Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1972 Ég hef ekki fundið til aldurs fyrr — Ég hef ekki fundið til aid- urs fyrr en nú og raunar hef ég ekki fundið til hans í sjálfu sér, þvi ég er við beztu heilsu og mér finnst ég eins og ung- laimb enn. Þ>að voru aðeins starfsreglur Sameinuðu þjóð- anna, sem bentu mér á, að ég væri kominn á aldursmörkin, ég væiri sernsé orðinn sextug- ur. En hvaða aldur er það í dag hjá heilbrigðum manni? Það er víst hálfur annar ára- tugur síðan ég hætti að reykja og það er allangt síð- an ég fann að ég var búinn með áfengisskammtinn minn, þ.e.as. af sterkum tírykkjum. Þetta eru kannski stærstu þættirnir í þvi að heilsan er góð þótt sextugur sé. Ég leyfi mér að bæta því við, að það mun hafa talsvert að segja að vera vel og ham- ingjusamlega kvæntur og halda glaðværð sinni, eins og ívar gerir örugglega, því vissulega er hin glaðværa alúð hans hin sama og áður. Þetta viðtal var nánast tek- ið á hlaupum. Ivar hafði hér stutta viðdvöl og hafði mörgu að sinna allan tímann sem hann stóð við. Það var sim- inn til hans og hann þurfti að hringja til annarra svo rabbið var stöðugt að slitna í sundur hjá okkur. Auðvitað var það að langmestu leyti tengt Sameinuðu þjóðunum, sem von er, þar sem hugur hans hefir fyrst og siðast snú- izt um þær síðustu 20 árin. Þótt ekki sé hægt að segja að við kæmumst í verulegt „kjaftastuð", eins og það er kallað, fór ekki hjá því að minnzt væri aðeins á laxveið- ar norður í Húnaþingi eða eld- gamla ferð frá tímum Morg- unblaðsins í lifi ívars, þar sem glatt var á hjalla og góð- ir féiagar. Morgunblaðið var ekki í þá daga nein samkoma hógværðar og skinhelgi, frek- ar en svo oft síðar, og ævin- týrin eru til þess að taka þátt í þeim og freistingarnar tU að falla fyrir þeim meðan menn eru ungir. En svo við komumst loks á sporið læt ég fyrstu spurning- una flakka og hún er auðvit- að frá 20 ára gömlum atburði og um það, hvort þessi stofn- un hafi ekki verið ívari framandleg og furðuleg þeg- ar hann hóf það störf. — Það er víst óhætt að segja að fyrstu tvo mánuðina hafi ég verið þarna eins og al- ger álfur út úr hól. Fyrsta fréttin, sem ég átti að skiifa, var um það, að franski sendi- herrann hjá Sameinuðu þjóð- unum átti að undirrita samn- ing, að viðstöddum aðalfor- stjóranum, Trygve Lie. Ég reyndi svo af fremsta megnd að vanda þessa frétt, skrifa hana líflega og lýsa ölliu sem nákvæmast, er varðaðd við- höfn þessa og viðburð. Síðan legg ég fréttina inn til rit- stjórans og fer. Ég er svo að fylgjast með „teleprinturum", hvort fréttin komi ekki fram á þedim. Ekkert gerdist allan daginn, en verkd mánu hafði ég lokið fyrir hádegi. Svo und- ir kvöld, þegar ég var að fara heim, sá ég loks mína lang- þráðu frétt, en heldur hafði hún tekið stakkaskiptum. Hún var örfáar iínur og að- eins um einföldustu stað- reyndir, er málið vörðuðu, eins þurr og stutt og frekast var unnt. Ég held nú heim og er ekki sérlega uppburðar- miikilíl. Ég bjó þá úti á Long Island. Ég fór að velta því fyrir mér hvað væri eiginlega að. Gat ég ekki skrifað sórna- samiega frétt. Var það tungu- málið. Til hvers höfðu menn fengið dýran blaðamann norð- an af Islandi til þess að skrifa þurrar skýrslur, sem raunar var skýrsluvélaverk. Um morguninn, þegar ég er á leið til vinnunnar á ný, les ég mína frétt í New York Times, eða nánast frásögn, sem var mjög svipuð minni. Ég fer nú inn til ritstjórans og spyr hann hvemig standi á þvi að mín frétt hafi ekki komið á fjölmiðlum stofnunarinnar, en sé komin í New York Times. Jú, þetta er hátturinn, sem við höfum á þessu hér. Við skrifum fréttir- um allt, sem hér gerist, en þurrar og með formföstum upplýsingum, en svo er það blaðamannanna frá hinum einstöku stórblöð- um heimsins að gæða fréttirn- ar lífi og gera þær læsilegar og aðgengilegar fyrir almenn- ing. Til þess hafa þeir sdna fulltrúa hér. — Og hverja þróun tók svo starf þitt? — Ég gerðist tiitölulega fljótlega tengiliður milli skrif- stofu aðalforstjórans og blaða manna. Þetta fólst í því, að ég hafði á hverjum morgni sam- band við Andrew Cordier, sem Ivar Guðmundsson á blaðama nnaf undi á Hótel Sögu i sl. viku. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) þá var aðstoðarforstjóri, en hann hafði aftur beint sam- band við aðalforstjórann. Cordier var maður ákaflega vinnusamur og frábær starfs- maður, en ekki margmáll og ég man ekki til þess að hann segði mér neina frétt af sjálfs dáðum alla þá táð, sem við áttum samskipti. Hann þjón- aði bæði hjá Lie og Harnmar- skjöld, en varð sdðan prófess- or við Columbiáháskóla og starfandi rektor um skeið, er miklar óeirðir brutust út í skólanum, og rektor skólans varð að segja af sér, en þá var það Cordier sem kom á friði. Það var föst regla, þegar ég kom inn í Skrifstofu Cordiers á hverjum morgni, að ég sagði: „Góðan daginn!" en hann svaraði stutt og laggott: „Nei, ekkert," og þar með var samtalinu lokið i það sinn. Við sátum þegjandi drykklanga stund, en siðan fór ég. Það skipti engu máli þótt al'lt logaði kringum aðalforstjórann. Það var ekk- ert að frétta frá Cordier. Ég hafði þvi þann háttinn á að afla mér upplýsinganna eftir öðrum leiðum og spyrja hann síðan beint um hvem atburð fyrir sig. Það er nánast að fá staðféstingu á fréttinni hjá honum, sem ég áður hafði afl- að. Sjálfur kynntiist ég Trygve Lie ekki mikið eða náið. Það var farið að Mða á starfsferil hans, þegar ég kom. Mér virt- ist honum vera gert erfitt fyrir að vinna sdn verk, vegna þess hve alþjóðiegu samskipt- in voru stirð í vöfum. Hann gat Mka verið snöggur upp á lagið og var fljótur að taka ákvarðanir, en mér virtist hann bera góðan hug til ís- iands. Dag Hammarskjöld kynntist ég nokkru meira, enda var ég lengur í þjónustu hans. Einnig var ég blaðafull- trúi forseta AHsherjarþings- ins 1960 Bolands hins írska, sem braut islenzka fundar- hamarinn. Hammarskjöld var um margt merkur maður, en það þýddi Mtið að ætia sér að segja honum fyrir verk- um. Sá, sem það reyndi, var ekki lengi i þjónustu hans. Hann gat lika verið mjög röskur í ákvörðunum sínum, fljótur að greina hismið frá kjarnamum. U Thant er Búddatrúar og yfir honum hvilir mjög mikil og sterk ró. Það er gott að vera í návdst hans. Nú spyr ég Ivar hvort hann muni etoki eftir neinum sér- kennilegum eða skemmtileg- um atvikum úr starfi sínu, en það virðist litið koma upp i hugann, enda næðið ekki nægilegt. — Ég get sagt þér frá þvi þegar ég var í Kaupmanmahöfn og veitti skrifstofunni þar forstöðu. Þá kom þangað sendiinefnd, sem var á hringferð um hnöttinn til að Mta á allar skrifstofur Sameinuðu þjóðanna vlðs veg- ar um heimimn. Ég tók nefnd- armenn með í ökuferð og auð- vitað fórum við i gegnum Ný- höfnina og gerði ég þá at- hugasemd, að þetta væri hið léttlynda hverfi bargarinnar. „Léttlynda,“ sagði þá brezki fuMfrúimn. „Hvað er það, sem þér nefnið léttlyndi?" „Létt- lyndar konur, drykkjuskap og svall.“ Þá sagði Bretinn mjög alvariegur í bragði: „Ég hef nú aldrei vitað til þess, að drykkjuskapur teld- ist til léttlymdis. Ég veit ekki betur en að hann sé háalvar- iegt mál.“ — Ég hef stundum sagt um Sameinuðu þjóðimar, segir Ivar, — að þær þyldu ekki sterka vél, eins og svo má orða það. Ef t.d. yfirstjórn er skipuð mjög athafnasömum og ötulum mönnum. Ég segi stundum söguna um gamla Selfoss, þegar ég er spurður um þetta mál. Ég held Mka að neitunarvaldið sé nauðsyn- legt. Það heldur mjög and- stæðum öflum i skefjum. Já, en sagan um Selfoss gamla var svona: Það var hið arg- asta óveður og menn óttuðust um mörg skip hér við strend- ur landsins. Einna lengst hafði Selfoss verið úti. Ég þekkti Bjama skipstjóra og snaraðist um borð, þegar Sel- foss sniglaðist inn á höfnina hér, sambandslaus við um- heiminn, því að fjarskipta- tæki hans voru biluð. „Jæja, ég var nú farinn að óttast um ykkur, Bjami minn,“ segi ég, þegar við höfum heilsazt. „Nei, það er engin hætta með okkur," svarar Bjarni, — „við höfum ekki nógu sterka vél tiil að geta siglt okkur í kaf.“ Kannski er þetta einmitt hin sterka hlið Sameinuðu þjóðanna. — Fjármál Sameinuðu þjóð- anna eru smávægilegur kryt- ur, póMtiskur að eðdi og upp- runa. S.Þ. kosta eldd nema sem svarar hálfu slökkviMði New York-borgar og álika mikið og sorphreinsun borg- arinnar. Þetta slökikvilið heimsins er því ekki nema hálfdrættingur við New York- liðið. Ég leyfði mér nú að skjóta þvi að, að ef til viH væri ár- angurimn í samræmi við það. Ivar segir, að auðvitað sé tækifæri tii að rifja upp ým- is spaugileg, kjánaleg og skringileg aitvik, en það verði að biða betri ttena. Við end- um með frásögninni um það, þegar Boland, forseti Alisherj- arþingsins, braut íslenzka fundarhamarinn. „Gjöf Isdands var fundar- hamar, sem Ásmundur Sveins son, myndhöggvari, gerði úr kjörviði. Vakti hamar þessi athygte og var stundum í garnni nefndur „Þórshamar", sennilega í virðingarskyni við Thor Thors, sendiherra, sem afhenti gjöfina. „Þórshamar- inn“ átti eftir að verða heims- frægur, þegar irski sendiherr- ann, Fredrick Boland, sem var forseti Allsherjarþingsins 1960, braut hamarinn í reiði, er hann tók orðið af fuHtrúa Rúmeníu, sem hafði móðgað forsetann í ræðu. Þetta var á órólegum og sögulegum fundi þingsins, þegar það bar til tíð- inda, að Nikita Krúsjeff, stjómarformaður Sovétrlkj- anna, tók af sér annan skó- inn og barði með honum í borðið í mótmælaskyni við ræðu, sem honum Mkaði ekki. En það kornst ekki í hámæM að flisazt hafði úr „Þórshamr- inum“ fyrr en frú Pandit- Nerhu var forseti ABsherjar- þingsins. Það gerðist, er frú- in tök orðið af landa sinum, Krishna Menon, og sendi hann i sæti hans. — Ásmund- ur gerði annan hamar, sem ísland bætti þann brotna með.“ Hér látum við rabbinu við ívar lokið að sinni, en von- umst til að sjá hann sem fyrst hressan og kátan, en hann mun vinna áfram fyrir Sameinuðu þjóðirnar, þótt það verði á lausum samningi. — vig. * Rætt við Ivar Guðmundsson hjá Sameinuðu þjóðunum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.