Morgunblaðið - 20.02.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.02.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1972 11 Hjálpar- beiðni SVO sem fólki er i fersku minni, lézt ungur Hafnfirðingur, Jóhann Kr. Berthelsen, af slys- förum þann 22. janúar sl., er hann var að reyna að bjarga tmgllngsstúlku frá drukknun í Ytri-Nj arðvíkurhöfn. Ekkja Jóhanns, Hallfriður Júlí usdóttir, ættuð úr Innri-Njarðvík stendur uppi með 3 ung börn á aldrinum þriggja til 7 ára — og gengur með það fjórða. Mér er kunnugt um, að efna- hagur hinnar ungu ekkju er mjög þröngur. Og þar sem ég er viss um, að þeir eru margir, sem fúslega vildu sýna henni og litlu bömunum hennair vinarhug í verki, þá leyfi ég mér að benda þeim á, að afgreiðsla Morgun- blaðsins hefir góðfúslega tekið að sér að veita viðtöku framlög- um, sem hinni bágstöddu ekkju kunna að berast. í Hafnarfirði mun Sparisjóður Hafnarfjarðar taka á móti fram- lögum í sama augnamiði og í Keflavík bæði Aðalstöðin og Sparisjóðurinn í Keflavik. Bjöm Jónsson, sóknarprestur, Keflavik. Fundu tvö lömb á afrétti Hvítárholti, 16. febr. MÁNUDAGINN 14. febrúar fóru sex menn á tveimur bílum héðan úr Hrunamannahreppi inn á af- rétt að leita kinda. Veður var heiðskírt, norðan andvari, og rennifæri um allt." Slíkar ferðir eru oft farnar á vetrum, er færi gefsit. Fóru þeir inn að svo- nefndri Rauðá og leituðu síðan fjórir þeirra fram að afréttar- girðingu. Þá er þeir komu á svæði, sem Heygil heitir, urðu fyrir þeim tvö lömb, sem þeim gekk greiðlega að handsama. Voru þau í góðum holdum og prýðilega útlítandi. Reyndist annað þeirra frá Sóleyjarbakka hér i sveit, en hitt frá Hæli í Gnúpverjahreppi. — s. sig. GLEÐILEGA PÁSKA! ■ <-v ' '' ' " m Á SOLRIKASTA STAÐ EVRÓPU COSTA DEL SOL BROTTFÖR ÞRIÐJUDAG 28. MARZ. HEIMFLUG ÞRIÐJUDAG 4. APRÍL. 8 DAGAR VERÐ FRÁ KR. 15,500,oo SUMARLEYFISPARADÍS EVRÓPU — ALLT BÝÐUR YÐUR VELKOMIN í SUMARDÝRÐ UM PÁSKANA. — SÓLBAKAÐAR BAÐSTRENDUR — FJÖLDI SKEMMTISTAÐA — GLÆSILEGAR VERZLANIR MEÐ ÓDÝRAR VÖRUR. PÁSKAHÁTÍÐAHÖLDIN Á COSTA DEL SOL ERU HEIMSFRÆG. ÞOTUFLUG HEIMAN OG HEIM — ÚRVALSGISTISTAÐIR Á ÓTRÚIÆGA LÁGU VERÐI: ★★★ 1. flokks íbúðir — Kr. 15.500,00 (LA NOGALERA — PERLA) ★★★★ HÓTEL EL GRECO — Kr. 18.500,00 FULLT FÆÐI ★★★★ HÓTEL ALAY — Kr. 20.500,00 FULLT FÆÐI HÓTEL LAS PIRAMIDES — Kr. 20.500,00 FULLT FÆÐI ★★★★★ HÓTEL HOLIDAY INN — Kr. 22.000,00 FULLT FÆÐI Nýtt lúxushótel við golfvöllinn í Torremolinos — einn hinn bezta í Evrópu. DRAGIÐ EKKI AÐ PANTA YÐUR FAR OG TRYGGJA YÐUR BEZTU PÁSKAFERÐINA. — BEZTA PÁSKAVERÐIÐ OG BEZTA AÐBÚNAÐ OG FYRIRGREIÐSLU. Ferðaskrifsfofan ÚTSÝN Austurstræti 17 — Símar: 20100/23510/21680. Nokkrir vinningar eru enn ósóttir til Björgunarsveitarinnar í Garði nr. 167, 224, 1166, 2226. Upplýsingar gefnar í síma 7117 og 7128. Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavíkur verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, mánudag- inn 21. febrúar kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. VERZLUNARMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR. ;• i i 1; >«,«< ÚTSALA ÚTSALA Mikil verðlækkun á kápum og drögtum Útsalan verÖur aðeins í 3daga Klapparstíg 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.