Morgunblaðið - 15.02.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.02.1972, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FBBRUAR. 1972 N-írland: Róttækt til- boð frá Heath BBEZKA blaðið Sunday Times, hefur eftir áreiðanleg:iim heim- ildum, áð Heath, forsætisráð- herra mnni næstu dagra legfgja fram byltingakenndar (illognr til pólitískrar lausnar á frlands-deil unni. Samkvæmt þeini skuli m.a. kaþólskur maður gregna stöðu aðstoðarforsætisráðherra ogf að þrjár til fjórar ráðherrastöður að auki verði skipaðar kaþólsk- um mönnum. I»á verði breytt lögr unum um að fangrelsa megri menn án dóms og lagfa. Loks verði svo haldin þjóðaratkvæða- greiðsla um hvort Norður-frland tilheyri Bretlandi áfram, eða hvort það sameinist frska lýð- veidinu. Leiðtogar kaþólskra liafa tekið þessum fréttum fá- 1103 atvinim- lausir ATVINNULAUSIR á skrá yf- ir allt landið þann 31. 1. sl. voru 1103, en á sama tíma í fyrra voru 959 á skrá. Flestir í kaupstöðum eru á Siglufirði 145 og Akureyri 128 og Ólafs- firði 107. Af kauptúnum er Vopnafjörður hæstur með 67 atvinnulausa. Georghiu nú efstur 1 GÆRKVÖLDI var 8. umferðiiv tefld á Reykjavíkurmótinu. Ekki lauk öllum skákunum, en þeim, sem lokið var, lyktaði sem hér segir: Stein vann Freystein Þorbergs- son. Jafntefli gerðu Anderson og Gunnar Gunnarsson, Jón Krist- irtsson og Guðmundur Sigurjóns- son, Friðrik Ólafsson og Magnús Sólmundarson, Hort og Tukma- kov. í kvöld verða biðlskákir tefld- ar, en á miðvikudaginn fer 9. umferðin fram og þá maetast m.a. Friðrik og Svíinn Ulf And- ersson. Barði með 150 tn Nesfeaupstað, 14. febrúar. SKUTTOGARINN Barði NK 120 feom hingað í dag með 140 -150 tomn af góðum vertíðarþarski. Togarinn var 10 daga í veiði- ferðinmi. —- Ásgeir. 48 marka hvítvoð- ungur Teheran 13. febr. AP. ÞYNGSTA bam, sem vitað er til að fæðzt hafi, kom í heim- inn í Iran um helgina, að því er blöð í Teheran skýrðu frá. Barnið var tekið með keisara- skurði og vóg tólf káló eða 48 merkur. Móðir þessa þriflega barns er 32 áxa gömul og á fyrir sex böm. Áður en þetta tólf kílóa bam fæddist haf ði hið þyngsta sem vitað var um verið 11 kíló. Það var drengur, sem fæddist í júní 1961 af tyrkn- esku foreldri. lega eins og kemur fram í frétt- frá frétfcamaiini Mbl. Alþingis- maður Giinnar Tlioroddsen alþingismaður og prófessor stjómar Siiifóníiililjómsveit, Islands. (Ljósmynd Mbl. Öl. K. M.). stjórnaði sinfóníuhljómsveitinni GUNNAR Thoroddsen alþingis- maður og prófessor sitjómaði Sinfómu'hljómsveit íslands í Há- skólabíói á skemmtun, sem Ptauði kross íslands stóð fyrir og fjöilmargir skemmtikraftar veittu aðstoð við. Það er ekfei á hverjum degi, sem alþingismenn stjóma sinfóníu'hljómsveit, en þegar Morgunblaðið hrinigdi í Gunnar Thoroddsen í gær og spnrði hann hvemig honum hefði fundizt að stjóma Sinfón- iu'hljómsveit Islands, svaraði hann: „Það var undursamileg til- firming að heyra og finna fyrstu tóna hljómanna við manns eigin taktslátt frá þessari stóru, vel þjáifuðu hljómsveit. Auðvitað var beygur í mér þegar ég kom á æfingu með hljómsveitinni, en sá beygur hvarf við hinar elsffculegu mót- tökur hljóðfæralei’karanna. — Bretland Framhald af bis. 1. birgðir að alvarlegt ástand hef- ur skapazt. Ljóst er að verkfall- ið hefur valdið einhverju versta ástandi, sem um getur í atvinnu- málum á Bretlandi, Mklega síð- an á dögum allsherjarverfcfalls- ins 1926. Ensk blöð kalla 14. febrúar „svarta mánudag", og að sögn opinberra talsmanna er haetta á því að milljónum verkamanna verði sagt upp um miðja vik- una. Brezki Verkamannaflokkur- inn hefur harðlega gaignrýnt stjórn fhaldsflokksins og segir að Edward Heath forsætisráð- herra hafi látið undir höfuð leggjast að skerast nógu fljótt í leikinn. Stjómin er einnig sök- uð um að hafa ekki verið nægi- lega undir verkfaMið búin, og því er haldáð fram að hún hafi ver- ið alltof lengi að taka frumkvæð- ið í sínar hendur. Hlutabréf hafa stórlækkað í verði í kauphöllum, og gengi pundsins gagnvart dollar og öðr- um erlendum gjaldmiðlum hefur lækkað. Auk annarra óþæginda hafa orðið truflanir á jámbraut- arsamgöngum og störfum dóm- stóla. Samkvæmt höftum stjórn- arinnar sem tóku gildi í dag er rafmagnsnotkun 20.000 verfe- smiðja tafemörkuð við þriggja daga framleiðslu í vifeu. Skömmtundn hefur komið harð ast niður á stáliðnaðinum og bif- reiðaframleiðslunni, einkum I Wales og Midlands. Mjólkurlaust var á hundruðum heimHa þar sem ekki var hægt að hlaða raf- geyma mjðlkurbifreiða. Mat- vælaverzlanir tilkynntu að þær seldu aðeins takmarkað magn þar sem matvæli lægju undir skemmdum vegna rafmagns- skömmtunar. Sfeorað hefur verið á fólk að fara sparlega með vatn þar sem vatnsveitur hafa orðið fyr- ir barðirtu á rafmagnsskömmtun- inni. Þar sem ekki eru litlar dís- ilstöðvar eins og í dómShúsum og öðrum opinberum byggíngum verður að notast við kertaljós og fara til dærnis hjónaskilnaðir fram við kertaljós. Ástandið gæti verið verra ef veður væri eklki óvenjulega gott miiðað við árstíma. Þegar stjóm Rauða krossins fór fram á þið við mig að ég stjómaði einu verki sinfóniiuinar á þesisari samkomu, taldi ég það vart mögulegt 1 fyrstu, en eftir viðræður við hinn ágæta hljöm- sveitarstjóra, Pál P. Pálsson og eftir að hafa þegið ráð hjá hon- um og leiðbeiningar, þá ákvað ég að reyna þetta, en auðvitað byggðisrt það aHt á umburðar- — Skákeinvígið Framhald af bls. 1. • ÓVÆNT ÁKVÖRÐUN Morgunblaðið hafði í gær- kvöldi samband við Guðmund G. Þórairinssan forseta Skáksam- bands íslands og spurði hann um álit á áfevörðun dr. Max Buwe. „Þessi áfcvörðun hefur komið mér á óvart,“ sagði Guðmundur, „að vísu hafði Euwe sagt mér að hann myndi leita sátta, en jaifnframit sagði hann að hann myndi ekki skera úr um að Skipta einvíginu netna allir fjór- ir aðilamir samiþykktu, Fisoher, Spassky, Reyfcjavífc og Belgrad. Ég taldi að sérsamninga þyrfti til og sagði við Euwe að það yrði að semja á sérstakan hátt, t. d. að skipta yrði greiðslu verð launa eftir tefldum skákafjölda. Til dæmis ef tefldar yrðu 12 skáfeir í Beligrad og 6 hjá okkur, að þá myndi Belgrad greiða tvo þriðju verðlaunanna og við einn þriðja. En það er ljóst að eins og málið sitendur, verður að gera sérsamninga um ýmsa þætti málsins. Það kemur því gjörsam lega á óvart að lýst hefur verið yfir þessu ún þess að tala nánar við ofekur. — Að öðru leyti er það me’'ri áhætta að tafea seimi hlutann hingað, þvi að ef staðan eftir fyrri hlutann er mjög öðrum í haig, mirmkar áhuginn fyrir því að fylgjast með seinni hlutanum. Hins vegar ef staöan væri tvi- sýn eftir fyrri hlutann, myndi seinni hlutirm skipta öllu m'áiLi og hér verður þá alilavega krýningin á heimsimeistar- anum. Ég get ekki séð annað en að næsta skrefið sé að hefja samninga við Belgrad, því að margt liggur ekki Ijóst fyrir, svo sem tekjur af sjónvarpi, keppnis- skrá og fleira. Ég hafði hugsað mér ef við fengjum einvígið, að láta gefa út vandaða keppnis- skrá í svipuðu broti og Iceland Review, og birta þar svipmynd- ir úr ævi beggja skákmeistar- anna, sögu skáklistarinnar og fleira og safna jafnframt aug- lýsingum í ritið bæði heima og erlendis. En ekki get ég séð mik- inn grundvöll á slíku eins og málin standa. Hins vegar held ég að hótel- málin séu ekki svo ýkja mikið vandamál á þessum tíma, því samkvæmt þessu hæfist keppn- in hér ekki fyrr en í ágústbyrj- un. Það er því útlit fyrir að at- hygli heimsins beinist að Islandi á þeim tíma, sem landhelgin verður færð út, vegna heims- meistarakeppninnar í skák. En ég vil leggja áherzlu á það að fjárhagsleg hlið þessa máls er ekki á hreinu ennþá og verður ekki fyrr en eftir sérsamninga við Belgrad.“ lyndi og góðvild hljómsveitar- innar.“ „Þú valdir lagið?“ „Já, ég valdi lagið Til sfeýsins, eða Sortn'ar þú ský, vegna þess að ég hef einna mestar mœtwr á því ljóði af ölilum kvæðum Jónts Thoroddsens. Lag Emils finnst mér mikið l'istaverk og frábær- I lega ofið við ljóðið.“ Innbrot í hesthús Maður játar mök við dýrin 1 FYRRA og nú í vetur hafa ver- ið brögð að því að brotizt væri inn í hesthús í Kefiavú'k og Njarð vikum og lék grunur á að þarna væri kynferðislega afbrigði- legur maður á ferð. Á sunnu- dagsmorgun var svo tefcinn mað- ur, sem hefur játað að hafa brot- izt inn í hesthús í Njarðvítoum og haft þar mök við hryssu í hest- hiúsinu. Er hann nú í gæzluvarð- haldi hjá lögreglunni í Keflavík. Maðurinn hefur ekki enn játað fleiri innbrot í hesthúsin en þetta eina. En yfirlögregluþjönn- inn í Keflavík tjáði Mbl. að vand ræði hefðu verið af þessum inn- brotum í hesthúsin í Keflavíik og Njarðvíkum í fyrra og nú aftur í vetur, en öll þau inmbrot verið óupplýst. FUS Snæfellsnesi FÉLAG ungra sjálfstæðismamina í Snæfellsmess- og Hnappadals- sýslu heldur aðalfund simn föstu- daginm 18. febrúar kl. 21 í Rost, Hellissandi. Rækileg könnun á virkjun Jökulsár eystri Þingsályktunartillaga Gunnars Gíslasonar og Pálma Jónssonar ALÞINGISMENNIRNIR Gunn ar Gíslason og Pálmi Jónsson hafa iagt fram á alþingi tillögu til þingsályktunar þess efnis, að fram fari þegar á þessu ári ræki- leg könnun á aðstæðum tU virkj- unar í Jökulsá eystri í Skaga- firði. 1 greinargerð segir m.a., að augljóst sé, að Norðlendinga bíði skortur á raforku í næstu fram- tíð. Ennfremur segir í greinargerð, að sú virðist ætlun stjórnvalda að bæta úr skorti á raforku á Norðurlandi með því að legigja háispennulínu norður yfir hálend ið frá virfejunum sunnan fjalla. Sjálfsagt kemur að því, að lína þessi verði lögð, enda ekki á- greiningur um þá stefnu að tengja saman raforfeurverin. Hins vegar er á því mikill oig eðli- legur áihugi á Norðurlandi, að byggð verði virkjun eða virkjan- ir innan fjórðungsins, og sú krafa hefur komið fram, að jafn- framt ráðagerðum um línulögn að sunnan verði kannaðar til hlí ar aðstæður til virkjana i fall vötrvum norðanlands, til þess a< með því fáist samanburður á lei< um tiil hagfelldastrar, ódýrastrai og öruggastrar orkuvinnslu fyrii norðlenZkar bygigðir. Samkomulag við blaðamenn SAMKOMULAG varð í kjana- deilu Félags blaðaútgefenda og Blaðamanmafélags íslamds í fynri mótt og storifuðu sammimganefnd- ir aðilaninia undir samkomulag með fyrirvara uim samþykki fé- laga rétt fyxir kl. 08. Málinu var vísað til sáttasemjama ríkisins, Torfa Hjartarsoniar, fyrir rúmiri vifeu. Blaðamaminafélagið mum fjalla um samkomulagið á ailmennum félagsfumdi, sem verður í dag ki. 15.30 í Nausti. Heimsfrægir skemmtikraftar: LOS VALLDEMOSA á afmælisfagnaði Heimdallar í KVÖLD verður 45 ára afmælísfagnaður Heimidallar haldimm aið Hótel Loftleiðum og hefst hanin með borðhaldi kl. 19.30. Fjölþætt dagskrá verður og rnunu hiiniir heims- frægu spænisku söngvarar Los VaMdenuosa koma fram í báð- um söliMn hússins um kvöldið. Efeiindg mun Guðrún Á. Símon,- ar syngja og Karl Einarsson mun skemimta. Að lokmu borð- haldi kl. 21.30 verður húaið opnað fyrir þá sem feoma eft- ir borðhaldið. Er fólki benrt á að tryggja sér miða í tíma að Galtafelli, Laufásvegi 46, og í Valhöll við Suðurgöfiu 39, simi 17100. v

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.