Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMiMTUDAGUR 17. FHBRÚAR 1972 17 Viðræður Svía við E.B.E. Konnngrshöllin í Stokkhólmi. FRÁ HRAFNI GUNNLAUGSSYNI FRÉTTARITARA MORGUN BLAHSINS Stokkhólmi. RAUNVERULEGAR viðræður Svía og Efnahagisbandalags Evr- ópu hófuist nokkru fyrir jól í elzbu höfuðstöðvum bandalags- ina í Brussel. Umræðunum verð ur að öllum líkimdum haldið þax áfram. Höfuðstöðvarinar standa við Avenue de la Joyeuae Entrée — götu hinnar glöðu innreiðair. Nafn götunnar er eaumast tákn- rænt á nokkum hátt, en hvort innreið Svía í bandalagið verður svo glöð, er erfitt að spá um. Hingað til hafa viðræðumar ver- ig mjög vinsamlegar, en eiga þó líklega eftir að verða bæði lang- ar og erfiðar, þar siem Sviar hafa sett upp ótal skiilyrði, sem bamda lagið er ekki áfjáð að ganga að. Það sem Efmahagsbandalagið býður Svíum og öðrum hlutlaus- um þjóðum eru fríverzlunarsamm ingar með ákveðnum takmörkun um, sem ná til ýmissa útflutnings afurða Svía. Sænska rí'kisstjórnin hefur lát- ið í ljós ánægju með tilboðið um friverzlunarsamnimga, em lítur aðeims á það sem fyrsta skrefið af mörgum í átt til mánara sam- starfs. Svíar halda fast við alla meginþætti upphaflegrar um- sóknar sinnar, sem kynnt var fyr ir ráðherranefnd bandalagsina 10. nóvember 1970. Eitt virðist þó a'lveg ljóst, að þátttaka Svía í bandalaginu og gamla hlutleys- isstefnan getur ékki farið sam- an. — Svíair líta svo á, að hugsanlegt samkomuiag verði skilyrðislaust að uppfylla þrjú megin atriði. í fyrsta lagi, að samvinnam sé byggð á öruggum og traustum grunmi, sem bæði rikisstjórnir og fyrirtæki geti gengið út frá í allri áætlaimagerð. í öðru lagi, að samvinnan nái- til fleiri sviða em tolla og verzl- unar. í þriðja lagi, að samkomulagið leggi grundvöll að áframhald- andi þróurn, sem verði til þess að samskipti Svía og bandalagsins verði stöðugt nánari er fram líða stundir. Fjórða atriðið mun að öllum líkindum verða það, sem sænsku samnimgamennimir koma til með að leggja höfuðáherzlu á. Ráð- herramefnd Efnahagsbandaílags- ins hefur komið fmam með þá til- lögu, að í ininigangsorðum þess heildarsamninigs, sem gerður verður við hlutlausu ríkin, verði fjallað um áframhaldandi þróun mánari samskipta. Svíum finnst slíkt of loðið og vilja að tekinm verði inn í sjálfan samnimiginn sérstakur kafli um þetta aibriði. Séu tekin inn í sjálfan sammimg- inn föst ákvæði um þróunima, eru þaiu lagalega bimdandi en ekki aðeins fróm ósk í inmgangs- orðum. Samninigamenn Efnahafsbanda lagsins munu liklega leggjast á móti þessari ósk. Af þeirra hálfu er bent á að tilboðið um fríverzl- U' narsaimn imgana beri vott um höfðingsskap af hálfu bandalags- ins, gagnvairt hlutlausum ríkjum. Vilji þau fá stærri bita af kök- unni, verði þau að taka á sig þær kvaðir, sem aðild að bandalaginu feli í sér. Aðeims ákveðnar kvað- ir eigi að opna ákveðna mögu- leika, annars muni aðiild að banda laginiU ekki verða eins fýsileg, ef hlautiausu ríkin njóti þess sama og fullir aðiljar. Slíkt gæti einn- ig leitt til þess að erfiðara verði fyrir bandalagð að sameinast á pólitískum vettvamgi, ef það sé bundið á einhvem hátt skyldum við hlautlaus ríki. Það sem bandalagið mun þó líklega þvertaka fyrir er, að þau hlutlausu lönd, sem tengist þvi á einhvern hátt, geti haft áhrif á ákvarðanir innan bamdalags- ins. Vilji hlutlausu rí'kirn eiga við skipti við Efnahagsbandalagið verða þau að gera það á eigin ábyrgð. Efnahagsbamdalaigið mun því, að áliti sænskra fjölmiðla, halda hlutlausu ríkjunum í hæfilegri fjarlægð fyrst um sinn, þar sem samningamienn þess telja allt of flókið og vandaisamt að gera sér- stakan samning við hvert og eitt þeirra. Auðveldast verði því fyr- ir bandalagið að bjóða öllum hiut lausum ríkjum sama fríverzl- umarsamnitniginn. Af því er bezt verður ráðið af fréttum í dag munu Svisslendingar setja fram svipaðar óskir og Svíar og því ekki ólíklegt að um eitthvað sam starf þessara aðilja verði að ræða. Varðandi einstaka liði munu sammingamienn Svía aðallega reyna að ná einhverjum sérsamn ingum um þær framleiðsluvörur sem undanþegnar eru tilboði bandalaigsins um fríverzlunar- samnimgimn. Má þar mefna papp- írsútfiutning Svía, «em mundi verða hart úti, þair sem þeir hafa fram til þessa flutt út mikið magn af tollfrjálsum pappír til Eniglands og Danmerkur. Einnig má búast við að stálútflutninguir Svía geti orðið fyrir áföllum af völdum nýrra tolla. Ólíklegt er að Efnahagsbandæ lagið veiti nokkrar afgerandi tilslakanir á þessum sviðum, þar sem sllkt bryti á vissan hátt í bága við Rómarsáttmáiann og „prinsip“ þau er aðildarlöndin fylgja. Sú höfuðregla er þar ríkj- amdi, að sá atvimnuvegur, sem @r airðvænlegastur í hverju laindl skuli sérstaklega miðaður við það. Það er því ótrúlegt að um nokkra tilslökun verði að ræða á sviði pappírs- og stálútflutnimgu, þar sem Svíar geta boðið þessar vörur mun ódýrari en aðrir og aðildarlöndin verða ekki sam- keppnisfær án mjög hárra vernd- airtolla. Svíar munu því halda opimni hugmyndinni um tollasamninga við bandalagið. Samningamenn Svía hafa opinberlega aðeins fengið fyrirmæli um að ræða frí- verzlunarsamniniginn. Fréttaskýr endur telja þó, að samningamenn irnir hafi mjög frjálsar hendur og geti komið fram með aðrar til- lögur. Á þessu stigi málsins munu Svíar því aðeins óska eftir tolla- sameiningu, að ekki náist sér- samningur um pappir og stál, og bandalagið krefjiat þess að Sví- ar leyfi ákveðinm innflutning lamdbúnaðarafurða. Framhald á bis. 19. Stjórnmálaflokkar eru í raun möndull þess lýðræðis- stjórnskipulags, er við búum við; um þá snýst gjörvallt kerfið. Þróuni lýðræðisins og framkvæmd mótast því að verulegu leyti eftir innviðum og starfsemi stjórnmálaflokka og samtaka. Ólík og marg- breytileg sjónarmið skipa fólki undir merki hinna ýmsu flokka. Flestir reyna efiaust að ganga í sveit með þeim, er hafa svipaða lífsskoðun og þeir sjálfir hafa; sérhags- munahyggjan virðist þó eigi að síður ærið oft ráða ferð- inni í þessum efnum. En eftir því sem þjóðfélagsstarfsemin verður viðameiri og flóknari, verður það á hinn bóginn tíð ara, að flokksmenn taki mis- munandi afstöðu til einstakra mála og viðfangsefna. Foringj ar stjórnmálaflokka hafa reynt að hamla gegn þessari þróun; þeir skírskota oft og tiðum til flokkshollustu og á- rétta nauðsyn samstöðunnar í hinni heilögu baráttu við andstöðuflokka, fyrir betra þjóðlífi. En allt að einu sýnist flokkshyggjan vera á undan- haldi. Einstaiklingshyggjan brýtur smám saman hina traustu múra flokksagans. I þessum efnum verða stjórnmálaflokkamir að horf ast í augu við ákveðna þróun, og það er ákaflega mikilvægt, að henni sé mætt með skyn samlegum hætti. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, má gera ráð fyrir, að stjóm- málaflokkar starfi enn Um sinn og gegni mikiivægu hlut verki í lýðfrjálsu þjóðfélagi, en starf þeirra og eðli hlýtur að taka umfangsmiklum breytingum. Þó að stjórnmála flokkarnir séu þungamiðjan i stjómkerfinu, virðist starf- semi allra flokksfélaga vera heldur rislág og burðarlítil. Flokksfjötrarniir, sem enginn stjórnmálaflokkur hefur brot ið af sér til fulls, hafa vafa- laust átt drjúgan þátt í þessu fráhvarfi fólksins frá stjórn- málaflokkunum. Andstaðan við flokkshyggjuna er þó í i'aun bæði gömul saga og ný. Guðmundur Finnbogason lýs ir stjórnmálaflokkum þannig í Stjórnarbót árið 1924: „Þar myndast trúarsetningar, sem ætlazt er til að allir flokks- menn fylgi, og hver, sem fer að hugsa sjálfstætt um málin og koma fram með ágreinings atriði við skoðanir flokks- stjórnarinnar, verður brátt vargur í véum, því að hann er hættulegur fyrir sa.mheldnina, dregur úr trúaráhuganum og leysir sundur, í stað þess að binda saman. Það eru talin svik við flokkinn að halda fram öðrum skoðunum en þeim, sem koma heim við stefnu hans. Þar sem svona er í garðinn búið, þá er ekki von að stjórnmálaflokkar verði neinar gróðrarstöðvar frjálsr ar hugsumar um þjóðmálin og rannsóbmar á þeim. Aðaláhug- inn snýst um það að halda saman, vinna sigur á öðrum flokkum, ná í völd og halda þeim.“ Þessi hart nær hálfrar ald ar gamla lýsing heldur fullu gildi enn og getur trúlega átt við hvaða íslenzkan stjóm- málaflokk, sem vera skal. — Enn er það feitur biti í stjórn málaáróðri, ef upp kemst um lítilsháttar ágreining eða skoð anamimun í andstæðum stjórn málaflokkum. Fregnir af stók- um atburðum þykja jafnan hinn mesti hvalreki og eru ein att tilefni fjölskrúðugra lýs- inga, þar sem hver mýflugan af anmarri verður að úlfalda. Málgögn og stuðningsblöð flokkanna þegja jafnan þunnu hljóði um þess konar atburði; það má ekki spyrjast, að óein ing ríki innan flokksins. And stöðublöðin hafa því frjálsari hendur til þess að hagræða staðreyndum og blása út margs kyns dylgjur. Fólk leiðir eðlilega hugann að gildi slíkra vinnubragða; stjórmmálaflokkamir sýmast nefnilega vera furðu samstæð ir að þessu leyti. En þetta at ferli á sér þó ýmsar eðlilegar skýringair. Flokkarnir og þá sérstaklega forustumennirnir leggja dæmið þannig fyrir, að hver vísir að mismunandi af stöðu á einstökum viðfangs- Þorsteinn Pálsson. efnum beri vott um sundr- ungu og vantraust á flokksfor ystunni, og enginn stjómmála flokkur geti náð árangri, þeg ar þannig er ástatt. TiLgamgur inn helgar meðalið, og jafnvel frj álshyggj uflokkar keppast við að breiða yfir ýmiss konar skoðanaágneining og kæfa hverja gagnrýnisrödd. Dag- blöðin eiga svo mesta sök á því, að fólk trúir enn, að það bendi til skapadægurs stjórm- málaflokks, ef þaðan hljóma fleiri raddir en ein. Meðan slík bábilja er við lýði, er af- staða flokkanna að sumu leyti skiljanleg, en hún getur þrátt fyrir það leitt til ófara. Menn, sem bindast samtök- um í þeim tilgiangi að vinna á- kveðinni lífsskoðun fylgi, verða vitaskuld að sýna fé- iaigslegan þroska og umburð arlyndi í störfum sínum; ella er lítils árangurs að vænta. Það er á hinn bóginn háð sið ferðilegu mati, hvar draga á mörkin, hversu frjálsir eim- staklingar og hópar innan flokkanna eru að því, að taka sjálfstæða afstöðu til ein- stakra málefna. í Sjálfstæðisflokknum gerð ist það t.a.m. fyrir skömmu, er ráðinn var nýr fram- kvæmdastjóri, að leitað var til ungs manns, sem fyrir fjórum árum studdi opinberlega þann flrambjóðenda í forsetakosn- ingunum, er bar sigur úr být- um. En þegair á skyldi herða varð þessi afstaða mannsins þess valdandi, að hann var — samstöðunnar vegna — ekki talinn hlutgengur til þessarar trúnaðarstöðu. Þetta er í sjálfu sér ekki markverður aitbuirður, en skýrt dæmi um það, hvernig stjórnmálaflokkar verða oft og einatt að fallast á óréttmæt ar kröfur og takmarka skoð anafrelsi einstaklinga, sem starfa innan þeirra vébanda. Einmitt vegna eintr j ánings- háttar af þessu tagi eiga stjórnmálaflokkarnir æ erfið ara uppdráttar í samtímanum. Þannig verður það stjóm- málastarfseminni og allri framþróun fjötur um fót, ef gengið er of langt fram í þvi að hefta hræringar innan flokkanna. Eininguna má kaupa of dýru verði. Sjálfstæðismenn — merkis berar einstaklingsfrelsis til orðs og æðis — hljóta að hafa miklu hlutverki að gegna í andófinu gegn viðjum flokks- agans; þeirra er frumkvæðið í þeim efnum. Stjómmáia- flokkur á að vera gróðrarstöð frjálsrar hugsunar. Einstakl- ingar, sem brydda upp á nýj- um hugmyndum og hópar, er mynda sér skoðanir upp á eig in spýtur, þurfa ekki að vera vargar í véum. Skoðanaskipti Framhald á bls. 19. V argar í véum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.