Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGÖNBLAÐIÐ, SUNINUDAGUR 13. FEBRÚAR 1972 Oitgefandl hf. Árvdkuc R'ö-y^avfk Ft'.amkivæmdas.tíóti HaxaWur Svelnsson, Riitatiórar Matíhfas Johanwessen, Gýjóltfur Konráð Jórlsson. Aðstoðarritstjóri styrmtr Gunnarssen. Rftstjórnarfulto’ói ÞiorbiBm Guðmundsson. Rréítastjóri BJóm Jófiannsson, AuglýsIngöstjOrl Áml Garðar Krlstlnsson- Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrastl ö, sfml 10-100. Augl’ýsingar Aðalstraotl 6, sfmí 21-4-20 Ás'kriftargjatd 220,00 kr á imánuði ínnanland® f fawsasöTu 16,00 Ikr eint'akið FATLAÐIR KOMIST LEIÐAR SINNAR ¥Jér á landi eins og annars staðar fer fjöldi fatlaðra vaxandi. Fötlunin getur átt sér margvíslegar orsakir, svo sem elli, slys, sjúkdóma eða stafað af meðfæddri örkuml. Æ ríkari áherzla hefur verið lögð á að endurhæfa þessa einstaklinga til þess að gera þeim kleift að rækja störf sín og njóta eðlilegrar tilveru. I þeim efnum hefur þó einn þátturinn orðið algjörlega út- undan, sá, að auðvelda fötl- uðum að komast leiðar sinn- ar í umferðinni eða um opin- berar byggingar. Þó er ein- mitt þessu atriði gefinn æ meiri gaumur erlendis, ekki sízt í þróunarlöndunum, þar sem verið er að leggja grund- völl að nýjum borgum eða borgarsvæðum. Oddur Ólafsson vakti at- hygli á þessu nauðsynjamáli á Alþingi í haust með flutn- ingi tillögu til þingsályktun- ar, sem nú hefur verið sam- þykkt. Ályktunin er tvíþætt. Annars vegar á að gera sér grein fyrir, hvaða leiðir tryggi, að nýbyggingar eða umferðaræðar, sem kostaðar eru eða njóta styrks af al- mannafé, verði hannaðar þannig, að fatlað fólk komist sem greiðlegast um þær. Hins vegar á að athuga, hvort ástæða sé til að veita nokkra fjárhæð úr ríkissjóði árlega til þess að bæta umferðar- möguleika fyrir fatlað fólk um þær byggingar, sem nú eru í notkun, enda verði kostnaðurinn greiddur að hálfu af viðkomandi sveitar- félagi. Umbætur í þessum efnum eru ekki útlátasamar í ný- byggingum eða við gerð skipulags, þar sem unnt er að finna viðhlítandi úrlausn án mikils kostnaðar, ef allir að- ilar verksins hafa um það samvinnu sín á milli. Þegar um gamlar byggingar er að ræða, er allt miklu örðugara viðfangs. Þó má oft gera miklar lagfæringar, t.d. með því að, fatlaðir eigi aðgang að einum útidyrum, en kostar að vísu nokkurt fé. Talið er, að hér á landi eigi um 15 þúsund manns örðugt með að komast leiðar sinnar vegna ýmiss konar fötlunar. Tillaga Odds ólafssonar lýt- ur að því, að auðvelda þessu fólki að gegna störfum sínum, rækja erindi sín eða njóta þeirrar skemmtunar, sem á boðstólnum er, í leikhúsum, kvikmyndahúsum eða annars staðar, — í stuttu máli sagt: gefa því kost á að lifa eðli- legu lífi. Eins og fyrr segir hefur þetta mál vakið vax- andi athygli erlendis. Er þess að vænta, að svo verði einnig hér á landi. Og megum við vel vera öðrum til fyrirmynd- ar í málefnum fatlaðra, þess- um sem öðrum, svo sem hátt- að er lífskjörum hér á landi og kunnugleika okkar á hver annars högum. Binding innlánsfjárins Á árinu 1960 voru settar reglur um það, að hluti sparifjáraukningarinnar skyldi bundinn í Seðlabank- anum. Var þetta gert til þess að stuðla að efnahagslegu jafnvægi í landinu með varð- veizlu og myndun gjaldeyris- varasjóðs í Seðlabankanum, um leið og bankanum var gert kleift að standa undir afurðarlánum til framleiðslu- atvinnuveganna án verð- bólguaukandi áhrifa. Um síðustu áramót nam binding sparifjárins í Seðla- bankanum um 4 milljörðum króna, en hins vegar hafði bankinn veitt um 2 milljarða króna í afurðarlán. Gjaldeyr- isvarasjóðurinn var um 4,7 milljarðar króna. Eins og menn rekur minni til gagnrýndu núverandi stjórnarflokkar, meðan þeir voru í stjórnarandstöðu, fátt jafnmikið og bindingu inn- lánsfjárins og kölluðu fryst- ingu sparifjár. Eftir stjórnar- skiptin brá þó svo kynlega við, að ekki var lengur á þetta minnzt og hvergi er þess getið í ÓlafsLveri. Af þeim sökum rakti Magnús Jónsson aðdraganda þessa máls í fyrirspurnartíma á Al- þingi á dögunum og spurði alþingismaðurinn, hvort það væri ætlun ríkisstjórnarinnar að breyta gildandi reglum um bindingu inniánsfjár í Seðlabankanum og þá hvern- ig. Jafnframt spurði Magnús Jónsson, hver væru helztu rök ríkisstjórnarinnar fyrir stefnu hennar í þessu máli, — og hver stefnan væri. Eins og við mátti búast, upplýsti viðskiptaráðherra, að ríkisstjórnin hefði enga ákvörðun tekið um breytingu á bindingarreglunum og að með öllu væri óvíst, hvort til breytinga kæmi síðar. XIST tlÆMHS „Einn frá- bærasti list- málari sem við eigum BANDARÍSKA stórblaðið The New York Times birti þaren 5. febrúar sl. list- dóm um sýningu íslenzku listakonunmar Louisu Matthíasdóttur. Dómurinm er ákaflega lofsamlegur og þykir mér því ástæða til að birta hanm í þessum dálki. Louisa er gift bandaæískum listmálara, L. Bell, og búa þau ásamt dóttur sinmi, sem einjnig er listmálari, í New York. Louisa hefur dvalizt lengi erlendis, fyrst í París og síðan New York. Hún sýndi hér á ianidi, áður en hún fluttist til Bamda- ríkjanma og eru ýmsar myndir henmar til hér frá þeim tíma. Louisa er dóttir Matthíasar Einarseonar, lseknis, og konu hane, Ellemar Einarsson Johannessen, sem bæði eru látin. Umsögn New Yorlk Times ber yfir- skriftina: „A Dour Lyricism Marks New Paimtiingis of Iceland". Síðan segir gagn- rýntamdinm Hilton Kramer: „í tvo áratugi hefur Louisa Matthíasdóttir verið meðal þeirra listamamna í New York, sem hváð mesta alúð og rækt leggja við verk sín. í list hemmar er elkikert ofhlaðið og húm hleypur ekki eftir ríkjandi listastefnum. Viðfangsefni hennar eru reyndar ákaf- lega hefðbundim — landslag, fólk, kyrra- lífsmyndir —- og túlkun hennar á efninu fellur undir grónar hefðir í málaralÍ3t. Það sem er eftirtektarvert við list Louisu er ekki hvað hún gerir, heldur hvemig hún gerir það, því að málverk henmar búa yfir heilsteyptum, ákveðnum og skýrum næmleika, sem er unaðslega hrífandi án þesis að vera á nokkurn hátt smeðjulegur. Nýju málverkin hennar, sem hún sýn- ir nú í Gallery Robert Schoelkoph, eru með því allra bezta, sem húm hefur gert. Fyrirmyndir að flestum verkunum sæk- ir hún til íslands, en íslemzk mótív hafa verið ráðamdi í verkum henmar upp á síðkastið — því að hún er fæddur ís- lendingur — og þetta afturhvarf lista- konunmair til heimahaga sinna hefur haft einkar örvandi áhrif á listsköpun hemm- ar. í harðmeskjulegri sumarbirtu norð- ursims er eitthvað, sem fellur vel að þeirri ljóðræmu, sem setur svip á mymdir hemm- ar og árangurinm er sá, að hún gerir hér sínar stemkustu og skírustu myndir. Á þesaari sýningu eru 38 málverk og olíumyndir. Litlu myndirnar eru auðug- Louisa Matthíasdóttir. ar af leiftrandi leikni og bera vott um eftirtektamskyn og hæfmi til að festa mótív og hugmyndir á léreftið — þarma eru málaðar hugsýnir, sem kristallaist á lífirænan hátt á litlum flötum, sérkenmd, sem augað greinir í ljósi og rúrni. í stærri verkunum birtast þessi sömu sér- kenini í öllu dirfskufyllri og stórbrotnari myndbyggingu. Á öllum lamdslagsmyndum henmar eru mammverur, en það sem Louisa vill laða fram er jafnan myndrænt en aldrei til gamans gert eða í skreytingaskyni. Ýmsar mynda henmar á þessari sýningu — „Maðurinn í landslaginu", „Göngu- ferð í Reykjavík“ og þó kammiski sér- staklega „Strætisvagnastöð í Reykjavík“ — leiða huga okkar að stórbrotinmi reism Edvards Munchs, þegar hanm er hvað skírastur og Ijóðrænastur. Ekki þó sakir þess að áhrifa gæti beinlínis (ég dreg það í efa) heldur vegna þesis hvaða tök- um hún tekur birtuna og efnið. Eins og Munch hefur Louisa Matthíasdóttir óskeikult auga fyrir þvi, sem sýnilega gerist í heilsteyptum formum undir of- urafli hinmar hörkulegu birtu norðurs- irns. List Louisu Matthíasdóttur fellur ekiki undir neina strauma nútíma realisma. Hún er fágæt urt — listamaður, sem óháður er allri tízku — og hún mun áfram vera einn frábærasti listmálari, sem við eigum,“ segir Kramer að lokum. h. k. Elísabet Englandsdrottning er í heimsókn í Thailandi. Við komuna til Bangkok lögðu stúlkur blóm í götu hennar. Bhumirol konungur er til hægri við drottninguna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.