Morgunblaðið - 24.02.1972, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 24.02.1972, Blaðsíða 17
* MORGUNIBLAjÐEÐ, FIMMTUíDAGUR 24. FEBRÚAR 1972 _____ < 17 Ellert B. Schram, alþingismaður: Um vísitölubindingu húsnæðislána Á sl. vori áttu sér stað hávær ar umræður á opinberum vett- vangi um vísitölubindingu hús- næðismálalána. Tilefni þeirra um reeðna var skýrsla Þóris Bergs- sonar, tryggingastærðfræðings, þar sem þvi var haldið fram, að vísitölubindingin væri hrein ólög, sem leiddu beinllinis til lög- helgaðs akurs. Núverandi félagsmálaráð- herra, Hannibal Valdimarsson, ásamt tveim öðrum háttvirtum þingmönnum, þeim Birni Jóns- syni og Eðvarð Sigurðissyni, sem báðir eru einnig forystumenn í launþegasamtö'kum, lagði þá þeg ar fram á Alþingi tillögu til þingsáiyiktunar um leiðréttingu á vaxtabyrði á lánum úr Bygg- ingarsjóði rí'kisins. Sagði svo tn.a. í greinargerð með tillög- unni: „Ástæða er til að ætla, að gild andi lagaákvæði um vísitölu bindingu lána Húsnæðismála- stofnunar nikisins, leiði og hafi leitt til óþolandi misréttis lán- taka úr Byggingarsjóði miðað við aðra lántaka. Enn fremur að raunvextir bindi þeim, sem feng ið hafa lán úr sjóðnum á tíma- bilinu frá þvi er ián voru tengd vísitölu, nú sll'ka fjárhagsbagga, að þeir fái ekki undir þeim ris- ið og þurfi því þegar í stað, að breyta vaxtakjörum að lágmarki svo, að vextir Byggingarsjóðs- ins verði a.m.k. aldrei hærri en útlánsvextir banka. í meðfylgj- andi fylgiskjali er mál þetta kannað til hlítar og komizt að niðurstöðu,. sem telja verður óyggjandi, að sanni hina brýnu nauðsyn úrlausnar þessa máls“. Svo mörg voru þau orð. Til- vitnað fylgiskjal var greinar- gerð Þóris Bergssonar, en hann segir m.a., að um niðurstöður at- hugana sinna verði etoki komizt hjá að nota Ijót lýsingarorð, svo ófögur hafi myndin verið. Strax og skýrsla tryggingar- stærðfræðingsins kom fram, fór félagsmálaráðuneytið fram á það við Seðlabanka íslands (28. maí 1971), að hann tæki upp við ræður við Alþýðusamband Is- lands um málið, á þann veg, að fá úr því skorið, hvort lánskjör m verkuðu á einhvern hátt öðru vísi en upphaflega var að stefnt. Ráðuneytið tók fram, að svo sýndist, að beitt væri röngum að ferðum í útreikningum trygginga stærðfræðingsins, sem leitt hefðu til villandi niðurstöðu. Þessi mótbára eða aðrar slík- ar, báru lítinn árangur í þvi fjaðrafoki, sem þyrlað var upp í kosningabaráttunni í vor. Á síðum Þjóðviljans, var vísitölu- bindingin talin glöggur vottur um mannvonzku viðreisnar- stjómarinnar og „okurvextir og misrétti" varð dagleg áróðurs- klisja í þessu sambandi. Ellert B. Scliram. Nú fór það ekkert á milli mála, að allir sanngjamir og réttsýnir menn höfðu af því áhyggjur, ef rétt væri, að visi- tölubindingin leiddi til iþyngj- andi vaxtabyrði og enginn vafi lék á, að athugun þessa máls þyrfti að hraða og skjótar ákvarðanir að taka, þegar óvil- hallir útreikningar lægju fyrir. Eðlilegt gat talizt, að Hanni- bal Valdimarssyni væri þetta öðrum mönnum Ijósara, með til- liti til áðurnefndrar þingsálykt- unartillögu og þeirra stóryrða sem henni fylgdu. Sem félags- málaráðherra, yfirmaður hús- næðis og félagsmála og til skamms tíma forseti ASÍ, hefur hann haft öll tök á að hraða þessu máli og afnema þau „ólög“ sem hér um ræðir. Af þessum sökum leyfði ég mér að bera fram fyrirspum á Aíþingi i nóv. s.l„ hvað liði áð urnefndri athugun og hverjar væru niðurstöður hennar. 1 svari sínu upplýsti ráðherr- ann, að skýrsla Seðlabankans hefði borizt í september en skýrsla ASÍ, þá aðeins fyrir nokkrum dögum, eða meira en hálfu ári eftir, að um hana var beðið! Ráðherra taldi að samanburð ur á skýrslunum tveim tæki að- eins nokkra daga, „viku eða tíu , daga“ og hann lýsti því yfir að , „visitölukvöð á húsnæðislánum , yrði afnumin". Eftir þessari yf- , irlýsingu var tekið og ég fyrir * j mitt leyti fagnaði henni.. ■ Nú er hins vegar langt liðið á febrúarmánuð, en ennþá ból- ar ekki á úrlausnum. Mál, sem enga bið þoldi fyrir kosningar, 1 hefur sofið þymirósarsvefni < undir verndarvæng þess sama manns, sem i maí s.l. taldi * ástandið óþolandi misrétti. Með fyrirspurn minni á Al- þingi i vetur og með grein þess- , ari hef ég viljað vekja athygli á þeim loddaraleik, sem of oft er ástundaður í stjórnmálum og kemur fram í þessu tilviki. Mál eru blásin út fyrir kosn- ingar en liggja síðan óhreyfð jafnvel þótt þeir menn komist i til valda, sem sett hafa fram hú- værustu kröfurnar um úrbætur. Hitt er meira alvörumál, að vita skuld er það höfuðnauðsyn að gera hið bráðasta lagfæringiar á þeim misfellum sem vera kunna á lánskjörum Byggingarsjóðs ríkisins. Seinagangurinn nú hefur þeg ar dæmt gífuryrðin frá því fyr- ir kosningar dauð og ómenk, en því verður hins vegar ekki trú- að að tillögur til úrbóta sjái ekki dagsins ljós nsestu daga. Virkt lýðræði — atvinnulýðræði Þeir menn eru orðnir býsna fáir í seinni tíð, sem ekki telja sig vera lýðræðissinna. Þjóðfélagið hefur lengi viðurkennt lýðræðið sem grundvallarreglu, og allir núver- andi stjórnmálaflokkar telja sig sanna unnendur lýðræðisins. Þjóðfé lagsþegnunum eru tryggð víð- tæk áhrif á löggjöf og stjórn ríkis- ins og sveitarfélaganna með almenn um kosningarétti, og í krafti ýmissa . mannréttinda, s.s. málfrelsis og fundafrelsis, eru þessi áhrif tryggð enn betur. Lýðræði á stjórnmálasvið inu er raunar orðið svo sjálfsagt mál í þjóðfélagi voru, að annað þætti vera fásinna. Þar sem allt sýnist hafa snúizt um hið pólitíska lýðræði og mestri orku verið eytt I mótun þess, hefur fyrir mörgum orðið hreint aukaatriði, hvernig lýðræði á öðrum svið- um þjóðlífsins hefur reitt af. Þeim mun óeðlilegra er þetta tómlæti, þar sem allur þorri fólks á mikið undir því, hvernig stjórn hins daglega um hverfis þess er- háttað. Það er fyrst nú I seinni tíð, að menn hafa vakn- að til vitundar um, að lýðræðisleg- ir stjórnarhættir eru ekki aðeins nauðsynlegir á hinum pólitíska vett- vangi heldur einnig á öðrum svið- um. Sem dæmi þess má nefna, að fyr ir fáum árum var hið svonefnda skólalýðræði nær óþekkt hér á landi, en nú eiga nemendur hinna ýmsu skóla fulltrúa sína I þeim nefndum og ráðum, sem fara með stjóm viðkomandi skóla eða Skóla- deildar. Sú tilhögun náði ekki fram að ganga átakalaust, en nú er það almennt viðurkennt, að þessi skipan hafi reynzt vel og það jafnvel af ýmsum þeirra, sem áður voru van- tnúaðir á ágæti þessara breytinga og þóttu þær langtum of róttækar. En þörfin á virkara lýðræði er tví mælalaust brýnusrt á mlkilvægasta sviði þjóðlífsins — atvinnulífinu. Innan dyra vinnustaðanna hafa lýð- ræðishugmyndir ekki fylgt kalli tím ans, og í fæstum tilfellum hafa starfs menn fyrirtækjanna ráðið nokkru um stjórn þeirra og rekstur. I ýms- um Evrópuríkjum hefur hins vegar átt sér stað viðleitni hin allra síð- ustu ár, sem miðar að því að breyta þessu og innleiða lýðræði í atvinnu- lífinu. Nokkuð er misjafnt, hvaða leiðir hafa verið farnar I þessu skyni og hve langt hefur verið gengið, enda eru hugmyndir manna um atvinnulýðræði mjög misjafnar, m.a. eftir löndum og meðal einstakl- inga í sömu löndum. I stuttu máli er inntakið, að með atvinnulýðræði er stefnt að þátttöku starfsmanna fyrirtækjanna í ákvarðanatöku um málefni þeirra. Frumstigið er venju- lega, að veita starfsfólkinu ráðgjaf- ar- og íhlutunarrétt um meðferð nokkurra málaflokka, s.s. um vinnu skilyrði o.fl. Oft er svokölluðum samstarfsnefndum komið á fót, en þær eru skipaðar fulltrúum stjórn- enda og starfsliðs. Samstarfsnefnd- unum eru yfirleitt alltaf veitt víð- tæk ráðgefandi áhrif, og hefur at- vinnulýðræðið jafnvel verið reynt þannig, að þessum nefndum er veitt ákvörðunarvald í vissum málum og meðákvörðunarvald í ýmsum öðrum. Einnig er sú leið fær að veita full- trúum starfsmanna minnihlutaað- stöðu í stjórn fyrirtækjanna, og velja þá starfsmenn þessa fulltrúa úr sínum hópi á lýðræðislegan hátt. Þar sem atvinnulýðræðið er lengst komið felst þess vegna meira i þvi en viðræður og samráð stjórnenda og starfsliðs. Þannig felst einnig í því dreifing á stjómunarvaldinu til starfsmannanna að nokkru leyti. Þær þjóðir, sem hvað lengst hafa náð á þessari braut eru frændþjóð- ir okkar á Norðurlöndunum, enda hefur atvinnulýðræðið á ýmsan hátt haft lengri aðdraganda og fengizt nánari reynsla af þvi þar en ann- ars staðar. 1 þessum löndum hafa menn prófað sig áfram með ýmsu móti, en þar sem tiltölulega skamm- ur tími er liðinn síðan þessar tilraun ir hófust, er enn langt frá þvi að atvinnulýðræðinu hafi þar verið fundinn neinn fastur farvegur. Eng ar endanlegar ályktanir verða þvi dregnar af þeirri reynslu, sem feng- izt hefur, en engu að siður eru flest- ir á einu máli um, að sá árangur, sem náðst hefur sé mjög jákvæður og lofi góðu um framhaldið. Ýmsar framfarir hafa einnig orðið innan at vinnulífsins, sem án þessara nýju hátta, hefðu ekki átt sér stað. Báðir aðilar vinnumarkaðarins, launþegar og vinnuveitendur, hafa lýst sig hlynnta auknu lýðræði innan at- vinnulífsins, þótt oftast hafi frum- kvæðið komið frá launþegum og stundum sé deilt um markmið og leið ir. I þessum löndum er þvi mikið kapp lagt á áframhaldandi uppbygg ingu atvinnulýðræðis. Hér heima hafa þessar nýju hug- myndir mætt fálæti um of, og hafa fáir aðilar sýnt þeim verulegan áhuga. Umræður hafa verið af skorn um skammti, og það var fyrst fyrir fáeinum vikum, meðan allsherjar- verkföll vofðu enn yfir þjóðinni, að hugmyndir um atvinnulýðræði voru ræddar að nokkru ráði á opinberum vettvangi, þótt einstaka menn hafi áður kvatt sér hljóðs um mál- ið. Viljum við hins vegar ekki drag- ast enn meira aftur úr nágrönnum okkar en þegar er orðið, verðum við framvegis «ð fylgjast miklu betur með gangi þessara mála en gert hef ur verið og jafnframt að byrja sem fyrst að feta okkur inn á braut at- vinnulýðræðis með þekkingu og reynslu nágrannanna í vegarnesti, þótt vissulega verði að taka fullt til- lit til íslenzkra séraðstæðna. Þeir að ilar, sem auk aðila vinnumarkaðar- ins, eru þar sjálfkjörnir til forystu eru stjórnmálaflokkarnir, þvi fyrir álhrif frá þeim er unnt að koma þess- um breytingum á miklu hraðar og með miklu betri árangri en ella ef góður vilji er fyrir hendi. Ekki treystist ég til að ráða í, hverja afstöðu einstakir stjórnmála- flokkar koma til með að taka til þess ara nýjunga, en nær fullvist er, að fyrr eða síðar komast þeir ekki hjá að gera upp hug sinn til þeirra. Ég leyni hins vegar ekki þeirri von minni, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi eftir að gerast málssvari þess- ara nýju viðhorfa og beita sér í þágu þeirra. Hugmyndirnar um at- vinnulýðræði eru i samræmi við þau grundvallarviðlhorf sjálfstæðisstefn- unnar, sem leggja áherzlu á einstakl inginn, og að honum beri allt það frelsi, sem hann þarf og unnt er að veita, svo hann fái að fullu notið hæfileika sinna og mannkosta. Með stöðugt betri menntun og frjálsræði einstaklinganna nægir þeim ekki lengur að vera í einu og öllu stjórn- að ofan frá, heldur verða þeir að öðlast áhrif um allt það, sem snert- ir umhverfi þeirra og starf á vinnu- stað. Lýðræðið er heldur ekki sprott- ið fullmótað út úr fáeinum kenni- setningum. Þvert á móti er eðli þess þannig, að stöðugt verður að laga það að kröfum tímans og breyttum þjóðlífsháttum. Atvinnulýðræðið er einmitt mjög mikilvægur þáttur i al- mennri lýðræðisþróun innan samfé- lagsins. Samkvæmt framansögðu er ljóst, að hér hafa sjálfstæðismenn þarft verk að vinna. Eigi Sjálfstæðisflokk urinn að geta talizt lífrænn flokk- ur, verður hann ekki aðeins að taka náttúrlegum breytingum í samræmi við sjálfa þjóðfélagsþróunina, held- ur einnig að hafa djörfung til að vera þar leiðandi afl. Verði ekki svo, hlýtur áratugagömlu hlutverki hans sem forustuflokks í íslenzk- um stjórnmálum að vera endanlega lokið. Gunnlaugur Claessen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.