Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.1972, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. FEBRÚAR 1972 ALÞINGI Steinþór Gestsson: Ýtarleg könnun nauðsynleg á útflutningsmöguleikum á framleiðslu gróðurhúsa Á FUNDI sameinaðs þings í gær var í fyrirspumartíma rædd fyrirspum Steinþórs Gestssonar vegna framkvæmdar á þings- ályktun frá síðasta Alþingi, sem sam|>ykkt var að tiilögu þing- mannsins, en hún fjallaði um rannsóknir á möguleikum til út- flutnings á framleiðsluvörum gróðurhúsa. Steinþór Gestsson (S) sagði, að fytrirspum sín væri fram borin veg»a þingsályktunar, aem sam- þyfckt hefði verið á síðasta Al- þingi, en ek'ki væri kunmugt, að raTmsóknir samkvæmt henmi væru kommair neitt á veg. Fyrir- spurnin var á þá leið, að með vísun til ályktumar Alþingis h. 5. april 1971 væri spurt: 1. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að koma á rainin- sófcn á möguleikum á útflutningi á framleiðsluvörum gróðurhúsa? 2. Er þess að vænta, að niður- stöður rannsólcnar geti legið fyr- ir því Alþingi, er nú situr, eins og ályktumin gerir ráð fyrirV - Þingmaðurinn lagði áherzlu á, að þetta væri stórt mál og marg- slungið. Halldór E. Sigurðsson landbún- aðanráðherra sagði, að landbúnað arráðuneytið hefði haft samíband við Sölufélag garðyrkjumanma og Samband garðyrfcjubænda. Stjórn þess var frá úpphafi, þanndg að þekking samimála um, að og- sjónarmið umrædd rarun- 4 v þeirra sérfræð- sókn þyrfti að f , ~ inga, er nefndin beimast að könn- f'~' kveddi sér til un og gagnasöfn * ráðuneytis, nýtt- un á þeim er- ust sem bezt. lendu mörkuð- - -— I.agði alþm. um, sem helzt v áherzlu á þetta þættu koma til M atriði, að nefnd- greina. — Nefnd ORP JN i-nin’i yrði að hefur verið skipuð í málið, en í henrni sitja:' Þorvaldur Þorsteins- son, Óli Valur Hansson, Sveinn Indriðason og Axel Magnússon. Ráðherra sagði, að þetta væri umfamgsmikið mál og óvíst, hvort uinmt yrði að leggja niður- stöðu nefndarinnar fyrir Alþingi það, sem nú situr. Steinþór Gestsson (S) ítrekaði, að málið væri mjög stórt og þyrfti mikillar könnunar við, — það þyrfti að taka föstum tökum fcveðja sérfræðinga sér til að- stoðar. Síðan ræddi hanin nokk- uð um einistaka þætti málsims og benti m. a. á, að þróunin gengi í þá átt, að einingairnar yrðu stærri. Hann beindi því loks til ráðherra, að harun gerði ráðstaf- aniir til þess, að rammsókmr og athuganir inefndarininar gætu orð ið sem ýtarlegastar, til þess að uinrnt yrði að byggja okkar næstu aðgerðir í þessum málum á niðurstöðum þeimra. Menntamálaráöherra: Tækniskóli verður í Reykjavík Hvaða stofnanir fara út á land? spurði Lárus Jónsson Á FUNDI sanieinaðs Jiings í gær kom það fram í svari niennta- niálaráðherra við fyrirspnm Ingvars Gíslasonar og Lárusar Jónssonar, að Tækniskóli fslands verði áfram í Reykjavík, þótt mörkuð sé sii stefna, að í fram- tiðinni risi annar tækniskóii á Akureyri. Menntomálairáðheirira, Magnús Torfi Ólafsson, sagði, að Tæ'kni- Skóldnn væri enn í uppbyggingu og þyrfti að ljúka hemmi til fulls, áður en ráðizt væri í mýjan. Þá sagði menntamiálaráðlherra, að auðveldara væri að fá sérmennt- aða kennana til starfa í Reyfcja- vífc en á Akureyri. Ennfremur skorti á Akuireyri ýmsar ramn- sóknarstofnanir, sem þörf væri á við tæfcniniám. Ingvar Gíslason (F) harmaði, að engar fyrirætlandr væru um að flytja Tækniskóla íslamds til Akureyrar, en ólíklegt væri, að stofnaðir yrðu tveir tæknisíkólar á íslandi á næstunni og nefndi hann 10 ár í þessu sambandi. Gísli Guðmimdsson (F) lagði áherzlu á, að ýmsar ríkisstofn- andr ættu að koma út um land. Nefndi hann í þvi sambandi Tækniskóla Islamds á Akureyri og fiskvimnsluskóla á ísafjörð. Lárus Jónsson (S) kvað svörin afdráttarlaus, þau, að etóki verði um það að ræða, að Tækniskól- inn rísi á Akureyri. Hann gat þess, að í Ólafskveri segði, að stefnt væri að þvi að rikisstofn- amir skyldu staðsettar í vaxamdi mæli úti um land, og spurði, Pétur Sigurðsson: Tryggingar nái einnig til sjómanna á bátum hvaða stofnamiir ríkisstjómán hefði þar í huga, fyrst efcki væri hægt að setja Tækniskóla Islamds niðU'r á Akureyri. Hann gat þess m. a., að þar væru sér- staklega góð Skilyrði til að mennta framileiðsliutæ'tónifræð- iniga, og sagði, að þótt auðvelid- ara væri að setja Tækniskóla upp í Reykjavík, væri ekki þar með sagit, að etótói væri hægt að koma upp slítóum stofnunum annai's staðar. Giiðlaugur Gíslason (S) vék að því, að svo væri ákveðið í löguim, að stofnaður .skyldi fisk- vinnsluskóli í Vestmannaeyjum. Eigi að siðuir hefði ekki verið skipuð stóólaniefnd og ekki að sjá, hvort úr rættist, en atþimgismað- urinn taldi, að hér væri um laga- skyldu að ræða. Hann lýsti stuðn ingi við þá stefmu, að ri'kisstofin- unum væri dreift um lanids'byggð ina, og taldi, að noktóur aiftur- kippur hefði orðið í þeim efnum eftir stjómars'kiptin. Nefindi hamn í þvi samibamdi fiskvinnslu- skólann og Tækniskólanm, Eggert G. Þorsteinsson (A) sagöi, að þar sem tveir af þing- mönnum stjórnarflokkanna hefðu iýst andstöðu sinni við frumvarp uia tækniskóia, sem nú er til afgreiðslu í efri deild, vildi hann lýsa yfir stuðningi við það. Tækniskólinn ætti að vera í Reykjavik og það ætti að gera honum betur kieift að gegna hlutverki sínu, áður en færðar væru út kvíamar. Magnús Torfi Ólafsson mennta málaráðherra sagði, að þegar hér hefði verið stofmaður Tækniskóli, hefði verið ráðizt í umfiangsmik- ið og erfitt ver'kefni og stundum efckert gert betur en skóiimm tórði vegna ýmissa byrjunarörð- ugieika, og hefðu þó skilyrðim tvímælalaust verið bezt í Reykja vík. Ef nú yrði söðlað um og þessi háifmótaði skóli ffiuttur til Atóureyrar, gæti orðið um veru- legar brotalamir að ræða, sagði ráðherrann. Hins vega bæri að vinna að þvi, að sjálfstæður Tækniskóli kæmi á Akureyri. — Næsta skrefið væri að vinna þar að raumgreinadeiild. Ljósmæð- ur í hjúkr unarnám Á FUNDI saineinuós þings í gær lýsti heilbrigðisráðherra því yfir, að ljósmæðruni yrði gefinn kostur á tveggja ára hjúkrnnar- nánii, svo að þier yrðn fullgild- ar seni slikar. Jafnframt skýrði hann frá því, að héraðshjúkrun- arkonnr væru nú komnar all- víða iini lantlið og hefði verið anðveldara að fá Jiter til að setj- ast Jiar að en búizt hefði verið við. Þessar upplýsingar komu fram í umræðum um þingsályktunar- tilögu Ingvars Gíslasonar (F) og Villijálnis Hjáiniarssonar (F) um umboðs- og aðstoðarmenn lækna í byggðum landsins. Er lagt til, að kannað verði, hvort ekkii sé tíma- slM bært, að slíkir menn verði sem víðast og geti fólk leitað til þeirra í neyðar- tilfellum og í sambandi við ýmis minnihátt- ar erindi, þegar ekki næst til læknis, og væru þeir þjálfaðir í slysahjálp, umönnun sjúkra, umsjón með lyfjabirgðum, lyfja- afgreiðslu o.s.frv. Sérstaklega skal athugað, hvort eigi sé lik- legt, að nýta megi starfskrafta ljósmæðra framar því, sem nú er á sviði héilbrigðisþjónustu. Ingvar Gíslason lét þess sér- staklega getið, að þetta væri ekki hugsað sem lausn á lækna- skortinum. Magnús K.jai tansson, heilbrigð isráðherra, taldi hér þarflegri hugmynd hreyft. Karvel Pálnia- son (SFV) skoi’aði á ríkisstjórn- ina að gera sifct ítrasta í lækna- málunum og Viihjáimur Hjáim- arsson (F) sagði, að fyrir sér vekti ekki sízt, hvort ekki væri unnt að breikka starfsvettvang ljósmæðra. Á FUNDI neðri deildar á niið- vikudag, niælti Pétur Sigurðsson (S) fyrir frumvarpi til breyting- ar & lögum imi lögskráningu sjó- nianna. Flutningsinenn frum- varpsins eru auk Péturs: Mattlií- as Bjamason, Sverrir Hermanns- son, Mattliias Á. Mathiesen, Lár- us Jónsson, Guðlaugur Gíslason og Friðjón Þórðarson. Er sam- kvæmt þvi gert ráð fyrir, að skylt sé að lögskrá alla þá menn, sem starfa á íslenzkum skipum og bátum, sem eru 6 metrar eða lengri, mælt milli stafna, og gerð Ir eru út hér á Iandi, Iivort held- ur er til farjiegaflutnlnga, vöru- fiutninga eða fiskveiða. Pétuir Siigurðsison sagði, að rök semdir flu tnin g.smaxrna frum- varpsins fyrir breytinguinum væru m. a. þær, að eif frumvairp uim llif- og örorfcutrygg ingar sjó- marana, sem inú ligguir fyrir Al- þingi, yrði samþykíkt, væiri raauð- symtegt, að þær tryggiragar serai þá yrðu lögboðnar, næðu jafn - firamt til þeas mikla fjölda sjó- manna, ®em stundá störf á hin- um mirani fiskiskipum aMt i kringum laradið. Á undanföm- uim árum hefði smiásikipafllotinn aukizt verulega, og væri það vaifalaust m. a. vegna friðunar á fistóimiðuim við ströndina. Engin ástæða væri tiil að efa, að þessi þróun héldi áfiram, þótt hún kannisiki yrði ekki i sama mæli og hingað til. Þá taldi þíragmaðu'rinn, að með þessium ákvæðum yrði stuðlað að firetoari öryggi á mirani bát- unum, því saimkvæmt lögskrán- iragariögumum væri þeim bátum, sem áhöfn væri lögstóráð á, skylt að sýna haffæriissltóírteinii. Haiffærisskírfceimi þessara minni báta yrðu fyrst og fremsit fölig- in í því, að eiigendur bátarana myndu sanna, að bátarnir væru búnir þeim björgunar-, öryggis- ag sigliragartæfcjum sem þeim væru naiuðsynleg. © DORRABAKKI N N INNIHELDUR: Harðfisk - súra bringu - súra hrútspunga og lundabagga - sviðakjamma - súrt slátur - hangikjöt - súran hval - kartöflur - rófur - hákarl - flatkökur - smjör -----------VERÐ KR. 230,00____________ Pantið í tíma þennan síma gegnum -11211 MATARDEILDIN Hafnarstrœti 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.