Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1972 Margrét Auðunsdóttir Kveðjuorð Margrét Auðunsdóttir var fædd 2. maí 1912 að Dalsseli undir V-Eyjafjöllum og andað- ist hér á Landspitalanum 10. þ.m. Foreldrar hennar voru þau hjónin Auðun Ingvarsson, bóndi og kaupmaður í Dalsseli og kona hans Guðlaug Helga Hafliðadótt ir. Ekkí þekkti ég persónulega Auðun föður hennar, en hann var mjög kunnur á sínum tíma sem mikill athafna- og dugnaðar maður, nokkuð sérstæður og mikill persónuleiki. Hins vegar vildi svo til, að ég kynntist vel mörgum systkinum Guðlaugar Helgu og fjölskyldum þeirra og er það fólk yfirleitt mér minnis- Maðurinn minn, Magnús Helgi Valtýsson frá Vestmannaeyjum, andaðist i Landspítalanum 15. þ.m. Ragnheiður Halldórsdóttir. Jarðarför bróður míns, Sigurgeirs Guðvarðarsonar, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. febrúar kl. 3. Andrés Kr. Hansson. stætt, sem fjölhæft og vel gefið athafnafólk. Að Margréti munu þvi hafa staðið traustir og góðír stofnar í báðar ættir. Margrét ólst upp í foreldra- húsum í hópi tíu mjög svo mann vænlegra systkina. Á þeim tím- um varð þjóðin að vinna hörð- um höndum í lífsbaráttunni, og fyrsta skyldunám barna og ungl inga þess tima var að læra að vinna. Vinna öll störf, jafnt úti sem inni, og umfram allt af .trú- mennsku og skyldurækni. Ekki mun Auðun í Dalsseli hafa talið svo mjög nauðsynlegt að senda börn sín í burtu til langrar skólagöngu, en eigi að síður skyldi koma þeim öllum til nokkurs þroska. Höfðu foreldr- arnir þann hátt á því, að tek- inn var kennari, oft í langan tima, á heimilið. Að sjálfsögðu var þá lögð megináherzla á gott og fagurt mál og þjóðleg fræði, ásamt hannyrðum og öllu þvi, er prýða mátti stórt myndarheimili. Einnig voru kennd nokkuð út- lend mál, kennt að spila á orgel og fleiri hljóðfæri, enda systkin in söngvirt mjög og listhrteigð. Má geta nærri að oft hefir verið glatt og kátt í hópi jafn velgef- inna systkina og reynslan hefir sýnt, að á þvi heimili hafa þau komizt til mikils og íarsæls þroska. Árið 1952 giftist Margrét Jónatan Jakobssyni, skólastjóra í Fljótshlíð. Bjuggu þau í skóla- húsinu með reisn og myndar- skap. Auk þess höfðu þau nokk urn fjárbúskap allan tímann þar, enda virtist mér það falla vel hinni rismiklu bóndadóttur að hugsa um slíka hluti jafnframt venjulegum heimilisstörfum. Eft- ir giftingu Margrétar kom ég ásamt fjölskyldu minni oft á heimili þeirra hjóna. Nutum við þar gestrisni í ríkum mæli og ánægjulegra samverustunda. Þá fékk ég reynslu af því, hve Mar- Guðmundur Guðmundsson, bóndi, Múlakoti, verður jarðsunginn frá Hlíð- arendakirkju laugardaginn 19. febrúar. Athöfnin hefst með bæn að Múlakoti kl. 13. Guðrún Halldóra Nikulásdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Útför systur okkar, Sigþrúðar Bæringsdóttur, sem andaðist 10. þ.m., verður gerð frá Fossvogskirkju föstu- daginn 18. febrúar kl. 13.30 síðdegis. Blóm eru vinsamlegast af- þökkuð, en þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Slysavamarfélag Islands. Laufey Bæringsdóttir, Sesselja Bæringsdóttir, Þuríður Bæringsdóttir. Eiginmaður minn KNÚTUR KRISTINSSON, fyrverandi héraðslæknir, andaðist á Borgarspítalanum aðfaranótt 16. febrúar. Hufda Þórhallsdóttir. Eiginmaður nnirm, faðir, tengdafaðir og afi ÓSKAR B. ERLENDSSON, lyfjafræðingur, andaðist í Borgarspitalanum að morgni 16. þessa mánaðar. Laufey B. Jóhannesdóttir, Jóhannes ö. Óskarsson, Ólöf Kristinsdóttir, Jóhann Erl. Óskarsson, Lydia Edda Thejll, Óskar Óskarsson, Kolbrún Valdimarsdóttir, og bamaböm. grét var prýðilega gefin tii munns og handa og iistbneigð skapgerðarkona. Áberandi var, hve Margréti var tamt fagurt og gott mál, enda mjög vel að sér í íslenzkum bókmenntum. Hún var einnig prýðilega hagmælt og oft lét hún frá sér fara lítil ljóð og smellnar lausavísur. Þau hjónin eignuðust 3 börn, tvær dætur, sem nú stunda menntaskólanám hér í Reykjavik og einn son, sem enn er á bama- skólaaldri. Börnin eru öll hin mannvæn- legustu, og heimilið var allt hið ánægjulegasta. En skjótt dregur ský fyrir sólu. Fyrir um það bil hálfu öðru ári kenndi Margrét sjúkdóms þess, sem nú hefir leitt til þess, að hún varð fyrst til að kveðja af hinum stóra og glæsi- lega hópi tíu systkina. AIls höfðu þau þó verið 12 en tvö dáið ung. í hinni löngu og erfiðu sjúkra húslegu Margrétar kom ef til vill bezt í Ijós hve mikil þrekmann- eskja hún var til sálar og líkama. Aldrei nokkurt æðruorð, en bjargföst trú á bata. Trú á lífið og framtíðina. Óslökkvandi von og trú á að mega halda áfram að starfa og standa við hlið manns síns í bliðu og stríðu. Og umfram allt í því há- leita hlutverki foreldranna, að koma hinum efnilegu bömum til hins mesta þroska. Þetta áttu að vera aðeins nokkur kveðjuorð. Ég vii Ijúka þeim með innilegri kveðju frá mér og f jölskyldu minni og hjart ans þökk fyrir langa og mjög þroskandi kynningu. Eftir- lifandi manni hennar og böm- um, ásamt hinum stóra systkina- hópi votta ég mina dýpstu sam- úð. Síðasta ósk mín og von er sú, að í anda hinnar gagnmerku látnu konu, megi börnum henn- ar takast, með Guðs hjálp, að komast sem lengst á braut al- hliða þroska og manndóms. Rvík. 15. febrúar 1972, Halldór Guðjónsson. Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir — Minning 1 dag fer fram frá Fossvogs- kapellu útför Ingibjargar Gunn laugsdóttur. Hún var fædd 17. febrúar 1902, að Kolugili í Víði- dal V-Húnavatnssýslu. Foreldr- ar Ingibjargar voru hjónin Gunnlaugur Daníelsson og Ögn Auðbjörg Grímsdóttir. Er Ingi- björg var unglingur heima á Kolugili, veiktist hún og var ætíð síðan veil til heilsu, oft þjáð og meira veik en margur hefur gert sér í hugarlund. En hetjulund hennar og dugnaður voru frábær. tmma, en svo var hún oftast nefnd, var ein af þeim sem háðu sína lífsharáttu í kyrrþey, og þótt líf hennar væri enginn dans á rósum, þá flíkaði hún ekki tilfinningum sínum, eða bar þær á torg. Imma fór strax, er hún haíði aldur til, að vinna hjá vandalausum, og alls staðar þar sem hún vann, voru trú mennska hennar og dugnaður rómuð, og hag húsbænda sinna, eða þeirra sem hún vann hjá, mat hún meira en sinn eig- in hag, og hún hefur áreiðan lega oft unnið meira en kraftar hennar leyfðu. Eftir að Imma fluttist til Reykjavíkur, vann hún samfleytt í 25 ár hjá Hreini h.f. og þar reyndust henni allir mjög vel, og hún virti mikils framkvæmdastjóra og verk- stjóra þess fyrirtækis, og viljum við flytja þeim þakkír fyrir hve vel þeir reyndust henni. Eftir að Imma hætti að vinna í Hreini, dvaldi hún langdvölum á sjúkra húsum, og nú síðast á Landspít- alanum, þar sem hún andaðist 9. febrúar síðastliðinn. Sjúkdóms- stríð hennar undir lokin var mjög erfitt, en allt þetta bar hún með einstakri hugprýði og heyrðist aldrei kvarta. Við vilj- um i hennar nafni færa ðllum þeim, sem hjúkruðu henni og veittu henni aðstoð, og þá ekki hvað sízt hjúkrunarfólki og læknum Landspítalans beztu þakkir. Kæra ffænka, nú ertu horfin frá þessu jarðneska stríði, á bak við fortjaldið sem enginn hinna dauðlegu manna veit hvað er á bak við er jarðiífsvist okkar íík ur. En þú hefur áreiðanlega átt vinum að fagna, sem famir eru á undan þér, og hestunum þín- um og öllum dýrunum, sem þú reyndist svo vel, ertu búin að klappa, eða á því höfum við trú. Dýravinur var Imma og dýrin : $ál§E2I f áttu öflugan málsvara þar sem hún var. Einhverjar mestu gleði stundir Immu voru í samfylgd hestsins, hún átti lengst af hesta og oft mjög góða hesta, og eins og Einar Benediktsson segir I kvæði sínoi Fákum, þá gat Imma tekið undir þessar Ijóð’Mnur úr framangreindu kvæði. Sá drekkur hvem gleðinnar dropa í grunn, sem dansar á fákspori yfir grund. í mannsbarminn streymir sem aðfalls unn af afli hestsins og göfugu lund. Maðurinn einn er ei nema hálfur, með öðrum er hann meiri en hann sjálfur — og knapinn á hestbaki er kóngur um stund. Kórónulaus á hann ríki og álfur. Einar Benediktsson. Nú ylja litlum lófum frænd- systkinanna, fínu vettlingarnir frá henni Immu frænku. Hún var alltaf sívinnandi meðan kraftarnir leyfðu, og margir nutu góðs af handavinnu henn- ar. Víð kveðjum þig svo hinztu kveðju og þökkum þér allt, sem þú hefur fyrir okkur gert. Systk- ini þín og frændfóik kveðja þig með hjartans þökk fyrir allt. Þú varst ávallt sú sterka, sú sem aldrei bugaðist eða brotnað- ir, og aldrei brást neinum. Þú áttir þá auðlegð hjartans, sem var öllum jarðneskum fjársjóð- um dýrari. Guð blessi þig. Systradætur. Hugheilar þakkir sendum við öllum þehn, sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför dóttur minnar, stjúpdóttur og systur, Dagbjartar Gísladóttur, Laufásvegi 27. Sérstakar þakkir færum við Iæknum og hjúkrunarkonum, sem hjálpuðu í veikindum hennar. Ennfremur öllu því góða fólki sem sýndi henni hlýhug og góðvild. Arndís Þórðardóttlr, Ólaíur Ólafsson og systkini hinnar látnu. Amma á Flögu KVEÐJUORÐ FRÁ „HJÚUNUM BÁÐUM" AMMA á Elögu er dáin — og mirtningarniair þyrpast fram — þær elztu fyrirferðarmestar, enda vorum við þá með annan Innilegar þakkir ti'l allra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og jarðarför mannsins míns og bróður, Kristins Þórarinssonar. Sérstaktega þökkum við O. Johnson & Kaaber. Elísabet Jónsdóttir og systkini. Þökkum vinarhug við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR SIGURÐAR BENJAMÍNSSONAR, Grund, Kolbeinsstaðahreppi. Synir, tengdadætur og bamaböm. fótinn á Flögu. Hægri höndin hennar ömmu! Undarlegt hve mikið ber á hermi — og þó ekki: með henni var amma vön að strjúka okkur um vangann, svo hlýtt og blítt, „lóuna sín>a“ og „mjúkinn sinn“, með ástúðarorð- um — stundum gamansamlegum ef geðið var ekki mjög bratt og stappaði í okkur stálinu á sinn létta en einbeitta hátt. Tilveran fékk sköpulag og tilgang í ná- vist hennar. öll störf unnin þann ig, að þau urðu eins og fastur liður í sköpunarverkinu — allt gert á réttum tírma á sinn rétta hátt. Við hugsuðum þetta aiuð- vitað ekki, en fundum vel fyrir því. Það stafar miklum Ijóma af Flögu í tið þeiroa afa, — glaesi- leik, sem seint mun fyrnaist yfir í huga þeirra möir'gu, sem til þekktu, víðs vegar á landinu. Við, sem þessar línur skrifum, vorum fýrstu barriabörn ömmu og auk þess meðal næstu ná- giranna hennar, nokkur fyrstu æyiátrin; foreldrair okkur varu meira að segja í siambýli við afa og ömmu, á Flögu, þrjú fyrstu ■æviár hins yngra okkar. Það er því væntantega auðskilið, að við tvö höfum sérstaka ástæðu til að halda á Ioft myndinni af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.