Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 Morrison: óttaðist múgaeði Stalín: vildi láta Þjóðveria vogrna flngskeyta I>jóðv'«r,jfeu greiða háar striðsskaðabsetur. venju var skjalimi ekki dreift í þröngum hópi embættis- manna, sem jafnan fengu að- gang að stjórnarskjölum. Churchill sagði, að Roose velt væri „augljóslega fast ráðinn“ að fara í stríðið. Ef hann yrði að segja Þjóðþing- inu að það hefði um tvennt að velja, strið eða frið, mundi það ræða málið i þrjá mánuði. For setinn hefði sagt „að hann mundi heyja stríð, en ekki lýsa þvt yfir, og að hann mundi sýna sífellt meiri áreitni. Yrði Þjóðverjum það ekki að skapi, gætu þeir ráðizt á bandaríska heraflann." KAFBATAARASIR Samkvæmt samkomulagi því sem gert var, áttu Bandarlkja menn að fylgja skipalest- um með birgðir til Bretlands allt til Islands, þannig að 52 brezk herskip losnuðu frá þess um skyldustörfum og gætu ein beitt sér að öðrum. Banda- risku fylgdarskipunum var skipað að sýna harðneskju og sigla allt að 300 mílur frá skipalestunum i leit að þýzk- um kafbátum og ráðast á þá. „Allt ætti að gera til að knýja fram „atburð“ . . . til þess að réttlæta átök.“ Einni viku síðar bárust nán- ari upplýsingar frá Halifax lá- varði, sendiherra Breta í Was- hington. Hann sagði i skýrslu til brezku stjórnarinnar, að svo að segja öll bandarlska stjómin væri þess ákaft fýs- andi að fara í strlðið og „henni mundi létta, ef eitthvert atvik svo sem eins og tundurskeyta- árás á bandarískt skip, hefði í för með sér slíkan atburð.“ Slikir „atburðir" gerðust á næstu mánuðum. Bandarisk skip skutu djúpsprengjum að þýzkum kafbátum, og banda- riskur tundurspillir, sem stóð fyTÍr slíkum aðgerðum, varð fyrir tundurskeyti og sökk. En árás Japana á Pearl Harbor 6. desember 1941 gerði að verk- um, að óþarft var að sannfæra almenningsálitið í Bandaríkj unum. Eden: vildi að Þjóðverjar fengju nýtt markmið til að keppa að. Samt sem áður er hugsan- legt að áreitni Bandaríkja- manna hefði borið tilætlaðan árangur, en þó ekki á sama hátt og Roosevelt þóttist sjá fyrir. Eftir áráisina á Pearl Harbour sögðu Bandarlkin Japan strið á hendur, en ekki Þýzkalandi. Það gat meira en verið, að Bandarlkin hefðu ein beitt sér að Japan og látið Þýzkaland í friði. Það var Hitler, sem sagði Bandaríkjun um stríð á hendur 11. desem- ber, þótt hann væri ekki skuld bundinn til þess samkvæmt samningum við Japani. Ræðan, sem Hitler hélt til þess að lýsa þessu yfir, var í aðalatriðum móðursjúk og persónuleg árás á Roosevelt, sem hann kallaði „geðsjúkling" og raunveruleg- an upphafsmann slðari heims- styrjaldarinnar. ALGERT HAFNBANN Brezku skjölin sýna meðal annars, að Churchill var svo fastákveðinn að halda Evrópu i algeru hafnbanni, að hann var reiðubúinn að stofna 1 hættu samskiptum Breta og Bandaríkjamanna í því skyni. Þetta sést á því, að hann Hess: friðarferð hans vakti fyrirlitningu. reyndi að koma i veg fyrir flutninga á hveiti og mjólk til Vichy-Frakklands frá banda- riskum góðgerðarfélögum. Atlantshafsyfirlýsingin olli timabundnum erfiðleikum í brezku stjóroinni vegna tilvis unar hennar til sjáifsákvörð- unarréttar þjóða. Nýlenduráð- herrann, Moyne lávarður, velti því fyrir sér, hvort þetta næði til breZkra nýlendna, en stjómin komst að þeirri niður- stöðu, að „henni væri beint gegn Evrópu, sem við vonumst til að frelsa undan harðstjórn nazista, og henni væri ekki ætl að að fjalla um innri mál Brezka heimsveldisins." Samkvæmt skjölunum vakti friðarferð Rudolfs Hess, stað- gengils Hitlers, í flugvél til Skotlands 1941, skömmu áð ur en Þjóðverjar réðust inn 1 Rússland, fyrirlitningu. Gefin voru fyrirmæli um, að hann yrði læstur inni sem „striðs- glæpamaður". Stjórnin ræddi fyrirfram þá afstöðu, sem skyldi taka, ef Þjóðverjar réðust á Rússland, og komst að þeirri niðurstöðu, að „sýna yrði fram á að Þjóð- verjar væru óseðjandi harð- stjórar, sem hefðu ráðizt á Rússland til að verða sér út um hráefni til þess að halda stríðinu áfram.“ Raunar fengu Þjóðverjar næg hráefni frá Rússlandi áður en þeir réðust inn i landið samkvæmt venju- legum viðskiptasamningum. Ástæðan til árásarinnar var raunverulega hungur eftir landrými og hatur á kommún- isma. Þegar Rússar og síðan Bandarí'kjamenn komu í strið- ið stóðu Bretar ekki lengur einir, og tónninn i skjölunum breyttist smátt og smátt. Minni og minni vafi lék á úr- slitum stríðsins þrátt fyrir sig urgöngu Japana 1941—42. ALAG A ALMENNING Churchill hafði hugann fyrst og fremst við striðið og utanrikismálin, en lét sig miklu varða baráttuþrek al- mennings heima fyrir. Sögð er sú saga, að hann hafi beðið um að sjá kjötskammt venjulegrar fjölskyldu, haldið að skammt- urinn ætti að vera fyrir eina máitið, látið svo um mælt að þetta væri ekki svo afleitt, en orðið mikið um þegar honum var sagt, að þetta væri viku skammtur. Sennilega var mesta ógnun- in við baráttuþrekið heima fyr ir fljúgandi sprengjur og flug skeyti, sem Þjóðverjar byrj- uðu að skjóta sumarið 1944. Herbert Morrison innanríkis- ráðherra gaf stjórninni þá skýrslu 26. júli „að tæplega 4.000 manns hefðu beðið bana i London og 691.000 hús skemmzt. Hætta var á múg- hræðslu.“ Morrison sagði í skýrslu um málið: „Rangt væri að vænta þess af óbreyttum borgurum, sem hafa orðið að þola rúmlega fjögurra ára strið með allri þeirri starfs- þreytu og röskun á venjulegu lífi, sem það hefur i för með sér, að þeir sýni jafnmikið bar áttuþrek og land’herinn . , Eftir því sem gereydd svæði stækka og stækka vegna stöð- ugra sprengjuárása, óttast ég að almenningur verði reiður; og hvort sú reiði beinist einungis gegn óvininum má draga í efa . . .“ Attlee aðstoðarforsætisráð. herra blandaði sér i málið með heldur óvæntri athugasemd þess efnis, að flugsprengjurn- ar hefðu gert Ermarsund að engu og þar með alla von um að Bretland gæti í framtiðinni fylgt stefnu, sem miðaðist við það að það væri heimsveldi, en ekki aðeins stórveldi i Evr- ópu. Churchill kom fram með þá hugmynd, sem varð ekki að veruleika, að birta lista með nöfnum þýzkra smábæja, sem yrðu afmáðir einn af öðrum, ef Þjóðverjar héldu áfram árás- um sínum með fijúgandi sprengjur. FRAMSÝNI EDENS Þoka striðsins olli því, að Bretar voru sifellt að taka ákvarðanir, sem virðast hafa verið mistök samkvæmt þeirri vitneskju, sem menn síð- an hafa fengið, og sama máli gegnir með aðra stríðsaðila. En i sumum þeim skjölum, sem nú hafa verið birt, voru brezkir ráðamenn oft furðuframsýnir. í jan. 1945 sendi Anthony Ed- en utanríkisráðherra frá sér greinargerð, þar sem hann gaf til kynna að hvetja ætti Þjóðverja til að snúa sér að nýjum tegundum hugsjóna. „Við verðum, ef við mögulega getum, að finna hugsjón, sem þegar er til í menningararfi Þjóðverja, og ein slík hugsjón er fundin, sagði hann i grein- argerðinni. „Það er hugsjón þjóðfélagslegra og menningar- legra framfara. Það verður að hvetja Þýzkaland til þess að stefna að þvi að verða Risa- Svíþjóð, hreinni, betur skipu- lagðari og heilbrigðari en nokkurt riki hefur verið til þessa, með betra þjóðfélags, heilbrigðis og menntakerfi og betri lífskjörum, en nokkurt annað ríki hefur nokkru sinni notið. Þetta er ekki svo afleitt stefnumarkmið lands, sem hef- ur verið sigrað,“ sagði Eden. Útgerðarmenn — Skipstjórar SIMRAD SIMRAD SIMRAD Hafa hiotið NMEA vetðlaunin sjöunda árið í röð. Þessi verð- laun eru veitt af the NATIONAL MARINE ELECTRONiC ASSOCIATION OF AMERICA til þeirra sem skara fram úr i einfaldri uppbyggingu og beztu tækninýtingu fiskileitartækja á markaðnum. SIMRAO-umboðið Bræðraborgarstíg 1, Símar 14340, 14135. Bílar til sölu Til sölu Chevrolet Pick-up, árgerð 1967, 6 strokka, beinskiptur, allur nýyfirfarinn, bíll í sérflokki. Ennig Hillman Hunter, árgerð 1967, nýrri gerðin, nýyfirfarinn og málaður. Mjög fallegur og góður bíll. Bílasmiðjan KYNDILL, Súðarvogi 34, sími 32778. Upplýsingar í síma 35051 á kvöldin. DftNMÖRK- FÆREYJAR Ódýmr 11 daga hringférðir með m.s. GULLFOSSI f marz- og aprílmánuði til Kaupmannahafnar með viðkomu i Tórshávn. Verð kr. 14.500.00 - gisting og morgunverður innifalið 1 verðinu, á meðan dvalizt er í Kaupmannahöfn. Brottfarardagar: 3. marz, 16. marz, 6. apríl og 20. apríl. Ferðizt ódýrt — Ferðizt með Gullfossi EIMSKIP Ailar nánarí upplýsingar veitír: FARÞEGADEILD EIMSKIPS Sími 21460

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.