Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1972 I SAGAIXI ~ TVITIÍG .STULKA OSKAST..; í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Kitty talaði alltaf i þessum tón. Og fram yfir varir hermar kom bara: „Það er svo langt síðan við höfum séð þig.“ Ég samsinnti því og áður en ég vissi af, var hún farin að gefa mér nákvæm fyrirmæli um, hvernig ég gæti hæglegast kom- izt þangað, sem hún var. Hún sagðist þurfa nauðsynlega að tala við mig og tók það sem sjálfsagðan hlut, að ég kæmi askvaðandi á stundinni. Nú, jæja, ég fengi þá að hitta Roy. „Er Roy heima?“ spurði ég, þeg- ar ég komst að. „Ekki þessa stundina. Reynd- ar er það . . ." ég sá fyrir mér að hún leit laumulega yfir öxl- ina áður en hún hélt áfram, „. . . vegna hans, sem ég þarf að tala við þig. Hann er að búa sig undir að fara á stjá aftur, Douglas, ef hann er þá ekki þeg ar farinn." „Nærbuxurnar aftur?" „Já. Skrítið að þú skulir muna eftir því.“ „Ég gleymi því ekki.“ Hvernig átti ég að gleyma því? Enda þótt ekkert væri ábótavant við snyrtimennsku Roys, var hann þó enginn sér- stakur þrifaköttur, nema þegar hann var að undirbúa, eða þeg- ar kominn á það sem Kitty kallaði „stjá“, öðru nafni ástar- ævintýri. Þau giítust árið 1961 og síðan hafði hún lært að marka fyrirboðann á nær- buxnastafianum í skúffunni hans. Skyndileg og ör lækkun í staflanum samfara ótímabær- um og flausturslegum útskýring um um viðtöl við erlenda blaða- menn úti í bæ, síendiurteknum fundum með hljómplötuútgef- endum o.s.frv., var órækur vott- ur um, hvað væri í bígerð. Kitty hafði sagt mér þetta fyrir mörg- um árum, þegar ég var ritari hljómsveitarinnar, sem Roy stjómaði. Fyrir bræðralagshug- sjónina varaði ég hann við þessu, en hann virtist hafa gleymt því, þótt ég hefði ekki gert það. Eða hafði hann gleymt því? Hvernlg gat hann gleymt því? Ég velti þessu fyrir mér, á meðan ég hlustaði á og talaði við Kitty. Það var komið fram að hádegi. Henni datt ekki i hug að spyrja mig, hvaða ráðstafan- ir ég hefði gert um tirna minn þennan dag. Ég hafði hugs að mér að ganga upp Fleet Street og fá mér samloku með reyktum laxi og nokkur glös af Rínarvini. Síðan ætlaði ég að fara yfir plötur, sem ég þurfti að skrifa um fyrir „Hljóm plötuleikarann" heima hjá mér, borða síðan kvöldverð á Biagi, áður en ég færi á Bach-Hándel- tónleika. Auk þess beið alltaf hálfkarað handritið að bókinni sem ég var að skrifa um Web- er. Þó átti ég ekki í meinni innri baráttu. Forvitnin bar auðv.eld- an sigur úr býtum, eins og allt- af þegar Vandervane-fjölskyld- an átti í hlut. Ég hafði þó vit á að viðurkenna það ekki fyr- ir sjálfum mér strax. Hefði ég spurt Kitty í símanum, hvað ég gæti gert fyrir hana, hefði það kostað tuttugu minútna upptaln- ingu á hálfkveðnum visum. Ég sagðist mundu koma strax og spurði fyrir forvitnis saikir: „Hvernig vissirðu, að hægt var að ná i mig hér?“ „Gilbert sagði mér það. Hann er alveg dæmalaust fundvís." „Hver er Gilbert?" „Þú kemst að þvi.“ Ég var á leiðinni út, þegar umbrotsritstjórinn, Coates, feit- laginn maður með ljótan hósta, sneri sér að mér: „Hvernig var hans hágöfgi?" „Veiztu það ekki sjálfur?“ „Jú, ég spurði bara, hvernig þér hefði fundizt hann.“ Ég hugsaði mig um: „Hvaða lýsingarorð mundir þú nota um mann, sem með ýtrustu kurteisi tekur ekki nokkurt mark á því sem þú segir og er skítsama þótt þú sért að reyna að vinna verk þitt vel?“ „Ég mundi segja að hann væri með hundshaus, en það er e'k'ki að marka mig. Ég er einföid sál. Rak 'hann þig?“ „Nei, ekki í þetta sinn. Fór út í stjórnmál." Coates dró að sér sígarettu- reykinn og hóstaði öll ósköp um leið. Hann virtist aldrei setja þetta tvennt í samband hvað við annað. Þegar hann hætti að hósta sagði hann: „Geturðu ekki fengið grisku herforingja.stjórnina til að stofna með sér sinfóníuhljóm- sveit og koma hingað? Þá yrði honum verulega heitt í hamsi. Sjáumst í næstu viku, ef guð lof ar.“ Ég fór í vagn númer 11 og síðan í Norður-Vestur-lest- ina. Hún kom út úr neðanjarð- arhvelfingunni við Golders Green. Aprilsólin sendi geisla sina jafnt yfir grænar lendur og einhver hrófatildur, sem áttu víst að heita hús. Ég fór að hugleiða þessa ásókn Roys í ást arævintýrin. Sennilega mátti telja, að hún hæfist fjórum ár- um eftir giftingu hans og Kitty- ar. Þó átti hún eitthvað lengri forsögu, eða frá skilnaðinum við fyrri eiginkonuna. Kitty hafði sagt mér, þegar við hittumst síð- ast, að þetta hal'laðist æ meira á ógæfuhliðina, því stúlkurnar yrðu sífellt yngri og ómerki- legri, en Roy þeim mun hrifn- ari. Ég var sammála henni. Þá var hann nýkominn úr helgar- fríi, en helginni hafði hann eytt með einhverju fyrirbæri, sem kallaði sig söng og dansmeyju, enda þótt enginn hefði nokkru sinni heyrt henmar getið i slíku gervi. Kitty sagðist lifa í eilíf- um ótta um, að nú væri komið að því að hann færi fyrir fullt og allt, hún sagðist ramba á barmi örvinglunar og ég trúði henni. En ég vissi líka, að allt mótlæti óx henni gifurlega í augum. Henni gat fundizt heim- urinn blátt áfram vera að far- ast, ef ræstingakonan kom ekki á tilteknum tírna. Kitty var 46—7 ára og ég þóttist skilja hana vel. Þeim mun erfiðara fannst mér að skilja Roy. Hann var 54 ára (tuttugu árum eldri en ég) og mér var fyrirmunað að skilja, hvers vegna vitglóran í honum þurfti að minnka um leið og aldurinn hækkaði, án þess þó að ég væri að ætlast til þess að vitið héldi áfram að vaxa. Lestin nam staðar við enda- stöð og ég sté út ásamt nokkr- um öðrum. Ég hringdi úr síma- klefa samkvæmt fyrirmælum og sagðist vera kominn. Kvenleg eða kveifarleg rödd sagði, að ég ætti að leggja af stað gangandi, bíll yrði sendur á móti mér. Ég var spurður, hvernig ég væri út lits og ég sagðist vera rúmlega meðalmaður á hæð, rauðhærður og með gleraugu. Ég lagði af stað. Fyrsti sprett urinn var á fótinn, en síðan lá vegurinn um strjálbýlt úthverfi, fram hjá garði með tilbúinni tjörn og plastöndum siglandi á. Brátt renndi nýleg bifreið upp að mér og stanzaði snöggt. Sá sem ók, var umgur maður, þeldökkur, klæddur á borgara- lega visu, í dökkum jakka, hvítri s'kyrtu og með röndótt hálsbindi. Ég þóttist vita, að þetta væri Gilbert og rödd hans hefði verið sú sem svaraði mér fyrst í símann. Ég settist iran við hlið hans. Hann hvorki virti mig viðlits eða svaraði kveðju minni en sneri bílnum og gaf í. „Fyrirtaks bill,“ sagði ég. „Átt þú hann ?“ „Heldurðu að auvirðilegur negri hafi ráð á að kaupa svona stöðutákn ?“ „Satt segirðu. Það væri furðu legt.“ „Roy á bílinn . . . langi þig til að vita það.“ „Sá er orðinn stöndugur." Við ókum upp ávala hæð og komum síðan á skógivaxið svæði. Þá tók við óbyggt land á aðra hönd en stór einbýlis- hús á str jálingi á hina. „Hvaðan ertu?“ spurði ég. „London". „Það var og.“ „Þér má líka vera sama.“ Nú kom í ljós tjörn og i þetta sinn frá náttúrunnar 'hendi. Bíll inn sveigði út af þjóðveginum og inn á hejmreið. Beggja vegna voru stór ker með ródó- dendron-runnum. Ég mundi að Roy hafði sagt mér, að hann hefði fengið húsið fyrir gjaf- verð. Ég vissi þó ekki, hvað hann kallaði gjafverð. Ég hrökk upp úr hugleiðinigunum við að billinn stöðvaði við blá- málað hlið. Félagi minn og vin- velvakandi 0 Hákon Loftsson skrifar um — unum, — onum „Kæri Velvakandi: Lengi hefi ég hugsað um þetta með sjálfum mér, en einn ig talað við marga, hvað þeim finnist um, — en það er fram- burður sá, er oft heyrist í end- ingunni ,,-unum“ (þágufall, fleirtölu m. greini); endingin er þá borin fram með tveim u-um. Ég hygg, að þorri fólfcs segi •onum, en þegar það ætlar að vanda sig, eins og t.d. í út- varpi eða sjónvarpi, á fyrir- lestrum eða í ræðum, þá er sagt -unum. Fyrir mörgum árum las ég í þýzkri kennslubók i norrænu (eftir dr. Heusler, minnir mig), að einkenni norrænunnar væru þau að láta hljóðstafi skiptast á í beygingum, t.d. bókarinnar, götunnar, þvi norr æn eyru voru, og eru enn, mjög næm fyrir fögrum hljóm- um og hljóðum í máli, stöðu þeirra, og, hvort þau eru löng eða stutt. Eftir því, sem ég bezt veit, varð endingin -unum til úr -onom, þegar o hafði núver- andi ó-hljóð. Þetta breyttist síð an í o-hljóð og loks i u-hljóð. Þó hélzt gamla o-hljóðið i fyrra u-inu, eins og enn er í venju- legu tali manna á meðal. Þetta virðist vera i samræmi við það lögmál norrænunnar, er ég nefndi áðan, þ.e. að láta mis- munandi hljóðstafi skiptast á í orðum og endingum. Ég held ekki, að skólafóiki sé kennt, né þess krafizt af þvi, að það beri bæði u-in fram sem u, — en ég er afar forvitinn um það, hvers vegna nú síðustu 25—30 árin ber meir á u-framburðinum í hátiðartali en áður. Ættum við ekki að halda o-hljóðinu . . .? Það er eyranu áreiðanlega ljúf ara lag og eldra mál, og það hefur sitt að segja, þó að sjálf- sagt sé að spyrna eigi við eðli- legri hljóðþróun málsins. Hákon Loftsson." 0 S. skrifar um gott starf AA-samtakanna „Kæri Velvakandi. Mikið hefur verið rætt og rit að um áfengis- og eiturlyf jamál að undanförnu. Vitað er að áfengisvandamálið er stærra heldur en almenningur vill vera láta. Of sjaldan er þó minnzt á þau samtök, sem mestu hafa fengið áorkað að mínu viti, i þessum efnum, en það eru AA- samtökin. Sannleikurinn er sá, að hin- um almenna borgara verð- ur það helzt á, þegar vanda- málið er orðið honum ofvaxið að leita iæknis vegna sins heilsufars eða prests til að leita úrbóta á sínu fjölskyldu- vandamáli, sem skapazt hefur vegna drykkjuskapar hans. Læknirinn getur í flest- um tilvikum ráðið bót á likam- legri vanheilsu sjúklingsins og presturinn einnig leitt honum fyrir sjónir hvaða voði er á ferðum. En oftast er það hug- arfarsbreytingin, sem hver og einn þarf mest á að halda, sem vill verða erfiðasti þröskuldur inn í vegi fyrir raunverulegum úrbótum. Þennan hluta sjúk- dómsins er bezti læfcnirinn að mínum dómi maðurinn sjálfur með aðstoð þeirra manna sem hafa reynslu af slikri baráttu og þekkja leiðir sem hafa dug- að vel til betra og hamingju- saanara lífs. Þvi miður er farið leynt með það ómefamlega starf sem unnið er innan þessara samtaka af þeim mönnum sem finna sig knúða til að reyna að hjálpa samborgaranum i kyrrþey. Þeir fara heim til þeirra, ræða við þá, gefa þeim ráð og hjálpa þeim að fínna leiðir út úr ógöngunum. Þess- ir menn hafa af eigin reynslu þurft að horfast í augu við alls konar hörmungar og sigrazt á þeim og eru fúsir að leiða aðra sama veg ef sá hinn sami vill reyna að hjálpa sér sjálíur. Þeir læknar og prestar sem hafa margir haft mikið saman að sælda við þetta vandamál og vita flestir að AA-samtökin eru til, ættu að láta það eftir sér að kynnast starfi þessara samtáka því ég er fullviss um að þar finna þeir það bezta meðal sem hugsazt getur til að hjálpa mönnum til sjálfshjálp- ar. Fundir eru haldnir fiesta daga vikunnar og ætti hver og einn, sem sannur er að því að vilja gera eitthvað í mál um þessum að kynna sér þetta meðal og miðla öðrum. Við s'kul um ekki gleyma því að þau eru ekki fá heimilin sem áfengið hefur lagt í rúst og margir hjónaskilnaðir eiga rætur sín- ar að rekja til þess sjúkdóms sem ofneyzla áfengis er. Ef við getum lagt hönd á plóginn þá munar þjóðfélagið mjög um hvern þann samborgara sem er heill í lífi og starfi. Sími AA. er 16373 í Tjarnar- götu 3c.“ Velvakandi getur vel tékið undir þessa hollu hugvekju og vonar að sem flestir leggist á eitt um að hjálpa sjúkum, hver svo sem sjúkdómur þeirra er. Það eru ekki einasta drykkju- sjúklingar, sem þurfa á hjálp að halda til að rétta sig við, heldur eru það margir sem þurfa á andlegum styrk að halda, eftir miklar líkamlegar þjáningar. Þeir eiga engin AA-samtök, því miður. 0 Til hjálpar einmana fólki „Kæri Velvakandi. Þakka margar góðar greinar. Langar aðeins til að segja álit mitt á dálkunum, sem birtast undir þessu nafni, Velvakandi. Mér finnst fólk mætti skrifa undir dulnefni. Má ekki kasta bréfum sem eru ruddaleg eða meiða einhvern? Eða í því til- felli setja fullt nafn við þau, svo fólk viti, að það getur e'k'ki sett hornin í aðra í skjóli dul- nefnis. Svo mætti birta hin bréíin undir dulnefnd, sem eru rabb um hitt og þetta. Góðar ábend ingar og ráðleggingar um guðs- trú og góða hluti. Nú vil ég koma á nýmæli. í Morgunblað- inu fimmtudaginn 20. jan. 1972, spyr Kristín Guðmundsdótt- ir um klúbb fyrir einmana fólk. Oft hef ég þaulhugsað þetta mál. Ég veit um marga, sem standa á barmi örvæntingar af einmanakennd. Ég hefi haft hug á að hafa samband við áhugafólk á öllu landinu. Það vaari hægt að byrj’a á bréfa- skiptum, helzt i sambandi við dagblað. Stofna mætti deildir, nokk- urs konar andlegar hjálpar- sveitir. Því ekki að fá pres^- ana til aðstoðar? Erlendds hafa hliðstæð samtök jafnvei bjarg- að mannslífum, er fólk hefur ætlað að svipta sig lifi, von- laust og einmana. Fólk gæti eignazt sína penna- vini og síðan átt aðgang að vinnu og skemmtiklúbbum í Reykjavík, Akureyri, svo eitt- hvað sé nefnt. Einmanaleiki er ekki bundinn við höfuðstað- inn. Heimsóknir út á land og í kaupstaði gætu stuðlað að samkennd félaga, hvort sem um Reykvíkinga eða aðra er að ræða. Vinátta, góð ráð og tilhdöfck un að fá bréf, er ekki einskis vert einmana sál. Til að fyrirbyggja misskiln- ing, skal það tekið fram, að þetta er ekki frá minni hendi sfcoðað sem neinn giiftdnga klúbbur. Þetta tek ég sérstak- iega fram, vegna þess, að til er fólk hér á landi sem hefur það að atvinnu, að pússa saman ein mana manneskjur, fyrir góða þóknun. Nú vil ég ekki fá nafn mitt birt, en væri einhver ein- mana sál, sem hefði áhuga á að ná til annarra, væri ég fús að leggja lið, t.d. konunni sem spurðd 20. jan. Með þökk fyrir væntanlega birtingu. Vinsamlegast. Huldukona."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.