis- starfsemi í Lárósi eða Lárvaðli á norðanverðu Snæfellsnesi. Það liggur því í hlutarins eðli, að starfsemi þessi fellur undir 9. kafla lax- og silungrsveiðilag- anna, þegar um það væri að ræða að leyfa með undanþágu- heimild netaveiði á laxi og sil- ungi í sjónum eða við strönd- ina framan við fiskiræktarstöð- ina, og þá að sjáiísögðu samkv. 74. gr. laganna. Af þessu leiðir ómótmæl- anlega, að engan veginn er hægt að beita fyrir sig öðrum ákvæð- um laganna til umræddrar ádráttarveiði við Lárvaðal, og þá heldur ekki 3. málsgrein 16. greinar laganna, svo sem veiðimálastjóri hefur gert í bréfi til landbúnaðarráðuneytis ins hinn 30. júni 1971 og ráðu- neytið, þvi miður, tekið til greina, sbr. bréf ráðuneytisins til Látravikur h.f. hinn 2. júlí 1971. Með tilvísun til framanritaðs og upphafs þessa erindis til yð- ar, hæstvirtur landbúnaðarráð- herra, leyfum við undirritaðir okkur því hér með að beina eft- irfarandi niðurstöðum okkar til yðar: MÓXMÆLI 1. Við mótmælum mjög eindregið tilmælum veiðimála stjóra til landbúnaðarráðuneyt- isins í bréfi dags. 30. júni 1971 um leyfisveitingu til ádráttar- veiði á laxi og göngusil- ungi framan við laxeldisstöðina í Lárvaðli og teljum slíkt byggj- ast á rangtúlkun á ákvæðum lax- og silungsveiðilaganna og vera brot á þeim lögum. 2. Við skorum eindregið á landbúnaðarráðuneytið að fyrir byggja slíka leyfisveitingu í framtiðinni, þar sem hún hljóti að skapa mjög hættulegt for- dæmd og ófyrirsjáanlega erfið- leika, um leið og slík leyfisveit- ing mundi draga stórlega úr áhuganum fyrir margháttaðri fiskiræktarstarfsemi áhuga- manna á víðáttumiklu laxveiði- svæði, þar sem búast má við því, að slík leyfisveiting geti haft hinar alvarlegustu afleiðing- ar um árangur fiskiræktar í nær liggjandi veiðivötnum. Við höfum talið rétt að senda yður þetta erindi okkar, hæstvirtur landbúnaðarráð- herra, þar sem komið hefur í Ijós, að í fréttatilkynningu frá aðalfundi Landssambands stangaveiðifélaga í Keflavík 'hinn 27. nóvember s.l. hefur stjórn Landssambandsins ekki skýrt fjölmiðlum frá þessu al- varlega ágreiningsmáli, er við lögðum fyrir fundinn. Einnig höfum við álitið rétt og sann- gjarnt að senda formanni Veiði- máianefndar og veiðimálastjóra, Þór Guðjónssyni, afrit af þessu erindi okkar til yðar, þannig að öllum hlutaðeigandi aðilum sé sem fyrst ljóst, hvert við stefn- um í máli þessu. Hins vegar höf um við ekki séð ástæðu til að senda Látravík h.f. afrit af þessu erindi, þar sem við telj um þá ekki hafa brotið umrædd lagaákvæði. Enda þótt i málflutningi veiði málastjóra á umræddum aðal- fundi Landssambands stanga- veiðifélaga hinn 27. nóv. s.l. hafi mikið borið á brýningum í garð undirritaðra, hvers vegna þeir hafi ekki kært veiðarnar utan við Lárós á sl. sumri, þá sjáum við ekki ástæðu til þess héðan af á annan hátt en til yðar með bréfi þessu. Hins veg- ar miinum við minnast þessara orða veiðimálastjóra að sumri og kæra, ef leyfisveiting á sér þá stað á sama hátt og í ár, þ.e. að Veiðimálanefnd verði sniðgengin Það er að lokum von okkar og trú, að þér, hæstvirtur land- búnaðarráðherra, látið mál þetta til yðar taka á þann hátt, að úr þvi verði skorið i eitt skipti fyrir öll, hvort hægt sé að beita fyrir sig ákvæðum lax- og silungsveiðilaganna á þann tvísýna og hættulega hátt, sem hér hefur gert verið.“ Undir þessa greinargerð til landbúnaðarráðherra rituðu svo stjómir sömu félaga og undir- rituðu bréfið til Landssambands stangaveiðifélaga, er að framan greinir. TILLAGA A AÐALFUNDI LANDSSAMBANDSINS Á umræddum aðalfundi Lands sambands stangaveiðifélaga var svo samþykkt að vísa eftirfar- andi tillögu til stjórnar sam- bandsins: „Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga, haldinn í Að margfaldar markoð vðar (Ol Uppboð Eftir kröfu lögreglustjóraembættisins í Reykjavík verða tveir óskilahestar, ómarkaðir, annar jarpur og hinn moidóttur með hvítan hring um hægra auga, seldir á opinberu uppboði við hesthús Fáks við Elliðaár, mánudaginn 21. febrúar 1972, klukk- an 13.00. Greiðsla við hamarshögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Skaftfellingaiélagið I REYKJAVlK OG NAGRENNI ÞORRABLÓT verður haldið að Hlégarði laugardaginn 19. febr. nk. og hefst með borðhaldi kl. 20. Til skemmtunar verður: Ræða. Gamanþáttur. Almennur söngur. Dans. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni kl. 19.30. Aðgöngumiðasala og borðapantanir i anddyrinu Skipholti 70 sunnudaginn 13. febrúar kl. 14—16. Stjóm og skemmtinefnd. alveri í Keflavik 27. nóv. 1971 —- samþykkir af gefnu tilefni, áskorun til Veiðimálanefndar og veiðimálastjóra, að mæla ekki með undanþágu fyrir neta- veiði I sjó, framan við fiskeldis- stöðvar, skv. 74. grein lax- og silungsveiðilaganna, nema að fengnu samþykki stjórnar Landssambands stangaveiðifé- laga og stjórnar Landssam- bands veiðifélaga." Það hefur því vakið verð- skuldaða furðu að stjórn heild arsamtaka stangaveiðifélaga i landinu skuli leyfa sér að senda fjölmiðlum fréttir frá aðalfundi sínum í Keflavik hinn 27. nóv- ember síðastliðinn án þess að minnast á þetta mjög svo alvar- lega og umdeilda mál, er fund- urinn fjallaði þannig um og olli langmestum umræðum á um ræddum aðalfundi. Það þarf vist engan að furða á því þó að netaveiði á laxi í sjó við Islands strendur veki nokkra athygli, þegar harðvit- ug barátta stendur yfir á milli þjóðanna um algera friðun á laxi á úthöfunum í net og á línu — jafnvel svo. að hin vold- ugustu ríki hóta viðskiptabanni á aðrar þjóðir, sem ekki hafa hingað til viljað fallast á frið- unina á laxveiði í net og á línu á norðanverðu Atlantshafi. Við Islendingar höfum hingað til verið í hópi þeirra þjóða, sem barizt hafa gegn úthafsveiðun um á laxi og vonandi verðum við það áfram. En þá megum við heldur ekki gleyma því að gæta okkar vel heima fyrir í þessum efnum. Framanrituð greinargerð ætti að geta sannað mönnum það, að þau félagasamtök, sem nú hafa skotið máli þessu til landbún- aðarráðuneytisins, hafa lagt á það áherzlu að ræða mál þetta út frá málefnalegum sjónarmið- um en hins vegar leitt hjá sér persónuleg skútyrði. Veiðimála- stjóri og forstöðumaður neta- veiðinnar við ströndina framan við Lárósstöðina, hafa valið gagnstæðar aðferðir og borið rangar sakir á einstaka menn en leitt hjá sér að ræða kjarna málsins. Það er kannski vorkunn og skiljanlegt að vonbrigðin með göngu laxins inn í Lárósstöðina — sennilega vegna veru- legs skorts á fersku vatni í Lár- vaðli, eftir stíflugerðina — valdi því, að menn grípa til þeirra ráða, er sízt skyldi. En slíkt afsakar ekki misbeitingu, ef ekki bein brot á lax- og sil- ungsveiðilöggjöfinni. Hitt er öllu óskiljanlegra að opinber embættismaður, sem gæta á að ákveðin lög séu í heiðri höfð, i samvinnu við Veiðimálanefnd og ráðuneyti, skuli hætta sér út á þann hála ís að reyna að verja vafasamar framkvæmdir sínar í þess- um efnum og beinlínis brýna menn til baráttu við sig. Sú bar átta gæti vel farið svo, að hún hitti hann sjálfan verst og á hann þá ekki annað betra skil- ið en að fá að hverfa úr emb- ætti sínu í náð. Kvenstúdentafélag íslands Aðalfundur félagsins verður haldinn í Þjóðleikhúskjallar- anum mánudaginn 14. febrúar kl. 8.30. Venjuleg aðalfundarstörf. — Kaffidrykkja. Komið með félagsskírteini. STJÓRNIN. ásamt Ponik Heimdallur, samlök ungra sjálfstæðismanna f Reykjavík, halda 45 ára afmælisfagnað að Hótel Loffleiðum, þriðjudaginn 15,febrúar. Dansað til kl. 02. Hljómsveit Karls Lilliendahls ásamt Ponik •HbduMSVEIT KARLS blbbENÐAHbS & UNDAcWALKERj> Miðasala og upplýsingar í Valhöll v/Suðurgötu, sími 17102. MENU SKEMMTIATRIÐI: Guðrún Á. Símonar Karl Einarsson eftirherma. VEIZLUSTJÓRI Birgir ísl. Gunnarsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.