Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRUAR 1972 11 Fjölmenni á Norður- landaráðsþing Nokkur mikilvæg fslandsmál til umræðu á fundinum í Helsingfors hann Hafstein, Bjarni Guðnason, Gylfi Þ. Gíslason, Friðjón Sig- urðsson skrifsto'f ust: j óri, ráðu- neytisstjóramir, Guðmundur Benediktsson, Birgir Thorlaeius, Brynjóiifur Intgólfsson og Ámi Snævarr, ritjóri Nordisk Kontakit af Island-s hálfu, Bjöm Jóthanns- son og Ámi Kristjánsson, sem er i dómnefnd þeirri, sena velur tónlistarverðlaun Norðurlanda- ráðs og mun Ámi kynna á þing- inu við verðlaunaafhendmgu það tónskáld sean blýtur verð- launin í ár. Einnig munu islenzk- ir fulltrúar æsku 1 ý ðsf él a g a sselkja þingið. mmmé;’ Glaumbær fær þak „yfir höfuðið“. Tunnuverksmið j an fer í gang aftur 45 manns fá vinnu í 4 mánuði Húsverndarnefnd vill að Glaumbær standi Unnið að því að setja þak á húsið WNG Norðurlat 1 daráós hefst í Helsinki 19. febrúar og stendur til 24. febrúar. Samkvæmt upp- lýsingum Friðjóns Signrðssonar skrifstofnstjóra Alþingis eru helztu mál á þinginu í sambandi við efnahagsmál. Búast má við að efnahagsmálin verði fyrst og fremst til umræðu í aimennum umræðum og breytt viðhorf vegna aðildar ýmissa Norður- landanna að EBE og tengsla annarra. Þá verður m. a. rætt um nýja skipan samstarfsins á árinu, menningarsamnings Norð urlandaráðs, sem gekk í giidi um síðustu áramót, en þar í er m. a. menningarmálaskrifstofan í Kaupmannahöfn. Þá verður f jali að um menningarfjárlög í þti sanrbandi, sanrgöngur milli Norð úrlandanna og sitthvað fleira svo sem mengunarmál og eitur- lýí- Þeir þættir sem snerta ísland mest eru Iíklega bættar sam- göngur milli Islands, Færeyja og Grænlands og annarra Norð- urlanda og tilagau um rétt yfir hafsbotninum. Þá má einnig nefna í því sanrbandi þýðingar- miðstöð og eldfjallarannsóknar- stöð. Þeir sem taka þátt í þinginu af líslands hálfu eru Ólafur Jóhann- esson forsæt isráðherra, Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráð- herra, Magnús Kjartansson heil- brigðismálaráðherra, Jón Skaíta- son formaður Islandsdeildar Norðurlandaráðs, Maitthías Á. Mathiesen varaformaður deildar- innar, Gils Guðmiundsson, Jó- Siglufirði, 14. febrúar. HINGAÐ kom í vikunni með skipi efni í 40 þúsund tunmur og er ætlunin að Tunnuverksmiðja rikisins fari I gang næstu daga. Þetta er svipað magn og kom til landsins í fyrrahaust og var þá smíðað úr. Við þetta fá 45 manns vinnu, sem stendur í á að gizka 4 mánuði. Ekki hefur verið tekin ákvörð- un um að panta efni í tunnur fyrir næsta vetur. En það er nauðsynil*egt að gera með þess- um fyrirvara, því Norðmenn höggva ekki skóg nema upp í fyrirframgerðar pantanir og skógarhögg stunda þeir að vetr- inum. Það sem valda mun þessari tregðu stjórnvalda, að taka ákvörðun um þetta er fyrirhug- að síldveiðibann, sem kemur til með að koma í veg fyrir notkun þessarar framleiðslu í landinu. Eitthvað smávegis af tunnum er notað undir gréisleppuhrogn og annað, en meginmagnið er fyrir söltun á síld. — Stefán. VEGFABENDUB um Fríkirkju- veginn hafa eflaust veitt því at- hyg-li, að vinna er hafin við að setja þak yfir Glaumbæ. í þvi tilefni sneri Morgunblaðið sér til Gnðjóns Styrkárssonar lögfræð- ings, sem sæti á í húsnefndinni, og spurði haim hverju þetta sætti. Hann sagði, að fljót'lega eftir eldsvoðann hefði verið ákveðið að setja þak yfir húsið meðan framtíð hússins væri rædd. Hanin kvað hafa verið leitiað til Reykja- víkurborgar um kaup á húsinu, en svar hefði ekki borizt. Hins vegar hefði frétzt að húsvemdar- nefnd hefði lagt til að húsið yrði varðveiitt í sinni gömlu mynd, og þvi hefði þótt ráðlegt að ráðast sem fyrst í að setja þak yfir húsið. Hins vegar kvað hann enn aillt óráðið um frekari tilyeru húss- ins og nýtingu þess í framtiðin'ii. Gerðar hefðu verið lauslegar áætlanir um kostnað þess að endurbyggja Glaumbæ í sinni görníu mynd sem skemmtistað, en óráðið vaari hvort húsið yrði selt í núverandi ástandi eða hvort það yrði endurbyggt. „Kerfið svari betur til athafna þjóðarinnar .44 „Augljóst er, að aldrei hafa störf íslendinga verið jafn marg brotin og vandasöm og þau eru í dag. Þess vegna þyrfti a.m.k. við framhaidsskóiastigið að starfa sívökul námsskrár nefnd til að tryggja að fræðsl- an, sem er fram boðin, svari jafn an kröfum tímans. Stundum eru þessar kröfur þannig, að þjálfa þarf í tæka tíð hóp manna til stjórnunar, eftirlits eða viðhalds á tæknibúnaði, sem fyrirsjáan- legt er að niuni ryðja sér tU rúms. Hér er auðvitað ekki átt við, að gleymast megi lífsfyll- ingarhlutverk fræðslukerfis- ins, heldnr er áherzla Jögð á, að nauðsynlegt sé, að kerfið svari betnr til athafna þjóðarinnar.“ Svo mælti Bjami Krist- jánsson, skólastjóri Tækniskóla Islands, í framsöguerindi um verk- og tæknimenntun á Is- landi, en erindið flutti hann á ráðstefnu Félags háskólamennt aðra kennara á iangardag. GAGNFBÆÐI 1 GAGNFBÆÐASKÓLA Bjami hóf framsöguerindi sitt á því að ræða um tæknimennt- un á framhaldsskólastigi og sagði þá: „Það er orðið langt siðan skrýtin spuming hvarflaði að mér —r bamaleg spurning mundu liklega margir segja, en hún var svona: Af hverju ætli gagnfræðaskóli heiti ekki aðeins fræðaskóli eða eitthvað annað? .— Af hverju þetta for- skeyti gagn — ? Mér sýníst nafn giftin benda til þess, að skól- anum hafi verið ætlað að búa nemendiur beinlínis undir gagn- leg sitörf í þjóðfélaginu. .j Hérlendis eru framleidd og meðhöndluð ógrynni af mat- vælum. Ég nefni flskvinnslu- stöðvar, niðursuðuverksmiðjur, sláturhús, kjötvinnslustöðvar, mjölikurbú, smjörlikisgerðir, mat vöruverzlanir, kexverksmiðjur, sælgætisgerðir og veitingastaði. Með þetta í huga, sýnist mér það hreinasta goðgá, að ekki skuli vera til matvælakjörsvið gagnfræðaskóla. Á slíkum kjörsviðum ætti mat vælafræðin að vera með mismun andi áherzlum eftir atvinnulíf- inu í nágrenni hvers skóla. Aðr- ar sérstakar námsgreinar fyrir þessi kjörsvið mætti ætla að væru viðeigandi líffræði, efna- fræði, eðlisfræði, hreinlætis- eða gerlaíræði og öryggismál. Nám á matvælakjönsviði ætti ekki aðeins að vera beinn starfsundirbúningur, heldur einnig undirbúningur undir nám í bændaskóla, fiskvinnsluskóla, garðyrkjuskóla, hótel- og veit- ingaskóla, húsmæðrakennara- skóla og iðnnám í matvælagrein um. Nú er næstum þvi eitt ár sið- an svokölluð kjörsviðaneifnd skilaði áliti til menntamálaráðu- neytisins um stofnun starfrænna kjörsviða við gagnfæðaskóla. Auk matvælakjörsviðs voru gerðar tillö'gur um sjómennsku- kjörsvið og viðskiptakjörsvið. Það hafa því komið fram hug- myndir um gagnfræði í gagn- fræðaskóla, en hugmyndlrn- ar einar hrökkva skammt, ef eng inn fæst til að framkvæma þær. IÐNMENNTUN í MOLUM Hvaða menntun höfum við á framhaldsskólastigi, sem lýt- ur að iðnaði og framleiðslu? — Jú, við hðfum iðnmenntun, en ári mikið I molum. Sem betur fer er þó talsvert af molumim kom- ið í deigluna til uppfræðslu og steypu í ný mót. Námsáfanginn iðnsveinn ætti að liggja u.þ.b. 3 ár inni á fram- haldsskólastiginu, og þar ofan á ætti tafarlaust að byggja 2ja ára nám í nokkrum mikilvægum greinum. Þessi námsáfangi hef- ur verið kallaður iðntæknir til aðgreiningar frá. rannsókna- tæknum og gæzlutæknum. — Hugtökin iðntæknir og iðnmeist ari frá mistaraskóla eru nokk- uð frábrugðin hvort öðru, en þó ekki svo, að annar gæti í mörg- um tilvikum komið í stað hins, aðeins ef við hefðum nóg af öðr- um hvorum. Með frjáisiegu orðalagi álít ég það hreina glópsku að ganga fram galvaskir og mæla sig við iðnaðarþjóðirnar í kringum okk * Utdráttur úr erindi Bjarna Kristjánssonar, skólastjóra um verk- og tæknimenntun ur og gera sér þó ekki ljóst, að okkur vantar fjölda af tæknum eða vel skóluðum meisturum. Þær greinar, sem hér eru mest aðkallandi eru: byggingar, vél- ar, rekstur, rafmagn (raflagnir, rafveitur), rafeindir (sjálf- virkni, rafreiknar, skrifvélar, sjúkratæki, fiskleitartæki, sigl- ingatæki, útvarp, sjónvarp, sími og önnur fjarskipti). Og starfssviðið yrði einkum: 1) Verkstjórn (menn, vélar, fjár magn). 2) Verktakar (smærri fyr irtæki og aðstoð í stærri fyrir- tækjum). 3) Rékstur smærri verzlunar- og framleiðslufyrir- tækja). 4) Aðstoð við hönnun. 5) Eftirlit og vandasamar við- gerðir." 3IA ÁBA TÆKNIMENNTUN Á HÁSKÓLASTIGI Þessu næst vék Bjami að hug- myndum sínum um verk- og tæknimenntun á háskólastigi: „Á háskóiastigi álít ég í fyrsta lagi, að fram eigi að fara 3ja ára tæknimenntun, sem ljúki með námsáfanganum tæknifræð- ingur. Höfuðáherzlu ber að leggja á að kenna nemendum að beita fræðilegum lögmálum í raun- hæfu starfi, þjálfun til sjálf- stæðra tæknifræðillegra vinnu- bragða og hæfni til að meta tæknivandamál frá hagrænu sjónarmiði og þó með fullu til- liti til umhverfisverndar. Með öðrum orðum er það skoð un mín, að í þessu 3ja ára námi eigi að leggja megináherzlu á hina tæknifræðilegu sérmennt-1 un og þjálfun til framleiðslu- og st jórnunarstarfa. Ofan á námsáfangann tækni- fræðingur ætti að byggja u.þ.b. IV2 árs nám, sem leiddi til áfang anna verkfræðingur og tækni- hagfræðingur. Hér tel ég, að megináíherzlu beri að leggja á hina fræðilegu hlið hverrar greinar. — Á þennan hátt yrðu verkfræð- ingar og tæknihagfræðingar ekki aðeins vel undir þátttöku í atvinnulífinu búnir, heldur einnig undir rannsóknastörf og kennslu. Eftir því, sem ég bezt veit, eru þessar hugmyndir fyrst fram settar í áliti Verk- og- tæknimenntunarnefndar, sem út kom á vegum menntamálaráðu- neytisins i júní s.l.“ LANGT FBÁ ÞÖBFINNI Bjami Kristjánsson vék næst að Tækniskóla íslands. Hann gat fyrst um húsnæðisvandræði skólans og sagði þá m.a.: „Brautin liggur í krákustígum milli Sjómannaskólans og Hótel Esju og venjulega með viðkomu í Skipholti 37, en þar er jafnan kaffi á könnunni!" Um starf skólans sagði Bjami: „Skólinn er stofnaður til að framleiða tæknifræðinga úr iðnsveinum, en slík aðgerð tek- ur 5 ár, þegar bezt gengur. Starfið hófst 1964 um haustið. Fyrsti hópur tæknifræðinga var brautskráður s.l. sumar — það voru 12 byggingatæknifræðing- ar. Aðrir hafa verið sendir til er- lendra tækniskóla til að ljúka þar tveim síðustu námsárunum. Mér telst svo til að það sé 101 nemandi. Fyrstu tvö námsárin i tækni- skólanum er námið almenns eðl- is og lýkur fneð þvi, sem innan skólans er kallað „tæknistúd- entspróf". Þessu prófi hafa 150 nemend- ur lokið á 5 árum með fullnægj- Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.