Morgunblaðið - 24.02.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.02.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÍDAGUR 24. FEBRÚAR 1972 ttogefendi hf ÁTvakur, R&ykiavík Pramkvæmda&tjóri Hairal'dur Sveinsaon. Rimsitjórar Mattihías Johanrressen, Eýjótfur KonTáÖ Jórisson. Aðstoðarritstjórl Styrmir Gunnarsson. Ritstjórn'arfuil'trúí Þiorbijörn Guðrríundsson Fréttastjóri Bjöm Jólhannsson. Auglýsingastj’óri Árni Garðar Kriatinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100. Augiíýsingar Aðal'stræti 0, sfmí 22-4-80 Ás'kriftargjaid 225,00 kr á imiánuði innanlands I lausasöTu 15,00 lkr eintakið. FÆREYINGAR OG LANDHELGIN j gær gerði Norðurlandaráð samþykkt um landhelgis- mál, sem felur í sér almenna viðurkenningu á sérstökum réttindum strandríkja. Sam- þykkt sú, sem Norðurlanda- ráð gerði, var svo hljóðandi: „Norðurlandaráð felur ríkis- stjórnum Norðurlanda að halda áfram og auka sam- vinnu þeirra til lausnar vandamálunum í sambandi við löggjöf um hafréttarmál þannig, að unnið verði að al- þjóðlegri einingu um út- færslu yfirráða yfir hafinu og fiskveiðilögsögu og að unnið verði að sérstökum réttindum strandríkja eða landsvæða, sem sérstaklega byggja efnahag sinn á fisk- veiðum og að ráðstafanir verði gerðar til að koma í veg fyrir mengun.“ Tæpast gátum við íslend- ingar búizt við því, að við hlytum beinan stuðning hinna Norðurlandaþjóðanna í baráttu okkar fyrir viður- kenningu á 50 sjómílna fiskveiðilögsögu. Hagsmunir Norðurlandaþjóðanna rekast á í þessum efnum. Norðmenn hafa sérstöðu og bæði Danir og Norðmenn verða væntan- lega að taka nokkurt tillit til sjónarmiða væntanlegra bandalagsþjóða þeirra í Efna- hagsbandalagi Evrópu, í þessum efnum hafa um- mæli Jens Otto Krag, forsæt- isráðherra Dana, vakið sér- staka athygli hér heima. Hann sagði m.a. í ræðu sinni á Norðurlandaráðsfundinum sl. laugardag: „Við höfum ef til vill sérstaka möguleika á að skilja hvað býr að baki af- stöðu og sjónarmiðum ís- lands, því að við höfum svip- að vandamál í Færeyjum. Ef ekki verður unnt að halda þar uppi fiskveiðum, þá er enginn grundvöllur fyrir því, að Færeyingar geti lifað þar. Færeyingar geta ekki leyst sitt vandamál með stækkun fiskveiðilandhelginnar, því að veiðisvæðin þar eru svo þröng, að Færeyingar verða undir öllum kringum stæðúm að veiða við fjarlægar strend- ur, m.a. við ísland og Græn- land. Við treystum því að ís- land muni sýna skilning á þessum vandamálum, sem sjálfsagt eru lítil í saman- burði við vanda annarra þjóða, en hafa úrslitaþýðingu fyrir lífshagsmuni Færeyinga í framtíðinni.“ Af orðum forsætisráðherra Dana má marka, að a.m.k. Danir gera sér gleggri grein fyrir hagsmunum íslendinga í landhelgismálinu vegna þess, að Færeyingar eiga við sama vandamál að etja. Þeg- ar er Jens Otto Krag hafði flutt ræðu sína var því lýst yfir af nokkrum fulltrúum íslands á Norðurlandaráðs- fundinum, Jóhanni Hafstein, Gylfa Þ. Gíslasyni og Bjarna Guðnasyni, að að íslendingar mundu líta með velvild á hinn sérstaka vanda Færey- inga. Þeim viðbrögðum ís- lenzku fulltrúanna vill Morg- unblaðið fagna. Það hefur áður komið fram, að afla- magn Færeyinga á íslands- miðum nemur um 12 þúsund tonnum á ári. Við höfum vel efni á því að veita Færeying- um viðunandi aðstöðu á mið- unum og væntanlega verða stórar og auðugar þjóðir ekki til þess að líta á það sem for- dæmi fyrir öðru, þótt ísland taki sérstaka afstöðu til vandamála þessarar vina- og bræðraþjóðar. LÉLEG- ASTA TIL- BOÐIÐ Jens Otto Krag benti á þá staðreynd á fundi Norð- urlandaráðs í Helsingfors á dögunum, að íslendingum hefði verið gert versta og lé- legasta tilboð í Brússel, sem nokkurri þjóð hefði verið gert af þeim, sem ekki sækja um fulla aðild að Efnahagsbanda- lagi Evrópu. Þetta eru orð að sönnu hjá hinum danska for- sætisráðherra. Viðbrögð Efna hagsbandalagsins hafa valdið miklum vonbrigðum hjá Is- lendingum. Óhjákvæmilega hljótum við að líta svo á, að það sé ósann- gjarnt og óréttlátt að tengja útfærslu landhelginnar við hugsanlega samninga okkar við Efnahagsbandalagið, eins og Jóhann Hafstein benti á í ræðu þeirri, sem hann flutti í almennu stjórnmálaumræð- unum á fundi Norðurlanda- ráðs. í þessu sambandi hlýtur sú hugmynd Gylfa Þ. Gísla- sonar að vekja nokkra at- hygli, að íslendingar leiti á þessu stigi eftir samningum við Efnahagsbandalagið á þrengra sviði en áður var fyr- irhugað eða einungis varð- andi fríverzlun með iðnaðar- vörur. Það er ekki einungis hags- munamál okkar að ná hag- kvæmum viðskiptasamning- um við Efnahagsbandalagið. Það er líka Evrópuríkjunum í hag, að ísland, sem er eitt í þeirra hópi, einangrist ekki frá því viðskiptalega sam- starfi, sem þar er hafið og stöðugt fleiri þjóðir taka þátt í. Þess er því að vænta, að EBE-ríkin sjái að sér láti það ekki spyrjast til lengdar að minnstu þjóðinni sé gert lé- legasta tilboðið af þeim ríkj- um, sem nú leita samninga við hina voldugu efnahags- samsteypu. Takmörk vanþakklætisins Eftir C. L. Sulzberger Nýju Delhi. SKÖMMU eftiir að keisarinsi hafði kallað til hermenn frá rússneska keisaradæminu, til að bæla niiður uppreian í Umgverjalaindi, var auatur- riski kanzlarámm, Prim Schwarzen- berg, spurður að því hvort stjórnin í Vín, stæði nú ekki í óþolandi þakfc- airskuld við Rúsaland. — Vanþakklæti mitt verður tak- markalaust, svaraði kanzlarinn. Hann sannaði þetta svo rækilega, að frægt torg í höfuðborginni var skírt Schwarzenbergtorg. Núna, rneira en öld síðar, kann sagan að sjá stór- felda asiska eftirlílkingu af þessum atburði. Indira Gandhi, forsætisráðherra Imdlanda, mjúkmælt en gædd stál- vilja, fer allavega ekki dult með að hún hyggst fylgja ámóta sjálfstæðrí og vanþakklátri stefnu þrátt fyrir þá gífurlegu pólitísku og hemaðarlegu aðstoð sem Sovétríkin veittu landi henuair í nýafstöðnu, sigursælu stríði þess. Einis og hún segir, með daufu brosi: — Einm af göllum okkar er sá að við erum ebki fser um að sýna áþreifanilegt þakklæti. Ég held að þér vitið það. Og ég get bætt því við að það væri allt öðruvísi aðstoð, ef hún væri byggð á því að búizt væri við þakklæti fyrir hana. Lönd hjálpa hvert öðru vegna þess að þau þarfn- ast hvert annars. En ég held ekki að saga okkar sýni tilhneigingu til að sýna þakklæti í verfki. Með öðrum orðum, það sem frú Gamdhii er raunverulega að segja, er að Indverjum dettur ekki eimu sinni í hug að hverfa frá þeirri grundvall- arstefniu að laindið sé óháð, hvað þá að halla sér í áttina til Moskvu, bara vegna þess að Sovétríkin voru svona góður bandamaður, bæði hjá Sam- einuðu þjóðunum, og við vopmosend- inigar í átökunum við Pakistam. Ind- land sannaði ekki hernaðarlegt sjálf- stæði sitt til að mássa pólitískt sjálf- stæði sitt. Skoirtur á hæfileifcum til að „sýna þafcklæti" er nokkuð sem Bandaríkja- menn hafa oft minnzt mæðulega á á liðnum árum. Bamdarískir stjórn- málamenn voru stundum hissa á því, þegar búið var að veita meiri aðstoð hér en í allri Marshall áætluninni fyrir Evrópu, að velgerðarmennirnir fengu hvorki meira þakklæti né stjómmála- stuðning en áður. Kreml kann að yerða fyrir svipuð- um vonbrigðum, en er ekki eims lík- leg til að viðurkenna það. Vinátta Sovétríkjanna og Indlamds var fyrst „unniin“ að mairki á dögum Krúsjeffs, þegar saimbúðin við Kína fór að versnia. Moakva laðaðist að næst stærstu þjóð veraldar af sömu orsök- um og Washington upphaflega, — sem mótvægi við Kíma. Eftir að bandaríska stefnan hafði riðað til falls undir stjóm Dullesar og nær gufað upp eftir að við hætt- um að senda vopn 1965, hélt Rúss- land innreið sína. Rússar sendu her- gögn fyrir 800 milljón dollara og hjálpuðu Indverjum að setja upp verfcsmiðjur til að smiíða MIG orr- ustuþotur, skriðdreka og fallbyssur. Þeir hikuðu ekki við að beita neitun- arvaldi sínu í Öryggisráði Sameinuðu þjóðamma, ef það var Indlandi í hag. En ef Kreml hyggst senda reikning fyrir þetta, eru vonbrigði vís. Hingað til hefur Indland verið stórbrotið að- eims fyrir raunir sínar, en nú hefur ákapazt algerlega nýtt ástand. Það er sambland af stríði, sigri og glæsi- legri sitjórn frú Gandhi, sem hefur leitt fram stærsta lýðræðialega kosna pólitíska meirihluta sem heimurinn hefur upplifað. Það rí'kir hér ný tilfimniing fyrir tilverunni og nýtt sjálfstraust. „Rök- fimi“ valdsins hefur skapað nýjan þrótt. Þetta land er breytt frá því sem það var fyrir þrem mánuðum. Það veit af stöðu sinini sem rauin- verulegur valdpóll í Asíu. Imnri sundrungaröfl gætu að sjálí- sögðu grafið undan þessari stöðu, öfl eims og byltinigarsinnaðir kfaa-komim- únistar og hinir svonefndu naxalitar (vestur-bengalskir marxistar). Gætnir stjómmálafræðingar, eru þegar famir að spá vaxandi erfið- leikum, þegar bæði Kína og Sovét- ríkfa reyna með öllum ráðum eð hasla sér völl í þessu nýlega þrótt- mikla ríki. En eins og málin standa í dag, hefur frú Gandhi öll völd í hendi sér og flestir Indverjar eru himfa- lifandi. Það er nú tími tiil fyrir Ind- lamd — eina og frú Gaindhi talar um — að sýna Pakistan sanngimi, og leita eftir betri sambúð við Banda- ríkfa og jafnvel Kfaa. Það ætti líka að vera komfan tími til, fyrir Washington og Pekfag, að skoða Nýju Delhi í nýju ljóisí, og nmeð því etau að boma vinsamlega fram, hjálpa Indlandi að fram- kvæma það sem það óskar eftir — að losna undan því að vera óhóflega háð Mosfcvu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.