Morgunblaðið - 20.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGU'NBLAÐIÐ, SUNNLTDAGUR 20. FEBRÚAR 1972 Otgefandí hf Árvelcuc R&ykiavfk Ftiam'kvæmdaatjóri Haraldur Sveínsson. Rtetiórar Mattfiías Johannessen, Eýfólifur Konráð Jórisson. Aðstoðarrítstjóri sityrmir Gunnarsson. RitstJórnarfuMitrúi Þjorbiöm Guðmundsson. Fréttastjóri Björ-n Jóhannsson. Auglýsingástjðrí Árni Garöar Kristínsson. Ritstjórn og afgreiðsia Aöalstræti 6, sím! 1Ö-100. Augiýsingar Aðaistræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjatd 225,00 kr ó márnuði innanlands f fausasöTu 15,00 ikr eintakið C[ú samstaða, sem náðist í ^ landhelgismálinu á Al- þingi fyrir nokkrum dögum, hefur vakið mikinn fögnuð meðal landsmanna. Þar með er tryggt, að íslendingar standa sem órofa heild í þeirri hörðu baráttu, sem framundan er til þess að tryggja viðurkenningu ann- arra þjóða á 50 sjómílna fisk- veiðilögsögu landsins. lagsins, sem þar voru að verki, en þeir hafa alla tíð frá því að alvarlegar umræð- ur hófust um landhelgis- málið fyrir einu og hálfu ári viljað efna til ágreinings um um er vísað til föðurhúsanna. Það voru einmitt forystu- menn Viðreisnarstjórnarinn- ar, sem höfðu frumkvæði að því, að útfærsla fiskveiðitak- markanna var tekin á dag- skrá vorið 1970, þegar fyrsta landhelgisnefndin var skipuð. Þá var óskað eftir því, að all- ir þingflokkar tilnefndu full- trúa í þessa nefnd, sem hafði það verkefni að samræma sjónarmið þingflokkanna í málinu og leitast við að ná samstöðu. Það tókst ekki af ástæðum, sem öllum eru kunnar — vegna þess að þingkosningar fóru í hönd. Bæði fyrir og eftir kosningar vildu forystumenn Viðreisn- ystumenn stjómarandstöðu- flokkanna hafi fallizt á „að lokum að viðurkenna að samningurinn væri uppsegj- anlegur“. Hér er vísvitandi farið með rangt mál. í út- varpsumræðum frá Alþingi veturinn 1971 var því lýst yfir af talsmanni Sjálfstæð- isflokksins, að flokkurinn liti svo á, að landhelgissamning- arnir við Breta og V-Þjóð- verja frá 1961 væru uppsegj- anlegir. í viðtali, sem Morg- unblaðið birti við Jóhann Hafstein, þáverandi forsætis- ráðherra, hinn 8. apríl 1971, var hann spurður, hvort land- helgissamningarnir frá 1961 væru uppsegjanlegir að hans SUNDRUNGARIÐJA Þessi samstaða náðist ekki átakalaust, Stjórnarandstöðu- flokkarnir lögðu sig fram um að tryggja þjóðareiningu í þessu mikilsverða máli, og hið sama gerðu ábyrgir leið- togar stjómarflokkanna. En því miður verður að segja þá sögu eins og hún er, að innan stjórnaflokkanna var gerð tilraun til þess að spilla fyrir því að samstaða tækist. Það voru fyrst og fremst einstak- ir forystumenn Alþýðubanda- þetta lífshagsmunamál þjóð- arinnar. í Þjóðviljanum í gær birt- ist forystugrein, þar sem enn er vegið í sama knérunn og túlkaðar skoðanir þeirra sundrungarafla í landhelgis- málinu, sem nú sitja uppi með sárt ennið, vegna þess að sundrungariðja þeirra mis- tókst. í þessum leiðara er því haldið fram, að forystumenn Viðreisnarstjórnarinnar hafi verið „deigir“ í landhelgis- málinu. Þessum svigurmæl- arflokkanna ganga lengra í útfærslu landhelginnar en forystumenn núverandi stjórnarflokka. Um slík atriði er ástæðulaust að deila nú, þegar samstaða hefur tekizt, en þegar málgagn ríkisstjórn- arinnar vegur að forystu- mönnum tveggja þingflokka á svo lágkúrulegan hátt er óhjákvæmilegt að rifja þess- ar staðreyndir upp. í forystugrein kommúnista- blaðsins í gær er þeim ósann- indum haldið fram, að for- dómi. Jóhann Hafstein svar- aði þá: „Samkomulagið við Breta felst í orðsendingum milli utanríkisráðherra ríkj- anna. Slíkar orðsendingar eða „nótuskipti", eins og það er kallað á diplómatísku máli, geta auðvitað á hvaða tíma sem er átt sér stað í annarri mynd, þ.e. að orðsending annars efnis fari fram á milli ríkja, annað hvort með sam- komulagi eða einhliða, vegna breyttra og brostinna for- sendna frá því að hin fyrri nótuskipti áttu sér stað. Rétt- ur til uppsagnar fylgir al- mennum réttarreglum.“ Þessi voru orð Jóhanns Hafstein í aprílmánuði fyrir tæpu ári. Þau sýna, svo ekki verður um villzt, að staðhæfingar Þjóðviljans í gær eru upp- spuni frá rótum. í viðtali þessu sagði Jó- hann Hafstein einnig um landhelgismálið fyrir tæpu ári: „Ég vil að við slíðrum vopnin og stöndum allir sem einn í þessu máli.“ Vopnin voru slíðruð á Alþingi á dög- unum, þegar 60 íslenzkir al- þingismenn greiddu atkvæði með ákvörðun Alþingis um útfærslu fiskveiðitakmark- anna í 50 sjómílur 1. septem- ber 1972. En þrátt fyrir þá staðreynd, að sú samstaða hefur náðst og þjóðareining er þar með fengin í landhelg- ismálinu, geta sundrungaröfl- in í Alþýðubandalaginu ekki á sér setið. Þau biðu ósigur í þinginu vegna þess, að ábyrgir leiðtogar Framsókn- arflokksins og Samtaka frjálslyndra og vinstri manna vildu ekki taka þátt í þeirra sundrungarleik. En áfram- haldandi iðja þeirra hittir að- eins þá sjálfa. Þeir, sem reyna að rjúfa þá þjóðarein- ingu, sem tryggð hefur verið í landhelgismálinu, munu einangrast sjálfir. ■ Reykjavíkurbréf ----- Laugardagur 19. febr. - Takmarkað frelsi Eins og greint hefur verið frá hér i blaðinu, hefur kvikmynda eftirlitið í Finnlandi einróma tekið þá ákvörðun að banna sýningu á kvikmyndinni „Dagur í lífi Ivans Denisovitzh". Mynd þessi er gerð af norsku og þrezku kvikmyndafélagi. Er hún sögð fylgja nákvæmlega þræðinum í sögu Solzhenitsyns, og formaður kvikmyndaeftirlits- ins finnska viðurkennir, að myndin sé listræn. En ástæðan til þess, að hún er bönnuð, er sú, að kvikmyndaeftirlitið telur, að hún geti spillt fyrir vináttu Finna og Rússa; með öðrum orð- um, að hún geti móðgað ráða- menn stórveldisins í austri. Sýningarbann kvikmyndaeftir litsins er byggt á lögum frá 1965, og sagt er, að efni mynd- arinnar samrýmist ekki hlutleysi Finnlands. Þess vegna fær finnsk alþýða ekki að sjá þessa mynd. Mönnum finnst e.t.v., að það skipti engu megin máli, hvort finnska þjóðin fær að sjá nokkr um kvikmyndunum fleira eða færra. Nóg sé um það, sem menn geti sér til gamans gert nú á tímum, hvort sem er. En málið er þvi miður ekki svona einfalt. Þessi atburður er undirstrik- un á þvi, að Finnar búa ekki við óskorað frelsi, hvorki í menningarefnum né á öðrum sviðum. Finnskir ráðamenn telja sig tonúða til að ieita heimildar Rússa til mikilvægra ákvarðana. Þannig gátu þeir ekki gerzt fullgildir aðilar að EFTA, en fengu þó leyfi til aukaaðildar, svo að dæmi sé nefnt. Finnland er opið land, og rússneskir her- ir geta tekið það, þegar þeim sýnist. Þetta veit finnska þjóð- in, og þess vegna sættir hún sig möglunarlítið við að kúgurunum i Rússlandi sé hlift við því, að sannleikurinn sé sagður í finnsk um kvikmyndahúsum. Þeir heiðra skálkinn svo að hann skaði ekki — verða sjálfsagt að gera það. Áhrifasvæði Rússa Ekki leynir sér, að Finnland er á áhrifasvæði Rússa, og Finn- ar viðurkenna það í smáu og stóru. Þeir varast að styggja hinn volduga nágranna og grípa jafnvel til harkalegrar ritskoð- unar, andlegrar frelsissvipting- ar, til þess að fullnægja óskum og vilja ráðamanna í Kreml. Ógnarlegt hervald er á næstu grösum og fyrir því telja menn nauðsynlegt að beygja sig. En hví skyldum við, hér úti i miðju Atlantshafi, vera að hafa áhyggjur af slíku. Finnar verða að sjá um sig og við erum óhult- ir, eða erum við það kannski ekki? Allir þeir, sem vit hafa á, eru sammála um, að Rússar séu að Leitast við að teygja áhrifasvæði sitt út á Atlantshaf. Þeir hafa lagt gífurlega áherzlu á að byggja upp flotaveldi sitt í Norðurhöfum, og talið er, að ekkert sé þeim meira áhugamál um þessar mundir en að flytja „varnarlínu" sína vestur fyrir Island. Þess vegna var það, að þeir gátu ekki dulið óblandna gleði sína, þegar yfirlýs- ingar voru um það gefnar, að bandaríska varnarliðið yrði rekið héðan. Á Norðurlöndum hafa menn að vonum miklar áhyggjur af þess- ari þróun mála, þvi að öll yrðu löndin umlukin ógnarlegu her- valdi Rússa, ef þeir kæmu fram þessum fyrirætlunum sínum. Þá yrði þess skammt að bíða, að þeir segðu: Sjáið til herrar mínir, þetta er okkar yfirráða- svæði, takið tillit til óska okkar og vilja, hagið ykkur að hætti Finna og gerið ekkert annað en það, sem okkur er þóknanlegt. Raunar telja kunnáttumenn i alþjóðastjórnmálum, að Rússar leggi nú áherzlu á að útbreiða „Finnlandsstefnuna" sem víðast í Vestur-Evrópu. Kommúnista flokkum þar er leyft að gagn- rýna eitt og annað fyrir austan járntjald, en þeim ber að leggja Varsjárbandalagið að jöfnu við Atlantshafsbandalagið, eins og kommúnistar hér á landi hafa gert undanfarin ár. Siðan á að lama siðferðilegan og hernaðar- legan styrk vestrænna landa, og þá mun „Finnlandsstefnan" breiðast út. Þá munu dæmi á borð við ritskoðunina í Finn- landi sjást víðar en þar, og þá væri hálfur — og kannski all- ur — sigur unninn. Sem betur fer hefur nú þorri íslendinga áttað sig á þvi, hvað hér er á ferðinni. Og við viljum ekki lenda á áhrifasvæði Rússa. ÞéSs vegna hefur hættunni á þvi, að áform þeirra verði auð- velduð með brottrekstri varnar- liðsins verið bægt frá að sinni. Menn gera sér grein fyrir því, að ekki er unnt að ná samkomu- lagi við Rússa, nema frjálsar þjóðir standi saman og geri þeim Ijóst, að þeir muni ekki köma fram áformum sínum með váldi. Samstaðan í land- helgismálinu Um það verður ekki lengur deilt, að stjórnarandstaðan, Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, hafi lagt sig mjög i líma við að ná samkomu- lagi í landhelgismálinu. Við lokaafgreiðslu þingsályktunartil lögunnar greiddu allir þing- mennirnir, 60 að tölu, atkvæði með henni, svo að engum gæti diulizt, að íslenzka þjóðin er ein- huga í þessu máli. Þetta var gert, þótt tilraunir Sjálfstæðisflokks- ins og Alþýðuflokksins til að hafa hyggilegri hátt á framgangi mála en raun varð á næði ekki fram að ganga. Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflokksins, gerði það að tillögu sinni i haust, að út- færslan yrði miðuð við land- grunnið allt, en hins vegar yrði um nokkurra ára skeið frestað framkvæmd friðunar utan 50 mílna markanna. Þessi til- laga var í beztu samræmi við hartnær 25 ára gamlar yfirlýs- ingar Islands með löggjöf- inni um vísindalega vemd- un fiskimiða landgrunnsins frá árinu 1948. Fyllsta ástæða var líka til að ætla, að þessi tillaga mundi njóta samúðar bæði Bandaríkjamanna og Rússa, fremur en ákveðinn mílufjöldi, enda eru alþjóðalög þau, að landgrunnsbotninn skuli til- heyra strandríki, og þróun- in hlýtur að verða sú, að hafið yfir honum verði einnig taiið tilheyra eigendum botnsins, al- veg á sama hátt og ríki hafa nú lofthelgi. Raunar var líka ástæða til að Gísli Árni á leið til lands með fiillferinL i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.