Morgunblaðið - 15.02.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 15.02.1972, Blaðsíða 14
14 MOHGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FBBRÚAR 1972 Oígefandi hf. Árvalcur, R'&ykijavíik Fram'k,v aam da stj ór i Harafdur Sveinsson. RiitSitjórar M,at1ihías Johannessen, Eyjólifur Konráð Jónsson Aðstoðarritstjóri Sityrmir Gunnarsson. Rits,tjóm,arfiulltrúi Þorbljörn Guðmundsson Fréttastjóri Björn Jó'hanrvsson. Augiliýsingastjöri Ámi Garðar Kristinsson Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sfmi 1Ö-100. ■Augirýsingar Aðalstraati 6, sfmi 22-4-80 Ásikriftargjafd 228,00 kr á 'miáiniuði innanlarvds l fiausasðifu 16,00 kr eintakið DRÁTTUR Á AFGREIÐSLU SKATTALAGA ERLEND TÍÐINDll KINAFOR NIXONS Síðari grein Eftirfarandi grein er bygigð að nokkru á skrifuim bandaniska blaðamannsins Julians Sdhumans, en hann var i Peking í fyrra mánuði, og hefur oift áður verið í Kína. „Vísir menn geta velt vöngum yfir því, hvaða árangur kunni að verða af fundum Nixons Bandaríkjaforseta og kínverskra leiðtoga. En á því leikur eng- inn vafi, að hvernig sem allt snýst þarf Nixon naumast að búast við að meeta óvild hins almenna kínverska borgara. Nixon á beiskar endurminningar um reiða fólksmergð sem hrópaði að hon- um „Nixon, farðu heim,“ þegar hann fór í reisu um Suður Ameríku. Þeir sem hvað gleggst hafa fylgzt með fram- vindu mála eru sannfærðir um, að Nix- on verði mun öruggari í Peking, Hang- show og Shanghai en í nokkurri borg í Bandaríkjunum," segir Schuman. Það kom fram í fyrri greininni, að kínver.skur almúgi er reiðubúinn að taka vel á móti Nixon Bandaríkjafor- seta oig svo virðiist sem álhugi sé fyrir hendi að auka samskipti þessara stór- þjóða. Þróunin hefur verið sú undanfar in tvö ár eins og rakið hefur verið jafnóðum hér í blaðinu, að þiðan í skiptum Bandaríkjamanna og Kínverja hefur verið að gerast haegt og rólega, þar hafa engar stökkbreytingar orð- ið og Kínaferð Nixons er í rauninni í rökréttu framhaldi af því, sem hefur verið að gerast á sl. árum. Það hefur tekið bandariska ráðamenn langan tíma að ná svona langt, segir Sdhiuman, — og þess er naumast að vænta að einhverjar stórbreytingar verði á. En mestu máli skiptir kannski, að kínverska þjóðin er reiðubúin að auka sambandið og treysta tengsl við Bandaríkin. Einangrun Kínverja hefur verið rofin og varla verður nú aftur snúið. Vegna þeirrar afstöðu, sem Banda- ríkjamenn tóku frá upphafi til komm- únistastjórnar Kína svo og vegna stuðnings við stjórn Ohiang Kai-sheks á Pormósu, hefur Kínverj- um síðustu áratugina verið uppá lagt að hata ráðamenn í Bandaníkjunum. Styrjöldin i Kóreu og Víetnam hefur að sjálfsögðu ekki orðið til að draga úr þessari heift. En þrátt fyrir þetta hefur hatrið sjálf sagt í minnstum mæli beinzt að banda- rísku þjóðinni. Frá stofnun Kínverska alþýðulýðveidisins hefur alþýða manna dregið skýra línu milli bandariskrar al- þýðu annars vegar og bandariskra stjóm valda hins vegar. Nú hafa kínversk stjórn völd orðið að kúvenda til þess að geta tekið vel á móti háttsettum bandarisk- um gestum, sem koma til Klna. Hin fast- mótaða ag margrómaða kínverska kurt- eisi mun einnig auðvelda leiðtogunum í Peking að taka vel og virðulega á móti Nixon. Schuman segir síðan að um þennan afstöðumun kínversku þjóðarinnar í garð Bandaríkjanna geti hann talað af eigin raun, þvi að hann hafi verið í Shanghai í febrúar 1950, þegar Chiang Kai-shek lét gera sprengjuárásir á borg ina með flugvélum sem hann hafði feng ið að gjöf frá bandarísku stjórninni. Hann segist hafa verið í Kína, þegar Kóreustyrjöldin geisaði og sömuleiðis, þegar Víetnamstyrjöldin var í algleymingi. Hann segir: „Ég tólk oft menn tali, á veitingahúsum, á götuhorn- um i strætisvötnum og jafnan var ég inntur eftir því, hverrar þjóðar ég væri og ég svaraði því að sjálfsögðu greið- lega. Þó svo að viðbrögðin vœru allmis- jöfn — allt frá undrun til yfirlýsinga þess efnis, að það væri bandaríska stjórnin sem væri ill, bandaríska þjóð- in sem slík væri ágæt — hef hvorki ég né nokkur annar Bandaríkjamaður sem ég hef hitt talið sig „hataðan" i orðs- ins bókstaflegu merkingu," segir Schu- man. Schuman segir þvi næst að hann sé þess fullviss, að langt sé síðan kín- verska stjórnin hafi sýnt raunhæfan vilja á því að bæta til muna samskipt- in við Bandaríkin, þó svo að Formósu málið og aðild Kína að Sameinuðu þjóð- unum virtust óleysanleg ágreiningsefni árum saman. Það var sumarið 1956, að Peking- stjórnin bauð fram tveggja mánaða vegabréfsáritun til handa átján banda- rískum blaðamönnum. Washington- stjórnin bannaði þeim að fara af stað. Ári seinna samdi John Foster Dulles, þáverandi utanrikisráðherra lista yfir 24 sérstaklega Valda blaðamenn, sem mættu fara til Kína og gerði hann þetta eftir mikinn þrýsting frá fjölmiðlunum. En hann var ekki fyrr búinn að ganga frá þessum ágæta lista, en hann gaf þá yfirlýsingu, að hann myndi meina kínverskum blaðamönnum að koma til Bandaríkjanna og féll þá mál- ið vitaskuld um sjálft sig. Ekki er vafi á þvi að slík afstaða og þess konar atburðir höfðu verulog áhrif á pólitík Kína gagnvart Banda- ríkjunum næstu fimmtán árin. Árið 1960 sögðu stjórnvöld í Feking að þau hefðu gefið upp á bátinn að „sættast" við bandarísk stjórnvöld. Chou En-lai sagði við vestrænan blaðamann, að þetta þýddi þó engan veginn að Kín- verjar væru fjandsamlegir í garð bandarísku þjóðarinnar. Frá sjónarmjði Kínverja hafa Banda- ríkjamenn ekki verið síður ósveigjan- legir, segir Schuman. Hann bætir því við að sögusagnir um að Kennedy og Johnson hafi haft áhuga á Kínaferðum, skipti í raun engu máli, þar sem hvor- ugur hafi að því er virðist aðlhafzt neitt í málinu og það hafi varla verið fyrr en Nixon tók af skarið að þíða hófst í samskiptum Bandaríkjanna og Kína. Hvorki ráðamenn í Peking né heldur í Washington reyna að slá ryki í aug- un á borgurun'um. Hvorugur aðilinn hef ur gefið yfirlýsimgu um, að búast megi við því, að nú fálli allt í ljúfa löð. En engu að síður getur Nixon þó vænzt þess að vel og hjartanlega verði tekið á móti honum. Hann gæti lika fengið nokkrar skorinorðar, en einkar kurteislega fram settar, yfirlýsingar frá kínverskum ráða mönnum um viðhorfið til stefnu Banda- ríkjamanna í utanríkismálum og þá auð vitað alveg sérstaklega í málefnum Suðausturasíu. En um öryggi hans ætti ekki að þurfa að óttast. Ofbeldi og rán eru sjaldgæf í þeim þremur borgum sem Nixon heim- sækir. Þar er haft á orði, að erlendir gestir nenni ekki einu sinni að læsa hót elherbergjum sínum. Og þó svo að Nix on og frú hans myndiu vilja fá sér göngu túr eftir að myrkur er skollið á, ætti honum heldur ekki að vera hætta búin að sögn Schumans. (h.k. tók saman) ¥ jóst er orðið, að skatta- ^ frumvörp ríkisstjórnar- innar verða ekki afgreidd fyrr en einhvern tíma í marz- mánuði. Nefndarálit eru enn ekki komin fram um frum- vörp stjómarinnar og lítið verið starfað í þingnefndum að athugun þeirra. Um næstu helgi fara ráðherrar og þing- menn utan til Norðurlanda- ráðsfundar og hefur verið ákveðið að slá afgreiðslu skattafrumvarpanna á frest þar til Norðurlandaráðsfund- inum er lokið. Þetta gerist þrátt fyrir það, að Alþingi var kvatt saman óvenju snemma eftir áramót- in eða í januarmánuði, fyrst og fremst til þess að fjalla um skattafrumvörp ríkis- stjórnarinnar. Sannleikurinn er nefnilega sá, að í herbúð- um stjórnarflokkanna er hver höndin upp á móti annarri í skattamálum. Háværar kröf- ur hafa komið fram inn- an stjórnarflokkanna, m.a. frá einstökum þingmönnum þeirra, um að skattafrum- vörpin verði lögð til hliðar og álagning skatta í ár fari fram eftir gildandi lögum. Sú staðreynd, að þessar kröf- ur hafa komið fram, sýnir bezt, hvílík ringulreið hefur skapazt í skattamálunum. Fyrst þegar skattafrumvörp ríkisstjómarinnar voru lögð fram í desember-mánuði sl. var því f jálglega lýst af ráð- herrum og öðrum talsmönn- um stjórnarflokkanna, hve mikil umbót hér væri á ferð- inni, kerfið væri gert einfald- ara og skattbyrði á launa- fólk mundi minnka en breiðu bökin standa undir auknum skattgreiðslum. Til þess að sýna fram á þetta rakti fjár- málaráðherra nokkur dæmi, sem reiknuð hefðu verið út í tölvu. Aðeins nokkrum dög- um eftir að ríkisstiórnin hafði lagt frumvörpin fram og ráð- herrar höfðu nefnt dæmi og tölur fullyrðingum sínum til staðfestingar, voru þessi sömu dæmi umreiknuð og sýnt fram á það á Alþingi og hér í Morgunblaðinu, að útreikningar ráðherrans væru rangir, því færi fjarri, að skattabyrðin mundi létt- ast á almennu launafólki, þvert á móti mundi hún auk- ast meira en hjá öðrum skatt- greiðendum. Smátt og smátt komu fram fleiri athuga- semdir. Samband ísl. sveitar- félaga efndi til ráðstefnu, sem benti á nokkra veigamikla galla í frumvarpinu um tekjustofna sveitarfélaga, miðstjórn Alþýðusambands fslands hafði sínar athuga- semdir fram að færa, samtök vinnuveitenda sömuleiðis. Undanfarnar vikur hafa ver- ið nefnd fleiri og fleiri dæmi um þávitleysu í skattamálum, sem beinlínis mundi verða, ef frumvörp ríkisstjórnarinnar næðu samþykki. Þegar sannanir og vísbend- ingar hlóðust upp um afleið- ingar þess, að skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar yrðu sam- þykkt, urðu gagnrýnisraddir í stjórnarherbúðunum stöð- ugt háværari og nú, þegar komið er fram í miðjan febrúarmánuð hefur engin samstaða tekizt í stjórnar- flokkunum um afgreiðslu málsins. Embættismenn, sem átt hafa hlut að meðferð þessa máls til þessa hafa vís- að því frá sér og vilja ekki lengur eiga aðild að því. Rík- isstjórnin hefur kvatt til 3 nýja menn til þess að fjalla um málin, sem ekki hafa haft afskipti af því áður. Og nú er ljóst, að skattafrumvörpin verða ekki afgreidd á Alþingi fyrr en í marz-mánuði, ef þau verða þá afgreidd yfirleitt. Hinn langi dráttur, sem orðið hefur á afgreiðslu skattafrumvarpanna, hefur nú þegar haft alvarlegar af- leiðingar. Skattgreiðendur hafa ekki hugmynd um, hvernig skattgreiðslum þeirra verður háttað í ár. Þeir hafa því enga möguleika á því að gera sér grein fyrir skatt- byrði sinni á árinu. Það þýð- ir aftur að ákvarðanir um fjárhagslegar ráðstafanir verða dregnar á langinn, bæði hjá atvinnufyrirtækjum og einstaklingum, þar til í ljós kemur eftir hvaða regl- um verður lagt á. Slíkt ástand skapar mikla óvissu í öllu efnahags- og atvinnulífi og er þó ekki á það bætandi, eins og nú er komið málum. En drátturinn, sem orðið hefur á afgreiðslu skattamál- anna, sýnir þó fyrst og fremst, að núverandi ríkis- stjórn er tæpast stjórnhæf. Svo mikill tími fer í bak- tjaldamakk og samningavið- ræður milli þriggja ólíkra flokka, sem að stjórninni standa, að sjálf landsstjórnin og hagsmunamál landsmanna verða að sitja á hakanum meðan samið er á bak við tjöldin. Látum vera þótt samningar um sjálfa stjórn- armyndunina hafi tekið lang- an tíma, en nú er komið glögglega í ljós, að stjórnin getur ekki tekið skjótar og skýrar ákvarðanir. Vinnu- tími hennar fer í innbyrðis makk. Þess vegna missir rík- isstjórn Ólafs Jóhannessonar nú óðum það traust, sem sér- hver ríkisstjóm fær í upphafi síns ferils. Og þegar ríkis- stjórn hefur misst traust landsmanna og þeir ráðherr- ar, sem í henni sitja, skapast fljótlega óþolandi ástand í þjóðfélaginu. Allt er látið reka á reiðanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.