Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNÖDAGUR 13/FEfiRUAR 1972 Sr. Þórir Stephensen: Skírnin SKÍRNIN er umhugsunarefni þessa helgidags, sunnudagsins í föstuinngainigi. Aðalguðspjall dagsins er um skírn Krists. Þar segir frá því, að hamn kemur til Jóhannesatr skírara, þá um það bil þrítugur að aldri, og biður um skírn. Jóhannes færist undan þvi í fyrstu, en lætur þó undan, og er hann skírir Jesú úti í ánini, þá verða þeir báðir vitni að því, að himnarnir opnast og heilagur andi Guðs kemur yfir hann. Og þá heyra þeir rödd, er segir: ,,í>essi er minn elsk- aði sonur, sem ég hefi velþóknun á." Þessi frásögn ásamt sögunni um bless- un ungbamanna og skíirmarboði Krists, þær mynda grundvöllinn að skírn okkar í dag. En við ið'kum hana ekki allir eins, kristnir menn. Við þekkjum t.d. bæði niðurdýfingu og ádreifingu. Niðurdýfing- in var lengi fram eftir öldum aðalaðferð- in. Ádreifingin, sem nú er orðin allsráð- andi í okkar kirkjudeild og flestum öðr- um, var áður einkum ætluð börnum og gamalmennum. Annars finnst mér auka- atriði hvor aðferðin iðkuð er. Okkar gerð verður aldrei annað en táknræn at- höfn. Aðalatriðið verður alltaf hin ósýni- lega blessun Guðs. Okkur kristna menn greinir líka á um aldur skírnarþeganna. Flestar kirkju- deildir gera eins og við þekkjum bezt, skíra börnin sem yngst. Við þekkj- um þó líka hitt, að ýmsir aðhyllast full- orðimsskírn að dæmi Krists og telja, að eigin viljaákvörðun skíirnarþegans eigi að ráða. Á móti því kemur hjá okkur ferming þeirra, sem ungir eru skirðir. I>að er hins vegar staðreynd, að innan kristinnar kirkju hafa ungbönn verið skírð þegar á 2. öld e.Kr. og trúlega frá upphafi, því að á 2. öld hreyfir enginn við þessu mótmælum sem ópostullegum hlut. Origenes kirkjufaðir, sem fæddist árið 185, fullyrðir t.d., að ungbörn hafi verði skírð þegar á tímum postulanna. En víkjum þá til dagsins í dag. — Af tali sumra manna mætti ætla, að skírn- in væri aðeíns hátíðlegur rammi utan um nafngjöf barnsins. 'f daglegu tali er sögnin að skíra oft látin tákna það eitt að gefa nafn, t.d. skipum, flugvélum, húsum og götum. Þetta er röng mál- notkun og að því leyti hættuleg, að hún deyfir tilfinninguna fyrir hinu rétta eðli skírnariinnar sem sakramentis, heilags leyndardóms. Víða erlendis fara nafngjöf og skírn barna ekki saman. Barnið er þá nefnt af móður þegar við fæðinguna, en skírt síðar af presti. En hvað er skírnin þá? Hvað táknar vatnið og hvaða blessun veitist? Sögnin að skíira þýðir að htreínsa. Vatnið táknar hreinsunina. Barnið er fært Kristi í skírninni til þesis að hánn verði freisari þess. Honum er falið að berjast gegn öliu þvi, sem illt er og óhreint á lífsbraut þess. Blessunin, sem skírnin veitir, er gjöf heilags anda. Barninu er veittur styrk- ur og kraftur frá Guði, styrkur, sem verður þvi mikils virði í lífsbaráttunni. Og eins og himnarnir opnuðust við skirn Krists, eins trúum við því, að himinii Guðs opnist yfir hverju barni, sem til skírnar er borið og rödd Guðs hljómi skært: „Þetta er mitt elskaða barn, sem ég hefi velþóknun á." — Hann vill blessa það og styrkja. Þetta er leyndardómur skírnarinnar, eins og ég sé hann. Þegar við íhugum hann, sjáum við hve fráleitt það er að tala um að skíra skip og flugvélar. Hins vegar er sjálfsagt að gefa þeim nöfn, og þessi tæki þurfa fyrirbænar okkar eins og allt það, sem mannlegt líf er bundið og háð. Skkn Krists var vígsla hans til starfs. Skírm okkar var vígsla okkar til hans. Þá vorum við gróðursett honum, urðum hluti hinnar .kristnu kirkju. Við vorum vígð til starfs fyrir hann, að framgangi kærleikans í mannheimi. Við vorum skírð til að trúa og vera trú þeim hug- sjónum, sem Kristur gaf mannlífiinu. Við vorum skírð til kristinnar trúar, svo að við mættum vakna til ábyrgðar okk- ar sem vökumenn kærleikans. Lesandi góður. Þú hefur sjálfsagt oft verið viðstaddur barnaskírn. Ég veit ekki, hvort þér hefur orðið hugsað eitt- hvað likt því, sem hugleiðingar mínar bera vitni um. En ef til vill geta þessi .orð mín orðið þér til einhverrar leið- beiningar, er þú leitast við að skilja skírnina, og þá er tilganigi þeirra náð. En eitt er enn, sem mig langar til að ræða við þig, áður en leiðir okkar skilja í dag. Það er hlutverk skírnarvottanna, guðfeðginanna. Ef til vill hefur þú ein- hvern tíma verið skirnarvottur. En gerð- ir þú þér ijóst hlutverk þitt? Það var ekki bara það að votta, að athöfnin hefði farið fram. Þú átt lika að stuðla að því, eftir því sem þú hefur tækifæri til með bænum þínum og gjörðum, að hinu unga bami fa.rnist sem bezt á þeirri braut, sera liggur til Krists. Til þess munu þér gefast mörg tækifæri, séu augu þin op- in fyrir þeim. Ábyrgð þín er mikil, hvort sem þú hugsar um sjálfan þig sem skírðan til nafns Krists, já, föðurins, sonarins og hins heilaga anda, eða sem skirnarvott. — Bæði skírn og ferming eru háðar þeirri hættu, að litið sé á þær sem siði fyrst og fremst og að innihaldið gleym- ist. En þær staðfesta báðar, að þú átt að bera hið stóra nafn kristinn maðnr. Og viljir þú vera lífinu trúr og vinna því vel, þá. veiztu, að þetta krefur þig ábyrgðar, en er um leið forréttindi, sem mikið er gefandi fyrir, því að það er far- sælasta lífsstefnan, sem mannlífið hefur kynnzt. Minnstu þess því alltaf, að þú ert skírður. leyti skemmtileg tilfinning að vera í hópd brautryðjenda i skól- anum. — Og ertu ánægð með skól- ann? — Nei, ég er ekki nógu ánægð með hann. Mér finnast krakk- arnir of „passívir", en það leiðir m.a. af þvi, að okkur vantar það leiðandi afl, sem eldri bekkirnir eru i himurn skólunuim. Skólinn sjálfur hefur eðlilega ýmsa annmarka, þar sem hann er aðeins tveggja ára gamall. Það hefur verið erfitt að fá kennara og því vill álagið á þeirn kennurum, sem við höfum, oft verða helzt til mikið. — Hvað finnst þér svo um þessa ferð til höfuðborgarinnar? — Þetta er náttúrlega alveg stórkostlegt fyrirbrigði að heill skóii fari í svona ferðalag. Ég er mjög ánægð með alla tilhög- un ferðarinnar og tel, að hún Nemendur ásamt skólameistara að kynnast starfsemi rannsóknas tofnnnar bygging-ariðnaðarins að Keldnaholti. (Ljósm. Mbi. Sv. Þorm.) Menntskæling ar á „menningarreisu" UM 70 nemendnr úr Menntaskól- íiimm á Isafirði eru nú i Reykja- vík á „menningarreisu", eins og þeir kalla það. Tilgangur ferð- arinnar er að kynna sér það helzta í menningarlífi höfuðborg- arinnar og einnig að heimsækja ýmsar stofnanir, svo sem fjöl- miðla, Alþingi og rannsókna- stöðvar. Menntaskólinn á ísafirði er, sem kunnugt er, aðeins tveggja ára gamall, og eru nemendur í honnm nú 75 talsins. Þar af eru aðeins 17 nemendur, sem eiga lögheimili utan Vestfjarðakjör- dæmis. Níu kennarar starfa við skólann, þar af 2 fastráðnir, auk skólameistara Jóns Hannibals- sonar. Það var á miðvikudag sem nemendur lögðu land undir fót og héldu til höfuðborgarinnar til að dveljast þar fram á mánudag. 1 veganesti fengu þeir þéttskrif- aða stiindatöflu, enda tjóir varla skóla að starfa án þess konar leiðarvísis. Ekki var annað að s.já en að ef nemendur tækju stunda- skrána bókstaflega, slægju þeir líklega met i timasókn yfir vik- una. Kostnaðinn við förina greiða nemendur að mestu leyti sjálfir, en auk bess fengu beir 35 þús- und króna styrk frá mennta- málaráðuneytinu. Við Morgunblaðsmenn ákváð- u,m að ræða við nokkur þessara ungmenna, og fundum þau önn- um kafin við að skoða tiirauna- stöðina að Keldnahoiti í Mosfells- sveit. Fyrstan hittum við að máli formann skólafélagsins Einar Jónatansson. Ednar er frá Bol- ungarvík og stundar nú nám í 2. bekk skólans. Hann sagðist vera ánægður með námið í þess- um nýja skóla, þótit margt væri þar á byrjunarstigi, svo sem félagslifið, en þá byrjunarörðug- leika ættu jú allir nýir skólar við að stríða. Kennsluna við skól- ann sagði Einar vera nokkuð góða, þótt vafalaust gæti hún verið betri. Skóliinn væri ungur og ekki væri von til þess, að allt væri komið í fastar skorður svona fyrstu árin. Skólinn hefði mætt brýnni þörf í byggðarlag- inu, sem sjá mætti aí þeirn f jölda sem hann sækti, þar sem % nemenda væru al Vestfjarða- kjálka. Aðspurður um „menningar- reisuna" sagði Einar: — Þetta er fyrsta ferðin af geti bæði orðið mjög iærdóms- rík og einnig aukið á samstöðu meðal nemenda. Næsta hittum við að máli Val- gerði Jónsdóttur, nemanda i 1. bekk skólans. Valgerður er fædd og uppalin á Akranesi, en flutt- ist fyrir skömmu til Isaf jarðar ásamt fjölskyldu sinni. Hún sagðist hafa ærilað að fara í Menntaskólann á Akureyri, en ~ þar sem f jölskyldan fluttist vest- ur hefði hún ákveðið að nema í M.l. Hún kvaðst að mörgu ieyti vera ánægð með skólann á ísa- firði, en hvað félagslifið snerti þá næðu krakkarnir ekki nægi- legri samstöðu, þótt þau væru ekki fleiri en raun er. Um ferðalagið sagði Valgerð- ur: — Ferðin er ágætlega undir- -^ búin og hefur tekizt mjög vel það sem af er. Við höfum kynnzt Framhald á bls. 23. þessu tagi, sem skólinn fer. Það stendur í reglugerð, að nemend- ur skuli eiga þess kost að skoða opimberar stofnanir og fyrirtæki undir leiðsögn sérfróðra manna. Þetta er liður í að jafna náms- aðstöðuna, sem svo oft er rætt um. Þessi ferð er líka beinn Uður í kennslunni og eru nemendur skyldaðir til að skoða og kynna sér ýmsar þær stofnanir, sem okkur er gefinn kostur á að heimsækja. Tilgangurinn með ferðinni er að öðiast betri skilning á ýmsum þeim atriðum, sem við lærum um í námsfoók- unum. Þá tókum við tali unga stúlku, sem einnig stundar nám í 2. bekk. Inga Dan heitir hún og er fra Tannastöðum í Hrútafirði. Við spurðum hana fyrst að þvi, hvers vegna skólinn á Isafirði hefði orðið fyrir valinu, þegar hún ákvað að fara í mennta- skóla. — Það var nú aðaliega af æv- intýralöngun, held ég. Mér fannst það meira spennandi þar sem þetta var nýr skóli og bjóst við að þar gæti skapazt meiri og betri félagsandi en í stærri skólunum. Einnig er það að vissu Snorri Grímsson Einar Jónatansson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.