Morgunblaðið - 20.02.1972, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.02.1972, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. FEBRÚAR 1972 TYITUG .STULKA OSKAST.; I þýðingu Huldu Valtýsdóltur. dæmi hennar í huganum og ikomst að því, að það mundi vera rétt, ef forsendurnar væru fyr- ir hendi. Ég furðaði mig á því, að manneskja, sem fór út í það að leggja á sig þennan reikning og finna útkomuna (eins og Kitty gerði) skyldi ekki koma auga á það ógeðslega ög hörmu- lega i niðurstöðunni. „Og þegar hann er áttatíu og •þriggja, verða þær fimm ára,‘‘ sagði ég i tilraunaskyni. ,,Já,“ sagði hún hrifin af því að ég virtist skilja hugsanagang inn. Ég gafst upp. „Jæja, sé hann að leita að músíknemanda, þá leitar hann á skökkum stað. Fólki á þessum aldri er sama um allt, sem heitir tónlist. Nema einstaka furðufyrirbærum sem eiga hesta á stalli og skrifa jóiakort eftir ákveðnum nafna- lista. Og það fólk er ekki Roy að skapi.“ „Bf til vill finnst honum mús- ikáhuginn ekiki skipta höfuðmáli lengur. Er ek'ki annars popmús- ik músik. „Nei. En hvað get ég gert fyr- ir þig, Kitty? Ég skil ekki hvað. . .“ „Elsku Douglas, reyndu fyrst að komast að því, hver hún er.“ „En þú sagðir áðan. . “ „Og hve langt þetta er komið. >á getum við tekið ákvarðanir." „Á ég þá að njósna? Og hvers konar ákvarðanir áttu við?“ „Mér er sama, þótt þú segir honum, að ég hatfi beðið þig að tala um þetta við hann. Þú mundir vera reiðubúinn að gera það sem í þínu valdi stæði til að aftra því, að hann fórnaði sér fyrir einhverja tvítuga stelpu- skjátu. Það væri blátt áfram glæpur gaignvart mér og börn- unum og öllum og gagnvart hon um sjálfum, — og unga selló- leikaranum sem hann er að segja til.“ Að ónefnd'um félögum hans í Samtökunum gegn kjamorku- vopnaiframleiðslu. „Jð, ég skil. En ég skil ekki hvernig þú eða ég eða nokkur annar getur feng ið hann ofan af þvi, sem hann hefur ákveðið." „Ef þú kemst að einhverju, þá gætum við. .. “ Nú upþhófst ógurlegur undir- gangur á loftinu, samfara sams konar öskri og ég hafði heyrt í símanum, háværu gelti í Loð- hnoðra, reiðilegri rödd Gilberts, óljósri fjórðu rödd og ósam- stilltu fótataki. Kitty stóð á fæt ur og leit til lofts, eins og hún ætti von á vélbyssuskothríð og tók sér síðan stöðu við dyrnar að þvi er virtist á fyrirfram áikveðnum stað. Drenghnokki í nýtízkulegum grænium flauels- fötum hentist inn um dyrnar og beint í fangið á henni. Þetta mun vera Ashley Vandervane, hugsaði ég með mér. Gilbert kam á hæla honum og hávað- inn komst i algleyming. Það kom í ljós, að Ashley var ekki að flýja undan Gilbert. Hann vildi bara fá aðistoð móður sinn ar til að öðlast eignarétt yfir einhverju — ellefta súkkulaði- stykkinu eða glasi rnieð blásýru eða guð má vita hverju, — sem Gilbert af illvilja einberum vildi meina honum. Ég veitti þvi litla athygli, vegna þess að mér varð starsýnt á Penny Vander- vane sem kom í kjölfarið. Þó einkum á brjóstin á henni. Ekk- ert var því til fyrirstöðu, vegna þess að rúmur helmingur þeirra var sýnilegur í flegnu v-háls- málinu á treyjunni hennar. Þau voru þó ekki sérstaklega stór en aðallega athyglisverð fyrir það, hvað þau sköguðu út i loft- ið. Manni datt í hug að við snert ingu væru þau álíka hörð og hnéskeljar. Já, einmitt. Vand- lega mótaðar hnós'keljar dregn- ar fyrsta flokks hörundi. Nú sá ég, að þau voru átföst tfremur há vöxnum útlimagrönnum líkama og ofan á honum sat höfuðið með stuttklipptu hári og andliti með griðarstórum himinbláum augum. Þeim renndi hún snöggvast til mín, en ekkert benti til þess að hún þekkti mig og áhuginn fyr- ir mér var álika og menn sýna samferðafólki í lyftu. Skítt með það. En nú vissi ég, að ég stóð andispænis tilefninu til forvitn- innar, sem alltatf vaknaði hjá mér, þegar Kitty bað mig að koma. Ég mundi þó sýnilega þurfa að biða lengi (ef sá timi kæmi þá nokkum tíma) eftir því að geta rætt við Penny Vandervane um brjóstin á henni. Ashley ók sér i fangi móður sinnar með annan þumalfingur- inn upp i sér en hinum hand- leggnum sveiflaði hann i sífellu upp og niður. Ég minntist þess ekki að hafa séð sldkt athæfi fyrr. Hann tók snöggvast út úr sér fingurinn til þess að segja að Gilbert hefði slegið sig. Gil- bert neitaði og ég trúði honum en Loðhnoðri var á annarri skoðun og urraði við fætur hans. Kitty leysti máiið með því að fara út úr stofunni með son sinn og hundurinn fylgdi þeim eftir. „Uppeldið á þessum dreng er fyrir neðan allar he]lur,“ sagði Gilbert. „Ekki kemur mér við, hvemig hann er alinn upp,“ sagði Fenny. „Engum virðist koma það við. Það er ausið í hann leikföngum, gjöfum, sælgæti og ís. Af hverju er hann ekki í skólanum í dag?“ „Hann var ekki upplagðUr.“ „Það á að reka hann I skól- ann. Drengurinn er bara sex ára, svo honum er ekki um að kenna. Við hverju er að búast, þegar hann fær að sofa í rúmi foreldra sinna?“ Penny yppti öxlum og sneri sér örlítið í áttina til min, en hætti svo við það. „Ég heiti Douglas Yandell," sagði ég. Mér fannst öruggast að byrja frá byrjun. Hún brosti við. „Ég veit það.“ Gilbert gretti sig framan i hana. „Ég heiti Gilbert Alexand er,“ sagði hann og rétti mér höndina. Eftir nokkurt hik sagði ég: „Hvemig liður pabba þínium?“ „Útúrdrukkinn. Láttu ekki svona, Gilbert. Ég er að gera að velvakandi 0 Skortur á hjúkrunarfólki Stjáni blái skrifar okkur þessa hugleiðingu. „Hvers vegna er alltaf verið að tala um hjúkrunarkvenna- skort? 1 dagblöðum hér á landi má segja, að daglega birtist greinar um þennan hjúkrunar- kvennaskort, eins og fólk vill kalla þetta fyrirbæri, þar sem rætt er fram og aftur um ýms- ar lausnir á þessu vandamáli. Verkfræðingar, yfirhjúkrunar- konur og fleira fólk gera kannanir og koma síðan með lausnir, sem munu koma í veg fyrir skortinn í fyrsta lagi að sex til sjö árum liðnum og yfirleitt miklu seinna. Engum hefur dottið í hug að fjölga karlmönnum við hjúkrunar- störf, en það er auðvitað bezta og auk þess langeinfaldasta lausnin, ef viðkomandi aðilar fást til þess að framkvæma nauðsynlegar ráðstafanir. T.d. þarf að koma á fót kynningar- Starfsemi, einkum í gagnfræða- skólum landsins, því að hér á landi er fjöldi fólks, sem ekki veit að karlmenn geta fengið inngöngu í Hjúkrunarskóla Islands. Sem dæmi má nefna það, að í almennum umræðum um viðkomandi efni eru marg- ir, sem tala um hjúkrunar- kvennaskóla íslands, enda er það ekki að undra, því að marg- ir þeirra, sem stunda eða hafa stundað nám I gagnfræðaskól- um landsins vita, að þar er stúlkum kennd hjúkrun en ekki piltum. Fljótt á litið má þvi ætla það, að piltum sé ekki ætlað að sinna hjúkrunarstörf- um. Það stendur eflaust fast í mörgu fólki að eingöngu kven- menn eigi að sinna hjúkrunar- störfum, enda hefur sá siður haldizt frá fomu fari. En nú er kominn annar tími. Tími framfara, þegar nauðsynlegt er að halda vel á rikisfénu og þörf er einfaldra og gagnlegra úrlausna. Mér finnst því óþarfi að eyða stórum fjárupphæðum í það að reisa barnaheimili við hverja sjúkrastofnun á land- inu, eins og ég hef heyrt að eigi að koma til framkvæmda, þegar áðumefnd lausn er mögu leg. Hins vegar er sjálfsagt að reisa barnaheimili við sjúkra- stofnanir, þar sem það svarar kostnaði samanborið við fjölda hjúkrunarkvenna á viðkomandi stað, t.d. í Reykjavík og á Ak- ureyri. Maður nokkur að nafni Kjartan Jóhannsson kannaði árið 1967 fráhvarf útskrifaðra hjúkrunarkvenna m.a. fyrstu 12 árin frá upphafi starfstima þeirra og birtust niðurstöður í Morgunblaðinu 5. september sl. Hvorki meira né minna en 77% hættu störfum á þessum 12 ár- um. Það leikur enginn vafi á þvi, hvers vegna stærsti hluti þessara 77% hætti störfum. Ástæðan er barneignir og hjónabönd. Hins vegar yrði þróunin á annan veg ef karl- menn hæfu hjúkrunarstörf að ráði. Þeir þyrftu ekki að hverfa frá vinnu sinni eins og kven- mönnum er oft nauðsynlegt að gera, þvi að þeir þurfa að sjá fyrir f jölskyldum sínum, þegar þeir hafa stofnað þær. Þar með væri skortur á hjúkrunar- fólki úr sögunni eftir nokkur ár. Auk þess má skjóta því að yfirvöldum landsins, að ef þau hafa einihvem áhuga á því að ráða bót á þessum skorti, þá er ekki seinna vænna að hækka kaup hjúkrunarfólks, sem nægir varla einstaklingi hvað þá manni með fjölskyldu. Þegar er komin reynsla af hjúkrunarmönnum, þar sem að minnsta kosti þrir eru starf- andi nú, og auk þess er tölu- verður fjöldi karlmanna starf- andi sem sjúkraliðar. Þessi reynsla er, að því er ég bezt veit, mjög jákvæð og auk þess er það mitt álit, að nauðsyn- legt sé að hafa starfandi karl- menn á sjúkrahúsum, þar sem þeir, sökum byggingarlags síns, eru oftast betur til þess fallnir en kvenmenn að vinna erfið verk. Þar á ég t.d. við það, að oft á timum verður hjúkrunaríólk að lyfta eða snúa þungu fóliki. Einnig væri það af skiljanlegum ástæð um mjög þægiiegt, bæði fyrir hjúkrunarkonur og karlmenn liggjandi í sjúkrahúsum, að hjúkrunarmenn eða karlmenn starfandi sem sjúkraliðar væru til staðar, þegar t.d. baða þarf karlmann eða þegar þá þarf að raka fyrir uppskurð, enda er það aðeins mannsæmandi þjón- usta. Meginorsökin fyrir þvi, að ég rita þessa grein er sú, að skort- ur á hjúkrunarfólki hérlendis er orðinn allt of þreytandi um- ræðuefni, og hann mun líklega aldrei taka enda, nema eitthvað verði gert nú þegar í málinu, en að vandlega athuguðu máli tel ég áðumefnda lausn koma sterklegast til greina. Auk þess ara orsaka er það orðið óþol- andi að sjúkrahúsum í hinum fámennarl kaupstöðum skuli Mðast það að láta ólærðar gangastúlkur sinna sjúkraliða- störfum og jafnvel hjúkrunar- fóiksstörfum, sem er algjört brot á lögum. Hér með skora ég á forráðamenn Hjúkrunar- skóla Islands að gera eitthvað róttækt í anda þessa bréfs til úrlausnar umrædds vanda- mál.. Ef einhver, sem les þessa grein, vili einhverju við bæta, mótmæla eða koma með aðrar athugasemdir, yrði ég mjög þakklátur, þar sem ég sé engan misbrest á þessari ágætu lausn, sem sé að breikka far- veginn fyrir karlmenn til hjúkr- unarstarfa. Stjáni blái.“ 0 Og skáldið var kona „Blessaður Velvakandi! Ég tók upp heimilisfang, sem þú birtir frá júgóslavn- esku ástarskáldi og karlkenndir þú þetta skáld. Ég skrifaði sem fljótast. Jú, svarið kom fljótt, en reyndar var það frá kven- manni, sem hefur vlst alltaf talið sig vera það. Hún bað mig um að láta þig vita af þvi. Og annað var það, að systir hennar hefur mikinn áhuga á að eignazt pennavin hér á Is- landi. Hún er 21 árs og er henn- ar heimilisfang það sama og systur hennar. Og ef einhver hefur áhuga á að skrifa, þá er nafn og heimilisfang Bincic Ivanka, Put St. Luke 1 58000 Split, Jugoslavija. Blessaður aftur. Helga.“ Við vonum að Helga hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum, þótt júgóslavneska skáldið væri kona. Við verðum hins vegar að viðurkenna það hreint og klárt, að við erum ekki það færir í júgóslavnesku máli að við getum kyngreint fólk það- an eftir nöfnum þeirra. Sé Helga hins vegar harmi lostin yfir þvi að skáldið reyndist kynsystir hennar, viljum við benda henni á að reyna að kom ast í samband við karlkyns skáld í Júgóslavíu og þætti okkur ekki ósennilegt að skáld- konan hjálpaði henni við það. Þvi miður eru júgóslavnesk skáld allt of lítið kynnt hér á landi og væri okkur þökk að þvi ef Helga vildi leggja okk- ur lið í kynningu þeirra. 0 Enn um nafnlausu bréfin Enn viljum við minna okk- ar ágætu bréfritara á að láta nafn sitt fylgja tilskrifunum til okkar, þótt þeir óski þess að nafn þeirra Verði ekki birt. Raunar er það von okkar, að við getum birt nöfn sem allra flestra og að enginn þurfi að skrifa undir dulnefni. 1 lanig- flestum tilvikum er það líka hreinasti óþarfi. Mörgum, sem óska að halda nafni sínu leyndu, væri sómi að því að birta það með bréfi sínu, svo ágæt eru mörg þeirra. En að lokum. Það er ófrávíkjanlegt skilyrði af okkar hálfu, ef birta á bréf, að nafn og heimilisfang íylgi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.