Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 17
MO RGUNBLAÐŒ), FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1972 17 Friöjón Þórðarson, alþingismaður: RAFHITUN HIJSA UKTDANFARIN ár hefur öðru hvoru verið rætt og ritað um nauðsyn þess að auka húsa- hitun hérlendis með rafmagni, svo að hægt væri að draga úr olíukaupum erlendis frá og spara dýrmætan gjaldeyri. Hinn 1. marz 1971 var svo- feLld tillaga til þingsályktun- ar um hitun húsa með raf- orku samþykkt á Alþingi. „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á iðnaðarráðherra að bedta sér fyrir aukinni notkun raforku tiil húsahitun- ar á öllum þeim svæðum, þair sem jarðhita er ekki völ sem hagkvæmari hitagjafa. Gera skal sem fyrst áætiun, þar sem stefnt verði að þvi, að innlendar orkuiindir verði að- alhitagjafi landsmanna." Flutningsmenn tillögunnar voru Jómas Pétursson, Frið- jón Þórðarson, Ásberg Sig- urðsson, Bjartmar Guðmunds- son, Guðlaugur Gíslason og Óskar E. Levý. Upphaflega gerði tillagan ráð fyrir því, að gerð yrði 5 ára áætiun um framkvæmd þessa máls, en sú áætiun þótiti of ströng að mati alþingismanna og var breytt í framanritað horf. Það er augljóst mál, að stefna ber að því að nota Friðjón Þórðarson fremur innlenda orku en er- lenda. fsland býr yfir mikilli orku. Það er land elds og ísa. Jarðhiti er víða nýttur til húsahitunar. En orka sú, er býr í faJlvötnum landsins, er ennþá lítt beizluð til upphitun- ar húsa. Þar sem jarðhiti er nægur í nálægð byggðar er valið auðvelt. Þar má ætia, að hitaveita sé hyggilegasta lausnin. Sé heitt jarðvatn á hinn bóginn ekki til staðar, ber að stefna að rafhitun húsa. Þar verður ríkisvaldið að búa i haginn eftir því sem raforkan dreifist víðar um byggðir landsins. Saga upphitunar ibúðar- húsa í Reykjavík er öUum kunn. Hitaveiitan er eiitt af ævintýrum hins nýja tíma tuttugustu aldarinnar á Is- landi. Hún sýnir, hversu miklu framsýnir ráðamenn bæjarins fengu áorkað, — að visu við góð skilyrði, — þrátt fyrir úrtöluraddir, sem alltaf heyrast. Þessi stórfram- kvæmd hefur öðru fremur stuðlað að því að breyta bæn- um í hlýlega og aðtaðandi höf- uðborg. Svipaðar sögur hafa gerzt og eru að gerast úti um landsbyggðina, þar sem jarð- varma er völ i umhverfinu. Það var háleitt takmark, sem ríkisstjórn Ólafs Thors sebti sér árið 1953 að rafvæða allar byggðir landsins með orku frá samveitum, svo framarlega sem ekki væri um órafjarlægðir að ræða milii staða. Varla verður ann- að með sanngimi sagt en raf- væðingin hafi gengið betur en þorandi var að vona. Þó er lokaskrefið eftir, sem stíga verður til fulis, svo að allir landsmenn megi við una. Ríkisvaldið hefur að sjálf- sögðu haft forustu á hendi í rafvæðingu landsins, en marg- ir hafa hlaupið undir bagga til að fá framkvæmdum hrað- að. Einstaklingar, hreppar og sýslufélög hafa tekið fé að láni og greitt vexti og fram- lög úr eigin vasa. Framlög eiga reyndar að endurgreið- ast. Samvinna hefur víða verið góð í þessum efnurn. Atvinnujöfmmarsjóður hef- ur síðustu árin greitt hluita af vöxtum slikra lána. — Nú er hann aliur, — en Byggða- sjóður tekur væntanlega við hlutverki hans að þessu leyti. — Hefur sú aðstoð reynzt notadrjúg. Rafvæðingunni hefur miðað áfram. Þó er það svo, að víðast hvar utan jarð- hitasvæðanna er olía notuð tál kyndingar húsa. 1 málefnasamningi ríkis- stjómarinnar er sagt, að hefj- ast skuli þegar handa um undirbúning að stórum vatns- afls- og jarðhitavirkjunum, er nægi til hitunar á húsakosti landsmanna og tryggi islenzk- um aitvinnuvegum næga raf- orku. Ljúka eigi rafvæðingu dreifbýlisins innan þriggja ára og jafna raforkuverð. Vonandi fylgja efndir orðum. Þann 1. september sl. lét rikisstjórnin niður falla sölu- skatt af hitaveitugjöldum og oMu til húshitunar. Hins veg- ar er enn innheimtur sölu- skattur af rafmagni, sem not- að er til húshitunar. Sagt er, að ætlunin hafi verið að fella einnig niður þennan söluskatt, en þar hafi strandað á tækni- legum örðugleikum. Nú hefur formaður Sambands íslenzkra rafveitna bent á leiðir til lausnar í þessum efnum, sbr. Mbl. 6. febrúar sl. Enn situr þó við það sama. Varla munu þessar öjöfnur örva menn tiil rafihitunar híbýla sinna. Hvað sem öðru Mður verður að telja, að aukin rafhitun húsa sé þjóðhagsiegt stórmál. Þar er þörf miki.lla áitaka um leið og lokatakmarkið nálg- ast: Að ljúka rafvæðingu allra byggða landsins. Skúli Skúlason: Norðmenn og Efnahags-_____ bandalagið____ Stórframkvæmdir í miðborg Osló. FRAM að undirskriftardegi EBE-sáttmálang þótti enn ó- víst, hvort norska stjómin sæi sér fært að verða saamfierða Bretlainidi, Danmörku og ír- landi og undirskrifia þá skil- mála, sem í boði voru. Það hefur ailla tíð verið lausn landbúnaðar- og fiskmála, sem mestum erfiðleikum hafa vald ið í sammingunum; þar þurfti sérstök ákvæði vegna þess að aðstaða Noregs er önn ur en hinma EBE-landainna. Vegna veðráttu og landshátta verður dýraira að framileiða ket og mjólkurafurðir í Nor- egi en hinum löndunum og þess vegna hefur ríkið styrkt með niðurgreiðsJium baup bænda á tilbúnium áburði og fóðurbæti. Til þess að efla kornræktina í landinu hefur tollur verið lagður á allt inn flutt kom og honum varið til að styrkja innlenda komfram leiðendur. Og á hverju vori á kveður ríkisstjómin í samráði við fulltrúa landbúnaðarins verðlag það, sem gilda skuli næsta ár á landbúnaðaxafurð um og hefur það farið ört vax andi síðustu 20 árin og valdið sívaxandi dýrtíð. — Samninganeiflndir EBE, bæði undirbúningsnefnd, emb ættismannanefimd og ráðherra nefnd, töldu þetta fyrirkomu lag ekki samrýmanlegt ákvæð um bandalagsins og kröfðust breytinga á þvi. En þær féll uistt á að Norðrmenn fiengju þriiggja ára aðlögunarfrest til þess að breyta núverandi fyr irkomulagi þannig, að það bryti ekki í bága við megin reglur bandalagsins. Ful'ltrú- ar Noregs gengu að þessum skilmálum í vetur og voru vandkvæðin þá úr sögunni, að því er landbúnaðinn snerti. — En fiskimáUn voru erfið ari. Norðmenn eru mesta fisk veiðiþjóð Evrópu (næst íslend ingum, ef miðað er við fólks- fjölda). En í utanríkisviðskipt um gætir útfluttra sjávaraf urða þó lítið hjá Norðmönn- um, ef samanburður er gerð- ur við íslendinga. Hins vegair meta Norðmenn svo mikils 12 mílna landhelgina, að þeir vilja ekki án hennar vera, en samkværmt kröfu EBE skyldu EBE-löndin hafla leyfi til að stunda veiðar á ytra helmingi landhelginnar (6—12 mílur frá landi). Um þetta var þrátt að lengi vel, en Norðmenn sóttu á í samningunum. Fyrst í stað kröfðust samningamenin EBE landhelgisundanþágu meðfram allri Noregsströnd en féllu loks frá því, og endiir inn varð sá, að þeir viður- kenndu að Norðmenn skyldu einir njóta 12 mílna landhelg innar með fram allri strönd- inni fyrir norðan Egersund næstu 10 árin, en EBE-lönd- in aðeins njóta 6—12 mílna landhelgininair auistan Eger- sunds, eða rneðfnam syðsta h/luta, landsins. Þannig vair málum komið viku áður en undirskrift samningisins skyldi fiara fram 22. janúar. En hvað jrrði svo eftir 10 ár, 1982? Ætiaði EBE sér ekki að leggja undir sig ytri helm- ing landhelgimnar undir eins og þessi 10 ár væru liðin? — Andstæðingar samkomulags- ins sögðu jú, og Bratteli og stjórn hiams voru á báðum átt um, því að samkvæmt samn- ingsuppkastinu var ekki um neina lagalega skuldbindingu að ræða um að 12 mílna land helgin héldist nema 10 ár. — Voru nú helzt horfur á, að norska stjómin mumdi hafina samningnum og varð gleði í herbúðum norskra EBE-and- stæðinga. En það vairð óvænt þréf, sem réð úrslitum. Það var firá belgíska forsætisráðherr- anum til Trygve Bratteli og þar segir ráðherramn, að hann líti svo á, að ákvæðin í samn- ingsuppkastinu jafnigildi þvi, að þau væru lagalega bir.d- aindi. Og í trausti þeirna orða fóru þeir BratteU og Cappe- len utamríkisráðhierra til Bruxelles og undirskrifuðu samningirm fyrir Noregs hönd ásamt Sommerfelt sendiherra Noregs, sem frá upphafi hef- ur verið formaðuir norsku samninganefndarinnar. — Þannig urðu Norðmenn sam- fierða Bretum, Dönum og ír- um inn í Efnahagsbandialagið, eins og til var ætlazt í upp- hafi. „Inn í EBE“, er reyndar of mikið sagt. — Inn úr fyrsta hliðinu væri réttara að segja. En tvö hUð eru eftir: sam- þykki Stórþingsins á gerðum stjórnarinnair og svo þjóðar- atkvæði um samninginin. Um þátttöku Noiregs í EBE hefur verið rætt og ritað meira í Noregi undanfarin ár en um nokbuirt annað mál í áratugi. Þetta mál hefur vald ið sfjórnarskiptum og nú fyr ir nokfcrum dögum ráðherra- skiptum, því að Knut Hoem fiskimáTaráðhérra gat ekki fiallizt á skoðun Brattelis um fraimhaldandi gildi 12 mílna laindhelgiimar, og baðst lausti- ar, en við emþætti hans tók annar helzti forsvarsmaður fiskimannastéttarinnar, Magm us Andersen. Má telja að fiski mannastéttin skiptist nálægt til helminga í afstöðunni til EBE. En síðan 22. jainúar er hægt að tala af meira viti um EBE en hingað til, því að nú liggur það fyrir svairt á hvítu, hverju Norðmenn ganga að. Hingað til hefur maður lesið varnga- veltur og boilaleggingar, sem byggðar hafa verið á ágizkun um og tilgátum. Þess vegna má vænta þess, að það, sem ritað verður um EBE til næstu áramóta, verði gleggra og rökfastara en ver ið hefur hingað til, og að það skýrist smám saman fyrir al- menningi hvers konar spor er stigið með þátttökunni. Bar- áttam verður hörð og tvísýn og engu skai spáð um, hvern ig henni lýkur. Verði kraifiizf 3/4 hluba atkvæða í Stór- þimgiinu, má ekki mikið út a£ bera þar, því að 36 þingimenn Fránthald á bls. 2ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.