Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 16
10 MORGUNBL.AÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1972 Oítjgefafld! Mf. Árva!kw, FteykjávHc Framlcvaemdastiór! Harafdur Svefnsson, Ritiatjórar Mfftíhías Johaiwressen, Eýjóltfur KonrðO Jðrtsson. Aðstoðarrítsti'órl Styrmlr Giínrrarsson. Ritstjórnarfultoól ÞtoítiSöm GuOmimdsson. Fréttastjórl Björn Jólharatsson, Auglýsingastjört Árnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiOsia Aöaistrætl 0, sfmi 1(MOO. Augilýsingar AOalstraat! 0, efm! 22-4G0. AsikriftargjaM 225,00 kr 6 Tnánuð! írvnantands 1 fausasöTu 15,00 Ikr. eintakið. NEYÐARÁSTAND í M.R. Cannkallað neyðarástand ^ ríkir nú í húsnæðismál- um Menntaskólans í Reykja- vík. í skólanum eru um 1000 nemendur en Guðni Guðmundsson, rektor, telur menntaskóla með 600 nemend ur vera hámark. Gífurleg þrengsli eru í gamla skóla- húsinu og notast verður við húsnæði utan skólans sjálfs. Samt sem áður er ástandið svo alvarlegt, að ekki verður við unað. Nemendur og kennarar Menntaskólans í Reykjavík fóru í vikunni í kröfugöngu að stjómarráðinu til þess að leggja áherzlu á óskir um úr- bætur og til þess að vekja almenning til vitundar um það ófremdarástand, sem rík- ir í þessari gömlu og virtu menntastofnun. Af viðbrögð- um stjómarvalda er ljóst, að enn mun langur tími líða þar til varanleg lausn verður fundin á vandamálum Menntaskólans í Reykjavík. í samtali við Morgunblaðið í gær, sagði Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráð- herra, að ekki yrði hægt að taka ákvarðanir í þessum efnum fyrr en ríkið hefði eignazt allar lóðir í kringum skólann, sem undir nýbygg- ingar þarf. En hvenær verður það? Á gamla sagan að end- urtaka sig: að vorprófin mið- ist við húsnæðisleysið — en ekki þarfir nemenda? Sannleikurinn er auðvitað sá, að engum þarf að koma þetta neyðarástand á óvart. Morgunblaðið hefur marg- sinnis á undanförnum árum vakið athygli á þeirri ein- kennilegu staðreynd, að á sama tíma og mikið skólahús- næði fyrir bama- og gagn- fræðaskóla hefur verið byggt á vegum Reykjavíkurborgar, hefur orðið næsta lítið um framkvæmdir við nýbygging- ar menntaskóla á höfuðborg- arsvæðinu. Hamrahlíðarskól- inn var að vísu byggður, þegar allt var komið í óefni fyrir nokkrum árum og síðar var gripið til þeirra bráða- birgðaráðstafana að fá inni fyrir nýjan menntaskóla í einu elzta skólahúsnæði Reykjavíkurborgar, Miðbæj- arskólanum gamla. RITSKOÐ- UN TIL ÚTFLUTN INGS TTvað mundi verða sagt hér á landi, ef hið opinbera kvikmyndaeftirlit treysti sér ekki til að leyfa sýningar á einhverjum þætti í lífi ein- hverrar vestrænnar þjóðar, t.a.m. Bandaríkjanna, — vegna þess að það mundi skaða samstarf íslands og viðkomandi ríkis? Og mundi nokkur íslendingur sætta sig við það, að ef gerð væri bandarísk stórmynd úr verki eftir t.a.m. stórskáldið Willi- am Faulkner væm sýningar á henni ekki leyfðar hér vegna þess að kynþátta- vandamál Bandaríkjanna varpaði skugga á þau og kvikmyndin mundi móðga stórveldið? Auðvitað mundi enginn íslendingur sætta sig við slíka afgreiðslu mála. En — þetta verða þó frænd- ur okkar Finnar að gera sér að góðu. Nýlega hefur finnska kvikmyndaeftirlitið eftir langan umþóttunartíma samþykkt með samhljóða at- kvæðum að leyfa ekki sýn- ingar á kvikmyndinni um líf rússneska fangans Ivans Denisovitzh, sem byggð er á heimsfrægu meistaraverki mesta sagnaskálds Sovétríkj- anna á okkar tímum, Alex- ander Solzhenitzyns. Það gerðist einnig ekki alls fyrir löngu að sendiherra Sovét- ríkjanna í Líbanon krafðist þess að kvikmynd, sem fjall- aði um ógnir kommúnismans, væri bönnuð í Beirut. Það var gert. Kvikmyndin er byggð á ógnvekjandi frá- sögnum Artur London, fyrr- um aðstoðarutanríkisráðherra Tékkóslóvakíu. Bók hans nefnist „Fyrir rétti“. Hún fjallar um handtöku hans og hryllileg pyntingarréttarhöld kommúnista í Tékkóslóvakíu upp úr 1950. Þannig ætla sovézk stjórn- arvöld ekki einungis að halda uppi ritskoðun í sínu eigín landi, heldur hafa þau nú hafið nýjan þátt í „umbóta- starfi“ sínu fyrir mannkynið: Þau eru farin að flytja út rit- skoðun. Það mætti vera íhugunar- efni þeim, sem enn ríghalda í þá skoðun — eða öllu frem- ur trú — að sósíalismi sé æðra takmark en það frelsi, sem vestrænar þjóðir búa við. Harmsaga heimsbók- menntanna Líkkistan 1 minningabók N.M. er andrúms- loft sem við Islendingar þekkjum ekki og getum raunar ekki gert okkur í hugarlund: „Reyndu ekki að skilja Rússa,“ sagði Vladknir Ashk- enazy við mig fyrir skömmu. Sovétríkin eru, hvort sem okkur líkar betur eða ver, annað mesta stórveldi heimsins. Stjórnendur þeirra hafa líf okkar allra í hendi sér. Okkur er þvi nauðugur einn kostur að reyna að skilja þá og sam- félag þeirra. Sízt af öllu hef ég ánægju af að rifja upp glæpi, hryðjuverk og hryllilegar lýsingar á örlögum fólks, en undan því verð- ur samt ekki vikizt. Bók N.M. er eitt þeirra undirstöðuverka, sem nauð- synlegt er að kynna sér. Hún get- ur hjálpað okkur til „að skilja". Hún er enginn skemmtilestur. En veruleiki hennar er svo yfirþyrm- andi og nákominn, að engu er lík- ara en maður sé kominn til Sovét- rlkjanna og upplifi martröð áranna fyrir stríð. Að lestri loknum stönd- um við betur að vlgi til að átta okk- ur á sögulegum forsendum þess tíma sem við lifum. Þær eru flóknari en svo að unnt sé að afgreiða þær eins og þingsályktunartillögur stjórnar- andstæðinga á Alþingi. N.M. segir frá því þegar ein af sögupersónum hennar gekk fram hjá Lúbjanka-fangelsinu, aðalstöðvum rússnesku öryggislögreglunnar og varð þá að orði: „Svo lengi sem þetta hús stendur þama er ég ör- ugg!“ Trú þessarar sömu söguper- sónu á kerfið varð til þess að hún ræddi ekki um dauða manns síns í mörg ár — hann kastaði sér út um glugga af ótta við að vera handtek- inn. Lúbjanka stendur enn. Og kannski fer öryggistilfinning um einhverja af þeim sökum. Ótrúleg tilgáta, ef sú, staðreynd er höfð í huga að þar ríkir svipuð þögn og O.M. lýsir í einu ljóða sinna: „Lífið í Pétursborg er eins og svefn í líkkistu." Til að lýsa dálítið nánar veröld N.M. og skáldsins sem hún elskaði er nauðsynlegt að gripa niður í bók hennar á víð og dreif. Nokkrar setn- ingar geta brugðið ljósi á efnið og þá um leið veröld þess fyrirheitna lands, sem kommúnistar boða: . . . þeir komu til okkar nóttina milli 13. og 14. mai 1934 . . . Mismunurinn (á handtökunum 1934 og 1938) . . . kom greinilegast fram í þvl, hvernig hús- rannsóknum var hagað. 1938 leituðu þeir ekki að neinu sérstöku og só- uðu ekki tímanum í að kynna sér neins konar plögg. Agentarnir vissu ekki einu sinni hvað hinn handtekni starfaði. 1934 sneru þeir orðalaust við öllum dýnum . . . . . . söfnuðu saman öllum pappír- um . . . 1938 tók þetta kannski tuttugu mínútur, en 1934 alla nótt- ina . . . Enginn leit við öðrum, i öll- um sáum við uppljóstrara. Það var eins og landið væri gripið ofsókn- aræði og við höfum ekki enn náð okkur af þeim sjúkdómi . . . „Við hvað er ástæða til að vera hræddur,“ sagði Stalín. „Aðalatriðið er að vinna" . . . Allar fjölskyldur fylgd- ust með vinum og kunningjum vand- lega til að átta sig á, hverjir væru æsingamenn, uppljóstrarar eða svik- arar. Eftir 1937 hætti fólk að um- gangast hvert annað . . . Þegar við stöndum andspænis endalokunum. finnum við ekki til ótta. Óttinn er leiftur, vilji til að lifa . . . Ef maður missir vonina, glatar maður einnig óttanum — þá er ekkert að hræð- ast . . . En mæðumar, sem bjuggu börn sín undir lífið, kenndu þeim sjálfar hið heilaga mál full- orðna fólksins. „Synir mínir elska fyrst og fremst Stalín, og síð- an mlg,“ sagði kona Pastemaks, Zinaida Nikolajevna . . . Aðrir gengu ekki svó langt, en trúðu bömum sínum ekki fyrir efasemdum sinúm; hyers vegna að Játa þáu áriétj ast dauða og tortímingu? Ef barnið byrjaði nú allt í eínú að tala í skól- anum . . .? Auk þess vorum þáð víð, sem vorum álitin sjúk, við, sem höfðum ekki glatað efasemdum okk- ar . . . Allt var réttlætt með því, að „allt væri öðruvísi nú“ . . . Ná- grannakona, sem fyrir styrjöldina kom með mjólk til mín í Kalinin, andvarpaði eitt sinn og sagði: . . . hvernig er það í kapitalistalöndun- um? Þar glatast maður um- svifalaust... Enn eru til stúdentar, sem trúa því, að almenn skólaganga sé bara möguleg, þar sem sósíalismi ríkir . . . Þegar ég varð einmana, hélt ég mér uppi á þessum orðum O.M.: „Hvers vegna heldur þú, að þú eigir endi- lega að vera hamingjusöm?“ . . . Hversu margir eru þeir ekki í út- löndum, sem trúa okkur aldrei . . .? Hjá okkur er algjörlega hætt að nota orðið „samvizka" — það er hvorki notað í blöðum, bókum né skólunum, en í stað þess var fyrst notað orðið „stéttameðvitund" og síð ar „þjóðarheill" . . . (fólkið leið) af tveimur sjúkdómum: sumir grunuðu alla um að vera uppljóstrarar, aðr- ir voru hræddir við að vera sjálfir álitnir uppljóstrarar . . . á slitna og útþvælda, margtuggða upphrópun eins og „guði-sé-lof“ var litið eins og leifar af trúnni . . . Böm og gam- almenni dóu eins og flugur . . . Fólk, sem býr við einræði, verður fljótt gegnsýrt af vitneskjunni um eigið hjálparleysi og leitar sér trausts og réttlætingar í aðgerðarleysi . . . 1 32 ár hefur ekki ein einasta lína úr ljóðum hans (O.M.) verið prentuð, nú eru 25 ár síðan hann dó og 30 ár frá því hann var handtekinn í fyrsta sinn . . . Drenginn dreymdi um að fá vinnu, í það minnsta sem nætur- vörður, en enginn vildi taka við honum. Allt misheppnaðist fyrir honum og hann kenndi nafni sínu um: „Þar sem ég heiti Mitrofan, heldur fólk að ég sé prestur og þess vegna er ég ofsóttur.“ Niðri í borg- inní var . . . dómkirkja heilags Mitrofanijs og serinilegá hafði drengurinn á réttu að standa . . . 1 O. II. landi okkar var góðleiki gamaldags eiginleiki, sem var að deyja út, og góð manneskja einna helzt eins og mammút . . . (Þegar Stalín talaði við Pasternak, eins og fyrr er getið, varpaði hann fram þeirri spurningu hvort O.M. væri ekki „meistari“. Þegar O.M. talaði um þetta samtal sagði hann): „Hvers vegna er Stalín svona hræddur við snilld? Þetta er einhvers konar hjátrú hjá honum, hann heldur að við getum beitt göldrum Guð veit reyndar hvernig þessu hefði lokið, ef Past- ernak hefði byrjað að syngja eins og næturgalinn um snilldina og meistarann — kannski hefði O.M. þá verið myrtur . . . Reyndar urðu allir Sovétborgarar hræddir við óvænta gesti, við bíla, sem voru stöðvaðir fyrir utan hús...........Við berum mikla virðingu fyrir fjöldabaráttu, fjöldaaðgerðum, fjöldabyltingum, fjöldaákvörðunum ... Þessi dæmi læt ég nægja. Og þð, hvað riægir nú á dögum? „Hversu margir eru þeir ekki í útlöndum sem trúa okkur aldrei?“ Mér hefur dott- ið í huga, hvort bók N.M. eigí ekki erindi við félagsfræðideild Háskóla Islands. Og islenzka æsku án undan- tekninga. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.