Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 10
10 MORGU'NBLA.ÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. FEBRÚAP. 1972 og kærleikur Rómantík Spjallað við Nírm Björk Árna- dóttur um ljóðagerð og leikritun ur er í sama mund að hefja æfingar á nýju leikriti eftir hana, Nina fæddist á Þóreyjamúpi í V Húnavat.nssýslu, rétt út við Vesturhópið. f>ar er ættar- óðalið og býr nú bróðir henn- ar á þessum bæ. Nína fluttist þó aðeins eins árs til fóstur- foreldra sinna vestur í ögur, en sex ára fór hún tii Reykja- víkur, þar sem hún hefur bú- ið síðan. Hins vegar var hún jafnan i sveit í Húnavatns- sýsiu ú sumrin, „og lít alltaf á mig sem sveitabam; var einmitt ægilega sveitó setn krakki," eins og hún segir sjálf. Hún á Ijóðafólk í báð- um ættum, „og svo átti ég góðan fóstra, Gísla Sæmunds- son í Ögri. Hann kenndi mér mikið af visum og kvæðum, var reyndar ágætur hagyrð- ingur sjálfur og kenndi mér að gera vísur þegar ég var #01,“ segir hún. „Núna er ég búin að brjóta og týna . . . það hefur orðið Útið um vísnagerð hjá mér. Ég hef ekki ræktað hana nógu vel, en mér finnst alltaf feikigaman að góðum vísum, þó að mér finnist þær fremur skemmti- efni en alvarlegur skáldskap- ur.“ Áhugi á ljóðlistinni kvikn- aði því snemma. Barn að aldri var hún byrjuð að setja sam- an vísur, og um það leyti sem hún varð tvítug birtist fyrsta ljóð hennar á prenti í Morg- unblaðinu; minningarljóð um Snæbjörn Aðils. Fáeinum ár- um síðar kom út fyrsta ljóða- bókin, Ung ljóð, sem Ragnar í Smára gaf út, og um 4 ár- um síðar gaf Almenna bóka- félagið út Undarlegt er að spyrja mennina. Ljóð Ninu í þessum tveimur fyrstu bók- um eru hugljúf, gjaman lof- gjörð til ástar og fegurðar og oft með natúralísku ívafi. 1 hugum ýmissa urðu Ijóð hennar ímynd kvenieikans, enda þótt sjálfri sé henni meínilla við þá skilgreiningu. En með Börnunum í garðin- um kveður við annan tón. Nína skiptir bókinni i þrjá meginkafla: Persónuleg ljóð, sem eru skyldust fyrri ljóðum hennar, Borgaralegar athuga- serndir og Og hann kom og sýndi mér, en í þessum köfl- um leitar hún á áður ókönnuð svið, „Ljóðin í fyrri bókunum eru senniiega rómantískari,“ segir Nína, þegar við berum breytinguna upp á hana „Ekki það að ég sé hætt að vera rómantásk, heldur er það svo ótal margt fleira, sem við verðum að huga að.“ 1 Borgaralegum athuga- serndum segir Nína á einum stað: Já þakka þér fyrir kannski tíu dropa já ég ætla bara að Iáta verkfræð- inginn fara já fara sagði ég á götuna? varðar mig um það? ég hélt að þetta væri eitthvað þegar þetta kom frá Þýzkalandi ja menntað- ur það er hann náttúrlega en ekki kann hann að fara með peninga það er ég löngu búinn að sjá já ég er ekki heimskur já ég marg- bauð honurn að útvega hon- um lán svo segir þessi kona hans við mig að þeim gangi svo vel í bönkunum nei þetta er bara kjaftháttur við mig stend ég ekki við það sem ég lofa EKKI VAR ÞAÐ SKRIFLEGT nú svo fæ ég mann sem borgar í dollurum . . . Hér talar Nína fyrir munn reykviskra leigudrottna og húseigenda og engum blöðum er um það að fletta hvað hún er að fara. Ef til vill byggir hún á eigin reynslu og kynn- um úr fjölbýlishúsi og borg- aralegt verðmætamat vekur ekki hrifningu hennar. „Húsa- rápið hér í Reykjavík er skelfilegt," segir hún. „Fólk er að hnýsast inn á heimilá náunigans, kannski til að gá hvaða mublu hann hafi feng- ið sér núna — allt vegna sam- keppninnar." Sjálf flýr Nina borgina með fyrstu vorboð- unum. Hún og maður hennar hafa nýlega fest kaup á litlu húsi i Flatey á Breiðafirði, og unir hún sér sumarlangt í kyrrðinni og fámenninu ásamt tveimur litlum sonum sínum. Þá tekur borgarlífið við að nýju. Síðasti kafli nýju ljóðabók- arinnar hefst á tilvitnunum í fyrstu bók Móses og Opinber- unarbókina. Strax við lestur fyrsta ljóðsins rennur upp fyrir lesandanum hvers eðlis þessi ljóð eru. „Já, trúarljóð. Ég orti þau vegna þess að ég er afar trúuð,“ segir Nína. Upphaflega var ætlunin að þessi ljóðaflokkur yrði flutt- ur af Litla leikfélaginu i lát- bragðsleik. Nína segist sjálf- sagt hafa breytt honum meira, ef af þessum flutningi hefði orðið, og viðurkennir að hún sé ekki nógu ánægð með hann. „Hefði átt að vinna hann betur og hafa hann lengri. Ég held, að þetta hefði verið tilvalið fyrir látbragðs- leik, og eins hefði mátt tjá þau með dansi,“ segir Nína og má glöggt finna að henni finnst lakara að af þessu gat ekki orðið. Mörg ljóð Nínu eiga það sameiginlegt hversu þáttur barna er stór í þeim. Hún yrkir til þeirra, lýsir leikjum þeirra og tilfinningum. „Já, ég er óskaplega hrifin af börnum,“ viðurkennir hún, „en þá ekki síður af unglingum.“ Nína hefur undanfarið feng- ið gott tækifæri tiil að kynnast unglingum, þar eð hún leið- beinir ungu áhugafólki um leiklist hjá Gagnfræðaskóla Austurbæjar. „Ég er sannast sagna alveg hissa hvað ung- lingarnir eru stórkostlegir. Þetta er svo miklu opnara og ófeimnara fólk en þegar ég var unglingur. Það á betra með að tjá sig, mér virðist það hugsa meira og leggja sig fram um að taka afstöðu til málanna.“ Þá er tímabært orðið að víkja að leikritun Nínu. Frum raun hennar á því sviði voru tveir einþátitungar, sem flutt- ir voru hjá Litla leikfélaginu fyrir fáeinum árum, í kvöld fáum við svo að sjá fyrsta verk hennar fyrir sjónvarp — barnaleikrit. Þvi leikstýrir Bríet Héðinsdóttir og Atli Heimir samdi tónlistina við það. „Guðbjörg Þorbjarnar- dóttir leikur þarna eins og engill, Wka Kristbjörg Kjeld, Jón JúWusson og lítil stúlka, Kristín Þorkelsdóttir,“ fræðir Nína okkur. „Svo eru aðal- hlutverkin, tvö börn, leikin af alvörubörnum, þeim Elísabetu Kristínu og IWuga.“ Leikritið gerist að hálfu á íslenzkum sveitabæ um aldamótin, en seinni hlutinn á tunglinu, „þar sem Máni karlinn býr og vill fá að hafa tunglið sitt í friði,“ segir Nina. Hún játar, að þama sé laurnað inn ádeilu á tæknikapphlaup stórveld- anna, enda finnist henni „fáránlegt að keppast um að komast til tunglsins og eyða til þess geysilegum fjármun- um, þegar svo margt er ógert hér á jörðinni." Nína hefur svo nýlega lok- ið við að skrifa leikrit í fullri lengd, sem Leikfélag Reykja- vikur hefur afráðið að taka til sýninga. Stefán Baldursson mun leikstýra verkinu og hafa þau Nína þegar hiitzt til þess að ræða uppsetninguna. Nokkrar breytingar eru fyrir- hugaðar á því með tilliti til flutnings í Iðnó, en Nína ger- ir ráð fyrir að æfingar hefj- ist af krafti með vorinu og leikritið verði væntanlega frumsýnt næsta haust. Þetta er samtímaleikrit í þremur eða fjórum þáttum. Það gerist á tveimur heimil- um og á götu úti. Lýst er tveimur fjöliskyldum og konu í hjólastól, sem blandast inn i daglegt líf þessa fólks vegna bæklunar sinnar. Ádeila? „Já,“ svarar Nína. „Leikritið lýsir því, hversu erfið við er- um í samskiptum hvert við annað og hversu fólki hættir til að höggva í þá, sem það fær höggstað á.“ Boðskapur- fiokks eins, sem skipti um leikrit vikulega. Nína segir þessa dvöl — ásamt leiklistar- námiinu — hafa verið ómetan- lega reynslu og undirbúning undir leikritunina. Kannski er það táknrænf, að kaflinn Persónuleg ljóð í síðustu Ijóðaibók hemnar hefst á tilvitnun í leikriit J. P. Sartre, Fangarnir í Aitona, og gefur e.t.v. tW kynna tvi- skiptingu hennar í listinni. Ljóðagerðin og leikritunin rekast þó á engan hátt á að dómi Nínu, og fara jafnvel prýðilega saman. „Mér finnst ljóð eiga að vera dramaitásk — dramatísk prédikun. Leik- ritln geta hins vegar verið meira nöldur — maður nöldr- ar þar um eitthvað, sem manni finnst afflaga fara í þjóðfélaginu. En mér finnst einatt mjög innspirerandi fyr- ir ljóðin að vinna náið með leikurum, því að þeir eru yf- irleitt mjög frjótt fóik og op- ið.“ Hins vegar segist hún ekki hafa áhuga á því að auka starfssviðið og spreyta sig t.a.m. á skáldsagnagerð. „Það er á einhvern hátt annars eði- is og ég held, að ég hafi ekki hæfileika til þess,“ segir Nína. Nína álítur, að öil lfet eigi að tjá skoðanir, hvetja tW um- bóta í þjóðfélagi og mannlífi. Hins vegar finnst henni það hvimleið árátta hjá fslendimg- um að ímynda sér að pólitik sé fólgin í metingi um það, hvorir séu verri — Banda- ríkjamenn eða Rússar — og fari annar aðilinn, hljóti hinn að koma, „og ég neita að trúa því, að við getum ekki feng- ið að vera einir fyrir okkur í landi okkar.“ Lokaorðin gætu því verið eftirfarandi til- vitnanir i eitt ljóða hennar Börnin í garðinum: „Ég er að hugsa um vestanvindinn hvernig hann þeytir blóðinu og blóðið það stígur í línur til himna . . .“ og „Ég er að hugsa um austanþytinn lam- andi og skelfingu þrunginn línur dregur hann tW himins glærðar ótta við hinn geig- vænlega guð austanþyts- ins . . — b.v.s. FYRIR síðustu jól kom út hjá Bókaútgáfu Máls og memn- ingar ljóðabók eftir unga skáldkonu, Nínu Björk Árna- dóttur, og er heiti bókarinnar Börnin í garðinum. Nina er raunar engin nýgræðingur á sviði ljóðagerðar, því að þetta er þriðja Ijóðabók hennar. Verða það að teljast dágóð af- köst hjá þrítugri konu. En hún lætur skammt stórra högga á miWi, því að i dag gefst sjónvarpsáhorfendum kostur á að sjá barnaJeikrit hennar í barnaitíma sjónvarps- ins, og Leikfélag Reykjavík- inn er í fuillu samræmi við ! trú Nínu og hvatning tW meiri kærleika í samskiptum manna, enda segir hún það sannfærimgu sína „að hið eina, sem getur bjargað okkur, er að láta kærleikann ráða.“ Það er ekki fyrir tilviljun að Nína Björk ræðst í að skrifa leikrit. Sem un-ga I stúlku dreymdi hana um að verða leikkona, og því fór hún til náms hjá leiklfetarskóla LR. Ásamt Valgerði Dan, lelk- kon-u, var hún eitt sumar í Folkstone í Englandi og fyigd- fet þar með sýn-ingum leik- Nína Björk og börnin í garðinum. tJjjosm. iviDi. ív. ivi. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.