Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1972 Jónas Pétursson: Frá Austurheimi Hugleiðingar við Lagarfoss Og enn er toomin hláka. Þorri byrjaður, vika af, því að nú er 28. jamúar. Þessi vetur hefur verið góður, hæg veður hér við Lagarfoss. Blessun höfuðskepn anma hvílir á liðnum mánuðum yfir þeirri framíkvæmd, sem hér er hafin, fyrir tæpu missiri. Og ég skil það svo vel. Ég orðaði það svo í einni af mínum bar- áttugreinum fyrir þessari vihkj- un, að orkan úr Lagarfossi væri sjóilfisögð til nota Austfirðingum eins og amdrúntóloftið yfir og um hverfis tiil að anda að sér. Sárt er það að vísu hve seinir Austfirðingar voru tíl skilnmgs á þvi að þetta val^ þeirra virkjun að ábyrgð og arði. En ég veit að fleiri og fleiri eru nú að átta sig á mi'kil- vægi þessarar hliðar. Guð hjálpar þeim, sem hjálpar sér sjálfur — og gildir það um byggðarfiög og f jórðunga eigi síður, en einstaklinga. Ég hefi starfað hér firá byrj- un framkvæmda. Þótt Lagarfoss virkjun yrði ekki í upphafi fyr- irtæfki Austfirðinga, stakk það ekki áhuga mimum svefnþorn fyrir framlkvæmdinni. Eftir að meirihluti austfirzkra sj álfstæðismarma hafði metið ntína 12 ára þingmennsku svo, að burt skyldi ég af þingi hverfa, var eigi óeðlilegt, að ég beindi huganum að öðru starfi, og þá helzt einhverju þvi, sem mér væri geðfellt. Um þær nxundir er þingmennsku minni lauk, komu fram tilboð í bygg- ingarhluta Lagarfossvirkjunar og lá þá nokkuð ijóst fyrir, eft- ir að þau voru kunn, að Norður- verk h.f. myndi fá verkið. Þá flaug mér í hug að leita eftir starfii hjá því fyrirtæki, af tveim ur ástæðum: Lagarfossvirkjun var mér hugstæðasta fram- kvæmd fjórðungsins og af fyrri samskiptum við Norðurverk h.f., einkum við byggingu hafnar- garðsins á Vopnafirði, voru mér forstöðumenn þess að góðu kunnir. Og nú er ég hér. EN HVAÐ SÉR MAÐUB SVO HÉR í NÁGRENNINU, ÞEGAR SKYGGNZT ER AF HEIMAHLAÐI VH> LAGARFOSS? í bjartviðri gnæfa Dyrtjöll í austri, eimhver fegurstu fjöll þessa lands, oftast skínandi hvít í vetur með svörtum hamrabelt- um. Varðtröli við Út-manna- sveit. Nær eru ásar og lynghæð- ir, næst flatir viðarmóar og í gilinu neðan við fossinn — þar unir einihrisla — og ilmbjörk kann að finnast, a.m.k. á tals- verðum viðáttum bak við Kirkjubæ. Já, Kirkjubær. Vestan við Lag arfljót honfir Kirkjubær við virkjuninni, án fólks. Eyðibær um þessar mundir, eim allra bezta jörð Héraðsins. Prestsset- ur um langa hríð, með stærstú kirkju á Héraði. Kirkju, sem söfnuðurinn hefiir sýnt sóma og hirðu. Hvítt hús, sem hvern morgun mætir augum í vest urátt, eina prýði þessarar ágætu jarðar, þar sem útihús eru jöfnuð við jörðu, en gamalt og mikið timburhús, jámklætt, felur sig í litum umhverfis. „Ekkja stendur aldin kirkja, ein í túni formra virkja" kemur ávaillt í huga minn, er ég horfi til Kirkjubæjar — með trega sem bregður fyrir brjóst mér — eins og ég veit að býr við hjarta rót hollvætta Úthéraðsins í Dyr fjöllum yfir auðn Kirkjubæjar og of margra annarra býíla á víð áttum Úthéraðsins. Þessi kapi- tuli í sögu Kirkjubæjar, þarf nú þegar að taika enda. Hin frá- bæra virkjunaraðstaða við Lag- arfoss, fiossimn —- fallið, er í landi Kirkjubæjar að hálfu. Það er sjálfsögð framkvæmd á veg- um Lagarfossvirkjunar að 'byggja vandað íbúðarhús á Kirkjubæ — gjalda þannig fyr- ir aðstöðuna. Þetta er hið mik- ilvægasta fiyrir Hróarstunguna. Þá byggist jörðin góðum bónda. Hann myndi kljúfia það að húsa að öðru leyti — og ræktun og girðingar réði hann við. Jörð- ina má ekkl bjóða til sölu, fyrr en ábúandi hefir öðlazt kauprétt á jörðinni. Ella er of mik- il hætta á, að hún yrði keypt til að hafa hana í eyði áfram — slíkt má ekki verða. Lagarfossvirkjun, með brú yf ir fljótið og vegi, sem tengir byggðimar, breytir svo miklu, að líkja má við er sól og sunn- anblær kemur yfir Út-Hérað eft ir langvarandi regn og súld um heyannir. í vestur og norðvestur eru Hlíðarfjöllim, frá KoUumúla um Smjörfjöll til Smjörvatnsheiðar, Hár fijaJllgarður, sem er að mynda jökui þar sem hæst ber. Út sér til hluta Húseyjar ef vel er að gáð og inn til Gagmheið- ar með sjómvarpsmastrið, Fagra dals og Hattar. Vegur var lagður haustið 1970, vel upphleyptur, af Út- Héraðsvegi hjá Móbergi, 8 km leið — og endar hann við Foss- inn. Er þá eftir tæplega 3ja km leið á vegarenda hjá Stóra Steinsvaði. Þegar vegurinn verð ur tengdur þá leið, styttist leið- in: Egilsstaðir — Lagarfoss, báð ar leiðir um 27—28 km. 1 þvi mætti teljast nokkur „hagræð- ing“ að tengja veginn skemmri leiðina, ekki sízt á meðan virkj- unarframkvæmdirnar standa yf- ir. AÐ HVERJU ER UNNIÐ? En hvað er helzt í fréttum af framkvæmdum frá haustinu og skammdegisskeiði n u ? Rairnagns veitur rikisins reistu rúmiega 60 m langcin skáia, sem var til- búinn til íbúðar frá miðj- um ágúst. Skáli sá er keyptur af „Fjarða síld“ á Seyðisfirði. Hýsir borð- stofu og eldhús, herbergi 15, beggja megin við gang í miðju húsi, íbúð fyrir eftirlitsverkfræð ing í vesturenda, skrifstofu, hreimlætisaðstöðu. Timburgölf einangrað með steinullarkemb- um og 'loft er það einnig — og rafmagnshitun. Norðurverk h.f. flutti í þetta heimili um höfuðdagsleytið með nokkurt lið og frá þeim tíma hef ir starfsorkan þrumað, i véi- um og fóílki. Viðbyggingar hafa verið gerðar við langhúsið 2 jámskemmur miiklar, sem verk- stæði og geymslur. Nær er lok- ið að sprengja djúpan aðfalls- skurð að stöðvarhúsi í gegnum blágrýtisásinn er liggur austan við „Possinn" í allt að 27 m hæð yfir sjó. 1 stöðvarhússgrunni hef ir verið sprengt niður að vatns- borði og grjótmagni því, er losn að hefir ekið í vegi, plön og upp fyílingar og stíflu yfir austur- álmu fossins og hún þurrkuð upp. Og verið er að stífla neð- an við fossinn, svo að ekki renni öfugt þegar sográs og undir- staða vélahúss, sem kemur djúpt niður fyrir vatnsborð verð- ur sprengt út og byggt. Grafvél ar og ýtur eru svo að grafa að- fallsskurð út úr Steinsvaðsfló- anum, austan klapparássims að enda hins sprengda skurðar. Þetta er hrá mynd af þwí, sem hefir verið að gerast. Jólalleyfi var að sjálfsögðu. Þama eru „í heimili" að jafnaði 20 manns, stumdum lítið eitt færri, en oft nokkru fleiri. Skálinn hefir Jónas Pétursson. skýlt okkur vel — betur en vænta mátti, en tíðarfarið hefir líka verið ótrúlega milt. Og hæg viðri hafa verið undra mikil, enda suðlæg og austlæg átt mjög rikjandi um langt skeið, sem ekki hefir náð vindS um Lag arfosssvæðið. Ég held að flestir hafi unað hag sínum vel. Sjön- varpið sést hér vel oftast, en útvarps er minna notið vegna sjónvarpsins. ÞORRABLÖT Já nú er þorri. Blótað er i flestum byggðarlögum Héraðs- ins. Nýja heimilið við Lagaríoss er í Hjaltastaðahreppi. Blót mik ið var þar haldið í Hjaltalundi. Nökkur hópur „höiimamanna" úr langhúsinu við Lagarfoss tók þátt í þeirri hátíð, öllum þeim til mikillar ánægju. Skemmtiatráðd voru meðan á borðhaldi stóð, með gamanvísum, leikþáttum, annálum, söng og tiilkynningum, og fóru þar ekki varhluta hin- ir nýju „landnemar" við Lagar- foss. Eftir borðhald var dans stig- inn af meira fjöri frá upphafi til enda, en ég hefi í annan tíma vitað dæmi til. Mér var það fyr irboði þess, sem hlýtur að leiða af Lagarfossvirkjun, að fólkí taki að fjölga í Útmannasveit. Og hér skal segja amen eftir efninu. Enda nú liðið mjög á þorra. En frjósemi hugans fer vaxandi með hækkandi sól. - Byggdaspjall Framhald af bls. 10 mér, ekki með útiverkin að minnsta kosti. En auðvitað er i mörg horn að líta. Ég finn þó ekki eins mikið fyrir því nú, þegar tíð er svona góð og næg hey. Síðan við fórum að vera ein, finnur maður ákaflega vel fyrir þvi hve mikið er i húfi, þegar hey- skapurinn hefst og hve hann Skiptir miklu. Annars er fljót heyjað hér, ef tíð leyfir, því við höfum góðan vélakost. Eggert var búinn að búa svo vel í haginn með það. Hann hafði keypt sláttuþyrlu, sem er ákaflega fljófivirk. Al'ls höfum við tvær dráttarvéiar og 3 sláttuvélar og það er miklu hægt að áorka á stutt- um tíma með þeirn tækjum. — Svona stórt heimili þarf lika mikið. Er ekki dýrt að hafa svo mörg böm i heima- vistarskólum? — Jú, það kemur öðru visi út en þegar allir borða heima. Ég hefi ekki tekið það saman í vetur, en það skiptir tugum þúsunda, sem þarf að greiða út úr heimilinu. — Þið eruð enn með hesta. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 55. og 57. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1971 á Fögrubrekku 14 — hluta — þinglýstri eign Snorra W. Sigurðssonar, fer fram á egininni sjálfri þriðjudaginn 22. febrúar 1972 kl. 16,30. Bæjarfógetinn í Kópavogi. „DÖMUR" „NÝTT". Conditionner Babyform Gefur hárinu léttleika og heldur lagningunni lengur. HARGREIÐSLUSTOFA STEINU OG DÓDÓ Laugavegi 18 — Sími 24616. Kvenfélogið Keðjon Skemmtifundur verður haldinn laugardag- inn 19. febrúar 1972 í Útgarði, Glæsibæ. Skemmtunin hefst kl. 9 með bingói. Skemmtinefnd. Spónlagðnr spónaplötur Þykktir: 14 m/m 18 m/m 20 m/m Verð: kr. 591,00 685,00 791,00 Stærð: 220 x 122 c/m, Plötumar fást hjá okkur. TIMBURVERZLUN ARNA JÓNSSONAR. Athugið föstudaga opið til kl. 19 (kl. 7.). Lokað á laugardögum. Krossviður, margar gerðir Vntnsþolinn krossviður Plöturnar fást hjá okkur. TIMBURVERZLUN ARNA JÓNSSONAR. Athugið föstudaga opið til kl. 19 (kl. 7.). Lokað á laugardögum. Til notendn þungavinnuvéln Okkur hefur verið boðið að annast sölu á alls konar notuðum þungavinnuvélum, loftpressum o. fl., einnig notuðum dekkjum. Umboðsmaður frá Englandi verður til viðtals á morgun (laug- ardag) kl. 10 til 4. MELITA, Umboðs- og heildverzlun, Vesturgötu 2 — Sími 16020. Eru börnin eins miklir hesta- menn og faðir þeirra var? — Já, þau hafa mikinn áhu-ga á hestamennsbu og eru að temja og skipta á hest um. Mar-grét er aðalmanneskj an þar. Það mæðir yfirleitt mest á henni. En hin eru líka mjög áíhugasöm um bús'kap inn. Þau vilja ekkert vera að fara í burtu. — Svo þú ætlar að sitja kyrr á Kveninabrekku og búa áfram ? — Já, ég veit ekki hvert við ættum að fara. Og við kunnum hér vel við okkur. Við vorurn búin að vera hér í 19 ár. Presturinn er nú i Búðardal og er búið að byggja prestssetur þar. En ég hefi jörðina hér og er búin að fá erfðafestu á henni. — Er þetta góð jörð? — Já, þetta er ágætis jörð. Ekki mjög stór eða mikil beit arjörð. En túnið er gott og hús ágæt. — Ég vil taka það fram, sagði Ingibjörg á Kvenma- brekku að loikum, að fólkið hér hefur verið einstaklega gott og hjálpsamt við okkur. Okkur þykir sérlega vænt um það og al.lt hér. Ég gæti ekki hugsað mér að fara héð- an. Fasteigna- og skipasalan hf. Strandgötu 45 Hafnarfirði. Opið aHa virka daga kl. 1—5. Simi 52040.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.