Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐ3Ð, FIMMTUDAGUR 17. FBBRÚAR 1S72 7 O' DAGBÓK BARMMA.. BANGSIMON og vinir hans „Vísuna; sem við ætlum að syngja fyrir Asnann,“ sagði Bangsímon. Klukkuna á veggnum vantaði enn fimm mínút- ur í ellefu, þegar Bangsí- mon og Grislingurinn lögðu af stað stundu síðar. Það var komið logn. Snjó- kornin voru orðin þreytt á að eltast hvert við annað. Þau svifu bara hægt nið- ur, þangað til þau komu á sinn áfangastað. Stundum lentu þau á nefinu á Bangsímoni og stundum einhvers staðar annars staðar. Loks var kominn snjókragi utan um hálsinn á Grislingnum og honum fannst hann vera orðinn kaldari og blautari en nokkru sinni fyrr. „Bangsímon,“ sagði hann og reyndi að vera hress í bragði vegna þess að hann kærði sig ekki um að Bangsímoni fyndist hann vera skræfa. „Hvernig væri að við færum núna heim og æfðum okkur að syngja vísuna þína og svo getum við sungið hana fyr- ir Asnann á morgun . . . eða ekki á morgun heldur hinn, þegar við hittum Asnann.“ „Það er ágæt hugmynd, Grislingur," sagði Bangsí- mon. „Við getum æft okk- ur núna á meðan við göng- um hérna. En við getum ekki farið heim og æft okkur þar, því þessa vísu á að syngja úti. Það er „útivísa", sem á að syngja í hríðarveðri.“ „Ertu alveg viss um það?“ spurði Grislingur- inn. „Já. Það getur þú heyrt sjálfur, Grislingur. Hún er svona.“ Og svo söng hann vísuna fyrri Grislinginn, og þegar hann var búinn að því, beið hann eftir því, að Grislingurinn segði, að þetta væri sú alsnjallasta „útivísa“, sem hann hefði nokkurn tíma heyrt. Eftir langa umhugsun sagði Grislingurinn loks: „Bangsímon, þú gieymd- ir að taka það fram, hvað eyrun geta orðið köld.“ Nú voru þeir að nálgast skuggaleg heimkynni Asn- ans, en þar sem snjókrag- inn var enn um hálsinn og eyrun á Grislingnum og honum var farið að finnast nóg komið af svo góðu, þá gengu þeir að hliðinu að furuskóginum og settust upp á það. Þar snjóaði ekki, en þar var kalt og til að ná upp hitanum söng Bangsímon vísuna sína sex sinnum. Grislingurinn trallaði undir og báðir slógu taktinn með trjá- grein. Ekki leið heldur á löngu þar til þeim fór að hlýna og þeir gátu farið nð spjalla saman á ný. „Hér hef ég setið og hugsað,“ sagði Bangsímon. „Og það, sem ég hef hugs- að um, er þetta: Ég hef hugsað um Asnann.“ „Hvað um Asnann?“ „Vesalings Asninn á eig- inlega hvergi heima. Hann á ekkert hús.“ „Það er alveg satt,“ sagði Grislingurinn. „Þú átt hús, Grislingur, og ég á hús og það eru ágætis hús. Jakob á hús og Ugian og Kengúra og Kan- inka eiga hús. Jafnvel vin- ir og ættingjar Kamnku eiga allir einhvers konar hús. En vesalings Asninn á ekkert. Þess vegna hugsaði ég með sjálfum mér: Við skulum byggja hús handa Asnanum.“ „Það er ágæt hugmynd," FRHMffflbÐS Sfl&fl BflRNflNNfl FERDINAND 11 - ^ _.,111Tb 1 ^ ^ J'h' J r 0 l -f i EortnttAGi Finnboga saga ramma — Teikningar eftir Ragnar Lár. 3. Eitthvert sinn mælti Ásbjörn til Þorgerðar: „Nú ætla ég til þings, en veit að þú ert með barni. Skal eigi upp ala, heldur skal bera út þetta barn.“ Litlu síðar fæðir hún sveinbarn. Það var mikið og fag- urt. Síðan fékk hún menn til að bera út barnið. Þeir lögðu það milli tveggja steina og ráku yfir hellu mikla. tÆmmih 4. Maður hét Gestur. Syrpa hér kona hans. Hún hafði fóstrað Þorgerði. Hverju kvikindi var hún leiðinlegri að sjá. Gestur var vesalingur og hafði kvonríki. Þennan dag hljóp Gestur um haga og heyrði barnsgrát. Hann finnur barnið, þrífur það upp og sýnist allfagurt. BROTAMÁLMUR Kaupi evMan brotamáim hæsta verði, staðgreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. HEITUR OG KALDUR MATUR Smurt brauð, brauðtertur, leiga á dúkum, diskum, hnífa- pörum, glösum og flestu sem tilheyrir veizluhöldum. Veizluistöð Kópavogs sími 41616. SlMVIRKI óskar eftir vef launuðu stairfi. Tiilboð send ist afgr. Mbl., merkt 1525, fyrir 22. þessa mámaðar. ÓDÝR MATARKAUP Nýr svartfugl, 55 kr. stykkið, nýtt hvalkjöt, 60 krónur kg, unghæmur, 125 krónur kg. Kjötmiöstöðin Laugalæk, síimi 36020. HALFIR FOLALDASKROKKAR Skorið í buff, gúlla® og hakk. Bógsteiikur og gri'llsteikur. Aðeiiins 110 krónur kg. Kjötmiðstöðin Laugalæk, sími 36020. TIL SÖLU er Coimmer sendiferðaibifneið, árgerð 1965. Stöðvarleyfi get- ur fylgt. Hlutabréf í sendi- bílastöð tiil sölu á sama stað. Uppl. í síma 24742 kl. 6—8. hAlfir svínaskrokkar Selljum hólfa svínaskrokka tilbúna t frystikistuna á að- eirvs 175 kr. kg. Skorið eftir óskum kaupanda. Kjötmiðstöðin Laugalæk, siími 35020. NETA- OG FISKVINNA Okkur vantar vana flatnings- menn. Einnig vantar mann til að skera af þorskanetum. Ftskverkun Halldórs Snorra- sonar Gelgjutanga, sfmar 34349, 30505. PLASTEINANGRUN GLERULL BYGGINGARVÖRUR IM F KÓPAVOGI Sími: 40990 mnrgfaldar marhnð yðor

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.