Morgunblaðið - 20.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.02.1972, Blaðsíða 17
MORGU1NBLAÐIÐ, SUNTSTUDAGUR 20. FERRÚAR 1972 17 Harmsaga HARÐSTJORN heimsbók- - NÆRING menntanna LISTRÆNNI SKÖPUN 1 ljóði O.M. um Stalín, sem áður er nefnt, segir skáldið m.a.: Við lif- um án þess að skynja landið . . . Raddirnar þagna strax, og við erum tíu skref í burtu. Aíllt sem heyrist er frá dofranum í Kreml, morðingj- anum . . . Fingur hans eru feitir eins og daggargríma, orð hans eins og blý . . . Lúsugt yfirskeggið hlær og stígvélatærnar ljóma. Leiðtog- amir smjaðrandi leilkbrúður með fuglsháls, varla manneskjuleg- ar; blístrandi, mjálmandi, hvin- andi, þegar hann talar og patar. Ein af annarri fljúga fyrirskipanir hans í allar áttir . . . Og dauði hvers og eins er hinum gilda kákasíumanni fögnuður. Það var kannski ekki von, að Stalín yrði yfir sig hrifinn af ljóð- inu! Þegar skáldið var komið í þrælk- unarbúðirnar fjórum árum síðar og sturlunin greip hann, orti hann ann- að Ijóð um StalSn, e.k. bragarbót örvílnaðs skálds sem lenti í eldinum með hinum maurunum, svo að vitnað sé í prósaljóð Solzfienitsyns „Eldur- inn og maurarnir“; „Ég kastaði fún- um lurk á eldinn án þess að veita því athygli að á honum var krökkt af maurum. Eldurinn snarkaði. Maurarnir komu þjótandi út með miklu óðagoti. Þeir kjöguðu eftir lurknum og engd ust sundur og saman, meðan logarn- ir sleiktu þá. Ég greip lurkinn og henti honum á hliðina. Mörgum mauranna tókst að flýja yfir á furu- nálarnar. En þótt einkennilegt megi virðast flúðu þeir ekki eldinn. Þeir voru ekki fyrr sloppnir en þeir sneru við — eitthvert afl dró þá aftur að yf- irgefnum bústað þeirra. Þeir voru margir sem paufuðust aftur upp á brennandi lurkinn — til að farast." 1 minningabók sinni segir N.M. að O.M. hafi þvingað sjálfan sig til að skrifa síðara ljóðið, eða óðinn um Stalín. „En það þjónaði ekki tilgangi sínum og bjargaði ekki O.M.“ Siðara Ijóðið um Stalín er hálfrím- að, fullt af skáldlegum sýnum. Vladimir Ashkenazy, sem hefur les- ið mér þetta ljóð á enstou og rússn- esku, segir að O.M. haíi ekki ver- ið andsovézkt skáld. „Hann orti af innblæstri, hugsaði ekki um afleið- ingarnar og leit svo á að skáld ætti að hlusta á tilfinningar sínar, án pólitískra skilyrða. Auðvitað hafði OM. meint það sem hann sagði um bergbúann í Kreml í fyrra ljóðinu, og hvers vegna skyldi hann ekki einnig meina það sem hann segir i hinu síðara?“ segir Ashkenazy. „Hann sá sýnir, það er annað en kaupa sér frið. Osip Mandelstam keypti sér ekki frið, enda breytti lofsöngurinn um Stalín engu um örlög hans. Hann er mikið skáld, þó að hann sé ekki „mítt“ skáld,“ segir Ashkenazy. Þegar Ashkenazy las mér síðara ljóðið á rússnesku, leyndi sér ekki fögur og djúp, en hljómmikil hrynj- andi þess. Fyrra Ijóðið um Stalín er rímað (aabb o.s.frv.), en ekki eins skáldlegt og hið síðara. Þar segir svo 1 lauslegri þýðingu okkar Ashkenazys; Jafnvel þótt ég væri fullur sársauka og örvæntingar mundi ég verða trygg- ur og lýsa upp myrkrið. Sístarfandi augu jarðarinnar munu leiftra í myrkrinu, eldur áranna mun hraða sér gegnum það og þau munu hvisla úr þroskaðri þrumu: Lenin. Og á jörðinni, sem forðar sér frá rotnun, mun Stalín vekja rök og líf. Ashlænazy segir: „Osip Man- delstaan gat jatfnvel fengið stoáldleg- an innblástur af þessari harðstjórn og hryðjuverkum, þótt hræðilegt sé til þess að vita. ÖU fyrirbæri sem Marina Tsvetajeva eru sterk í umhverfi listamanns orka á hann, hvort sem þau eru góð eða vond, og hann kemst ekki hjá að verða fyrir áhrifum af þeim, skapa úr þeim. Þar sem ógnarástand ríkir, verður það næring listrænni sköpun.“ 1 ljóðaflokki eftir rússnesku stoáldtooniuna Marina Tsvetajeva (sem sumir segja að O.M. hafi fellt hug til) „Ljóð um endalok", segir svo: „ . . . Því að tár þín eru perlur í kór- ónu minni“. Víst er að Ijóð O.M. voru perlur í kórónu þess lands sem hann unni. M. ætla, að bæði Bretar og Vestur- Þjóðverjar gætu fremur sætt sig við að ganga til heilbrigðra samninga á grundvelli friðunar á landgrunninu öllu eða Islands- miðum, og viðurkenndu þannig í raun yfirráðarétt okkar yfir öllu þessu hafsvæði. Á þingi Sameinuðu þjóðanna hafði utanríkisráðherra fyrir- vara i þessu efni, þegar hann talaði um 50—70 sjómílur, en batt sig ekki við 50 mílurnar, eins og núverandi stjórnar- flokkar gerðu fyrir síðustu kosningar. Vonuðu menn þess vegna, að stjórnin mundi fallast á hinar hyggilegri aðgerðir, en sú von brást því miður, og þá er að taka því og reyna að gera það bezta úr málum eins og þau nú standa og hvika hvergi frá þeirri stefnu, sem allir alþingis- menn sameinuðust um að lokum. Samkomulag við Breta og Vestur- Þjóðverja Ríkisstjórnin hefur lýst yfir því, að hún hyggist segja upp samkomuiaginu, sem gert var við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961. Uppsögn þess samkomulags ork- ar mjög tvímælis, því að óþarft er að segja þvi upp til þess að færa landhelgina út, við þurfum aðeins að tilkynna fyrirætlanir okkar með 6 mánaða fyrirvara, í samræmi við samkomulagið, en þar er einmitt boðað, að við munum halda áfram að víkka landhelgina út. Vonandi reynist þó það mat stjórnarinnar rétt, að hyggilegt sé að segja sam- komulaginu upp, í stað þess að halda Bretum bundnum við það. Báðir stjórnarandstöðuflokkarn ir hafa tekið þá afstöðu, að láta uppsögnina liggja á miili hluta, úr því að ríkisstjórnin met- ur málavexti svo, að rétt sé að segja samkomulaginu upp. En hvað sem þvi líður þá ber að fagna yfirlýsingum um, að áfram verði haldið samningatil- raunum við Breta og Vestur-Þjóð Verja og einskis látið ófreistað til þess að ná heilbrigðu sam- komulagi. Um það mál fjölluðu bæði forsætisráðherra og sjáv- arútvegsráðherra i ræðum sinum á þingi s.l. þriðjudag. Forsætis- ráðherra sagði m.a.: » „Hins vegar viljum við halda áfram viðræðum við Breta og Vestur-Þjóðverja, sem hér eiga mestra hagismuna að gæta, og úið viljum leggja okkur alla fram um að komast að samkomu lagi um sanngjarna lausn á þeirra vanda. Við erum fúsir til samkomulags um hæfilegan um- þóttunartíma. Það er nægilegur tími til samkomulagsumleitana, áður en útfærslan kemur til framkvæmda." Og sjávarútvegsráðherra sagði: „Við höfum að undanförnu átt samningaviðræður við fulltrúa Breta og Vestur-Þjóðverja um landhelgisstækkun okkar. Okk- ur er ljóst, að mikill f jöldi skipa frá 'þessum þjóðum stundar veið- ar á fiskimiðum hér við land. Stækkun fiskveiðilandhelginnar mun þvi vissulega hafa mikil áhrif á fiskveiðiaðstöðu þeirra hér við land. Af þeim ástæðum höfum við talið það sanngjarnt að bjóða þessum þjóðum nokk- urn umþóttunartíma, þ.e.a.s. möguleika til þess að hverfa í áföngum út úr hinni nýju fisk- veiðilandhel'gi, enda hlíti þeir þá settum reglum okkar um veið- ar og veiðisvæði á þessu tíma- bili.“ Þessi afstaða ráðherranna, sem er í samræmi við yfirlýsing- ar, sem utanríkisráðherra hefur gefið, bendir eindregið til þess, að stjórnin muni leggja sig alla fram til að ná heilbrigðu sam- komulagi, og enginn efi er á þvi, að stjórnarandstaðan mun styðja þær tilraunir eftir mætti. Ekki er þvi unnt af Breta hálfu að áSaka okkur fyrir þjösnahátt eða óbilgirni. En vissulega hefði verið unnt fyrir okkur að slaka meira til, ef við hefðum miðað aðgerðir okkar við allt land- grunnið. Utanríkisráðherra hefur haft sér til ráðuneytis hæfustu sér- tfræðinga otokar í þessum málum, sörnu menn, sem að þeim hafa unnið um langt skeið fyrir hönd annarra ríkisstjórna. Það var hyggileg ráðstöfun af hans hálfu og til þess fallin að stuðla að því heildarsamkomulagi, sem hefur orðið með íslenzkum stjórnmálaflokkum um fram- gang mála. Því verður að treysta, að ekki verði breyting á i þessu efni, og þess vegna er ekki ástæða til að örvænta um það enn, að samkomulag geti náðst við þær þjóðir, sem mestra hagsmuna eiga hér að gæta. Röng grund- vallarstefna Þegar fjárlög voru afgreidd fyrir jólin og þau hækkuðu um hartnær helming, varð Ijóst, að verið var að framkvæma grund vallar stefnubreytingu. Skatta- lagafrumvörpin báru þess líka glöggt vitni, að nú skyldi fjár- magn flutt í ríkum mæli frá ein- staklingum og félögum yfir til ríkisins. Megin atriði hinnar nýju stefnu var á þann veg, að fjár- málavald opinberra aðila yrði stóraúkið á kostnað einstakling anna og samtaka þeirra. Stefn- an var! aukið miðst jórnarvald, fólgið í vaxandi yfirráðum rik- isins yfir aflafé landsmanna. En samhliða fjármágnsflutn- ingum frá eihstaklingum og fyr- irtækjum til rikisins skyldl dregið úr fjármögnun sveitarfé- laga og starfssvið þeirra stórum þrengt. Rétt er að vísu, að ástæða var til að skilja bet- ur á milli fjármögnunar ríkisins og sveitarfélaga til ýmissa fram- kvæmda og þjónustustarfa, en þegar ákveðin verksvið voru tekin af sveitarfélögum og feng- in ríkinu, hefði átt að fá sveit- arfélögunum ný verkefni og aukna tekjustofna. Þetta hefðu þau stjórnvöld gert, sem stefna að valdadreifingu, en ekki sam- þjöppun valdsins. Hins vegar voru þessar ákvarðanir eðlilegar af hálfu vinstri stjórnar, stjórnar, sem boðar aukinn sósíalisma og meira ríkisvald. Að visu er Ijóst, að mitoill fjöldi framsótonar manna, ekki sízt úti á landi, er andvígur því, að allt fjármála- vald sé flutt til Reykjavíkur, og fjöldi framsóknarmanna er lSka í grundvallaratriðum andvíg- ur því, að ríkisvald aukist á kostnað einstaklinganna og sam- taka þeirra. En eins og fyrrl daginn létu forustumenn Fram- sóknarflokksins undan kröfum kommúnista og samþykktu þá gífurlegu fjánmagnstflutninga frá borgurunum til ríkisins, sem nú eiga sér stað. Afleiðingar þessarar stefnu koma ekki í ljós á nokkrum mánuðum, en þegar líða tekur á þetta ár, fara menn að gera sér grein fyrir því, hvert glapræði sú stefna er, sem nú hefur verið fylgt. Á því leikur enginn efi, að sterk öfl í Framsóknarflokknum munu brátt átta sig á því, hvert foringjar þeirra hafa látið kommúnista teyma sig, og þá fer alvarlega að hitna í kolunum. En hver er afstaða hannibal- ista, spyrja menn að vonum, en þvi getur enginn svarað. Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna virðast hafa dregið sig út úr pólitík eins og Alþýðuflokk- urinn gerði fyrrum. Þeir eru jafn áhrifalausir, hannibalist- arnir, og heimiliskötturinn. (Ljósrn. Sn. Sn.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.