Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.02.1972, Blaðsíða 25
MORGU'NBLA.ÐtÐ, SUN.NUDAGUR 13. FEBRÚAR 1972 25 fflk | fréttum áSSái 'W □ LUCV FÓTBROTIN Lucy Ball, sem sjónvarps- áhorfendum er kunn hefur orð 5ð fyrir því óhappi að fót- brjóta sig. Hún var að reyna leikni sína á skíðum í Color- ado og tókst ekki betur til en svo. Af þessum sökum verður nú bið á að hún geti tekið til við að gera fieiri sjónvarps- þætti. En íslenzkum áhorfend- um til huggunar — eða hrell- ingar — skal þó frá því sagt, að enn eru nokkrir tugir Lucy- bátta á lager. Margaret Lee. Enska leikkonan Margaret Lee hefur í Rómaborg in absentia þó verið dæmd í þriggja mán- aða fangelsi og til að greiða 40 þúsund lirur fyrir þátttöku sína í myndinni ,,Parox.ismur“ sem að mafci kviðdóims nakkiu rs þykir ósæimileg í meira lagi, „mannskemimandi oig hinn mesti óþvierri“. * Hertoginn af Windsor hefur faiið lögfræðingi sínum að kanna, hvemig efni það er í kvikmynd, sem er verið að gera um ástarævintýri og hjóna- band hans og Wallis Simpson. Hertoganum barst til eyrna að eitt atriði gerðist á sjávar- ströndu og væru þar sýnd mik- il atlot milli þeirra hjúanna. Richard Chamberlain (úr hinu alræmda hlutverki dr. Kildare) leikur hertogann og Faye Duna way leikur hertogafrúna. Einkaritari hertogans segir að engin hafi ráðfært sig við þau hjónin áður en handrit var samið eða taka hófst. Það fyrsta sem þau hefðu frétt var að kunningi þeirra sagði þeim frá myndinni i bréfi. Ingmar Bergman. BEBGMAN SETUR UPP LEIKRIT EFTIR GOMBROVICZ Það þykir tíðindum sæta, að hinn heimsfrægi sænski leik- stjóri Ingmar Bergman hefur dregizt á að stjórna leikriti Pól- verjans Witolds Gombrovicz „Brúðkaupið" á sviði Konung- lega leikhússins i Kaupmanna höfn. Með aðalhlutverkið Hen- ryk fer danski leikarinn Henn- ing Moritzen. Ekki mun Berg- man þó hefjast handa við verk ið fyrr en á næsta leikári, þ.e. haustið 1972. Hann er nú að fægja „Villiöndina“ eftir Ibsen á Dramaten i Stokkhólmi. Langt er siðan forráðamenn Komunglega leikhússins tóku að ámálga við Bergman, að hann kæmi og setti upp sýn- ingu, en fram til þessa hefur hann ekki gefið sér tima til þess. Witold Gombrovicz skrifaði „Brúðkaupið“ árið 1945 og það var fyrst sýnt í París árið 1963, en hefur síðan verið sýnt í f jölmörgum löndum. Bóndi nokkur stóð fyrir ut- an samkomuhúsið, en innan dyra fóru fram stjórnmálaum- ræður. — Veiztu hver er að tala núna, sagði maður, sem kom að — eða varstu kannski að koma eins og ég. — Nei, ég var þarna inni, svaraði bóndi. — Þingmaður- inn okkar er að tala. — Um hvað? — Ha, sagði bóndinn dræmt, hann var nú ekki farinn að segja það. — Hvers vegna viltu heldur hafa gifta menn í vinnu en ógifta? — Giftir menn taka það aldrei hátíðlega, þótt maður skammi þá hraustlega. Presturinn: Mér þótti afleitt að sjá þig ekki i kirkjunni í gær, Jón minn. Jón: Það var svoddan úrfelli, að ekki var hundi út sigandi. En ég sendi þó konuna mína, eins og þú sást. Lítil og góðleg kona kom á fund geðlæknisins. Hann spurði hana vingjarralega, hvernig á því stæði, að fjöl- skylda hennar vildi koma henni á hæli. — Og segið mér nú alveg eins og er, hvað gengur að yð- ur, sagði hann svo. — Það er bara það, sagði konan hikandi, — að mér þykja svo góðar pönnukökur. — Er það allt og sumt, sagði læknirinn. — Sjálfum finnst mér einnig mjög góðar pönnu- kökur. — Þér segið ekki satt, lækn- ir, sagði konan og skríkti af ánægju. — Þá megið þér 111 með að heimsækja mig ein- hvern daginn, ég á margar töskur fullar af þeim. Tveir nemendur ræddust við. — Af hverju erbu í svwia vondu skapi? — fig skrifaði heim og bað urn þúsumd kall vegná þeiss ég þurfti að kaupa mér borð- lampa. Ég fékk sendan lampa. — Ef ég ætti heimskan son, sagði drambsamiur maður og auðugiur í vei2flu, mynidi ég láta haran verða prest. -—Ekki hefur faðir yðar ver- ið á sama máli, sagði einn gesta. * DAVID I'ROST I KVIKMYNDIR Brezki sjónvarpsmaðurinn David Frost hefur fengið fjöl- mörg tilboð frá bandariskum tkvikmyndafyrirtækjum og er hann nú að ihuga, hvort hann eigi að sinna einhverju þeirra. Vinsældir hans í BBC hafa far ið nökkuð dvinandi undanfar- ið, þættir hans þykja hafa misst nokkuð sína fyrri snerpu og kannski væri öllum hollt að Frost hvíldi sig á sjönvarpinu ium stund og tæki sér annað fyrir hendur. HÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWiIliams Sagðir þú viðskiptaviaur? Það var nú það, sem við höfnm i huga, skipstjóri, en sölutækni þin er dálitið . . . er . . . óvenjuleg. (2. m.vnd). Ég lieiti Eli Austin og er iimlmðsmuður. Konan, sem þú ert uð luigsa um að lienda i sjóinn, er Bev- erly Uptnn. Er það ekki kunniiglegt nal'n? (3. ni.vnd) Tja, ég hef séð eina. sem heitir Beverly Upton i sjónvarpinu. En liún er niikiii yngri en þ :ssi. Þú ósvifni...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.