Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 Herdís Hermóðsdóttir: Hin réttlausa stétt Grein, sem birtist í 4. hefti „Sveitarstjórnarmála" 1971, hef- ur orðið til þess, að ég tek mér nú penna í hönd og geri alvöru úr því að skrifa um það mál, sem hún f jallar um. Þessi um- rœdda grein, er úr setningar- rœðu Páls Líndals, for- manns Sambands ísl. sveitarfé- laga, og fjallar um fasteigna- skatta frá sjónarmiði sveitarfé- laganna. Nú vil ég f jalla um það sama efni frá sjónarmiði þoland ans, sem er einn úr fjölmenn- ustu og um leið réttlausustu stétt landsins. Þar á ég við húsmæð- urnar. Þær hafa verið til þessa hinn þögli meirihluti og lítið sagt sér til varnar, en eru þó, góðu heilli, að vakna til með- vitundar um það vald, sem þær geta haft og þeim ber, ef rétt er á málunum haldið af þeirra hendi. Að vísu talar Páll Lindal um í sömu grein, að lita á skatta málin frá gjaldandans hlið. Ekki gerir hann það þó, að öðru leyti en því að vera mjðg ánægður með „að skattpyndingin er ekki eins voðaleg og margir vilja vera láta." Svo mörg eru þau orð. SKATTHEIMTAN Aftur á móti tel ég, að þessu sé öfugt farið. Skattpyndingin er áreiðanlega miklu verri, í allt og mðrgum tilvikura en margir haf a haldið til þessa. Þvi til sönnunar, vil ég hér með birta tölur, sem sýna glöggt hversu skattheimtan gengur ná- lægt sumum, svo ekki séu höfð um það stærri orð. Hér er um að ræða hjón, með 3 börn. Öll innan við fermingu. Hjá þeim eru einnig tvö börn, komin yfir 16 ára aldurinn og eru því orðnir skattgreiðendur, svo við sleppum þeim. Tekjur mannsins, árið 1970 voru með öllu, þar á meðal f jöl- skyldubætur að upphæð 17.061.00 kr., í allt 296.194.00 kr. Það sama ár 1970 varð hann að greiða i gjöld til þess opin- bera, sem hér segir: Til sveitarsjóðs ýmis gjöld 34.258.00 Tekjuskattur 4.081.00 Sjúkrasamlag • 6.000.00 Alm. Tryggingargjald 5.500.00 Brunabótagjald 8.269.00 Samtals 58.108.00 Þetta þýðir það, að 238.094.00 kr. þurfa að skiptast milli fimm einstaklinga. Verða þá, eins og allir geta séð, aðeins 3.968.00 kr. sem hverjum fjölskyldumeð- limi er ætlað til framfærslu mán- aðarlega. Og þetta gerist á sama tíma og forsvarsmenn ríkis- og bæja, að ég nú ekki tali um forystumenn flokkanna, þykjast allt ætla fyr ir alla að gera. En húsmæðra landsins er þar hvergi getið. HLUTUR HÚSMÆÐANNA Eftir þeim man enginn, en þær þykja þó ómissandi, svona ámóta og sjálfvirk þvotta- og uppþvottavél. Enda vinna þær verk sín svona rétt eins og þær, með smávegis suði og án þess að krefjast nokkurs hingað tíl. Þ6 eru þær sagðar hornsteinn heimilanna i viðeigandi ræðum, við viðeigandi tækifæri og heim- ilin hornsteinn þjóðfélagsins. Ég hika ekki við að fullyrða, að hér er þyngsti bagginn lagð- ur á herðar húsmæðranna. Eða dettur nokkrum heilvita manni í hug, að þetta sé lifvænlegt mán- aðarframlag til lífsviðurvær- is nokkru barni, hvað þá full- orðnu fólki. Til samanburðar er sjálfsagt hægt að taka umhyggju þessara fyrrgreindu aðila fyrir gamla fólkinu. 1 sjálfu sér er ekkert nema gott um það að segja, en óneitanlega skýtur það nokkuð skökku við, að fullyrða, að aldr- aða fólkið geti alls ekki lifað mannsæmandi lífi af ellilífeyri þeim, sem þvi er úthlutaður, sem er þó nærfellt helmingi hærri, en það sem hjónunum, er ég sagði frá, er eftir skilið til fram- færslu sér og börnum sínum, þeg ar það opinbera hefur tekið, að sínum dómi sinn part, af tekj- um þeirra. Því öldruðum hjónum er greiddur ellistyrkur að upphæð 13.080,00 kr. á mánuði. Það er 6.540.00 kr. á einstakling sé ekki um aðrar tekjur að ræða. Nú spyr ég: Er þetta rökrétt hugsun, sem á bak við þetta ligg ur? Og hvar er réttlætið? Nú veit ég, að þessi umræddu hjón reyndu að fá lækkun á þessum gjöldum. Því var ekki neitað að dæmið væri rétt reiknað og lítið eftir skilið, en synjað um lækk- un á þeim forsendum, að það væru svo margir í sama báti, a*5 þessu leyti. Þetta finnst mér tala sínu máli. Þetta er gersamlega óvið- unandi ástand. Ég tel, að með þvílíkum skattpyndingum, sé verið að dæma þessi börn til van næringar í uppvextinum. Og hat rammlegast að það skuli vera gert af stjórnvöldum ríkis og bæja, sem þykjast þó í orði, bera þá dæmalausu umhyggju fyrir ÖTlum sem minna mega sín. Ætli það sé nokkur, sem efast um, að þarna sé það húsmóðir- in sem þyngsta baggann ber? Það kemur í hennar hlut að velta og snúa þessum peningum svo þeir hrökkvi fyrir brýnustu nauð- þurftum. Ofan á allt þetta er svo tilætlunin að hækka eignaskatt- inn! Það er þvi engin furða þótt húsmæður sælist til að fá sér vinnu utan heimilisins. Þær fá helming þeirra tekna dreginn frá til skatts, og eru sannarlega ekki ofhaldnar af því, þó þær fái einhverja umbun verka sinna, er þær hafa lagt á sig tvö falda vinnu oft á tíðum. En húsmóðirin sem heima vinnur, og á mörg ung bðrn, sem hún hefur ekki getað fengið sig til að fleygja inn í þær fjölda- uppeldisstöðvar, sem barnaheim ilin eru, þó til væru og talið sig hafa við þau mestar skyldur að rækja, fellir sig ekki við þessa „Jáá-á-aá-aá-á og nei-eei-eei- eei-" múgmenningu er þar rík- ir og vinnur samt lengstan vinnudag allra stétta þjóðfélags ins. Hún er réttlaus. Um hana og hennar mál þarf enginn að hugsa. Enda hefir hún jafnan gert lítið að því • að skara eld- inn að sinni eigin köku, heldur gert sér meira far um, að eldur- inn logaði það glatt, að kakan yrði vel bökuð handa öðrum að sér á. Því ekki dreg ég í efa, að þéir sem nú berjast skeleggast fyrir styttingu vinnutíma muni mæta upp og ætlast til að kvöldverð- ur og kvöldkaffi sé til reiðu er heim kemur. Dásamlegt samræmi í hlutunum! Svo er annað sem vel má minna á. Giftar konur, sem eiga börn með manni sínum og heimta ekki vöggustofur og barnaheim- ili fyrir þau, þeim eru engar tekjur ætlaðar. En konan, sem á börn með hinum og þessum, kemst strax á laun hjá rikinu og henni skal séð fyrir fullkom- inni barnagæzlu á kostnað hins opinbera. Að visu eru mæðra- launin ekki há og ekkjum og frá skildum konum með börn á fram færi veitir sjálfsagt ekki af, og hinum náttúrlega ekki heldur. En óneitanlega má þessi styrkur einnig skoðast sem verðlaun eins og fram kemur í vísu þeirri er kastað var fram þegar mæðra launin voru ákveðin á Alþingi. Set ég hana hér með til gamans, því hún lýsir að nokkru við- horfi allmargra til málsins. Ég held að ég muni hana rétt. Aðstoð! kvenna Alþing metur svo aðrir gera það ei betur enda kulvis karlatetur er kiíka þingsins básum á. Til ásta launalistinn hvetur. Laun þeim konum sínum setur, er sveinum flestum sofa hjá. FLÓTTI AF HEIMILUNUM En sleppum nú öllu þessu. Það er annað og stórum alvar legra sem þessi rangsleitni gagn vart húsmæðrunum hefur í för með sér. Það er flótti þeirra út af heim ilunum. Ég hygg, að það þurfi engum getum að því að leiða, að hin stríða afbrotaalda ungmenna landsins, þó sérstaklega á þétt- býlissvæðunum, sé bein afleið- ing fjarveru móðurinnar frá heimilinu. Það er mikið talað um að bæta þurfi kjör sjómanna og veita þeim aukin skattfríðindi, svo þeir fáist til að draga fisk- inn á land. Það á að byggja yf- ir lækna landsins, lúxusíbúðir, sérstaklega í hinum fátækari og afskekktari byggðarlögum, svo þeir fáist til að veita hinum þjáðu er þar búa, hjálp og líkn. Sömuleiðis þarf að bjóða hinum skriftlærðu þvilíka þjónustu. Og fleira mætti nefna í sama dúr. Það er meðal annars þess vegna, sem ganga þarf svona nærri f jölmörgum einstaklingum og raun ber vitni. Því annað en í vasa skattgreið andans er ekki farið eftir fénu. Það vita allir. Húsmóðirin á skil yrðislausan rétt á að henni sé reiknað kaup, eins og öðrum þegnum þjóðfélagsins, þótt hún sé í þeirri aðstöðu að geta ekki beitt verkfallsrétti. Að minnsta Jl! íoUb?L í«r settt tt* o9 *Íorttl Jl! HiJÓNLOFTSSONHF f^faa Hringbraut 121*^10 600 kosti ekkl meðan börnin eru ung. Og lítilmannlegt af stjórnvöld unum að ganga á það lagið og gera hana að nokkurs konar ambátt, sem óþarft er að gjalda kaup. Efalítið er, að húsmóðirin og móðirin gegnir ábyrgðarmestri stöðu í þjóðfélaginu, ef hún á annað borð er nokkur móðir. Það er oft vitnað í Matthias Jochumsson. Það geri ég nú, af þvi að hann hefur lýst hlutverki móðurinnar eins og það á bezt að vera í kvæðinu til móð- ur sinnar: Því hvað er ástar og hróðrardís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? Ég hefi þekkt marga háa sál, ég hefi lært bækur og tungumál og setið við lista lindir. En enginn kenndi mér eins ogþú hið eilifa og stóra, kraft og trú né gaf mér svo guðlegar myndir. Þetta vildi ég minna þær kon- ur á, sem telja það sáluhjálpar- atriði fyrir börn sín, að koma þeim sem fyrst inn á barnaheim- ilin svo þær þurfi sem minnst fyrir þeim að hafa, og telja svo, að við það verði þau betri þjóð- félagsþegnar! Ja, það þarf ekki að væna þær um ofmat á sjálfum sér! Vafalítið er, að þær munu vera betur menntaðar, í viðurkennd- um kennisetningum, en sú kona sem Matthias yrkir um. En til hvers kemur þeim menntunin, ef þær hafa engu að miðla afkvæm um sínum? Og hvað eigum við að hugsa, sem lærðum við móður- og föður kné að lesa á Bibliunni og Is- lendingasögum, þegar mennta- menn þjóðarinnar sitja með sveittan skallann, við að þýða Islendingasögurnar á nútímamál, svo hin skólagengnu ungmenni nútímans geti skilið þær. Það er ekki nóg að sitja í skóla svo og svo lengi, en glata sinni tungu fyrir tölur og mengi. Við hljótum að ætlast til meira af hinum hámenntuðu kennur- um okkar tima en að svo fari, og ekki síður hinum menntuðu mæðrum. Þvi tel ég, að húsmóðirin, sem vinnur heima eigi skilyrðislaust að fá reiknað sér til tekna helm- ing af kaupi húsföður, fái hún svo helming þess kaups frádreg- inn skatti til jafns við hina úti- vinnandi húsmóður. Til þess að ekki verði hægt að segja, að skortur verði á vinnuafli af þeim sökum á vinnumarkaðinum, mætti binda það við konur með ungbðrn og konur með 3 börn undir ferm- ingaraldri. Kaupgreiðslu mætti líka miða við verkamannakaup. Ég hef hreyft þessu máli hér og fengið góðar undirtektir hinna yngri manna. Þ6 má kannski segja, að mér séu báðar hendur við axlir fastar, þar sem ég sit hér í sveitarstjórn og skil mætavel fjárhagsörðugleika sveitarfélagsins, eins að þetta mundi rýra tekjurnar að ein- hverju leyti. En ég álít ekki stætt á því í nútímaþjóðfélagi, að sveitar- félögin byggi afkomumöguleika sína á svo gott sem, þrælahaldi einstakra stétta, I þessu tilfelli, húsmæðranna, sem heimilis- ástæðna vegna hafa nóg verk- efni heima og geta því ekki geng ið i vinnu utan heimilisins. Að þær haldi áfram að vinna kauplausar og réttlausar, er tómt mál að tala um. Þar sem svo mikið er nú talað um endurskoðun skattalaganna og eftirlit með framtölum, vona ég að þar eigi báðir jafnan hlut, rikið og skattþeginn og beggja réttur virtur í komandi fram- tíð. Herdis Hermóðsdóttir, Eskifirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.