Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 11
MORGUNBLA£>lÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 11 Jón Sveinssori: Herferðin gegn Lárósstöðinni Getsakir um veiði í sjó hraktar Lanigardaginn 12. febrúar birt- Jst hér í blaðinu grein með yf- irskriftinni Laxveiði í sjó við Lárós og átti að vera grein- argerð frá stangarveiðiféiög- um á Heilissandi og Ólafsvi'k og fiskiraektarfélagin'u Fróðé á Snæfeilsnesi. Annað mark er ekki á greininni, en þess má geta að höfundur hennar er, að dómi undirritaðs Jakob Haf- stein. HERFERD GEGN LÁRÓSI Eins og ýmsum lesendum Mbl. er vafaiaust kunnugt um, hefur að undanfömu staðið yfir ein- kennileg herferð í dagbl. Tíman- uin gegn fiskiræktarstöðinni í Lárósi. Þessi herferð er fyrst ©g fremst byggð á röngum for- sendum þar sem því hefur bein- Inis verið haldið fram, að veiði- skapur i Lárósi s.l. sumar hafi verið stundaður í sjó við strönd ina, sbr. fyrirsögn greinarinnar [hér í biaðinu. Inn í þessi biaða- skrif hefur biandað sér Indriði G. Þorsteinsson, ritstjóri, bæði sem ritstjóri Tímans og „Svart- tiöfði". Nú hefur Jakob Hafstein kos- ið að færa út vettvang sinn í þess-u máli með greininni í Mbl. og ætiar með því væntanlega að draga athygii frá „Svarthöfða" vini sinum, hvort sem sú björg- nnarstarfsemi ber jirangur eða í>kki. En þess má geta í þessu sambandi að beðið hefur birting ar í Tímanum lokasvar mitt, sér- stakiega tileinkað I.G.Þ., rit- stjóra. Lokasvar þetta var af- hent Timanum fimmtudaginn 10. þ.m., en i því er vikið að því, að „Svarthöfði" hafi í pistli sín 'um fyrra laugardag talið sjálf- sagt að umgetin greinargerð hefði verið send hinum dagblöð- iinuim. Er sagt að það sé nú ekki vást og eitt sé öruggt, hin blöð- m hafi ekki enn birt hana. Yrði þvi að draga þá ályktun aí orða- lagi Indriða „sjálfsagt" að hann vissi betur og væri að reyna að viiia um fyrir lesendum Timans, þ.e. draga athygli frá þætti hans sjáiís í máii þessu. Ekki létu afleíðingar þessara ummæia minna í enn óbirtu iöka svari á sér standa. Um það vitn ar greinin i Mbi., sem er sami skripaieikurinn og kom í Tíman- rum, að viðbætturm inngangi og tokaorðum höfundar. Þar sem ég tel mig knúinn til þess að verja hendnr okkar Lár- ósmanna eftir þessa síðustu ár- ás í Mbl. og ég veit að ritstjórn biaðsins vill hafa það, sem sann- ara reynist, bið ég birtingar á grein þessari. Eins og ^fram kom í greininni, bafði þetta mái verið rætt á að alfundi Landssambands stangar- veiðimanna. Hafði því veriö varpað þar inn sern eins konar sprengju, er skyldi springa svo um munaði. Fáein.'r fundarmenn studdu þennán máifi'Utning, en iiestir fuiitrúa kupu að visa mál- inu til athugamar stjórnar sam- bandsins. Atkvæði féilu þannig að 26 íuiitrúar greiddu frávís- un atkvæöi sitt, en aðeins 5 voru á móti. Á fyrrnefndum fundi stangar- veiðimanna voru veittar hhjt- lægar upplýsingar um þá starf- sémi, sem rekin hefur verið í Lárósi og fyrrgreindar rang færshjr um sjávarveiði því hraktar. Það gefur því ekki þeitm mönnum góðan vitnisburð, sem þrátt fyrir þessar uppiýs- ingar haida uppteknum hætti að þrástagast á að um sjávarveiði h?'' ver'ð að ræða. VEIDI FENGIN A BÆRTUNARSVÆBI FÉLAGSINS Veiðiskapur sá, sem stiindaður var í Lárósi s.I. sumar, fór fram á raektunarsvæði stöðvarinn- ar, í tilbúnu lóni. Frá veiðistaðn um er rúmlegra 1000 metra vega- lengd að sjávarósi vatnasvæðis- ins í Látravík. En utan óssins telst sjór, samanber skilg:rein- ingu laga nr. 76/1970 um lax- og Biliuiifsveiði. Getur þ\á hver nraður séð, að fyrirsögrn á fyrr- nefndri grein hér í blaðinu er meiðandi fyrir okkur Lárósmenn og- auk þess að vera til t.jóns og: skaða fyrir starfsemi fiskii-ækt- arfélag~sius. 200 ADILAR I LÁTRAVÍKURFÉLAGINU 1 fiskiræktarféiaginu Látra- vík h.f. eru rúmlega 200 féiags- menn, sem búsettir eru í öllum landsfjórðungum, úr nær öllum „stéttum" og starfshópum þjóð- félagsins. Nánar tiltekið eru þeir úr 36 starfsgreinum auk at- vinnufyrirtækja, þar á meðal viðiréttareiigendur og Stanga- veiðifélag Reykjavi'kur. Allir hafa þessir aðilar iagt fram sinn skerf til stuðnings aukinni fiskirækt í landinu af óeigin- gjörnutm hvötum, og án sérhags munasjónarmiða. Veiðimálastofnunin hefur frá byrjun fylgzt náið með fram- vindu þessara mála og veitt okk ur stuðning og hvatningu. Einn- ig höfum við notið ómetaniegs stuðnings frá ýmsum Eyrsveit- ungum. UNDIRBÚNINGUR OG FRAMKVÆMDIK Undirbúningur að fram- 'kvæmd'um til fiskiræktar og fiskhalds i Látravík hófum við Ingólfur Bjarnason árið 1963, eft ir að hafa athugað staðhætti og sannfærzt um, að með stíflugerð í Lárósi með tiiheyrandi fióðgétt og yfirfalli, væru þarna mjög hagstæð skilyrði til fiskræiktar, bæði í fersku vatni og sjóblönd- uðu vatni. Hinn 17. nóvember 1965 var lokið við stíflugerðina. Mikið vatn hefur runnið til sjáv- ar síðan og margt komið í ljós í sambandi við tilraun þessa, sem gagn mun verða að í fram- tiðinni við uppbyiggingu annarra fiskræktar- og fiskhalds stöðva hér á landi. Ræktunar- og uppeidissvæði Látravíkiur er um 165 hektarar að stærð. Til viðmiðunar má nefna Meðalfellsvatn í Kjós, sem er að fiatarmáli um 180 hektarar. 1.5 MILLJÓNIR SKIBA SETTAR tJT Þeim til glöggvunar, sem áhuga hafa á iaxfisikaræktun, skal í stórum drátturm drepið á það helzta í starfsemi félagsins hvað útsetningu snertir á laxa- seiðum: Á árunum 1964 tii 1970 voru alls settar út 1,5 miUjónir laxa- seiða af ýimsum stærðum: kvið- pokaseiði, sumaralin seiði og sjö- gönguseiði. Vorið 1970 voru t.d. sett út 550 þúsund kviðpokaseiði úr eigin klaki og s.l. sumar voru sett út 400 þúsund kviðpoka- seiði (eigið klak). Engar tölur um útsetningu laxaseiða á vatnasvæði þeirra fé- laganna hafa verið birtar. Við höfum þvi orðið að ajfia okkur uppiýsinga um það eftir öðrum ieiðum. 4 ÞÚSUND FULLVAXNIR LAXAR ENDURHEIMTIR Varðandi endurheimtur á !axi, hefur lax endurveiðzt, sem Þessa ljósmynd tok Björn Pálsson, flug-maður 31. janúar s.I. Neðst á myndinni sést ósinn þar sem allt vatn fiskiræktarstöðvarinnar fer um á leið sinni til sjávar. Til hægri handar er hið mikla sandrif, sem myndazt hefur eftir að Larós var stíflaður með hinum 300 metra gnrðt úr grjóti og- öðrum jarðveg-i. Flóðg-áttin þ.e. útrennslið úr innra lóninn sést til vinstri við ytri enda garðsins, en þar eru grindabúrin, sem laxinn greng~ur 'mn í, þegar vatnsmag-n er eðlilegt í innra lóninu. Milli stiflugarðsins og sandrifsins er ytra lón Fiskiræktarstöðvarinnar. hér segir: 1966 2 laxar, 1967 230 laxar, 1968 320 laxar, 1969 311 laxar, 1970 620 laxar og s.l. sum- ar 2564 laxar. Alls eru þetta rúmlega fjögiur þúsund laxar. Þyngstu laxarnir 1969 voru 18 pund en 1970 voru þeir 22 pund og 1971 26 pund. Nokkru af endurheimta lax- inum var sieppt til frjáisrar hrygningar í vatniniu, en auk þess hefur alltaf sioppið eitthvað af ótöldum laxi inn í vatnið. Langrnestuim hluta lax- ins var þó varið til klaks og uppbyggingar stofninum. Nú er í klakhúsi Látravíkur nokkuð á aðra milijón laxa- hrogna, auk bleiikjuhrogna og hrogna úr vatnalaxi, sem virð- ist dafna vel i Lárvatni. HVER NÝTUR HVERS? Svo aftur sé vi'kið að málfhitn ingi Jakobs Hafstein varðandi það, að stangarveiðimenn á Snæ fellsnesi missi áh'Ugann fyrir fisikiræktarstarfsemi vegna starfsins í Lárósi, vil ég segja þetta: Er ólíklegt að þessir ágætu menn á þessum stöðum sem nú eru að hefja fiskirækt á sínum heimaslóðum ieggi í raun og veru trúnað á þennan lævis- lega áróður. Munu þeir vafa- laust sjá innan ekki langs tíma hvar fiskur liggiur undir steini og átta sig vonandi á því, hvern- ig þeir hafa verið blekktir til samfylgdar um tillögu Jakobs og malatiibúnað allan. Hins vegar vil ég nota þetta tækifæri og upplýsa Jakob um þau sannindi að laxinn er eink- ar ratvis og áttliagatryggur og þess vegna kemur hann til með að skila sér i sína á og sitt vatnasvæði um það bil 90%. — Bkki er vitað til að lax hafi 'komið í L^rós fyrr en eftir að við hófum fiskirækt þar enda laxveiðihlunnindi aldrei tai- in fylgja neinni jörðinni. — Þetta leiðir af sér að fáir fiskar viliast, ef svo má segja, í önn- ur vatnasvæði og.auðvitað eru það fleiri fiskar eftir því, sem útsettur seiðafjöidi er meiri. Eins og áður greinir hafa ver- ið settar i Lárós um 1,5 miOliónir iaxaseiða af ýmsum stærðum á sí&usvu sex árum. Sé aftur á móti iitið til þeirra straumvatna, sem eru á norðajiverðu Snæfells nesi, og fyrmefndir stangaveiði mejin eiga aðild að, má segja að hér sé um litiar ár að ræða og útsetning seiða hafi verið sára- litil í þær miðað við útsetningu í Lárós, varla meiri en 5—10 þúsund sjógönguseiði. Gefur því auga leið, að meiri likur eru fyr ir því að aðilar, sem minna setja út a.f seiðum, njóti útsetningar frekar frá þeim, sem miklu magni seiða hafa sleppt hjá sér á Snæfellsnesi. f þessu tilviki er hlutfallið liklega 0,7 á nióti 100 (Larós). Mun þykja forvitnilegt, að fyrir nokkrum áruin voru merkt á vegum Veiðimálastofn- unar nokkur hundriið laxaseiði af sjógöngustærð og þau sett út í Larós. Ári síðar (1967) komu 7 þessara laxa kynþroska úr sjó í Lárósstöðina, en þrír veiddust í Tunguósi, sem er á Snæfells- nesi skammt utan við Lárós, og sá ellefti veiddist í Bugsvatni, sem er fast við ósinn á Fróða. Þetta kom heim við þá vitneskju að lax varð vart víða á Snæ- fellsnesi þar semn hann hafði ekki komið áður, eftir að fiski- ræktin i Larósi hdfst, og sam- tmiis að endurheimtur á laxi komu til sögunnar i stöð- inni í Lárósi. — í DaJaánum hef- ur aldrei verið eins mikil veiði og s.I. tvö ár. Svo á að heita að allur máia- tilbúnaður Jakobs Hafstein í þessu efni sé til kominn vegna ieyfisveitingar Ingólfs Jónsson- ar iandbúnaðarráðlierra s.i. s'umar til handa Lárósstöðinni að taka lax með ádrætti á svæði sinu. En sem kunnugt er, þarf leyfi til ádráttar, enda þótt veitt sé á féiagssvæði. En menn vita betur um tilgang Jakobs, og að hverju hann stefnir. Um það vitna ljóst lokaorð í greinargerð inni í Morgunblaðinu. Lesendur biaðsins vita af fyrri ofstœk- isskrifum þessa manns, hvern hug hann ber til veiðimálastjóra og auðvitað er þeim ijóta ieik haidið áfram núna, vegna þess að veiðimáiastjóri mæiti með sjáifsagðri, fyrrnefndri ieyfis- veitingu Landbúnaðarráðuneytis- ins. Ljóst er af framansögðu að við Lárósmenn getum ekki iengiir unað við það, að haldið sé uppi stöðug'um rangfærsium úr einu blaði yfir í annað um veiðiskap- inn hjá okkur s.l. sumar. Ég hefi ástæðu tii að ætla, að óviihailir, ábyrgir menn verði látnir meta og úrskurða, hvar ós sé í sjð við Lárós og fagna ég þeirri Jausn málsins. BLEKKINGAR Að lokum vil ég segja það, að ég harma það að reynt er að gera starf okkar i Fiskiraektar- stöðinni í Lárósi tortryggilegt og skaða um leið fiskirætktarmáiin hér á iandi aimennt með blekk- ingarskrifum á borð við þau, sem birtust hér í blaðinu iaug- ardaginn 12. febrúar og hafa verið gerð að umtaisefni i grein þessari. F.to. Fiskiræktarféiagsins Látiravúk h.f. Hafnarfjörður Bílarafnwgn — Rafmótoraviðgeröir Tek að mér dynamo-, startara- og alterna- toraviðgerðir. Einnig mótorvindingar. Raívélaverkstaeði Páls Þorkelssonar, Álfaskeiði 31, Hafnarfirði. Sími 51027.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.