Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.02.1972, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1972 13 ig fyrir nemendurna. Starfið bendir þvi til þess að gott skólabókasafn og skipulagt stai'f í þvi verði seint 'ofmetin í starfi skólans. Borgarbókavörður, sem er yf irmaður bókasafnsins, hefur sýnt þessu starfi mjög mikinn áhuga og þær eru margar ferð- irnar sem hann hefur komið hirígað til þess að fylgjast með starfi safnsins. Þá hefur hann verið eins rýmilegur við okkur og unnt er í sambandi við lán á bókum til starfsins hér. Það er augljóst að það þarf mikla þolinmæðf og lagni til þess að byrja svona starf, fremur en halda því við, og það hefur skólabókaverðinum tekizt mjög vel bæði gagnvart börnum og kennurum skólans. 1 starfinu kynnist Ragnhildur mismunandi vinnubrögðum hjá kennurum, safnar þannig fróð- Iteilk og getuir síðaai miðlað á milli. Hún er kennari að mennt un auk bókavörzlumáms. Borg- arbókavörður er einnig kenn- ari að menntun, og ég veit að sú menntun þeirra hefur verið þessu tilraunastarfi heillavæn- leg. Einnig er vert að geta þess atriðis að í þessu starfi skap- ast tilbreyting hjá bekkjunum. Þeir fara út að vinna og koma síðan aftur inn I bekk og halda fyrirlestra og um leið kemur þarna dýrmæt þjálfuin í þvi að tjá sig, Vandamál sem oft er talað um í sambandi við ungl- ingana nú.“ Við röbbuðum einnig við Eirík Hrein Finnbogason borg- arbókavörð, en hann sagði að Borgarbókasafnið hefði tekið að sér þennan rekstur skóla- bókasafnsins með það fyrir aug um að reynsla fengist af þessu starfi, en áætlun væri um það að koma upp slíkum skólabóka söfnum í öllum skyldunámsskól um borigarininar. „Þessi starfsemi hefur geng- ið ákaflega vel,“ sagði Eiríkur Hreinn, „og góð samvinna heifur verið milli skólastjóra, skóla- bókavarðar og kennara og reyndar byggist þetta starf á slíku samstarfi. Þá hafa kenn- ararnir sýnt þessu starfi mik- inn áhuga og hreinlega hugs- að upp hagkvæmar vinnuað- íerðir, en víst er að reynslan af rekstri þessa safns á eftir að koma að miklu gagni við skipu lagningu fleiri skólabóka- sa£na.“ Borgarbókasafnið rekur nú lesstofur í Austurbæjarskóla og Melaskóla, en skólabóka- safn Laugarnesskóla var áður rekið sem lesstofa. Gunnar skólastjóri bætti því við að það væri mikill styrkur fyrir starf bókasafnsins að frá upphafi hefði verið lögð áherzla á góða umgengni og kyrrláta I safn- inu. Þegar við spurðum Ragnhildi skólabókavörð um niðurröðun starfsins, skipaði hún því í að- alatriðum í eftirfarandi atriði: 1. Kenmsla og æfing í að nota bókasafnið. Fá nemendur þá oftast æfingablöð með verkefn- um til að vinna úr. Markviss nytsemi bókarinnar, um þau kennsla og þjálfun í notkun bókasafnsins er ekki takmark verulega undir námstækni: nem endur fá vitneskju um gildi og í sjálfu sér, heldur heyrir raun not, er af henni fást, um bóka- söfn almennt, ásamt því, að þessi kennsla gerir nemendur hæfari til að vinna á hagkvæm an og skipulegan hátt að heima vinnu. 2. Nemendur eru sendir i safnið til að afla sér meiri fróð leiks en kennslubókin lætur i té, amnaðhvort í hópum til hópvinnu eða hver nemandi með sjálfstætt verkefni. Dæmi um hópvinnu: f landafræði eru bekkirnir t.d. 4 börn í hóp send til að skrifa ritgerð um Svíþjóð. Þá er t.d. verkefninu skipt þannig að einn hópur á að skrifa um borgir í Sviþjóð annar um at- vinnuvegi, þriðji um þjóðina, fjórði um landshætti o.s.frv. Síð an fliytja börnin þetta oft seim fyrirlestra í kennslustund og sýna þá gjarnan myndir með til skýringar. Einstaklingsverkefnin eru einnig margvísleg og sem dæmi má nefna: Einn nemandi kemur í safnið til að afla heimilda um Davíð Stefánsson og skrifa um hann. Annar skrifar t.d. um rit símann, þriðji um jarðskjálfta, fjórði um íslenzka hestinn, fimmti um Hrafnseyri o.s.frv. 3. Nemendur vinna með les- flokka safnisins, t.d. ís/1. orðtök. Orðtökin eru skrifuð upp á spjöld, eitt á hvert spjald. Nem endur fletta siðan upp í bók- inni og skrifa siðan í stilabæk- urnar sínar orðtakið og merk- ingu þess, og er þá oft farið í kapp um hver skrjfar flest orð tök. 4. Bókmenntakynning. Kenn- ari og skólabókavörður kynna ákveðna höfunda, og lesa sjálf ir eða láta nemendur lesa úr verkum þeirra, síðan er nem- endum bent á bækur þeirra á safninu. 5. Útlán undir stjórn skóla- bókavarðar og kennara. Bókasafnstímum yngri barn- anna er öðruvísi varið og fara þeir að mestu i: 1. Útlán undir umsjón kenn- ara og skólabókavarðar, 2. Börnin lesa stuttar sögur í safninu, endursegja þær inni i bekknum eða endurskrifa. 3. Orðasöfnun, þ.e. börnin safna orðum, er byrja á ákveðn um stöfum og skrifa I stílabæk- ur. 4. Lesin ævintýri fyrir börn- in og þau síðan látin teikna myndir úr sögunni. Bekkjarbókasöfn eru lánuð frá skólabókasafninu. 22 bekk- ir hafa söfn, og eru þau endúr- nýjuð á 2—3 mánaða fresti. Um níu hundruð bækur eru sam- tals í bekkjarbókasöfnunum. Þessi söfn eru mjög þýðingar- mikil. 1 neðri bekkjunum eru þau til að styðja lestrarkennsl- una, en í efri bekkjunum eru bækurnar valdar þannig, að þær örvi bókmenntaáhuga barnanna. Þegar við heimsóttum skóla- bókasafnið voru þar um 20 nemendur úr þremur aldurs- flokkum, 9 ára, 11 og 12 ára. Sumir voru að vinna við hóp- verkefni, aðrir að skrifa út- skýringar á íslenzkum málshátt um, ritgerðir um Edison, skyggnleika, Steingrím Thor- steinsson, hestinn og m.fl. Sum ir voru líka að raða niður höf- undum bóka eftir stafrófsröð og þannig höfðu allir ærið að vinna og eiginlega má ségja, að þarna hafi verið visindalega unnið, því þegar eitthvað bját- aði á var hægast að leita til skólabókavarðarins og fá nýja bók til þess að fletta upp í og leysa vandann. Að síðustu röbbuðum við stuttlega við nökkur börn, og spurðum þau um skólabóka- safnið og áhuga þeirra fyrir því: Margrét Einarsdóttir 11 ára: Mér finnst mjög skemmtilegt að koma í safnið og það er svo gott að skrifa hér og vinna, og svo er svo fljótlegt að fá aðstoð. Ég er núna að skrifa ritgerð um skyggnleika, valdi það sjálf og vinm verkefn- ið upp úr þjóðsögum Jóns Árna sonar. Magnús Torfason 11 ára: Ég valdi mér Tomas Alfa Edison til þess að gera ritgerð um vegna þess að ég hef gaman af vísindum og mig langaði að vinna ritgerð um hann. Það er mjög skemimti'legt að vinna hér í bókasafninu og mér finnst það snjallt. Þetta er í annað sinn, sem við komum hér, en ég vildi gjarnan koma oftar, því að nú er ég búinn að ákveða að taka annað verkefni fyrir, en þáð er að skrifa ritgerð um gamlaæ fróttir og verkefinið ætla ég að vinma upp úr Öld- inni okkar. Þegar við erum bú in að hreinskrifa verkefnin, höldum við fyrirlestra í bekkn- Framhald á bls. 23 Þau eru hress og kát úr 11 ára bekknum. — 12 ára og svolítið hátíðlegri. Það er eftirvænting í svipbrigðum 9 ára bariianna. Gunnar Guðinundsson og Éiríkur Hreiim Finnbogason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.