Morgunblaðið - 15.02.1972, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.02.1972, Blaðsíða 18
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. FEBROAR 1972 Einar Gunnar Einarsson — Minning Vaeri ég skáld, hefði Einar Gunnar orðið eitt þeirra yrkis- efna, sem stirðnuðu á tungu minni. Sjálfsagt hefði hann manna bezt skilið þá tjáningar- tregðu og fundið þá björgun bezta í íslenzkum bókmenntum og okkar beggja stuttu og stríðu kynnum, að við legðum lófa í lófa en létum aðra um stuðla- smiðina. Ég minnist hans í sumar, þeg- ar grösin fara að spretta úr sér. Þess er vist ekki að vænta, að margir aðrir hringi kl. átta að morgni sumardags, til þess að tilkynna mér, að „Vesturbæjar- íhaldið" kunni ekki að raekta garðinn sinn. Til þess sé það of vandasamt verk. Má vera að hann hafi haft rétt að mæla í það skipti, þvi ég man ekki betur, en íhaldið hafi varpað frá sér skóflum og skurðtólum og setzt flötum beinum i garðinn sinn, til þess að Ieysa úr torráðinni gufu skipagátu, sem þvi barst með jöfnu millibili frá hinum róttæka mági sínum af Vestf jðrð um. Sem betur fór tókst okkur Einari aldrei að sannfæra hvort annað um hinn eina rétta lífs- t Mióðursystir mín, Thora Christensen, andaðist 1 Kaupmannahöfn sunnudaginn 13. þ.m. Fyrir hönd vandamanna, Þóra Öiafsdóttir. máta, þótt tilraunir væru gerð- ar í þá veru, því hvorugu hefði hentað að lifa eftir höfði hins. Ég bið Guð að geyma þig, Einar mágur. Hann skildi bezt þina stirðu lund, sem mér fannst ekki öllum stundum vera heppi- legur íulltrúi þins innra manns og heita hjarta. Þuríður Kvaran. Það var i fyrravetur, að fund um okkar Einars Gunnars bar saman í síðasta sinn. Leiðangur frá útvarpinu hafði nokkra við- dvöl á Isafirði, en þar hafði Einar Gunnar átt bólfestu síð- ustu árin, nýlega kvongaður ágætri konu, Ásdísi Kvaran. Við sátum á heimili þeirra hjóna eina kvöldstund. Undir miðnætt ið, þegar við kvöddum gestgjaf- ana í forstofunni, hafði sam- verkamaður minn orð á því að sér fyndist fallegt málverk, er þar hékk á vegg. Umsvifalaust tók Einar Guxuiar myndina of- an af veggnum og þrýsti í fang- ið á honum. Hér dugðu engar mótbárur og til þess að enginn færi varhluta af gestrisni hús- bóndans, brá Einar Gunnar sér inn í stofu og sótti annað mál- verk handa mér og konu minni. Engin mótmæli voru tekin til greina, úrskurði Einars varð ekki áfrýjað né aftur tekinn. Vi8 örkuðum heim á hótel gegnum snjóskaflana með mák verkin undir handarkrikan- vcm og nú prýða þau heimiH okk ar. Og þó prýða þau Einar Gunnar öllu meir. En svona var Einar Gunnar Einarsson, sér- staeður 1 einu og öllu. En hann var heiU og óskiptur I sinni sér- stöðu. Slikir menn verða sjaldn ast langlifir, en mynd þeirra geymist Iengi ' t Elskuleg móðir okkar, tengda- móðir og amma, Rósa Árnadóttir, Hásteinsvegi 11, V estmannaey jum, lézt í sjúkrahúsi Vestmanna- eyja 12. febrúar. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar og systir, Ingibjörg Björnsdóttir, Holtsgötu 15, Hafnarfirði, andaðist í Landspitalanum laugardaginn 12. febröar. Stefanía Þórný Þórðardóttlr, Guðríður Þórðardóttir, Björn Jónsson, Einara G. Björnsdóttir, Benedikt Björnsson. t Móðir okkar, Þóranna Kristensa Jónsdóttir, verður jarðsungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 16. febrúar ki. 1.30. Fyrir hönd vandamanna, Fjóla Bjamadóttir, Haraldur Einarsson. t Konan mín, móðir okkar og systir, Margrét Auðunsdóttir, FljótshKðarskóIa, verður jarðsungin frá Há- teigskirkju fimmtudaginn 17. febrúar kl. 14. Jónatan Jakobsson, börn og systkini. t Eiginmaður minn og faðir okkar Arimi GlSLASON Við vottum öllum aðstandend- um djúpa samúð. Ása og Jökuil Jakobsson. Einar Gunnar Einarsson hæstaréttarlögmaður og fulltrúi bæjarfógetans á Isafirði andað- ist í Reykjavík aðfaramótt 7. febr úar og verður jarðarför hans gerð í dag frá Fossvogskirkju kl. 1.30. Einar hafði um nokkurt árabil ekki gengið heill til skóg- ar og var staddur hér syðra til læknisrannsóknar er kallið bar að skyndilega og óvænt. Einar Gunnar Einarsson var borinn og barnfæddur Reykvik ingur, fæddur 10. júni 1926 og voru foreldrar hans kunn sæmd arhjón, þau Einar Björgvin Kristjánsson húsasmíðameistari og Guðrún Sigríður Guðlaugs- dóttir, sem bæði eru látin fyrir nokkrum árum. Einar Gunnar varð stúdent frá Menntaskólanum i Reykja- vík árið 1946 og lauk lögfræði- prófi frá Háskóla Islands 21. mal árið 1952. Að loknu prófi gerðist hann fuUtrúi á málflutningsskrifstofu Guð- laugs bróður síns og siðar með- eigandi í þeirri skrifstofu til árs ins 1960. Eftir það vann hann skrifstofustörf og fleiri störf fyrst 1 Reykjavík og síðar á Þingeyri om rúmlega tveggja ára bil. Til Isafjarðar fluttist Einar Gunnar á árinu 1965 og gerðist þá fulltrúi bæjar- fógetans á ísafirði og sýslu- t Bróðir minn, Kristján Eiríksson frá Bíldiidal, sem andaðist 10. febrúar að Suðurgötu 32, Hafnarfirði, verður jarðsettur frá Þjóð- kirkjunni i Hafnarfirði mið- vikudaginn 16. febrúar kl. 2 e.h. mannsins I ísafjarðarsýslu og því starfi gegndi hann til dauða dags. Jafnframt embættis- starfi sinu rak hann almenn lög fræðistörf eftir þvi sem tími og hans aðalstarf Ieyfðu. Hæstarétt arlögmaður varð hann á árinu 1964. Einar Gunnar var fæddur og uppalinn á heimili þekktra sæmdarhjóna í stórum systkina- hópi. Bræður hans voru fimm: Guðlaugur, sem fyrr er nefnd- ur, Kristján Ingi búsettur í Ameríku, Axel skrifstofumaður, Sverrir tannlæknir í Vestmanna eyjum og Kristinn hæstaréttar- lögmaður, og auk þeirra átti hann kjörsystur Ingibjörgu bú- setta í Reykjavík. Einar Gunn- ar Einarsson sigldi ekki ætíð í ævistarfi slnu og lífi þægilegan meðbyr. Hann tók stundum á og það gaf á bátinn. Hann varð líka á þeirri siglingu fyrir tjóni, en var maður til að bera mót- læti og tjón án þess að falla sam an. Hann kunni ekki að víla eða vola. Hann var skapmaður, harð ur og virtist stundum jafnvel vera óvæginn, en hann var lika viðkvæmur, hjálpsamur og skiln ingsríkur. Ég kynntist hon- um litlu eftir að hann fluttist til ísafjarðar og betur eftir því sem þau ár urðu fleiri. Hann var nágranni okkar síðustu tvö árin. Þau kynni voru góð, en einkum hin síðari ár taldi ég mig þekkja hann nokkuð. Hann var ekki maður að allra skapi, en hann var greindur maður, ákveð inn í skoðunum, vel menntaður, fróður og víðlesinn. Hann hafði áhuga á stjómmálum, einkum um tíma, og varð flokksbund- inn sósíalisti og I framboði fyr- ir þann flokk, að mig minnir í einum alþingiskosningum. Síðar varð hann Alþýðubandalagsmað ur og lét sig að nokkru skipta bæjarmál á fyrra kjörtímabili. Þó að við værum stjórnmálaand stæðingar, létum við hvom ann an í friði með okkar skoðanir, enda hefði annað haft Htil áihritf á lworugan okkar. En við áttum ágætt nábýli og góð kynni sem ég minnist með hlýju og vinar- þeli. Einar Gunnar var þríkvænt- ur: fýrsta kona hans var Guð- ríður Guðmundsdóttir frá Isa- firði og áttu þau tvö böm: Kol- brúnu Unu, sem starfar hjá Loft leiðum h.f. í New York og Einar Gunnar. Þau slitu samvistir. Önnur kona hans var Edda Þórðardóttir frá Þingeyri og áttu þau eina dóttur Ylfu. Þau slitu samvistir. Síðasta kona hans er Ásdís Kvaran Þorvalds- dóttir og eiga þau eina dóttur Hjördísi. Mér er óhætt að full- yrða að hann unni bömum sín- um öllum. 1 reynd var hann drengur góður og vildi vel. Ég enda svo þessi fátæklegu kveðjuorð með þvi að votta eig- inkonu hans, börnum hans öll- Soffia Ólafsdóttir. t Þökkum samúð og vinarhug við andlát og jarðarför systur okkar og mágkonu KATRÍNAR ÞORSTEINSDÓTTUR Sérstakar þakkir færum við Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir góða umönnun í veikindum hennar. Þórdís Þorsteinsdóttir. Vigfús Þorsteinsson, Þórunn Jónsdóttir, Vilhjálmur Þorsteinsson, Kristín Gisladóttir. t lézt að Landakotsspitala 13. febrúar. Laufey Þorvarðardóttir og börn. t Maðurinn minn JÓN ENGILRERTS máhri. lézt í Borgarsjúkrahúsinu 12. febrúar. Tove Engilberts. Við andlát og útför ARNÞÓRS ÞORSTEINSSONAR þökkum við hlýjar hugsanir, vináttu, samúð og styrk hinna fjölmörgu. Sambandi ísl. samvinnufélaga þökkum við þá virð- ingu að kosta útför hans. Guðbjörg Sveinbjamardóttir, Sigiiður Amþórsdóttir, Jén Þorsteinsson, Kristhnn Amþórsson, Joan Amþórsson, Jón Amþórsson, Eltsabet Weishappel. um, systkinum og þeim öðrum sem um sárt eiga að binda inni- lega samúð um leið og ég þakka hinum látna samfylgd lið- inna ára og óska honum gæfu og blessunar i nýjum heimkynn- um. Matthías Bjarnason. Einar Gunnar lézt skyndilega og óvænt aðfararnótt mánudags- ins 7. þ.m. fyrstur okkar glöðu bekkjarsystkina, sem luku stúd- entsprófi á 100 ára afmæli Menntaskólans í Reykjavik 17. júní 1946. Hann var fæddur í Reykja- vik 10. júní 1926, sonur þeirra sæmdarhjónanna, sem bæði eru nú látin, þeirra Einars B. Krist- jánssonar, byggingarmeistara, sem stóð m.a. fýrir byggingu Há- skóla íslands og Iðnskóla Is- lands, en móðir hans var Guð- rún Guðlaugsdóttir, systir Jónasar heitins Guðlaugssonar, skálds og Kristjáns Guðlaugs- sonar hrl., formanns stjómar Loftleiða h.f., en hún var mikil baráttukona í félagsmálum og jafnframt fyrirmyndar húsmóð- ir. Var vegarnesti það, sem Ein- ar Gunnar hafði úr foreldrahús- um, því með ágætum. Kynni okkar Einars Gunnars stóðu næstum alla hina stuttu ævi hans, því að við vorum bekkjarbræður frá byrjun barnaskóla, síðan í Menntaskól- anum í Reykjavik og þá í lög- fræðideild háskólans og svo starfsbræður að námi loknu þar. Lífið í bamaskólanum leið létt við leik og nám, eins og hjá ung um drengjum, en þegar í mermta skólann kom jukust kröfumar, nýir skólafélagar og vinir bætt- ust við, sem voru mikið saman og héldu hópinn aJla tíð síðan. Stunduðum við námið, eins og við þóttumst hafa tima tii, en notuðum frítímana við æsku glens og gaman. Var þá oft kom- ið saman á heimili Einars Gunn- ars að Freyjugötu 37, af þvi að þar var gestrisni mikil og marg- ar vistarverur og ekki aimazt við okkur strákunum, en einnig þreyttum við bridgespil og aðr- ar dægrastyttingar á heimilum hver annars. Yfir sumartimann unnum við alla algenga vinnu og sumir þá gjarnan með Einari Gunnari í verkamannavinnu við fyrirtæki föður hans Byggingarfélagið Stoð h.f., sem var umsvifamikið á þeim árum. Einar Gunnar vann þá aftur á móti við smíðar, sem lærlingur í húsasmiði jafn- framt menntaskólanáminu, og lauk prófi í þeirri grein. Var hann mjög duglegur til vinnu, eins og hann átti kyn til, dulur frekar en glaðvær vel í sinum hópi. Einar Gunnar lauk lögfræði- prófi vorið 1952 með I. einkunn. Varð hann fyrst fulltrúi hjá Guðlaugi bróður sínum á mál- flutningsskrifstofu hans frá 1953 og síðan meðeigandi hans til 1960. Stundaði hann svo um tíma málflutningsstörf á eigin vegum og gerðist siðan fulltrúi hjá sýslumanni og bæjarfógeta á Isa firði fyrir um það bil 7 árum og var það til dauðadags. Hann varð héraðsdómslögmaður 1953 og hæstaréttarlö’gmaður 1966. Meðan Einar Gunnar dvald- ist á Isafirði teiknaði hann og byggði sér sumarbústað í Dýra- S. Helgason hf. STEINIDJA Ðnfioflf 4 tfmar 24477 og 14254

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.