Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.02.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. FEBRÚAR 1972 MERKJASALA Kvenfélags Laugarnes- sóknar Nú eða... næst er þér haldið samkvæmi; FERMINGAR- AFMÆLIS- eða T7EKIF7ERISVEIZLU erum við reiðubúnir að útbúa tyrir yður: Kalt borð, Heita rétti, Smurbrauð, Snittur, Samkvæmissnarl. Auk þess matreiðum við flest það, sem yður dettur í hug, — og ýmislegt fleira! Soelkerinn HAFNARSTRÆTI 19 ÞAÐ er sagt að æskan sé það verðmætasta með hverri þjóð — þvi að hún er framtíð hennar. Hér er þrekmiML æska, því á erfiðum tímum forfeðra vorra í landinu lifðu aðeins hinir hraustustu. En æskan hefur oft verið vandamál í augum hinna eldri, stundum raunverulegt, en oftast imyndað, því æskan ber ailtaf I sér það fegursta og sterkasta, sem þjóðin á. Nú virðist af ýmsu, sem er að gerast i heiminum, að æskan sé að verða óánægð með efnis- hyggjusjónarmið kynslóðarinnar eldri, vilji hrista af sér þann klafa — ekki reikna allt í krón- um og aurum, heldur horfa upp háar brekkur hugsjóna og leita viðra hliða og stórbrotinna fyr- ir mannssalina, þeirra, sem eiiif eru og bera nöfnin: trú, von og kærleikur. Ég er að benda á þetta vegna þess, að allur ágóðinn af merkja sölu Kvenfélags Laugames- sóknar á sunnudaginn kemur, á að renna til byggingar fyrir- hugaðs safnaðarheimilis Laug- arnessóknar. Það á að visu að nýtast fyrir hið ágæta félags- starf bæði Kvenfélags og Bræðra félags sóknarinnar, en ekki sízt fyrir æskuna þar. Og það eru margir æskumenn og meyjar þar innra, sem biða eftir að beita kröftum sínum við að koma því upp. Vil ég þvi hvetja alla i söfnuð- inum að taka þvi unga framtíð- arfólki vel, sem knýr dyra á sunnudaginn kemur — á merkja söludegi Kvenfélags Laugarnes- sóknar. Garðar Svavarsson. Staðan af bls. 30. Framhald B-riðilI: Stjarnan HK Afturelding KFK UMFK 3 3 0 0 6 2 2 0 0 4 10 0 10 2 0 0 2 0 2 0 0 2 0 4. FLOKKUR KARLA Reykjavíkurriðill: ÍR 2 110 3 KR 21103 Þróttur 2 10 12 tÁrmann 2 10 1 2 3jo herbergja íbúð til sölu í fjölbýlishúsi á bezta stað í Vesturbae, 5 ára. — Einnig um 90 fm iðnaðarhúsnæði, nýstandsett, nálægt Miðbænum. Upplýsingar í síma 24892 eftir kl. 18.00 í kvöld og næstu kvöld. , 4 BTYRÍNG S.R Véltœknifrœðingur Vegna sivaxandi verkefna viljum við ráða véltæknifræðing. — Við óskum eftir yngri manni með hæfileika til að vinna sjálf- stætt að fjölbreyttum verkefnum. skrifstofustúlka óskast til að annast símvörzlu, vélritun og teikningu að ein hverju leyti. Málakunnátta er æskileg. Umsókn óskast send í pósthólf nr. 5234 fyrri 20. febrúar. Slmi 23940 Pósthólf 5234. STYRIINIG S.F VÉLA- & FRAMLEIÐSLUTÆKNI. Laugavegl78 Reykj'avik. Valur Fram Vfkingur Fyikir Reykjanesriðill A-riðilI: UMFN UMFK HK (KFK Grótta 2 10 12 2 10 12 2 0 111 2 0 111 3 3 0 0 6 3 1113 2 10 12 3 10 2 0 3 0 12 1 B-riðiIl: FH Haukar Breiðablik Stjaman 2 2 2 1 2 1 2 0 II. FLOKKUR KVENNA Reyk javikurriðiil: Víkingur 2 Ármann 2 Valur 2 KR 2 Þróttur 2 IR 2 Fram 2 2 1 0 1 1 1 0 Reykjanesriðill: A-riðiIl: FH 11 KFK 2 1 Haukar 1 0 0 0 0 0 0 1 2 0 0 0 1 0 0 0 0 1 1 2 0 0 0 1 1 1 1 0 1 1 4 2 2 0 4 3 2 2 2 2 1 2 2 0 B-riðiU: Breiðablik Stjarnan UMFN Grótta 3 2 0 1 4 2 10 12 2 10 12 3 10 2 2 — Minning Engilbert Framhald af bls. 23. mjög vel ern, fylgdist ávallt vel með, las og horfði á sjónvarp, þó að hann væri kominn langt yfir nírætt. Fótavist hafði hann fram til hins síðasta, er hann andaðist 94 ára gamall. Engil- bert kunni vel að gleðjast í vina hópi og á níræðisafmæli hans, 12. október 1967 sótti hann heim fjöldi ættingja og vina og naut þar góðs fagnaðar. Til dæmis um óvenjumikinn lífs- þrótt og elju, má geta þess, að í verzlun sona sinna afgreiddi hann til 88 ára aldurs, en 92ja ára heimsótti hann dóttur sína og tengdason í Danmörku. Mun slikt fátítt um svo aldraðan mann. Er talið barst að málverk um, og hans yngri árum lifnaði Engilbert allur við. Á æsku- og unglingsárum mín um opnuðu myndir Engilberts Gíslasonar mér sem fleiri Vest- mannaeyingum nýja ævintýra- heima, og allir i bænum þekktu hann sem málara og myndlistar- mann. Á síðustu æviárum hans kynntist ég honum persónulega og þakka ég honum fróðlegar stundir og vinarþel. Blessuð sé minning hans. Guðjón Ármann Eyjólfsson. — Erlend tíðindi Framhald af bls. 16. þeirri niðurstöðu, að við ættum ekki að binda of miklar vonir við viðræður hans við leiðtog- ana hér. En Nixon verður engu að síður fagnað og hann er vel- kominn. Sun Yen-yan, 45 ára gamall, situr í byltingarráði Kiangmen, sagði í nóvember 1971: — Nixon vildi fá að koma og hefur leitað eftir því. Bandarísk ir heimsvaldasinnar eru engu að síður samir við sig og við höld um baráttunni áfram. Chung Ohi-tsai, fertugur, bóndi, flokksbundinn. Býr fyrir norðan Kanton. Hann sagði að- eins: — Nixon forseta hefur verið boðið að koma og við fögnum honum. Chien Wei-chang, sextugur vísindamaður. Hefur dvalið í Bandarikjunum. Starfar nú við Tsinghueháskólann í Peking. Hann sagði í janúar 1972: — Við verðum að bíða og sjá, hver er tilgangur Bandaríkjafor seta. Við gerum okkur engar gyllivonir, en það er ekki nema gott að Bandaríkjamenn komi Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl. i’ú ættir að nota þér sagi'lcgar uppXýsiiiKar sem fyrst. Nautið, 20. apríl — 20. mai. Vinir Jtíiiir eru uppfullir af áformum, sem beiniínis skaða þig:. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júnL l‘li skalt reyna nýjar leiðir, ef þú þarft. Innlieimtu lán. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí. T-osaðu þig úr hvers konar laeaþrasi. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst. Velgengni þin veltur á persúnulegri ábyrgð þinni. Mærin, 23. ágúst — 22. september. I?ú skait nmfram ailt fá aðra til að opna munninn sem mest. Vogin, 23. september — 22. október. Ef það kemst að samningum fljútt, er það það eina, sem máli skiptir fyrir þig. Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember. Jákvæð afstaða flýtir fyrir velgengni þinni í starfi. Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember. Nú verður þú allt í einu að gæta orða þinna, og Jiað svo að um munar. Steingeitin, 22. desember — 19. janúar Nú skaltu sinna nýjum viðskiptum, og það hjálpar að fá aðstoð annarra í verkinu. Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar. Sérfræðileg þeltking þín kemur að góðu hallli. Fiskarnir, 19. fehrúar — 20. marz. I*ú verður að gæta að þér að eyða ekki um efni fram núna. hingað og sjái landið og bjóð- ina með eigin augum. Með- an menningarbyltingin stóð sem hæst var skrifað um það í banda risk blöð að ég væri dauður. Svona eru nú blöðin áreiðanleg þar. Liu Ming-yi, 40 ára fulltrúi verkamanna í ráði Tshinghuahá skólans, í janúar 1972: — Með því að bjóða Nixon að koma hingað sköpum við skil- yrði fyrir betra sambandi við bandarísku þjóðina. Kuan Yi-CJhieh, 42 ára, vara- formaður i byltingarráðinu í Chao Yang Pei Chiehhéraði í Kanton sagði í nóvember 1971: — Bandaríkjaforseti bað um að fá að koma. Við höfum ekkert að fela. Komi hann og sjái með eigin augum. — Ingólfur Jónsson Franiiiald af bls. 17. Talið er, að augu ríkisstjórnarinn ar hafi opnazt, og að minnsta kosti sumir ráðherrarnir geri sér fulla grein fyrir mistökunum. — Verður því að vænta þess, að ríkisstjórnin leggi fram víðtækar breytingartillögur til lagfæring- ar umræddum frv. eða dragi þau til baka, sem væri að flestra dómi æskilegast. Þar sem flestöll stéttarsamtök í landinu hafa gert athugasemdir við skatta- írumvörpin, liggur í hlutarins eðli, að flestir þættir þeirra hafa verið gagnrýndir bæði á fundum og í blaðaskrifum. í þessari stuttu blaðagrein verður aðeins vikið að einu atriði, sem er mjög ranglátt og snertir almenning. fs lendingar hafa alla tíð lagt mik ið kapp á að eignast þak yfir höfuðið. Hafa margir lagt .mjög mikið að sér til að það mætti verða. Áxaegurinn af dugnaði manna og framtaki er ánægju- legur. Um 85% af íbúðarhúsnæði hér á landi er í sjálfseign. Slíkt hlutfa.ll sjálfseignaríbúða þekk- ist ekki í nágrannalöndunum og sennilega hvergi í heiminum. Ungt fólk leggur kapp á að eign ast íbúð. Ma.rgir vinna flest kvöld og um helgar meðan verið er að byggja húsið og fullgera íbúðirn ar. Eiginkonurnar vinna einnig margar hverjar að húsbygging- unni. Þetta geta menn gert, með an heilsan er góð og starfsþrekið er mest. Það er oft ánægjulegt að fylgjast með því hvernig eigna- litlir menn geta eignazt hús og eigin íbúð með því að leggja fram vinnu sína. Skiptivinna við kunnmgja og nágranna sem einmig eru að byggja, hefur oft létt undir og reynzt mjög vel. En þótt vel sé að byggingunni unnið með eigin vinniu og skiptivinnu, verður allt af mikil skuld á nýjum húsum og íbúðum, nema með fáum und antekningum. EIGIÐ HÚSNÆÐI SKATTFRJÁLST Greiðslubyrðin er í flestum til- vikum það þung, að ekki er rétt mætt að bæta þar á. Þeir sem leggja hart að sér með aukinni vinnu til þess að eignast íbúð, vinina að verðmætasköpun í þjóð félaginu, sem framtíðin mun njóta góðs af. Ríkisstjórnin hef ur lagt til, að allar fasteignir verði skattlagðar, þar á meðal ibúðarhúsnæði til eigin nota. Á fasteignaskatturinn að verða ann ar aðaltekjustofn sveitarfélag- anna, eftir tillögum ríkisstjórnar innar. Getur sbattgjald af íbúð numið 0,75% miðað við nýja fast eignamatið, og verður því mjög þungt, þegar það bætist við önn ur útgjöld. Hæfilegt íbúðarhús- næði til eigin nota miðað við til- tekið hámark að fasteignamati ætti að vera sfcattfrjálst, eins og fatnaður og sparifé. Allir ábyrgir menn keppa að því, að eignast íbúð, sem fullnægir nauðsynleg- ustu húsnæðisþörfum fjölskyld- umniar. Það er mikið ranglæti að skatt leggja íbúðir til eigin nota. Það er ekki sanngjarnt að íþyngja eignalitlum mönnum, með þun.g an skuldabagga vegma íbúðar- byggingar, með því að leggja skatt á íbúð til eigin nota af hæfi legri stærð. Það er heldur ekki rétt að skattleggja íbúðir gamla fólksins, og taka á þann hátt til baka þær hækkanir sem verða á tryggingarbótum. íbúðareigend- ur, hvort sem þeir eru ungir, gamlir eða miðaldra, eiga að hafa rétt til að hafa eigið hús- næði skattfrjálst. Fjármagn í íbúð fyrir eigin fjölskyldu ber að hafa skattfrjálst ekki síður en spariskírteini ríkissjóðs og spari- fé í banka. Mernn bíða eftir breyt ingartillögum ríkisstj órnarinnar við skattafrumv. Verði frv. lög fest vonast margir eftir lagfær- ingum, bæði á því ranglæti, sem nú hefur verið drepið á og mörg um fleiri atriðum, sem eru ósann gjörn og ranglát í áðurnefndum skattafrumvörpum. Á næstu dög um eða vikum mun koma í ljós hver afstaða ríkisstjómarinnar og meiri hluta Alþingis verður til þessara mála.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.