Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBR'OAR 1972 Kvikmyndaver í kjallaranum Rabbað við Gísla Gestssoo, kvikmyndagerðarmann, um fyrirtæki hans, Víðsjá GisH Gestsson undir býr kvikmyndun. I kjallara snyrtilegs raðliúss við Vogratnngu í Kópavog'i er starfrækt forvitnilegt fyrir- tæki. Forvitnilegt að því ieyti, að þar er rekin kvikmynda- gerð, og að sjónvarpinu frá- töldu er þetta eina fyrirtæki langstærsti hluti íslenzks kvikmyndaiðnaðar vorra tíma. Víðsjá nefnist fyrirtækið og stofnandi þess og framkvæmda stjóri er Gísli Gestsson, kvik- myndagerðarmaður. Um leið er hann eini fastráðni starfsmað- ur þess og vinnur flest þau störf, sem þar þarf að inna af hendi. f kjallarantim hefur hann innréttað hljóðeinangrað an myndatöku- og hljóð- upptökusal, klippiherbergi og skrifstofu, og í því eina her- bergi sem óinnréttað er, dreym ir hann um að koma upp kvik- myndasafni. Víðsjá var stofnað árið 1966 eða í þann mund, sem íslenzku sjónvarpi var hleypt af stokk- unum. Markmið þess í upphafi var að reyna að afla tækja til að aðstaða myndaðist fyrir kvikmyndagerð á Islandi. Með tilkomu auglýsinga í sjónvarpi hafði fyrirtækið tryggt sér fjárhagslegan grundvöll, en engu að síður hefur Gísli ætíð litið á þann rekstur sem eins konar hliðargrein. Aðaláhuga- mál hans er gerð íslenzkra heimildarmynda, sem hann álit ur forsendu frekari umsvifa á sviði kvikmyndagerðar hér- lendis. Víðsjá fékk líka fljót- lega verkefni á þvi sviði. „Ég var svo heppinn," segir Gisli, „að á erfiðasta tíma var mér falið að gera Reykjavik- urmyndina. Ég held mér sé óhætt að fullyrða, að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem íslenzkur aðili eða stofnun hafi veitt Islendingi aðstöðu til heimildamyndagerðar við skaplegar aðstæður. Það var mér því ómetanleg viður- kenning og hvatning að fá að gera þessa mynd, þvi fram til þessa hafði það verið ríkjandi sjónarmið að fela ekki öðrum en útlendingum slík verkefni." Gerð auglýsingamynda fyrir sjónvarp hefur þó jafnan fjár- magnað alla starfsemi fyr- irtækisins, og sú starfsemi hef ur vaxið hröðum skrefum með hverju árinu sem líður. „Og hvað sem segja má um auglýs- ingamyndagerðina, hefur hún samt sem áður verið ágætur skóli á ýmsan hátt,“ segir Gísli. Nú er svo komið að Við- sjá hefur tiltölulega fáa en stóra viðskiptavini á þessu sviði, Víðsjá vinnur ekki nein- ar myndir í gegnum teiknistof ur landsins, „einfaldlega vegna þess að fyrirtækið rekur í rauninni sína eigin auglýs- ingaskrifstofu," segir Gísli. Um leið og gerð er áætlun um gerð auglýsingamyndarinnar eru teknar ákvarðanir um sýn ingar á þeim í sjónvarpi. Víð- sjá leggur fram sinar tillögur til auglýsandans um gerð myndarinnar án milliliða, mál- in eru rædd fram og aftur, en auglýsandinn tekur loka- ákvörðunina. Viðsjá er ágætlega búið tækj um, og Gísli bendir á að þetta sé eina einkafyrirtækið hér- lendis með fullkomna aðstöðu til kvikmyndagerðar — hvað varðar tæki til upptöku á mynd og tali, og til frágangs mynda. I stúdióinu er hægt að Fólk og framtak fullvinna myndina að öllu leyti nema hvað varðar tónblöndun og framköllun á filmum. Víðsjá leigir aðstöðu til tónblöndunar hjá sjónvarp- inu, en framköllunin fer ým- ist fram inni i sjónvarpi eða filman er send út til Lundúna, þar sem sjónvarpið getur að- eins framkallað eina tegund filmu. „Aðstaðan hér til fram- köllunar er vægast sagt ófull- kornin", segir Gisli, „og raun- ar gott dæmi um það hversu farið hefur verið aftan að hlut unum í þessum efnum, þegar byrjað var á sjónvarpi án þess að íslenzk kvikmyndagerð væri til.“ Víðsjá annast jöfnum höndum gerð 35mm og 16mm mynda og hefur yfir að ráða tveimur 35mm tökuvélum og nokkrum 16mm vélum af ýmsum gerðum. Aðstaða til hljóðupptöku er mjög fullkom in, „og er talið bezta hljóðstúdíóið hérlendis af upp tökumönnum sjónvarpsins hvað hljómburð snertir," segir Gísli. Varðandi kostnaðinn við gerð einnar auglýsingamyndar getur Gísli þess, að 7—15 sek. mynd kosti um 21 þúsund krónur miðað við fullunna mynd, en þá er ekki reiknað með greiðslu til leikara o.s.frv. Tækin sem notuð eru til að gera slika mynd hjá Víð sjá kosta hins vegar um eina milljón króna, og tækin sem leigð eru hjá sjónvarpinu um 7—8 miltjónir, en þau leágiir fyrirtækið frá kr. 1.000 á klukkustund. I>á er að geta um filmukostnað og framköll- un, þannig að þúsundirnar eru fljótar að koma. f>á er komið að hinum þætti starfseimi Víðsjár — heiimilda'r- myndunum. Reykjavíkurmynd in var fyrsta verkefni fyrir- tækisins á þvi sviði eins og áð- ur er getið, og í þessum mán- uði verður önnur myndin frum sýnd, sem Gísli hefur nýlega lokið við. Þetta er skógrækt- armynd, sem gerð er á vegum Skógræktar ríkisins. Undir- búningsvinna hófst 1965, þann Framhald á bls, 20. Næg atvinna en húsnæðisskortur Hákon Aðalsteinsson, lög- regluþjónn, er fréttaritari Morgunblaðsins á Egilsstöð- um og þegar hann skrapp i höfuðstaðinn fyrir nokkrum dögum, notuðum við tækifær ið og ræddum við hann tim at vinnuástand og uppbygg- ingu Egilsstaða. Við spurðum Hákon fyrst um þá þjónustustarfsemi, sem rekin er á Egilsstöðum. — Við höfum m.a. þrjú bílaverkstæði, sem eru dæmi gerð verkstæði fyrir sveita- héruð, því að segja má að hægt sé að fá þar þjónustu allan sólarhringinn. Það er ailtaf reynt að hjálpa náung anum, ef hann lendir í erfið- leikum með bliinn sinn eða dráttarvéliina. Kaupfélag Héraðsbúa hef- ur aðaílaðsetur sitt á Egils- stöðum og er þar með mið- stöð fyrir alla sína starfsemi, en kaupfélagið veitir þjón- ustu ölllum aimenningi á Hér aði og einnig á fjörðunum. Mjólkurstöð kaupfélagsins tekur við mjðlk af öllu Hér- aði og selur hana siðan öil- um verzlunum í hérað- inu, m.a. til Kaupfélagsins og Verzlunarfélags Ausitur- lands án nokkurra árekstra, enda þótt þessi tvö félög séu að öðru leyti í samkeppni hvort við annað. En þó er þeim það sameiginiegt, að þau lieggja áherzlu á að byggja upp sam bezta þjón- ustu við fólkið. — En svo eruð þið líka með sjálfstæðan iðnað. —- Já, það er rétt. Prjóna- stofan Dyngja gerði nýlega mjög góðan samning við bandaríska aðila gegnum Tómas Holton um að prjóna kápur og nam samningsupp- hæðin 90 miiiljónuim króna. Þetta er stórt verkefni og þess vegna hefur Dyngja gert samning við allar þær prjónastofur á landinu, sem geta sinnt því að prjóna þessa tegund af kápum. Káp urnar eru eftirsótt vara hjá því fólki, sem viill klœðast Hákon Aðalsteinsson. sérstæðum fatnaði. í prjóna- stofunni vinna margar hús- mæður á Egilsstöðum, bæði heilan og hálfan daginn, og þetta er mjög mi'kil búbót fyrir þær húsmæður, sem á annað borð eiga heiman- gengt. Skógerðin Agila hefur einnig staðið sig mjög vel. Hún fékk á sínuim tíma einka framleiðslurétt hér á landi á ROS-bamaskónum hol- lenzku, sem eru að góðu kunnir hér, og eins framleið- ir skógerðin undir merkjun um Tango og Arbo við mikl- ar vinsældir. — Svo að þessi iðnað- ur hefur gefið góða raun? —- Já og það 'er að mínum dómi nauðsynlegt að byggja upp meiri iðnað hér. Þessi vísir að iðnaði hefur reynzt vel og skapað mikla atvinnu og dregið þá að, sem eru að filytjast úr svéitunum á Austurlandi. Þeir staðnæm ast nú á Egilsstöðum, í stað þess að filytjast eithvað enn þá lengra í burtu, Eins og er sækir fólk til Egiilsstaða hvaðanæva að af landinu, en húsnæðisvand ræði hafa staðið í vegi fyrir þvi að allir sem vilja gætu filutzt til okkar og er þó not- uð hver smuga. Og nú, þeg- ar Lagarfossvirkjun er á döf- inni, eyks-t atvinna og at- vinnumögulieikar allan árs ins hring í þau 2 eða 3 ár sem tekur að reisa virkjun- ina. Til samanburðar má geta þess, að þegar Grímsárvirkj- un var reist, voru innan við 10 hús í Egilsstaðakauptúni, en eftir að hún var risin, fjölgaði jafnt og þétt íbúum Framhald á bis, 20. Fréttir frá Egils- stöðum Rætt við Hákon Aðalsteinsson, fréttaritara Egilsstaðakauptún. (Ljósm. Hákon Aðalsteinsson).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.