Morgunblaðið - 24.02.1972, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.02.1972, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1972 > SJÓMENN Háseta vantar á 180 lesta netabát, einnig vanter menn í fiskaðgerð. Símar 34349 og 30505. FIMMTUGUR MAÐUR óskar eftir henbergi strax. — Reglusemi, örugg greiðsia. Uppl. í síma 37403, miðviku- dag og fimmtudag kl. 5—7. FISKVBMNA Menn vantar í fiskvinnu. Sjóiastöðin í Hafnarfirði. Sími 52170. ANTIK-HÚSGÖGN Nýkomið: Vandaðir, útskorn- ir skápar, stólar, borð, horn- hiMur, skrifborð, snyrtiboð o. fl. — Antik-húsgögn, Vestur- götu 3, kjaHara, sárrvi 25160. IBÚÐ ÖSKAST Ungur Bandanfkjanvaður ósk- ar eftir 2ja herto. íbúð með búsgögnum. Uppt. í síma 6217, Keflavíkurf.ugvelli eða 22789 miöi M. 5 og 9. SJÓMENN Véístjóri og 1 háseti óskast á 180 lesta netabát. Símar 34348 og 30505. TRAKTOR ÓSKAST Traktor með moksturstæki framan á óskast til kaups. Uppl. 1 síma 10884 eftir kl. 6 ð kvöWm. GURBRÖNDÓTT LÆÐA gömul, merkt Grettrsgata 47 A, týndist á sunnudagis- kvöld. Þeir sem verða henn- ar varir, vinsamlega hringiið í síma 21886. Fundaniaun. HÓTEL EÐA VEITtNGASTAÐUR óskast tii teigu, má vera bvar sem er á iandinu. Tilto. merkt Ferðaþjónusta 1906 óskast serrt Mibl. fyrir 10. marz. PFAFF strauvél til söl-u. Vonduð gerð. Uppt. í síma 3-6967. REGLUSÖM 19 ARA STÚLKA óskar eftir atvinnu. Er vön afgreiðslu- og saumastörfum. Hefur gagnfræðapróf úr verzl unardeiilid. Uppl. í sima 31270, kl. 3—5. VÉLSLEÐ1 nýlegur og vel með farinn óskast. Sími 37840. IBÚÐ 2ja herb. íbúð óskast til leigu sem fyrst í Reykjavík, Kópa- vogi eða Hafnarfirði. Uppl. í slma 50958. BÁTUR Óskum eftir að keupa 4—6 toona bát. Úppb í síma 17488. bAtur Trl sölu er 46 tonna bátur með öllum venjolegum tækj- um og troWveiðanfaerum til af- hendingacr strax. Fasteágna- miðstöðín, sími 14120. Þekktu hugsanir mínar og sj& þú, hvort ég geng & glötunar- vegrl, og leið niig hinn ellifa veg. (Sálm. 139. 24). í dag er fimmtudagur 24. febrúar og er það 55. dagur árslns 1972. Eftir lifa 311 dagar. Matthíasmessa. Árdegiaháflæði kl. 2.26. Á sl. öld ferðaðist um landið frakkneskur vísindamaður Poul Gaimard, og hafði með sér mik- ið lið, þar á meðal kunna mál- ara. M.a. þeirra var Augruste Mayer. Eftir ferðina var gefið út mikið ritverk um ferðina og fjöldinn aliur af steinprentuð- um myndum, aðallega eftir þennan Mayer. Margar myndanna eru til hér lendis, og margar eftirprentan- ir hafa verið gerðar af þeim. Fyrir nokkrum árum var gefin út stór bók með myndunum í næstum því réttri stærð, en áð ur hafði Bókfellsútgáfan gefið út minni bók, Island við alda- hvörf, með nokkrum tugum af anyndum þessum. Gunnár sál- ugi Hall hélt lika sölusýningu á hinum upphaflegu myndum í Bogasal, fyrir nokikrum árum, svo að myndirnar hafa dreifzt um landið. En nú munu í Dag- bókinni á næstunni verða birt- ar allmargar þessara mynda, og sýnist upplagt fyrir fólk að klippa þær út og líma inn í bók. Fyrsta myndin er í .dag, og er af Gaimard sjálfum, manninum, sem vgrð tileíni Jóna-sar Hall- grímssonar til að yrkja kvæðið: „I>ú stóðst á tindi Heklu hám,“ og allir þekkja. í þvi kvæði eru einkunnarorðin, sem standa of- an við dyr hátíðarsalar Háskóla íslands: „Visindin efla alla dáð.“ Myndir Mayers eru víðs vegar að af landinu, svo að fólk múri sjá ýmsa staði á land inu, eins og þessi franski lista- maður sá þá fyrir nærri hálfri annarri öld, og vonandi hefur það gaman af. — FrjS. VISUKORN Færðin bjó mér þunga þraut, þol úr dró til muna, hreppti eg snjó í hverri laut, hreint í ónefnuna. Lilja i Bjamarstaðahlíð. (Úr Islandsahnanakinu) fUílíjafarþjönnKta GeOverndarfélara- Ina er opln þriöludaea kl. 4.30—6.30 alödegis aO Veltusundi 3, slml 12139. ÞJónusta er ðkeypls og öllum heimil. Asgrimssafn, Bergstaðastrætl 74 rr opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Náttórugripasafnið Hverflsgötu 116. OpiO þriOJud., flmmtud^ iaugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Munið frímerkjasöfnun Geðverndarfélagsins. Pósthólf 1308, Reykjavík. Almennar upplýsingar um lækna þjónustu í Reykjavík eru gefnar í símsvara 18888. Lækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema á Klappar- stig 27 frá 9—12, símar J1360 «s 11680. Spakmæli Ef þig langar til að finna aum an blett á manni, þá taktu eftir því, hyaða gaiia harm sér bezt hjá öðrum. * I styttingi Franskur stjórnmálamaður var eitt sinn spurður að því, hvaða hætta hann héldi væri hin mesta í heiminum. — Rauða hættan, svaraði hann samstundis, og bætti svo við: — Varaliturinn á ást- imeynni. FRÉTTIR Styrktarfélag larnaðra og fatlaðra, kvennadeild. Föndurfundur verður að Háa- leitisbraut 13 í kvöld fimmtu- dag kl. 8.30. Vestmannaeyjar. Neyðarvaktir lœkna: Símsvari 2525. Tannlæknavakt í Heilsuvemdarstöðinni alla laugardaga og sunnudaga kL 5- -6. Simi 22411. Næturlæknir í Keflavik 24.2. Arnbjörn Ólafsson. 25.2., 26.2. og 27.2. Guðjón Klem- enzson. 28.2. Jón K. Jóhannsson. Annan jóladag voru gefin saman í Háteigskirkju af séra Jóni Þorvarðssyni, ungfrú Sandra May Ericson og Gunn- ar Bergmann Arnkelsson stud. jur. Heimili þeirra verður að Laugateig 14, R. Ljósmyndastofa Þóris, Laugavegi 178. NUMER Dr. Bjarni Sæmundsson bjó í húsinu nr. 14 við Þingholts- stræti frá 1904 til dauðadags 1940. I»etta hús lét Benedikt Gröndai byggja árið 1881. „Reisugiidi mikið var haldið 16. júlí og gekk þá allvei.“ (Dægradvöl). En þetta varð sorgarhús. Varla höfðu þau hjónin flutzt í það þegar Ingigerður andaðist Dr. Bjarni Sæmnndsson við lystihúsið i garði sínum með dótturson sinn, Bjama Einars- son. 14 — 20. nóvember. Með henni „hvarf mér sá engill, sem hafði staðið mér við hlið og varið mig þeim freistingum, sem áður höfðu hvað eftir annað fellt mig — nú var ég orðinn einn og að- stoðarlaus“ segir Gröndal í Dægradvöl. Nasstu árin var ráð skáldsins mjög á reiki. Seldi hann þá hús ið Jóni Jenssyni. Voru þau kaup ráðin 17. maí 1887. Sáðar byggði Jón hús handa sér sunn ar í strætinu — nr. 27, en seldi Carólimu, ekkj u Theódórs amt- manns Jónasens húsið nr. 14. Hún var systir Christine, sem var móðir Steinunnar konu dr. Bjarna Sæimundssonar Af henni keypti hamn húsið 1904 eins og fyrr er sagt. í>á fl'Uttist frú Carólína til systur sinnar suður á Þýzkalandi þar sem hún dvald' um tdma. Frá götunni að sjá er nr. 14 líkt öðrum húsum, sem á þess- um tima voru byggð í Reyfeja- vík og raunar alla tið unz stein steypan tók við af timbrinu og bárujámimi. En að baki þess var fagur garður trjáa og blóma, eins og ævintýraheimur fyrir alla þá sem ekki voru vanir öðru en berangri okkar trjálausa, næð- ingssama lands. — Þar undi dr. Bjarni, þessi mikli iðjiumaður, marga stund, þegar hann var ekki úti á rúmsjó við sín vis- indastörf eða niðri i sfeóla að kenna. En fyrir um aldarfjórð- ungi eða þ. 17. nóv. 1946 dundi ógn og voði yfir þennan, fagra gróskumikla reit. Sunnudagsmorguninn 17. nóv. 1946 brunmi húsim Amtmanns- stígur 4 og 4 A til kaldra kola. Lagt af stað í útreiðartúr frá nr. 14 við Þingholtsstræti. Fremst á myndinni til vinstri eru FranzZiemsen og Steinunn kona dr. Bjarna Sæmundssonar (á peysufötum). Konan nieð hvítu svuntuna er frú Carólína Jonas sen. Norðan hvassviðri var á og mörg hús í bráðri hættu — rau" ar öll Þingholtin. Við slöfckvi- starfið unnu 52 brunaliðsmenn með 20 slöngustúta og fjöldi manna gekk vasklega fram við hjálp og björgun. María Maack lét dæla vatni úr öllum krömum sinum á Farsótt þvi til varnar og kaffi í brunaliðsmennina þeim til hressingar. Öllum hús um tókst að bjarga, jafnvel þeim, sem byrjuð voru að loga, eins og t.d. K.F.U.M. 1 eldsvoðafrásögn Mbl. 19. nóv. ’46 er minnzt á garðinn við mr. 14 og reynitrén í honum, sem Gröndal hafi gróðursett fyrir 70 árum. Þau hafi eyðilagzt að mestu. Árið 1929 voru þessi tré þau hæstu í Reykjavík, 6,80 og 6,45 m. Þá voru þau sögð 50 ára gómul ættuð sunnan úr Hafnar fjarðarhrauni þar sem Franz sýslumaður Ziemsen (bróðir frú Carólínu Jonassen tók þau sem umgviði og flutti til Reykjavík- ur. Þannig er saga þessara trjáa sögð í Óðni 1929. Næst hinum bremnandi hús- um stóð litið lystihús i garðin- um hjá geysiháum hlyni, „senni- lega sá fallegasti, sem hefur nokkru sinni vaxið hér á landi Breiddi hann laufkrónu sina yf ir lystihúsið. Þegar kviknaði í húsinu stóð króna hans í bjöítu báli. Rétt hjá homum stóð éin mikil björk, sem einnig brann að mestu. Sjálft íbúðarhúsið var i mikilli hættu eftir að neista- fiugið frá logandi trjánum fór að berast inn um brotna glugga þess. — Öll hús- gögn voru borin út á götu — pianó stóð úti á miðju Þingholts stræti í norðan næðingnum en húsinu tókst að bjarga. G.Br. HÉR ÁÐUR FYRRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.