Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 sovét- ríkin gera ráð fyrir að leggja v-evrópu undir sig á 10 dögum • • • þrír her- fræð- ingar segja hér álit sitt á hernaðar stöðunni sejna • Tékkóslóvakíski hershöfðing inn Jan Sejna, var í leynxþjón- ustu Tékkóslóvakíu, og vann að því í mörg ár að undirbúa áætl un um innrás Varsjárbandalags ríkjanna í Evrópu, og hemám hennar. Hann flúði land árið 1968, og býr nú í Bandaríkjun- um. Hann hefur sagt eftirfar- andi: • 1,5 milljón hermanna hafa fengið það hlutverk að hertaka Noreg, Svíþjóð og Danmörk. Á- ætlunin gerir ráð fyrir algjör- um yfirráðum á fjórum dögum. • Skömmtunarkort og pen- ingaseðlar liggja prentaðir í Moskvu, og bíða þess að her- námsliðin þarfnist þeirra. • Listar eru tilbúnir yfir þá sem á að handtaka þegar, og yf ir þá sem taka skal strax af lífi. Hernámsliðin koma með eigin dómstóla, sem munu kveða upp dómana. • Á öðrum lista eru nöfn þeirra sem orðið geta hernáms- liðinu til aðstoðar, og tekið við opinberum störfum meðan á hernáminu stendur. • Árásarsveitirnar koma frá íshafinu, Noregshafi, Kattegat, Eystrasalti og Helsingjabotni. Fallhlífahermenn og skriðdreka sveitir koma í gegnum Finn- land. • Árásirnar verða í tveimur bylgjum. Fyrst verður lamandi skyndiárás sem stendur í 24 tíma. >ví næst er gert ráð fyrir fjögurra daga átökum áður en full yfirráð nást. • Leiðtogar Sovétríkjanna, reikna með að NATO gliðni í sundur. Mikil njósína- og áróð- ursstarfsemi er rekin, til að minnka mótstöðuviljann í hverju NATO-ríkjanna fyrir sig og ekkert land kemst til jafns við Sovétríkin í notkun njósnara og flugumanna, til áróðurs og skemmdarverka. • Hvað svo sem fólk á Vest- urlöndum heldur, er það fastur ásetningur Sovétríkjanna að ná heimsyfirráðum. Þcir telja beztu aðferðina þá að ná undir sig einu og einu svæði í einu, og fara kænlega að því svo að Bandaríkin dragist ekki inn í málið, því þeir vilja allt - til vinna að forðast átök við þau. • Sovétríkin eru þegar búin að velja her- og stjómunarsveit ir til langvarandi hernáms v- evrópskra landa. • Fótgöngulið og vélaher- deildir frá öllum Varsjárbanda lagsríkjunum, munu ráðast inn í Danmörku í gegnum Pólland. Landgönguliðar munu ráðast á Suður-Svíþjóð og Suður-Noreg. Fallhlífahersveitir munu að- stoða. Flotadeildir og flugvélar munu gera árásir með strönd um fram. Norður-Svíþjóð og Norður-Noregur verða fyrir árás um skriðdrekasveita og land- göngusveita, sem koma í gegn- um Finnland. Ef þær 1,5 millj. hermanna sem þetta eiga að gera, duga ekki til, er hægt að tvöfalda þann liðsafla. • Þegar Skandinavía er fall in, er gert ráð fyrír að hersveit irnar haldi áfram til Bretlands, en 90 þúsund manna hernáms- lið verður skilið eftir. • KGB (leyniþjónusta Rússa) getur hafið skemmdar- verkastarfsemi í Noregi, Sví- þjóð og Danmörku, með nokk urra klukkustunda fyrirvara. Vegir, brýr og bryggjur, verða sprengdar í loft upp. Skemmd arverkamennirnir hafa þegar sín ákveðnu verkefni, og bíða bara eftir skipunum um að hefj ast handa. • Menn skulu vera viðbúnir því að njósnari fyrir Rússa, vinni við öll meiriháttar fram leiðslufyrirtæki. — Rússneskir flugumenn, vinna stöðugt að því að veikja sambandið milli bandamanna. Skemmdarverk og uppþot, eru meðal þeirra með’.la, sem KGB notar. Rússar vilja ekki eiga á hættu að þurfa að fást við hana þess. walker • Brezki hershöfðinginn, Walter Walker, lét fyrir stuttu af störfum sem yfirmaður norð ursveita NATO. Áður en hann hætti, sagði hann m.a. eftirfar- andi í viðtali við hollenzkt blað: • Rússarnir hafa lagt svo mikla áherzlu á uppbyggingu Atlantshafsflota síns, að hann er nú þeirra stærsti floti. En það er sama hvað við hrópum, það lítur ekki út fyrir að neinn vilji hlusta. Allir vita þó að Rússarn ir hafa mjög aukið flota sirnn á Miðjarðarhafi. Stjórnmála- mennirnir verða aldrei þreyttir á að lýsa „miklum áhyggjum“ sínum, vegna þeirrar þróunar. • Ástandið á mínu svæði er hættulegra. Rússarnir hafa 150 kafbáta til umráða hér. Ég get safnað saman tæplega fjörutíu. • Yfirburðir Rússa á sjó, eru sérstaklega hættulegir fyrir Noreg. Á stríðstímum er landið algerlega háð frjálsum sigling- um. • Ég held ekki að Rússar óski eftir stríði. En með sínum miklu hernaðaryfirburðum, vilja þeir gera Vestur-Evrópú „óvirka" (neutralize). Tak- mark þeirra er að stjórna þessu svæði. Þeir hafa aukið flota sinn, ekki til að nota hann, heldur til að styrkja pólitíska stöðu sína. Þeir ætla að ógna litlu NATO-löndunum svo, að þau þori ekki annað en yfirgefa NATO, og gera sérsamninga við Sovétríkin. Með því að sýna stórkostlega hernaðaryfirburði, ætla þeir að sundra NATO án þess að hleypa af skoti. • Rússar sækjast eftir heims yfirráðum. Það er takmark sem þeir hverfa aidrei frá. Það eina, sem hefur breytzt, er leiðin að þessu marki. Einn daginn geta þeir öskrað, næsta dag þagað og þriðja daginn brosað. En tak markið er það sama. Það er ó- breytt. • Ef til stríðs kemur er Nor egur glatað laind. Það á 200 km landamæri að Rússlandi. Nor- egur mun falla Sovétríkjunum í hendur, bæði á sjó og landi, án mótstöðu. Erlendar hjálpar sveitir geta að vísu athafnað sig þar, en í rauninni mundi það taka alltof langan tíma fyr ir okkur að senda hjálparsveit- irnar. Að koma þeim á staðinn. Það er ólíklegt að hersveitir Varsjárbandalagsins, verði svo iþróttamannslegar, að þær bíði þar til liðsaukinn er kominn. • Ég hef líka miklar áhyggj- ur af Danmörku. Danir hafa á- kveðið að kaupa ekki nein vopn, eða tæki í ár. Þeir lifa — skilst mér — í trausti þess að sítt hár, sé nægilega ógnvekj- andi til að halda Rússunum heima. • Hvað gerist þegar NATO stöðin á íslandi verður lögð nið ur? Það þarf ekki mikla her- fræðikunmáttu til að skilja að þá missum við alla stjórn á At- lantshafinu, og Rússamir fá al gjörlega frjálsar hendur. Ef það gerist, verður Atlantshafið jafn rússneskt og Svartahaf. • Ef Rússum heppnast að ná fótfestu fyrir flota sinn á ís- landi — og það mun tvímæla- laust gerast — þá er hægt að ganga út frá því að Vestur- og Norður-Evrópa, eru ofurseldar valdhöfunum í Kreml. ericson • John Erics^on, prófessor í stjórnmálafræðum við báskól- ann í Edinborg, er viðurkennd- ur sem einhver mesti sérfræð- ingur um hernaðarmátt Sovét- ríkjanna, á Vesturlöndum. •— Hann ferðast mikið um Sovét- ríkin, og er persónulegur kunn ingi margra háttsettra herfor- ingja þar. Hann hefur ritstýrt mörgum ritum um Rauða her- inn og sovézk hermál, og skrif að um þau bækur. Hann hefur sagt: • Það sem er afgerandi, þeg ar rætt er um valdajafnvægið í heiminum, eru geysilegir hern aðaryfirburðir Sovétríkjanna á öllum sviðum. • Þessu hræðilaga ástandi reyna ríkisstjórnir Vesturlamda að leyna fyrir fólkinu, vegna þess að það væri sama og póli- tískt sjálfsmorð að segja frá hlutunum eins og þeir eru. — Fólkið er ekki fáanlegt til að bera þær byrðar og færa þær fórnir, sem þarf til að ná hern aðarjafnvægi, og minnka þar með hættuna á stríði og kúgun. Það myndi hvorki þakka ríkis- stjórnum sínum, né fjÖlmiðlum fyrir að fá að vita sannleikann. • Sovétríkin byggja herriað- aráætlanir sínar í æ ríkari mæli á kjarnorkumætti sínum. Þau eru staðráðin i að vera fyrst til árásar, og að hafa mannafla, tækjabúnað og vopn, sem tryggja að þær áætlanir, aem eru gerðar, séu framkvæman- legar innan þeirra tímatak- marka, sem þeim eru settar. • Af 700 meðaldrægum flug skeytum Rússa, er 630 beint að Vestur-Evrópu, þ.e. helztu vam arstöðvum NATO á því svæði. Flaugarnar geta borið baeði kjarnorkusprengjur og tauga- gas. Gasið verður notað á þau svæði, sem Rússar hyggjast her nema. • Rússar leggja mikla á- herzlu á hraða. Á heræfingum hafa þeir losað 8000 fallhlífaher menn og 160 brynvarða bila og skriðdreka úr flugvélum, á 22 mínútum. Það voru DVINA her æfingarnar 1970. • DVINA æfingarnar fóru fram á svæði, sem er svipað að stærð og þau svæði, sem þarf að hernema í Vestur-Evrópu. Gengið var útfrá því að fót- göngulið og vélaherdeildir fylgdu á eftir kjarnorku- og taugagassárás. Til að gera þær raunverulegri var geislavir.kum ísótópum komið fyrir, og her- menn voru í sérstökum verndar klæðum. Þeir sóttu fram 100 kílómetra á dag. • Það verður sótt fram á mörgum vígstöðvum og fall- hlífasveitir óspart notaðar. — Stríðið um Evrópu á heldur ekki að taka lengri tíma en 10 daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.