Morgunblaðið - 27.02.1972, Page 12

Morgunblaðið - 27.02.1972, Page 12
12 7 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 Jólianna. María Anna. Margrét. I>óra. Mag:nús. Klísabet. Skólabókasafnið skemmtilegt, þægilegt og fróðlegt Gunnar. Texti: Árni Johnsen. M.vndir: Krist- inn Daníelsson. >f „Skólabókasafn og skipulegt -)< starf ómetanleg fyrir skólann44 >f segir Gunnar Guðmundsson, >f skólastjóri Laugarnesskóla Hvaða bók skyidi nú bezt í næsta verkefni? Og: þá er að ræða málin. Síðan er það einstaklingsfram takið, sem gildir og einbeiting:ie er í fyrirrúmi. Neðst til !iæg;ri sést rnynd af hestum í sýning:ar vél, sem börnim geta motað. — Borgarbókasafnið hefur í vet- ur starfrækt bókassafnsdeild í I.aug-arnessköla og: starfar sér- stakur skólabókavörður við safnið. Er hér um tilraunastarf semi að ræða og er starfsemi safnsins liin fyrsta sinnar teg-- undar hér á landi. Við heim- sóttum skólabókasafnið einn daginn fyrir skömmu og röbb- uðum þar við forsvarsmenn og nemendur. Hefur starfsemi safnsins reynzt ákaflega vel, en áformað er að koma upp starfi slíkra skóiabókasafna í öllum skyldunámsskólum borg- arinnar. Skólabókasafn Laugarnes- skóla er deild frá Borgarbóka- safninu eins og fyrr greinir og er bókaeign skólasafnsins nú um 7000 bindi, þ.e. um 7 bækur á hvern nemanda skólans. Unnið er að því að koma upp nokkru safni annarra kennslu- gagna, svo sem myndræmum, skuggamyndum og segulbönd- um. 1 október 1970 var byrjað á því að starfrækja safnið á þann hátt, sem það starfar nú og hefur það reynzt mikilvægt hjálpartæki í starfsemi skól- ans. Safnið er opið allan þann tíma, sem skólinn starfar og er skipulagt þannig að á mánudög um og fimmtudögum eru frjáls útlán fyrir allan skólann og op in lesstofa frá 9—5. Hina dag- ana hafa bekkjardeildir skól- ans ákveðinn tíma vikulega á safninu. Á miðvikudögum milli 1—5 er frjáls tími fyrir börn- in að koma, en aðeins í þeim tilgangi að vinna að ákveðnum verkefnum. Misjafnt er hvern- ig föstum tímum nemenda í safninu er varið, og fer það eftir aldri og þroska nemenda. Skólaárið 1970—1971 komu 13 þúsund gestir í skólabóka- safnið. sem þá var einnig starf- rækt sem lesstofa og þá voru um 20 þús. bindi lánuð út. Á tímabilinu sept—des. s.l. komu 7000 gestir í safnið og almenn útlán og útlán til bekkja voru 11 þús. bindi. Skólabókavörð- ur Laugarnesskóla er Ragn- hildur Helgadóttir bókavörður, en auk þess að hafa langa reynslu sem bókavörður við Borgarbókasafnið hefur hún stundað nám í bókasafnsfræð- um í Danmörku þar sem hún kynnti sér sérstaklega starf skólabókasafna. — Eirikur Hreinn Finnbogason borgar bókavörður er yfir safninu, en skólastjóri Laugarnesskólans er Gunnar Guðmundsson. Gunnar Guðmundsson skóla- stjóri sagði m.a. þegar við spurðum hann um álit hans á starfi skólabókasafnsins og gildi þess: „Fyrst vil ég geta þess að við hér í skólanum er- um ákaflega þakklát fyrir það að hafa fengið þetta safn hing- að. Skólastarfinu má skipta í marga þætti, en einn þáttur- inn er að afla þekkingar og það er auðvitað stór þáttur. 1 samlbandi við þanin þátt feir fram hér í skólabókasafninu merkilegt starf og ef til vill er það bezta kennslan, sem nú fer Ragnhildur Helgadóttir, bóka- vörður fylgist með börminuiu. fram að þvl er fróðleikinn varð ar. Börnin læra sjálf að leita sér að þekkingu og fróðleiks- molum og skipuleggja starf sitt um leið. Hér er tekið við heil- um bekkjadeildum þrátt fyrir þröngan húsakost, en algeng- ast er að senda hópa. Starfið hér er mjög mikilsvert og þakk arvert af hálfu okkar hér í skólanum. Annar mikilvægur þáttur starfsins er kynning góðra bóka og bókmennta. Það er al- menn skoðun og staðreynd að bækur og bókmenning hafa ver ið rauði þráðurinn í menningu okkar allt frá a.m.k. 12. ölid og fyrir þennan þátt eru fsliendinig ar kuninir meðal annarra þjóða. Það er þvi mikið í húfi að halda uppi þræðinum í þessu efni. Hér hafa verið nægar bæk- ur á seinni árum til lestrar, en gæðin hafa verið misjöfn og sumar þeirra aðeins til þess að láta sér ekki leiðast ef að þær hafa náð því markmiði. Sumar hafa jafnvel verið neikvæðar eins og allir vita. Áður fyrr miðluðu heimilin fyrst og fremst þekkingunni á bókinni, en á siðari tímum hefur þetta æ rneira færzt í famg skólanna. Það er þvi ákaflega mikilvægt ef skólunum tekst að vekja at- hygli barnanna á bókum, njóta þeirra og skilja um leið og þau velja það betra og jafnvel það bezta. Við finnum það mjög vel í skólunum hvað við stöndum höllum fæti í þessu efni og því er ökíkur ómetanlegur styrkur að þessu starfi. Hér eru heldur ekki aðeins bækur að lesa, heldur er börnunum bent á góðar bækur og kennt að skilja þær og reyndin er sú að þeim likar einnig það sem ekki byggist aðeins á léttmeti. Bókavörðurinn, Ragnhildur Helgadóttir, er óþreytandi á þessu sviði og oft les hún einn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.